Tíminn - 20.09.1995, Síða 4

Tíminn - 20.09.1995, Síða 4
4 Wímiwn Miövikudagur 20. september 1995 Iííiííwii STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Horfur í bygg- ingariðnabi Staöa byggingariðnaðarins hefur verið til umræðu í fjölmiðlum eftir yfirlýsingar Haraldar Sumarliða- sonar, formanns Landssambands iðnaðarmanna, um slæmar horfur í atvinnugreininni. Byggingar- iðnaðurinn er nátengdur þeirri stefnu sem rekin er í húsnæðismálum og lánamálum til kaupa og byggingar húsnæðis. Verkefni í þessari iðngrein má segja að séu fjórþætt. í fyrsta lagi bygging íbúð- arhúsnæðis, í öðru lagi viðhald eldra húsnæðis, í þriðja lagi opinberar nýbyggingar, í fjórða lagi byggingaframkvæmdir fyrir einkafyrirtæki. Fjárfestingar á íslandi eru í lágmarki um þessar mundir. Það stafar meðal annars af því að hinar miklu orkuframkvæmdir níunda áratugarins eru nú að baki. Það stafar einnig af.miklum bygginga- framkvæmdum undanfarinna ára, sem hafa leitt til þess að víða má sjá illa nýtt eða ónotað íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Opinberar framkvæmdir hafa einnig verið miklar, þótt vissulega hafi verið dreg- ið úr þeim á liðnum árum. Það er tæplega við því að búast að nýbyggingar á næstu árum verði viðlíka og verið hefur. Upplýs- ingar félagsmálaráðherra um að 12 þúsund íbúðir hafi verið byggðar á sama tíma og þjóðinni fjölg- aði um 15 þúsund manns, gefa vísbendingu um að ekki er að vænta húsbygginga fyrir almenning í sama mæli og á undanförnum árum. Einnig er sýnt að opinberar framkvæmdir munu frekar drag- ast saman en hitt. Kemur þar til staða ríkissjóðs og miklar framkvæmdir undangenginna áratuga. Af þeim fjórum þáttum í byggingariðnaði, sem nefndir voru, felast sóknarfærip helst í viðhaldi bygginga. Það er einnig brýn nauðsyn að búa at- vinnulífinu þau skilyrði að fyrirtækin sjái sér hag í því að fjárfesta og auka við starfsemi sína. Hins vegar ber þess að geta að mikið vannýtt atvinnu- húsnæði er fyrir hendi víða um land. Það er tvímælalaust rétt skref að auðvelda við- hald húsa með rýmri lánafyrirgreiðslu til einstak- linga. Viðhald er mannfrekt, en ekki má þó gleyma því að íbúðareigendur leggja sjálfir fram verulegt vinnuframlag í smærra viðhaldi. Þrátt fyr- ir þetta er viðhald húsa atvinnumál og það er einnig umhverfismál að því leyti að það fegrar og bætir umhverfið. Viðhaldsverkefni ættu einnig að falla til hjá op- inberum aðilum og ekki er raunalaust að láta byggingar ríkisins grotna niður, eins og því miður sjást dæmi um. Ríkið hefur undanfarið staðið straum af verulegum viðhaldsframkvæmdum og má þar meðal annars nefna Bessastaði, Þjóðleik- húsið og Þjóðminjasafnið. Það verður að verða framhald á þessu, því verkefnin blasa við. Batnandi afkoma fyrirtækja ætti, ef allt er með felldu, að leiða til aukinna viðhaldsframkvæmda. Það er því helst í þessum geira sem vænta má að verði vaxtarbroddur á næstunni. Kornungir athafnamenn Svo virbist sem mörgum komi á óvart hversu mikil aldursdreif- ing íslenskra athafnamanna er, en nú hefur verib upplýst ab nokkrir tugir leikskólabarna séu skuldseigir bíleigendur. í vik- unni átti þannig ab ganga ab fjögurra ára barni meb fjárnámi vegna vangoldinna bifreiba- gjalda. Ab vísu hefur umbobs- mabur barna gert athugasemdir vib þetta og segir ab hugsanlega geti verib um misnotkun ab ræba þegar bifreibar og jafnvel fasteignir, sem ýmiss konar kvabir og gjöld í vanskilum hvíla á, eru skrábar á börn, því í fæstum tilfellum sé hægt ab hafa neitt upp úr fjárnámi hjá krökkunum. Þau eru þá í raun varnarlaus vib ósk um gjald- þrotaskipti og lenda á vanskila- skrá. Eflaust eru athugasemdir umbobsmannsins til komnar vegna þess ab hann hefur raun- verulega áhyggjur af börnun- um, en hins vegar er þetta varla nýtt mál. Fjölskyldufyrirtæki Ákvebinn hópur íslenskra at- hafnamanna hefur lengi lagt þann skilning í hugtakib fjöl- skyldufyrirtæki ab í slíkum fyr- irtækjum færi menn eignir og skuldbindingar milli fjölskyldu- meblima til þess ab komast hjá því ab borga skuldir og opinber gjöld. Þannig er þab nokkub stöblub abgerb hjá þessum hópi fólks, sem raunar er ótrúlega stór, þegar illa gengur í rekstrin- um ab flytja einbýlishúsib, sum- arbústabinn og bílinn yfir á nafn konunnar ábur en til mik- illa skuldbindinga er stofnab. Þegar menn geta ekki stabib vib skuldbindingarnar og eru jafn- vel gerbir upp, þá halda þeir þeim eignum sem mestu máli skipta. Þab ab skrá eignir á fleiri fjölskyldumeblimi en eiginkon- una og leyfa börnunum ab taka GARRI þátt í þessum leik er til marks um ab vibkomandi telur sig vera ab reka fyrirmyndar fjöl- skyldufyrirtæki. Slíkt hefur ab sjálfsögbu líkaTippeldislegt gildi fyrir þessa tegund athafna- manna, því strax frá blautu barnsbeini er afkomendum kennt ab reyna ab komast hjá því ab standa vib skuldbinding- ar sínar, bæbi gagnvart einkaab- ilum en þó einkum og sér í lagi gagnvart opinberum abilum. Aö bjarga sálum Þab er sérstakt fagnabarefni ab sjá ab Samtök ibnabarins hafa nú tekib af skarib meb þab ab reyna ab blanda sér í þennan slag um börnin og freista þess ab bjarga sálum þeirra frá þeirri svindlinn- rætingu sem Jrau upplifa í for- eldrahúsum. I Morgunblabinu í gær er birt stór auglýsing þar sem siblausir vibskiptahættir eru for- dæmdir. „Hægt er ab ná fram ómældum sparnabi fyrir þjóbfé- lagib, fyrirtæki og einstaklinga meb því ab bæta vibskiptasib- ferbi, hindra kennitöluskipti og draga úr svartri atvinnustarf- semi," segir m.a. í auglýsingu Samtaka ibnabarins. Auglýsingin gæti einmitt hrifib vegna þess ab í henni er mynd af einum Bjarnabófanna úr Andrésblöbun- um, eitthvab sem höfbar ekki aö- eins til þroskastigs þessa tiltekna hóps athafnamanna í vafasömu fjölskyldufyrirtækjunum, heldur ekki síöur til barnanna sem eru svo virkir þátttakendur í þessum rekstri strax á unga aldri. Búast veröur viö aö Samtök iönaöarins og umbobsmabur barna muni ná nokkrum árangri í baráttu sinni fyrir bættu siö- feröi og aö leysa leikskólabörn undan þeirri ábyrgb ab vera fjár- glæframenn. Næsti leikur er hjá viöskiptaráöherra og ríkisstjórn- inni, en þar hljóta þessi mál ab mæta skilningi, því viöskiptaráö- herrann hefur einmitt flutt til- lögur um þab á þingi ab sporna viö neöanjaröar- fjölskyldufyrir- tækjum sem eiginkonur og börn eru stóreignafólk á meöan fjöl- skyldufaöirinn stendur í stööug- um kennitöluskiptum. Garri Löglegir og siðlegir kvótaeigendur Fiskislóbin út aö 200 mílum er í eigu þjóöarinnar, sem enginn veit hver á. Réttinn til aö nýta hana hafa fiskiskip sem útgeröarmenn eiga. Lögin heimila þeim líka aö framselja og leigja út veiöiheim- ildir, þó meö þeim takmörkunum ab vondir útlendingar mega ekki leigja sér kvóta eöa kaupa skip meö kvóta eba koma yfirleitt neins stabar nærri veiöum og vinnslu fisksins, sem er í eigu íslensku þjóöarinnar samkvæmt paragraffi í lög- um um stjórn fiskveiöa. Allt er þetta einfalt og skiljanlegt, nema aubvitab þeim eigendum auölindar- innar sem hvorki hafa af henni gagn né gæöi og er harbbannaö aö hafa hin minnstu afskipti af henni. Viöskipti meb kvóta er aröbærasta braskib sem fram fer hérlendis og er ekki vib annab aö líkja en hermangiö þegar þaö var hvaö mest og best. Hvorutveggja byggist á nokkurs konar einkaeinokun undir vernd- arvæng ríkisvalds. Gjafir eru ybur gefnar Kvótabraskib hefur gengiö takkbærilega til þessa og margir notiö góös af. Mörgu er þar hag- anlega fyrir komib og margur skrýtinn fiskur úr sjó dreginn, svo sem handfærafiskur meb netaför- um og ufsi meb þorskrobi. Vélbát- ur sem ekki hefur veriö sjófær í áratugi skilar hundruöum tonna af góbfiski á land og gamlir rybk- láfar seljast sem nýir væru vegna þess ab þeim fylgir vonarpening- ur úr sjó. Vel er hægt aö gera út án þess ab kosta nokkru til, þarf ekki einu sinni aö senda bát á sjó. Þaö geta þeir sem fá kvótaúthlutun árlega aö gjöf frá þjóöinni og selja hana á stundinni aftur og lifa í vellyst- ingum praktuglega þar til jóla- sveinarnir færa þeim enn guös- gjöfina ab ári og sagan endurtek- ur sig. Allt er þetta löglegt og siblegt og í anda þeirrar hefbar aö eig- endur landa og hlunninda skuli Á víbavangi deila meö sér landsins gæöum eins og tíökast hefur frá aldaöbli í lýöveldinu sem löngum var stýrt frá bökkufn Drekkingarhyls. En nú er komiö babb í bát. Kvótaeigendur eru hættir aö fara í manngreinarálit og farnir ab færa út kvíarnar og framselja þeim út- lensku kvóta sína. Gób ótíbindi r Upp kemur hvert máliö af öbru þar sem útgeröir veröa berar ab því aö bjarga sífelldum fjárhags- vandræbum sínum meb því ab selja fjöreggiö úr landi. Þýskarar lána út á kvóta og eru farnir aö stjórna veiöum nokkurra togara og ráöskast meb vinnslu í landi. Þetta eru mikil ótíöindi, því ís- lenskum útgeröum hefur tekist hjálparlaust til þessa ab reka sjálf- ar sig á hausinn og stunda rán- yrkju í svo stórum stíl aö hver ein- asta fisktegund sem hrærist innan auölindalögsögunnar er í útrým- ingarhættu. Nema kannski mar- hnúturinn. Svona dugleg fiskveibiþjób þarf ekki erlendrar abstobar viö aö hreinsa góömetiö úr sjónum. íslenskir útgerbar- og skip- stjórnarmenn eru einfærir um þaö og því er haröbannaö meö lögum ab þeir útlensku komi þar neins staöar nærri. Einn þeirra manna, sem staöiö hafa í flóknu kvóta- braski til aö framselja „eigur" þjóöarinnar til Þýskalands, sagöi í viötali vib DV aö sölu- mennskan væri stundub í þeim göfuga tilgangi aö koma stjórnvöldum í skiln- ing um ab hleypa þurfi erlendu áhættufjármagni inn í íslenskan sjávarútveg. I fljótu bragbi liggur .ekki ljóst fyrir hvers vegna. Þjóbbankinn okkar og opinberir sjóbir leggja alls kyns sjávarútvegs- og vinnslufyrirtækjum * til ómælt áhættufé og taka á sig hvern skell- inn af öörum án þess ab blikna. En kvótasala til útlanda gefur kannski enn meira í rassvasann, og þá er líka sjálfsagt ab fara þá leib. Annars eiga landkrabbar ekkert ab vera aö skipta sér af hver selur hverjum hvaöa kvóta. Þótt þjóöin eigi aublindina, er kvótinn eyrna- merktur nokkrum familíum og er eignar- og erföaréttur þeirra ekki vefengdur og hvort þeir selja Þórbi eöa Schröder eigur sínar á ekki ab koma nokkrum manni vib. OÓ Kvouieir- þýska fym.i:'rjsins Lubbt rt á ísiar.dr ¥eiðum tuga f iskískipa stjórnað frá Þýskalandi Cikunnr. urjunn á Fásknjí>sCröi fynr Þjriövenana

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.