Tíminn - 01.08.1995, Page 6
6
Þri&judagur 1. ágúst 1995
Kvennadeild Landspítalans — þar eru framkvœmdar flestar fóstureybingar á konum á Islandi. Þœr voru alls 768 á landinu öllu í hittebfyrra.
Fóstureyöingar og táningsþunganir:
„Viö höfum heimsins verstu
getnaöarvamarþ j ónustu "
mynd sem vekur mikla athygli þeirra sem leib eiga um Eden í Hveragerbi.
í ljósi þeirrai umræðu sem
oröið hefur um útburö stúlku-
barna í Kína ákvað Tíminn að
kanna fjölda og ástæður fóst-
ureyðinga hér á landi. í ljós
kom að meðal táningsstúlkna
(15-19 ára) eru fleiri fæöingar
en fóstureyðingar. Hins vegar
verða fleiri táningsstúlkur
óiéttar hér á landi en á hinum
Norburlöndunum.
Að sögn Sigríöar Vilhjálms-
dóttur á Hagstofunni er enn
ekki búið að gera upp árið 1994.
Hins vegar geta tölur frá 1993
gefið mynd af ástæöum og
fjölda fóstureyðinga.
Alls voru framkvæmdar 768
fóstureyðingar á öllu landinu
árið 1993 en það ár voru 4623
börn lifandi fædd. Flestar fóst-
ureyöingar voru hjá konum á
aldrinum 20-24ra ára, eða alls
210. í þessum aldurshóp hafa
flestar fóstureyðingar verið
framkvæmdar á árunum 1983-
1993. Yfirleitt eru félagslegar
ástæöur tilgreindar fyrir um
90% fóstureyðinga en ekki eru
til nákvæmar tölur um það fyrir
árið 1993. Árið 1992 voru fóst-
ureyðingar eingöngu af félags-
legum ástæðum tæp 92%. Hin
tíu prósentin skiptast svo í tvo
flokka: læknisfræðilegar ástæð-
ur og félags- og læknisfræðileg-
ar ástæður.
Benedikt Ó. Sveinsson kven-
sjúkdómalæknir á sæti í nefnd
sem fær til umfjöllunar um-
sóknir um fóstureyðingar þar
sem konan er gengin lengur en
12 vikur og ef ágreiningur hefur
risið um synjun beiðni. Fram að
12 vikum nægir svokallað
tveggjalæknavottorð. í nefnd-
inni sitja lögfræðingur, læknir
og félagsráðgjafi og þarf hún að
úrskuröa í málum innan viku
frá því að beiðnin berst til
hennar. Samkvæmt Benedikt
eru fóstureyðingar vegna félags-
legra ástæðna heimilar innan
vissra marka upp að 16 vikum.
Fóstureyðingar eru einungis
heimilar eftir 16. viku ef líf og
heilsa móbur er í hættu eða ef
miklar líkur eru á sködduðu
fóstri. Af því leiöir ab allar um-
sóknir þar sem konan er gengin
lengur en 16 vikur fara til
nefndarinnar. Langflestar um-
sóknir sem nefndin fær til um-
fjöllunar varba fóstur sem eitt-
hvab hefur fundist að. Ekki
fengust nákvæmar tölur um
fjölda umsókna en að sögn
Benedikts fær nefndin ein-
hverja tugi umsókna á ári.
Svava Stefánsdóttir, félagsráð-
gjafi á kvennadeild Landspítal-
ans, tekur á móti þeim konum
sem óska eftir viðtali við félags-
ráðgjafa áður en þær fara í fóst-
ureyðingu. Margar koma hins
vegar frá heimilislæknum eba
sérfræbingum og fara beint í
sjúkraskýrslutöku. „Það em bara
þær sem biöja um félagsráðgjafa
sem koma í viðtal til mín."
Svava sagði það ekki vera ein-
ungis konur sem efuðust um
ákvörðun sína sem kæmu til
hennar. „Þetta á bara ab vera
hlutlaust viðtal samkvæmt lög-
unum. Athuga hvar manneskj-
an stendur sjálf. Þær koma
margar ákafiega ákveðnar en
aðrar tvístígandi og þurfa að
tala meira." Svava segir konur á
aldrinum 18-25 ára vera mest
áberandi. „Eldri konur fara
sumar frekar í ófrjósemisaðgerb-
ir í dag. Þær eru mjög duglegar
viö það miðað við karlmenn. ís-
lenskir karlmenn fara ákaflega
sjaldan miðab við önnur lönd."
Að sögn Svövu hafa ansi margar
konur í yngri hópnum ekki átt
barn áöur, em ekki í föstu sam-
bandi og ekki í fastri vinnu.
Hún segir áberandi hvað þeim
konum fjölgi sem fari í fóstur-
eybingu sem eru atvinnulausar
og hafa dottið úr skóla. „Þab
Börn —
finnst manni afskaplega sorg-
legt. Einnig er töluveröur hópur
af konum undir 25 sem eru á
kafi í námi og em kannski er-
lendis þar sem ómögulegt er að
vera einn með barn. Það eru
ekki allir sem hafa þak yfir höf-
uöið, þab er orbið það dýrt að
leigja. Það þarf að búa vel að
barni. Það eru ekki allir tilbúnir
á þessum aldri til að flytja aftur
heim. Sumar ganga með barn
vitandi að þær verða eiijstæðar
mæður."
Fram kemur í skrá frá Hag-
stofu íslands ab á árabilinu
1982-1992 er ríflega helmingur
þeirra kvenna sem fer í fóstur-
eyðingu ekki í sambúð og rúm-
lega þriðjungur þeirra sem fóru í
fóstureyðingu árið 1992 hafði
ekki átt barn. Þegar Svava var
spurð hvort hún yrði vör við aö
litið væri á fóstureyðingar sem
getnaðarvörn eins og stundum
heyrist meðal andstæðinga fóst-
ureyðinga sagði hún að enginn
gerði sér þetta ab leik. „Ef að
manneskja fer endurtekið í fóst-
ureyðingu á nokkrum árum þá
er eitthvað annað og meira að."
Fjöldi ótímabærra þungana
hljóti að vekja upp spurningar
um hver sé orsökin. En um það
segir Svava: „Við höfum heims-
ins verstu getnaðarvarnarþjón-
ustu. Samt eru búin að gilda lög
í 20 ár þar sem talaö er um ab
getnaðarvarnarþjónusta og út-
vegun getnaðarvarna skuli vera
í tengslum við heilsugæsiu,
mæöravemd, félagsráðgjöf og
alla mögulega staði." Svava tel-
ur að ekki séu nógu margar
móttökur þar sem konur geta
fengið lykkjuna. Hún segir að
það mætti t.d. vera móttaka fyr-
ir ungt fólk og unglinga í hús-
næbi þar sem önnur starfsemi
væri fyrir. „Það eru ekki allir
heimilislæknar sem setja upp
lykkjur og þá þarf að fara til sér-
fræðings þar sem kona getur
þurft ,að bíba í mánuði eftir
tíma."
Aöspurð um það hvort ekki
séu alltaf veittar fóstureyðingar
fyrir 12 vikna mebgöngu segir
Svava að ef fólk getur tilgreint
ástæður, farið er ákveöið fram á
fóstureyðingu og ef beibnin get-
ur heyrt undir iög þá er orðið
vib beiðninni.
Þegar Matthías Halldórsson,
aðstoðarlandlæknir, var inntur
eftir viðbrögðum við þeim um-
mælum Svövu að hér væri
heimsins versta getnaðarvarnar-
þjónusta gat hann ekki séð að
sú fullyrðing stæðist. „Þab eru
mjög margir heilsugæslulæknar
sem setja upp lykkjuna svo og
kvensjúkdómalæknar á stofum
úti í bæ. Sjálfsagt er einhver bið-
tími hjá þeim eins og gengur og
gerist en ég held að þaö sé ekk-
ert verra en víðast hvar annars
stabar." Matthías benti á ab
meira er notaö af lykkjunni á ís-
landi en á hinum Norðurlönd-
unum. Þab eru 55 konur af
hverjum 1000 á íslandi sem
nota lykkjuna og svo eitthvað
minna á hinum Norðurlöndun-
um. „Þetta bendir nú ekki til
þess að það sé erfitt að nálgast
hana. Lykkjan er auðvitaö ekk-
ert bráðaúrræbi, það er frekar að
góður aðgangur að smokkum
skipti máli."
Matthías sagði að konur sem
nota lykkju væru frekar þær
sem eru í föstum samböndum
auk þess sem lykkjan væri helst
ekki fyrir aðrar konur en þær
sem fætt hafa barn. „Lykkjan er
því yfirleitt ekki lausn fyrir þær
sem eru í skyndisamböndum og
smokka er hægt að nálgast nán-
ast hvar sem er á bensínstöðv-
um, búðum, sjálfsölum o.s.frv.
þannig að það á enginn að
þurfa ab lenda í neinu slysi þess
vegna þó að smokkurinn sé að
sjálfsögðu ekki eins örugg vörn
og lykkjan."
Aðspurður um hvernig hon-
um lítist á hugmynd Svövu um
að aðstaða til uppsetningar
lykkju væri til staðar þar sem
ungt fólk kæmi saman og önn-
ur starfsemi væri fyrir hendi
sagði Matthías að yngri hópur-
inn notaði bara ekki svo mikið
lykkjuna af fyrrgreindum
ástæðum.
Það er hins vegar staðreynd
að á Islandi verða fleiri tánings-
stúlkur óléttar en á hinum
Norðurlöndunum. Umræða
Vesturlandabúa um útburö
barna í Kína undanfariö hefur
leitt suma til að líta í eigin barm
og hafa ýmsir fjallað um fóstur-
eyðingar af þessu tilefni. í því
sambandi bendir Matthías á að
þrátt fyrir fleiri táningsþunganir
á íslandi þá séu hér fleiri fæð-
ingar en fóstureyðingar í þeim
aldurshópi. Á Norðulöndunum
em aftur á móti fleiri fóstureyð-
ingar heldur en fæðingar hjá
táningsstúlkum. Hér voru, árið
1993, 22,9 fæðingar á hverjar
1000 konur á aldrinum 15-19
ára en 15,7 fóstureyðingar. í
Noregi voru fóstureyöingarnar
hins vegar 18,7 og í Svíþjóð 19 á
hverjar 1000 konur. Matthías
tekur fram að fæðingum hjá
þessum aldurshópi hafi þó snar-
fækkað frá því að vera 71,1 árið
1975 á 1000 konur í 23 árið
1993. Fóstureyðingum sem
hlutfalli af fæöingum hefur því
fjölgað en fjöldi fóstureyðinga
hefur hins vegar ekki aukist. Svo
viröist sem færri táningsstúlkur
verði þungaðar en áður. Því tel-
ur Matthías aö fremur vanti
eitthvaö upp á fræðslu hjá þess-
um aldurshópi heldur en að
hann vanti beinlínis getnaðar-
varnir.