Tíminn - 20.07.1995, Page 13

Tíminn - 20.07.1995, Page 13
Fimmtudagur 20. júlí 1995 @ÉUlflW 13 Líflegur Laugavegur Útsölur eru nú byrjaðar í Reykjavík á fullu og hefur heldur en ekki lifn- að yfir Laugaveginum í kjölfarið. Byrja útsölumar óvenju snemma í ár og eru „prísarnir" mjög hagstæð- ir. Hafði einhver á orði að verslun- arferðir til útlanda meö þessi verð og gæði við dyrnar, væru bara útí hött. Enda virðist ekki standa á því að hinir fjölmörgu erlendu ferða- menn, sem nú eru á landinu, láti sitt eftir liggja í verslunum. Margt íslenskt verslunarfólk hef- ur einnig áratuga reynslu í viðskipt- um og gjörþekkir hinn kröfuharða íslenska markað. Að jafnaði er því boðið mjög gott „kvalitet" í íslensk- um verslunum og þegar verðinu er fírað þvílíkt niður, eins og gerist á Mann- lífs- spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON útsölunum, ætti fólk virkilega að taka fljótt við sér og kaupa þaö sem þarf. Á myndinni er hinn þekkti herra- fatakaupmaður, Guðgeir Þórarins- son, sem svo lengi hefur stutt ís- lenskan karlpening í hinu erfiða fatavali af lipurð og smekkvísi. ■ Gunnlaugur H. /ónsson háskólaritari og Amalía Skúladóttir rektorsrítari bíba eftir steikunum sínum í góbum fé- lagsskap. Vivat Academia í blíðunni undanfarið hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir brugöiö á það ráö að færa mötuneytið sitt út fyrir dyrnar og grilla úti. Háskólafólk hefur haft sérstaka ástæbu til þess undanfarið, því viðgerð stendur nú yfir á aðalbyggingu Háskólans og er því mikill hávaöi innandyra af þeim sökum. Ekki beint lystaukandi hljómar. Auðvelt er að verða sér úti um grill — fá lánað gasgrill eða ein- hverjir koma meö kollagrillið sitt — allur grillmatur er auðvitað á til- boðsverði og svo er bara að byrja. Hryllingssögur um „kolagerð" eða viðbrunninn mat eru látnar lönd og leið, en auðvitað á það viö í grilli eins og annarstaðar, að æfingin skapar meistarann og þolinmæðin þrautir vinnur allar. Altjent var starfsfólk Háskólans himinlifandi með þessa nýbreytni og stendur til ab endurtaka þetta einhverja næstu daga. ■ Starfsfólk Háskóla Islands lét fara vel um sig í sólskininu í grillveislunni. Aftast á bekknum eru prófessorarnir Hreinn Benediktsson í heimspekideild og Páll Sigurbsson ílagadeild, en fremst fyrír mibju er Árni Finnsson próf- stjóri. Matrábskonurnar Gréta og Kristín þóttu snjallar vib gríllib. Hvert tækifæri notab Á þessum dögum ársins neyta hestamenn sérhvers færis að komast á hestbak og ríöa úti í gubsgrænni náttúrunni. Stefán frá Hvítadal orti einu sinni: Vítt til veggja, heiðið hátt, hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt, myndi ég leggjast út á vorin. Hvab gerir þab líka til, þótt út- reibartúrinn lengist eitthvab, þegar bobib er uppá „bjarta heiba júlínótt"? Þennan heib- ursmann, Unnstein Beck hrl., bar fyrir augun í Mosfellssveit um daginn. Hann var á móvin- dóttum fola, sem hann sagði bæöi ganggóðan og röskan. Töfra mætti fleiri slíka fram, og ef veðurguðirnir leyfðu, fara hvenær sem væri Kjöl, Skaga- fjörð og Heljardalsheibi hófa- hljóöi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.