Tíminn - 20.07.1995, Page 4

Tíminn - 20.07.1995, Page 4
4 Fimmtudagur 20. júlí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sameiningar- draumurinn Umræöur um sameiningu félagshyggjuflokkanna eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa staöiö yfir meö misjafnlega miklum krafti yfir tvo áratugi. Hins veg- ar hafa þessar umræöur ekki skilaö árangri og í síö- ustu kosningum var slíkt markmiö fjær en áöur og eitt nýtt afl, Þjóövaki, kom fram sem geröi út á fé- lagshyggjuvænginn. Nú berast fréttir af því aö fólk sé farið að hittast til þess að ræða möguleika á sameiningu vinstri flokk- anna og vettvangurinn til fundarhaldanna sé Ráð- hús Reykjavíkur. Einnig berast fréttir af því að fund- arhöld um þetta mál eigi aö halda áfram á næstunni. Stjórnmálamennirnir, sem mynda þennan hóp, eru atkvæðamiklir í sínum flokkum, þannig aö for- usta þeirra flokka getur ekki leitt hjá sér þessi tíö- indi. Hins vegar eru umræða um sameiningu flokka og svo raunveruleikinn tvennt ólíkt. Til þess að samein- ast þarf aö ná sátt um ýmis erfið ágreiningsmál. Þeir, sem hafa áhuga á stjórnmálum og taka þátt í flokks- starfi, hafa lífsskoöun sem byggir á stefnu flokk- anna. Þaö vill svo til að nokkuð ber á milli í þessum efnum. Alþýðubandalagið hefur kennt sig við jafnaðar- mennsku og Alþýöuflokkurinn hefur talið sig vera hinn eina rétta handhafa hennar. Þrátt fyrir þetta er grundvallarmunur á stefnu þessara flokka og þróun þeirra á undanförnum árum. Stefna Alþýðubanda- lagsins hefur höfðað til þjóðernishyggju, en stefna Alþýðuflokksins til alþjóðahyggju. Innan flokk- anna, einkum Alþýðubandalagsins, er blæmunur á afstöðu fólks í þessu efni, en það breytir ekki grund- vallarstefnunni. Afstaða flokkanna til Evrópusam- runans sýnir einkar vel þessar mismunandi áherslur. Sameining þessara tveggja flokka verður ekkert nema spjall innan þykkra veggja Ráðhússins, nema niðurstaða náist um það á hvaða grunni afstaðan til umheimsins á að byggjast. Sé einhver málamiðlun til, á eftir að fá fólk innan beggja flokkanna til að sættast á hana og það gerist ekki í einu vetfangi. Það virðist svo sem það fólk, sem er að tala saman nú um sameiningu, séu einstaklingar sem eru ekki fráhverfir frekari þátttöku í Evrópusamrunanum. Deildar meiningar eru innan flokkanna um það mál og ljóst er að Kvennalistinn er klofinn um það. Sá klofningur er ekki eins augljós í Alþýðubandalaginu, en andstaðan við Evrópusambandið er þar mjög hörð. Sameiningarumræður einstaklinga í flokkunum á vinstri vængnum hlýtur að snúast um málefni. Ljóst er að þegar þau koma upp, er mikill ágreiningur um grundvallaratriði. Ef þessum umræðum verður hald- ið áfram af málsmetandi fólki innan Alþýðubanda- lags, Kvennalista og Alþýðuflokks, hlýtur það að valda óróa í flokkunum. Vafalaust er möguleiki á sameiginlegri afstöðu um ákveðin mál í andstöðu við ríkisstjórnina. Það fylgir stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Stóru grundvallarmálin, svo sem af- staðan til umheimsins, eru óleyst, og það er áreiðan- lega langt í land að sameina sjónarmiðin í þeim efn- um. I stuði með Guði íslenskum stjórnmálamönnum mun hafa verib bobib sérstaklega til kraftaverkasamkomu Bennys Hinn í Laugardalshöll í fyrra- kvöld og þess getiö aö sæti fyrir þá yrbu tekin frá. Ekki hefur Garri haft spurnir af neinum stjórn- málamanni sem mætti, og því er ekki heldur ab búast viö krafta- verkum í landsstjórninni eba sveitarstjórnarmálum í framhald- inu, þó svo aö mörgum þætti ef- laust ekki veita af. Biskupinn og abrir þjónar þjóö- kirkjunnar mættu hins vegar á stabinn, og ef marka má viötöl í fjölmiölum, voru' þeir talsvert upprifnir yfir þessari miklu sam- komu. Einn þjóökirkjupresturinn mun meira aö segja hafa farib upp á sviö og fengiö lækningu einhvers fótameins og sleppt við þaö göngustafnum, sem hann alla jafna gekk viö. Sívaxandi kraftaverk í sjálfu sér er ekkert við því að segja, þó aö „hinir frjálsu söfnuö- ir", sem svo eru kallaðir, séu meö uppákomur þar sem auglýst eru kraftaverk og kraftaverkalækning- ar í Jesúnafni, og lofað sé stigvax- andi krafti í kraftaverkum eftir því sem líður á samkomufjöldann sem haldinn er! Auglýsingin er í raun svipaös eðlis eins og ef verið væri aö auglýsa sveitaball: „Vax- andi stuð með hverju balli, Benny Hinn sér um fjörið". Munurinn er hins vegar sá að hér er ekki um sveitaball ab ræða, heldur er verið að spila á vonir fólks sem lent hefur í vandræðum og heldur kannski að þaö geti fengið úr- lausn sinna vandamála meö kraftaverki. Flestir koma þó meö svipuðu hugarfari og kemur fram hjá Heródesi í söngleiknum Sú- perstar, sem nú er veriö aö flytja í Borgarleikhúsinu og var áöur sett- ur upp í Austurbæjarbíói í þýb- ingu Níelsar Óskarssonar. Heród- es söng: Þú ert hins sarna beðinn og aðrir dýrlingar. Eitthvað hlýtur þó að hafa aflað vinsœldar. Ó, ég bið þess, aðdáandi þinn, að þú gerir hluti, sem trylla mannskaþinn. Þab er nákvæmlega þab sama og virðist vera að gerast á vakn- ingarsamkomunum hjá Benny Hinn. Það er verið að trylla mannskapinn, þannig að fólk geti verið í „stuði með Guöi" eins og Jón Ársæll Þórbarson, sjónvarps- maður og fyrrum postuli úr gömlu uppfærslunni á Súperstar, hefur orðað það. GARRI Þjóðkirkjan á villigötum En þó lítiö sé hægt að segja vib því að „hin frjálsu samfélög" standi í því að trylla mannskap- inn í Jesú nafni, þá er það þó spurning hvort eðlilegt geti verið ab þjóðkirkjan sé að blanda sér í málið með sérstakri velþóknun, eins og Garra viröist hafa gerst með þátttöku biskups og annarra þjóbkirkjupresta í þessu ferli öllu. Eflaust eru þetta nokkur þúsund manns, sem hafa áhuga á og trú á því sem þessi vakningariönabur hefur fram að færa, og þessi hóp- ur er sýnilegri en gengur og gerist um þetta venjulega kristna fólk. Augljóst er ab þjóðkirkjan telur sér skylt að bregðast viö og koma með einhverjum hætti til móts við þennan hóp, þannig að opin- berir talsmenn hennar eru nú í stuði með Guði líka. Það virðist hins vegar hafa gleymst, að það eru margir tugir þúsunda íslendinga, yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar, sem hafa engan áhuga á að láta bendla sig eða sína þjóðkirkju við húll- umhæ í Jesú nafni eða krafta- verkalækningar í fjöldafram- leiðslu. Ef þjóðkirkjan á að fara að sinna þessari trúarvakningu með einhverjum sérstökum hætti, ætti hún líka að sinna öðrum svoköll- uðum „andlegum" hreyfingum, sem sprottið hafa upp eins og gor- kúlur á haug og þrífast í svitahol- um samfélagsins. Á ekki Þjóðkirkjan aö fara og þjónusta sérstaklega þá andans hreyfingu, sem fréttir voru um í vikunni aö risið hefði á Snæfells- nesi. (Þau andans málefni virtust einmitt hafa hafið innreið sína í kjölfar þess aö framleiðsla á vín- anda lagðist af, en ekkert skal sagt um samhengið). Þaö er sjálfsagt að þjóðkirkjan taki á þessum nýaldar- og vakn- ingarmálum, en það er alveg óþarfi fyrir hana að fallast í fabma við þau. Þjóðkirkjan er kirkja hinna öfgalausu venjulegu Is- lendinga, sem hafa enga ástæbu til að láta trylla sig upp í ab vera í einhverju stubi meö Guði. Garri Rómantík og veruleiki Út um gluggann hjá mér á rit- stjórn Tímans blasir við hib feg- ursta útsýni. í góbu vebri sést fjallgaröurinn á Snæfellsnesi, Ákrafjallið, Skarösheiðin og Esj- an. Yfir Flóann sést upp á Skaga. Ef maður lítur sér nær, sjást skip stór og smá sigla inn í Reykja- víkurhöfn. Mér hefur alltaf þótt tignarleg sjón að sjá skip viö hafsbrún. Einhver rómantík fylgir því að sjá þau sigla á vit hins ókunna. Úr glugganum mínum hef ég undanfariö horft á stóru skemmtiferöaskipin sem koma við. Einn daginn kom glæsilegt skólaskip frá Úkraínu, svona rétt eins og þau sem mátti sjá í sjónvarpsþáttunum um Oned- in-skipafélagið. Togarar koma að landi og Akraborgin öslar sinn veg dag hvern. Hinn grái raun- veruleiki Þótt rómantík fylgi siglingu skipa, þá er það svo að fjarlægð- in gerir fjöllin blá. Þegar ég er aö skrifa þessi orð, sé ég fraktskip úti á ytri höfninni og þab leiðir hugann að þeim raunveruleika sem bundinn er siglingum um öll heimsins höf. Þegar ég man fyrst eftir, var það talið ævin- týralegt starf að vera í sigling- um. Nú er öldin önnur. í al- þjóðasiglingum ríkir hörku samképpni, sem sums staðar byggist á nútíma þrælahaldi. ís- lenskir sjómenn eru með lífið í lúkunum um atvinnuöryggi sitt og afkomu, og hugsa sem svo: Á víbavangi hvenær kemur að okkur? Flutningatækni hefur breyst og skipin staldra lítið við. Gám- ar eru hífðir á land í risakrönum og skipin sigla á ný. Oftar en ekki eru þau skráð undir henti- fána og réttindi áhafna eru af skornum skammti. Kjör þeirra eru hluti af því alþjóðlega þrælahaldi, sem farið er að tíðk- ast í fleiri atvinnugreinum en þessari. Þróun sem er um- hugsunarefni Þessi þróun ætti að vera okkur Vesturlandamönnum ærið um- hugsunarefni. Við höfum rétt upp hendurnar í fögnuði yfir því að kommúnisminn er hrun- inn og frjáls samkeppni kapítal- ismans sækir á. Ég ætla ekki aö harma hrun kommúnismans, síður en svo. Hins vegar er þaö ærið umhugsunarefni hvernig heimsviðskiptin byggjast í vax- andi mæli á réttleysi verkafólks og ódýru vinnuafli á svæðum þar sem allt aðrar og ólíkar kröf- ur eru gerðar en hér á Vestur- löndum. Þróunin í siglingunum er einn angi af þessu máli. Hinn alþjóðlegi stórkapítal- ismi byggir meðal annars á fjar- lægð þeirra, sem í raun ráða málum, frá almenningi og þeim sem selja vinnu sína. Þeir, sem ráða yfir þekkingu á tækni- og stjórnunarsviðum, eru ofan á, hinir búa við bág kjör. Milli lífs- hátta og hugsunarháttar þessara stétta er hyldjúp gjá. Þetta er sá kaldi veruleiki sem við blasir. Einhvern veginn er það svo, aö við Vesturlandabúar horfum upp á þessa þróun aðgerðalausir meöan hún kemur ekki við okk- ur nema að takmörkuðu leyti. Þó hygg ég að sú stund nálgist óðum. I siglingunum og úthafs- veiðunum sjáum við hvert stefnir. Umkomuleysi sjómann- anna, sem bíða í Hafnarfirði hjálparlausir svo mánuðum skiptir, er ein af vísbendingun- um í þessu efni. Jón Kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.