Tíminn - 21.09.1995, Síða 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Fimmtudagur 21. september 1995 176. tölublað 1995
Veiöiglampinn kviknar í
aupum gœsaveiöimanna:
„Islenski her-
inn"á stúfana
Veiðiglampinn væri kominn. ■
Ólafurjóhann
rábinn stjórnar-
formabur SONY
Ólafur Jóhann Ólafsson hefur
verið rábinn stjórnarformaður
hjá Sony í Bandaríkjunum. Ábur
gegndi Ólafur forstjórastöðu hjá
Sony Interactive Entertainment.
Nýja starfið felur í sér þróun og
samhæfingu rannsóknarvinnu til
ab skapa nýjungar hjá tækja- og
hugbúnaðardeildum fyrirtækisins.
Þetta kemur frarn í upplýsingariti
frá Sony-fyrirtækinu og er ritstarfa
hans og þýddra skáldverka hans í
Bandaríkjunum jafnframt getið í
tilkynningunni. ■
Ríkib verið 4% öriátara y
kjarasamningum en VSI
Launahækkanir starfsmanna
ríkis og borgar skýra þá 0,4%
hækkun sem varb á Iaunavísi-
tölunni milli júlí og ágúst. Sú
hækkun (margföld þar sem op-
inberir starfsmenn eru einungis
um fjórbungur vinnuaflsins)
kemur til vibbótar þeim 3-4
prósentum (c.a. 3- 8 þúsund kr.á
mánubi) sem laun opinberra
starfsmanna hafa sigib fram úr
launum á almennum vinnu-
markaði síbustu árin.
Launavísitalan, miöast við
meballaun í landinu í hverjum
mánubi, er nú 5,3% hærri heldur
en fyrir ári. Á sama tímabili hafa
vísitölur neysluverðs og lánskjara
hækkað um 1,8%, þannig að
Meðaljón ætti nú að búa við 3,4%
betri kaupmátt og greiöslugetu en
fyrir ári.
Kjör Meðaljóns segja hins vegar
ekki alla söguna, því ríkissjóður
og Reykjavíkurborg virðast hafa
veriö mun örlátari á launahækk-
anir síöustu árin heldur en aöild-
arfélagar VSÍ.
Auk hins mánaðarlegs útreikn-
ings lánskjaravísitölunnar reiknar
Hagstofan líka þróun ársfjórb-
ungslegrar launavísitölu fyrir al-
menna vinnumarkaðinn annars
vegar og þann opinbera og banka-
menn hins vegar. Og frá ársbyrjun
1991 hafa þeir síöastnefndu stöð-
ugt sigið lengra og lengra fram úr.
Þetta kemur glöggt í ljós þegar
vísitölur þessar á 2. ársfjórðungi
hvers árs eru bornar saman:
Sviösstjóri Kvennadeildar Landspítalans
Fæðingarheimilið óþarft
2. ársfj. Alm.m.: Opinb.: Mism.:
1990 101,0 101,1 0,1%
1991 109,2 109,3 0,1%
1992 112,7 114,2 1,5%
1993 113,7 116,6 2,9%
1994 114,4 118,4 4,0%
1995 120,0 123,2 3,2%
Mismunur á launum starfs-
manna hins opinbera og á al-
mennum markaði var raunar
Kristján Sigurbsson, svibsstjóri
Kvennadeildar Landspítalans,
segist líta svo á ab Fæbingar-
heimilib sé ekki naubsynlegur
valkostur fyrir fæbandi konur.
Hann vonast til ab borgarfull-
trúar heimili spítalanum ab
nota hús heimilisins fyrir
mæbravernd enda myndu þær
endurbætur sem gerbar hafa
verib á húsinu samsvara
vænni leigu væri kostnabur
vib þær umreiknabur á þann
hátt.
Fæbingarheimilið var opnab
snemma á þessu ári eftir umfangs-
miklar endurbætur á efstu og mið
hæö hússins. Heimilinu var lokab
aftur um mitt sumar og veröur
lokað a.m.k. til áramóta. Kristján
Sigurbsson, sviðsstjón Kvenna-
deildarinnar, segist ekki eiga von
á að Fæðingarheimilið veröi opn-
að aö nýju á næsta ári.
Komið hefur fram að Fæöingar-
heimilið hafi verið tiltölulega illa
nýtt þá mánuði sem það var opið.
Kristján segir að það sé þó ekki
meginástæða þess ,að ákveðiö var
aö loka því. Helsta ástæðan sé ein-
faldlega sú aö menn telji sig hafa
rými á fæðingardeildinni til að
taka á móti þeim konum sem
annars mundu fæöa á Fæðingar-
heimilinu og geta bobið þeim
sambærilega þjónustu þar. Þannig
sé hægt að spara þá fjárhæb sem
rekstur Fæðingarheimilisins kost-
ar. Telur hann þá rekstur Fæöing-
arheimilisins óþarfan þótt fjár-
veitingar fengust til hans?
„Það fer allt eftir því hvað við
viljum bjóba konum upp á marga
valmöguleika við fæðingar. Ef viö
teljum nauðsynlegt að konur geti
fætt börn sín annars staðar í
Reykjavík en á fæðingardeildinni
þá tel ég Fæðingarheimilið góðan
kost. Eg vil hins vegar benda á aö
við bjóðum upp á tvo valkosti
innan fæðingardeildarinnar, því
konum býöst aö ganga inn í MFS-
eininguna. Miöað viö þær aö-
stæöur tel ég valmöguleikann
Fæöingarheimilib ekki nauösyn-
legan kost. Ef stjórnmálamenn
telja hins vegar nauösynlegt að
bjóða konum upp á þann valkost
og vilja nota peningana til þess
get ég auðvitað ekki útilokað að
Fæðingarhemilið verbi opnað að
nýju. En það verður þá eingöngu
á pólitískum grundvelli," segir
Kristján. ■
kominn upp í 4,4%, þeim opin-
beru í vil, á síðasta ársfjórðungi í
fyrra. Og í ljósi þess aö 0,4%
hækkun launavísitölunnar milli
júlí og ágúst má rekja til kjarabóta
hinum opinberu til handa er lík-
legt að þeir fari Iangt í að ná þeim
mun aftur upp þegar launavísitöl-
ur 3. ársfjórðungs líta dagsins ljós
í næsta mánuöi. Hækkun fram-
færslukostnaöar frá 1. ársfjórb-
ungi 1990 til 2. fjóröungs þessa
árs var um 22%. Vantar þannig
2% á að laun Meöaljóns á al-
menna vinnumarkaðnum haldi í
við verðlagið en þeir opinberu eru
réttu megin við strikið. ■
Gæsaveibimenn, sem Tíminn tók
tali í gær, voru mjög bjartsýnir á
ab loks myndi rétta úr dauflegri
gæsaveibi um helgina. Töluðu
menn um að „íslenski herinn"
færi á stúfana. Spáb er kólnandi
veðri, norbanátt, og flýgur þá
gæsin nibur á láglendi. Hitt gæti
einnig gerst að kuldarnir yllu því
ab gæsin hreinlega flýði land.
Hingað til hefur of milt veðurfar
á hálendinu haft áhrif á veiðina.
Gæsin hefur haft nóg að bíta og
brenna á hálendinu og veiöimenn
á láglendi haft lítið upp úr krafsinu
fyrir vikib.
Þorvaldur Björnsson skotveiði-
maður sagði í spjalli við Tímann í
gær að menn væru bjartsýnir á að
veiðin færi að glæðast, einkum í
norðurhluta landsins líkt og í
Skagafirði og Húnavatnssýslum.
Ekki væri jafn öruggt að norðanátt-
in bærist til Suðurlandsins þannig
að veiðimenn þar nytu góbs af.
Þorvaldur taldi að næsti hálfur
mánuður eða svo yrði besti hluti
tímabilsins.
Guðmundur A. Magnússon,
fuglafræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun, segir að í ákveöinni vind-
átt sé mögulegt ef snögglega kólnar
í ve^)ri, að gæsin yfirgefi land. Það
yröi þó ab öllum líkindum ekki
strax.
Gæsaveiðimenn voru bjartsýnir í
gær á að úr myndi rætast á næst-
unni.
Agnar G. GUÖjOnSSOnbyssusmibur íKópavogi hefur haft ínógu ab snúast síbustu daga vib ab abstoba gœsaveibimenn vib
ab gera sig klára í veibar. Hartn segir umferbina hafa verib mikla síbustu daga og eru menn bœbi ab láta hreinsa og taka ígegn byssur og ýmislegt
fylgidót. Enn abrir eru ab kaupa sér veibivopn. Hér handfjatlar Agnar tvíhleypu.
Hcekkun launavísitölunnar má rekja til opinberra starfsmanna: