Tíminn - 20.07.1995, Side 9

Tíminn - 20.07.1995, Side 9
Fimmtudagur 20. júlí 1995 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Chirac til Marokkó París — Reuter Jacques Chirac Frakklands- forseti hélt í gær í sína fyrstu opinberu utanlandsferö eftir aö hann var kjörinn í emb- ætti. Fyrir valinu varð Mar- okkó, og þykir þaö benda til þess að Frakkar leggi traust sitt mjög á Hassan Marokkókon- ung til að hamla gegn upp- gangi íslamskra bókstafstrúar- manna í Norður-Afríku. Chirac hyggst dvelja tvo daga í Marokko áður en hann heldur áfram för sinni um Afr- íku þar sem hann ætlar að hitta 14 leiðtoga Afríkuríkja að máli. Catherine Colonna, tals- maður Chiracs, sagði ferðina vera til marks um Frakkland hyggist sýna Marokkó sérstaka athygli í framtíðinni með hlið- sjón af sterkum sögulegum tengslum ríkjanna tveggja og „hófsamri afstöðu Marokkó í alþjóðamálum." Lýsti Col- onna Hassad sem taismanni „umburöarlyndrar og nútíma- legrar íslamstrúar sem er opin fyrir umheiminum." Þessi afstaöa Chiracs er í hróplegri mótsögn við afstöðu síðustu ríkisstjórnar Frakk- lands, stjórnar sósíalistaflokks- ins, sem hafði horn í síðu Hassads vegna framferðis hans í mannréttindamálum. Árið 1990 versnuðu sam- skipti Frakklands og Marokkó mjög vegna ásakana sem komu fram á hendur stjórnar- innar í Marokkó um mann- réttindabrot. Síðan þá hefur meira en 400 pólitískum föng- um verið sleppt úr haldi í Mar- okkó, og illræmdu fangelsi í eyðimörkinni verið lokað, en engu að síður hafa mannrétt- indasamtök áfram sakað stjómina um að handtaka fólk af stjórnmálaástæðum, falsa kosningaúrslit og að taka ekki á spillingu í lögreglunni. Hass- ad konungi mislíkaði einnig þegar Mitterand, þáverandi Frakklandsforseti, ákvað aö þróunaraðstoð yrði bundin þeim skilyrðum að stjórnarfar í þeim ríkjum sem hana hlytu lacques Chirac. verbi gert lýðræðislegra og frjálslyndara. Leit Hassad á þessa kröfu sem íhlutun í inn- anríkismálefni. Fólk sefur oð meöaltali minna en fyrir 100 árum: Gamli góbi síbdegisblund- urinn ab komast í tísku Vibhorfsbreyting er að verða meðal toppanna í viðskiptalífinu víða um heim gagnvart því að fá sér blund á daginn. í stabinn fyr- ir aö líta á slíkt sem merki um leti og aumingjaskap eru menn farn- ir aö átta sig á kostunum við þab ab fá sér eftirmibdagslúr. Þeir eru farnir aö kalla þetta „power-napping" — að fá sér „orkublund" — og kannski er þaö bara nafninu að þakka, en þetta er óðum að komast í tísku meöal framkvæmdastjóra og annarra æðstu yfirmanna í vib- skiptafyrirtækjum í Bandaríkjun- um, Japan og víbar. „Okkur er að takast að breyta viðhorfi fólks í þá áttina að þab fái sér blund," segi James Maas, prófessor í sálfræði við Cornell háskóla. „Fimmtán mínútna blundur er endurnærandi og gef- ur manni næga orku til þess aö spretta á fætur og komast í gegn- um það sem eftir er af deginum." Maas hefur haldið fjölda fyrir- lestra og námskeiða fyrir starfs- fólk fýrirtækja víða um heim þar sem hann hvetur fólk til að taka frá smástund á hverjum degi til að fá sér lúr. M.a. hefur honum tekist aö fá fyrirtæki á borö við Eastman Kodak, Pepsi Co og Sea- gram í Bandaríkjunum til aö taka upp þennan sið. Og IBM er farib aö hvetja fram- kvæmdastjóra sína til að líta á hvíldartíma sem notaður er til svefns sömu augum og kaffitima. Jerry Kay, sem er einn af yfir- mönnum IBM í Sydney í Ástral- íu, segir m.a.: „Ef menn taka frá þótt ekki sé nema nokkrar mín- útur á degi hverjum til aö hvíla sig aukast afköstin til muna." Hann segist vilja koma fram- kvæmdastjórum fyrirtækisins í skilning um það „hve mikilvæg- ur svefninn er og hve mikilvægt það er að vera vel vakandi þegar ákvaröanir eru teknar, frekar en aö þeir haldi að þeir þurfi ab vinna 24 tíma á sólarhring til þess að ná árangri." „Á tímabilinu milli kl. tvö og fjögur á daginn færist yfir okkur einhver höfgi," segir Maas. „Stundum kennum við of mikl- um herbergishita, þungum há- degismat eba leiðinlegum fundi Ungverjar gera tíma- mótasamkomulag Búdapest — Reuter Ungverska ríkisstjórnin og samtök Gyöinga hafa gert meö sér tímamótasamkomulag um það hvernig fara skuli ab því aö koma eignum, sem teknar voru frá Gyöingum á tímum seinni heimsstyrjaldainnar, aftur til sinna fyrri eigenda. Þaö voru fulltrúar frá World Jewish Restitution Organisation (WJRO), sem er alþjóðleg stofn- un sem sér um aö endurheimta . fyrri eigur Gyöinga, ásamt ung- verskum Gybingasamtökum og ríkisstjórn Ungverjalands, sem undirrituðu samkomulagiö. „Þetta eru merk tímamót," segir Israel Singer, aöalritari Al- þjóöarábstefnu Gyöinga (World Jewish Congress) og annar for- manna WJRO. „Ungverjaland veröur fyrsta ríkiö í miö- og austur Evrópu sem tekur á þessu málefni í heild sinni." Samkomulagiö felur þaö í sér aö settar veröa á stofn tvær nefndir, önnur á aö fá botn í lagalegar og tæknilegar hliðar á skaöabótum vegna eignanáms- ins, en hin á aö fara yfir þau skjöl sem þarf til að ganga úr skugga um hvort kröfurnar sem settar eru fram séu réttmætar. Nefndirnar eiga ab skila skýrslum í lok september á þessu ári. Þegar samkomulag hefur náöst um endanlega skrá yfir þær eigur sem skila á aftur veröa þær afhentar sérstakri stofnun í Ungverjalandi sem sér um að ráöstafa þeim í þágu Gybinga í Ungverjalandi. Singer vildi ekki leggja mat á það hve miklar eignakröfur muni koma frá Gyöingum vegna eigna í Ungverjalandi, en sagöi aö þær yrðu vafalaust verulega miklar, því fyrir heims- styrjöldina bjuggu meira en 800.000 Gyöingar í Ungverja- landi. um, en í raun og veru eru .þetta vibbrögö við svefnskorti." Maas heldur því fram að fólk sofi núorðið að meðaltali 20% minna á nóttinni en fyrir 100 ár- um. Þessi þróun hafi byrjað þeg- ar rafmagnsljósiö kom til sög- unnar, og síöan versnað um all- an helming eftir að menn þurftu aö fara aö standa í viðskiptum milli fjarlægra heimshluta og ólíkra tímabelta. „Það var verið að fárast út í Ronald Reagan fyrir þaö að hann fékk sér blund á miðjum degi, en hann sýndi þar mikil hyggindi. Winston Churchill fékk sér líka alltaf blund á daginn." Rannsóknir hafa sýnt fram á að 20 mínútna svefn nægir til aö vinna upp svefntapið, en lengri svefn en það getur gert illt verra. „Vandamáliö viö aö fá sér klukkutíma blund er að viö för- um yfir í „delta-svefn", sem er dýpsta stig svefnsins, og þegar menn vakna eftir þaö eru þeir hálfringlaöir og syfjulegir í hálf- tíma á eftir." Byggt á The Sunday Times Ab njóta þess ab lenda í umferbarteppu Mikilli bílaeign fylgja um- feröarteppur. Unga kynslóðin í Þýskalandi virðist vera búin að finna eins konar lausn á þessu vandamáli: menn verða bara að kunna aö njóta þess að lenda í umferðarteppu. í könn- un sem gerð var í Þýskalandi segjast 26% ungra Þjóðverja líta á þab að hanga fastur í um- feröarteppu sem dægradvöl. Ekki nema einn af hverjum tíu sagöist finna til innilokunar- kenndar eða bílveiki þegar þeir sitja í bíl sínum á troðfullum vegum og komast hvergi. Lyk- ilatriðiö er að gób loftræsting sé í bílnum, bílasími sé með í förinni og geislaspilari helst líka. Senda ólöglega innflytj- endur aftur heim Frakkland, ásamt Belgíu, Hollandi og Þýskalandi, sendu í gær alls 43 ólöglega innflytjendur frá Zaire aftur til síns heimalands meö flug- vél. Þrír Zaire-mannanna í hópnum komu frá Belgíu, þrír frá Hollandi og þrír frá Þýska- landi, en hinir allir frá Frakk- landi. Jean- Lois Debre, inn- anríkisráöherra Frakklands, neitaöi því í gær aö til þessa ráös væri gripið vegna þrýst- ings frá þjóðernissinnum og Þjóðarfylkingu Jean-Marie le Pens, en le Pen hefur krafist þess aö þrjár milljónir inn- flytjenda veröi reknar úr landi. Fyrr í þessum mánuöi sendu Frakkar tvo hópa Rúm- ena úr landi meö svipuðum hætti. Hætta á borgarastríbi í Nígeríu Dagblöö í Nígeríu tóku í gær undir kröfur fjölmargra ríkis- stjórna á Vesturlöndum um að herstjómin mildi dóma herr- éttar yfir hópi manna, sem sak- aöir voru um að hafa stefnt að því að kollvarpa stjórninni og taka völd í ríkinu. Meðal þeirra er Olusegun Obasanjo, fyrrum þjóðhöfðingi Nígeríu. Flora MacDonald, fyrrver- andi utanríkisráðherra Kanada, var nýkomin úr ferö til Nígeríu og sagði þar vera töluverða hættu á innanlandsátökum innan tveggja ára, ef ástandið í mannréttindamálum í landinu verði ekki bætt. Keppa við Græn- ingja á heimavelli Flokkur Kohls Þýskalands- kanslara, Kristilegir demókrat- ar, hefur haft nokkrar áhyggj- ur af vaxandi gengi flokks þýskra umhverfisverndar- sinna, Græningjum. Nú hafa Kristilegir demókratar ákveöið að bregðast við þessu með því að keppa beint viö Græningja- flokkinn um hylli umhverfis- sinnabra kjósenda með því ab taka ýmis af helstu baráttu- málum þeirra upp í stefnuskrá sína. Meðal annars hafa þeir ákvebið ab taka upp sérstakan bifreiðaskatt sem á að nota til að draga úr koltvísýrings- mengun. „Græningjarnir eiga engan einkarétt á „grænni" stefnu eða „grænum" kjósend- um," sagbi Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands. Helmut Kohl. „Það er í gangi stöðug barátta um kjósendur." ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.