Tíminn - 21.09.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. september 1995
11
Leonardo da
Vinci, Frakk-
land og tötra-
marxismi
Leonardo da Vinci: Der Nussbaum im
Campanile. Deutscher Taschenbuch Ver-
lag 1991.
Kurt R! Eissler: Leonardo da Vinci. Psyc-
hoanalytischen Notizen zu einem Ratsel.
Band I. Text — Band II. Abbildungen.
DeutscherTaschenbuch Verlag 1994.
Gordon Wright: France in Modern Tim-
es. From the Enlightenment to the Pre-
sent. Fifth Edition. W.W. Norton 1995.
Leonardo da Vinci er flestum
kunnuglegt nafn. Hann var list-
málari; þótt aðeins hafi varðveist
17 málverk eftir hann, þá er
ágæti þeirra í öfugu hlutfalli við
magnið. Hann var myndhöggv-
ari, verkfræðingur og uppfinn-
ingamaður og honum var fæst
mannlegt óviðkomandi. Fundist
hafa 3400 þéttskrifaðar skrifark-
ir, dagbækur, athugasemdir,
uppdrættir, hugrenningar, fabúl-
ur og ævintýri.
Meðal þeirra eru þessar dýra-
sögur ásamt dæmisögum og fa-
búlum. í lok þessa kvers eru spá-
dómar Leonardos, sem eru mjög
sérstæöir og vekja undrun eins
og flest það sem hann festi á
blað. Rit og ritgerðir um verk
þessa furðumanns eru óteljandi
og það sem veldur stöðugri end-
urskoðun m.a. er að öðru hverju
finnast blöð og teikningar eftir
hann í söfnum eða einkasöfnum.
Eitt er einkenni minnisgreina og
samantekta Leonardos, hann
vandaði til alls sem hann setti
saman og því er hvert blað
merkilegt.
Meðal þeirra manna, sem hrif-
ust af Leonardo, var Freud. Hann
skrifaöi um hann rit, sem áhang-
endur Freuds telja eitt mesta
snilldarverk hans hvab stíl og
skarpleika í útlistunum snertir,
en ritgerðin fjallar um bernsku-
minningu Leonardos, sem varð
tilefni til myndarinnar „Leda og
svanurinn", alkunnug sögn úr
grískri gobafræði.
Eissler skrifar rúml. 300 síðna
ritverk um efnib og umfjöllun
Freuds um bernskuminningu Le-
onardos og _
grísku goðsög-
una. Leda og
svanurinn er vel
þekkt efni í ljóð-
um margra
skálda og efni í verkum mynd-
listarmanna. Frummynd Leon-
ardos er glötuð, en til er eftir-
mynd. Myndir, sem snerta efni
ritgerðarinnar, eru í öðru bind-
inu.
Útlistanir Eisslers eru ab hætti
freudista, kynferöislegar útlistan-
ir úr frumbernsku Leonardos og
þar telur Eissler sig finna kveikj-
una að listsnilld Leonardos. Verk
Eisslers er dæmigerö aðferð
freudista til þess sem þeir nefna
útlistun og útskýringu á mótun
og sálarlífi homo sapiens.
Gordon Wright er kunnur sagn-
fræðingur og fyrrverandi forseti
Bandarísku sagnfræbistofnunar-
innar og Samtaka um rannsóknir
franskrar sögu. Hann er afkasta-
mikill höfundur og hefur skrifað
merkar bækur um franska sögu.
Þessi bók hans kom fyrst út 1960
og hefur nú komiö í fimm endur-
skoðuðum útgáfum.
Sjálfsmynd Leonardos á gamals aldri.
Saga Frakklands er jafnframt
saga Evrópu, frönsk áhrif á gang
mála í Evrópu og evrópska
menningu eru markandi s.l. 3-
400 ár. Frönsk tunga var alþjóða-
mál eftir að latínunni sleppti og
_______________ franskar bók-
BÆKUR
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
menntir mót-
uðu bók-
menntasmekk
Evrópuþjóð-
anna fram á
síðasta hluta 18. aldar frá því á
miðöldum. Og á 19. og 20. öld
voru margir snjöllustu höfundar
Evrópu franskir.
Skynsemisstefnan og franska
stjórnarbyltingin mótuðu stjórn-
arhætti Evrópuþjóðanna.
Saga þessa ríkis er rakin af
Wright frá og með frönsku
stjórnarbyltingunni og allt fram
á síöasta áratug 20. aldar. Lengi
vel mótuðu marxískir sagnfræð-
ingar umfjöllun um þýðingar-
mestu þætti og atburði franskrar
sögu, en þegar kom fram á síðari
hluta þessarar aldar dvínuðu
áhrif þeirra jafnt og þétt. Einsýni
þeirra og kreddufesta afskræmdi
franska sögu, pólitísk skoðana-
festa þeirra mótaði mat þeirra og
útlistun, svo að útkoman varð
sú, að allir þýbingarmestu at-
burbir tveggja alda sögu voru
áfangi til fullkomnunar sameign-
arríkisins undir merkjum vís-
indalegs sósíalisma. En allt þetta
spilverk hrundi á einni nóttu.
Reyndar var tekib að kvistast úr
kenningakerfinu ábur en allt
hrundi, margir gáfuðustu sagn-
fræðingar Frakka neituðu að vera
ginningarfífl lyga og áróðurs.
Gordon Wright segir hér sögu
tvöhundruð ára samkvæmt
sögulegri rannsóknaraðferð sem
byggir á staðreyndum heimild-
anna.
Kaflarnir um byltingarnar
1830 og 1848 stangast héldur en
ekki á vib útlistun þeirra atburða
í marxískum sagnfræðiritum,
hvað þá í kennslubókum sem ís-
lenskum skólanemendum eru
ætlaðar og sem eru skrifaðar í
anda norsk-marxískrar tötra-
sagnfræði. Sami tötramarxism-
inn einkennir ekki síður
kennslubækur í íslandssögu, sem
ætlaðar eru nemendum grunn-
skólans ásamt þýddri sænskri
mannkynssögubók auk enn
meiri útþynningar eftir innlend-
an höfund.
Fyrir nokkrum misserum
fengu íslendingar að sjá á sjón-
varpsskjánum útvalin dæmi um
íslandssöguna í afskræmingar-
formi marxískrar söguskoðunar.
í þeim stíl eru kennslubækur sem
nú eru notaðar til íslandssögu-
kennslu.
Bók Gordons Wright er rúmar
500 blaðsíður í stóru broti.
DAGBOK
Fimmtudaqur
21
september
X
264. dagur ársins -101 dagur eftir.
38. vika
Sólris kl. 07.06
sólarlag kl. 19.34
Dagurinn styttist
um 7 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Haustlitaferð á Þingvöll kl. 13
á morgun. Miðapantanir á skrif-
stofu félagsins.
Gjábakki, Fannborg 8
Námskeiðin, sem í boði eru
fram að áramótum í Gjábakka,
verða kynnt í dag, fimmtudag.
Kynningin hefst kl. 14 og inn-
ritaö á námskeiðin milli kl. 14
og 16. Heitt á könnunni.
Hjólab nibur Fossvogs-
dal og út á Nes
Áhugahópur um hjólreiðar á
höfuðborgarsvæðinu stendur
fyrir hjólreiðaferb niður Foss-
vogsdal og út á Seltjarnarnes í
kvöld, fimmtudaginn 21. sept-.
Öllum er velkomið að taka þátt
í ferðinni. Mæting við Fákshús-
in vib Reykjanesbraut. Hægt
verður að koma í feröina við
Skógræktarhliðið kl. 20.15 og
við Skeljung kl. 20.30. Hjólab
verður um Eiöistorg og niður á
Miðbakka. Hjólreiðaferbin tek-
ur um eina klukkustund.
Ferbafélag íslands
Laugardagur 23. sept. kl. 08:
Hekluslóðir (árbókarferð). Öku-
ferð með léttum göngum. Litast
um í Hraunteigi (haustlitir),
Næfurholti, Haukadal og á fal-
legum slóbum bak við Bjólfell
sem fáir hafa kynnst. Brottför
frá BSÍ, austanmegin, og Mörk-
inni 6.
Munið helgarferðirnar 23.-24.
sept.: Þórsmörk í haustlitum og
Gljúfurleit-Þjórsárdalur (haust-
litir). Brottför laugard. kl. 08.
Farmibar á skrifstofunni.
Sunnudagsferbir 24. sept.: Kl.
10.30 Hrafnabjörg; kl. 13 Þing-
vellir, eyðibýli (haustlitir) og
gönguferb á Kvígindisfell.
Tanja tatarastelpa í
Ævintýra-Kringlunni
Tanja tatarastelpa skemmtir í
Ævintýra-Kringlunni, á 3. hæb í
Kringlunni, kl. 17 í dag,
fimmtudag. Tanja tatarastelpa
hefur áður komið í heimsókn í
Ævintýra-Kringluna og hefur frá
ýmsu að segja. Líf tataranna er
að flestu leyti frábrugðið lífi ís-
lendinga, en í leikþættinum fá
börnin að skyggnast inn í heim
Tönju og fjölskyldu hennar.
Tanja tatarastelpa er leikin af
Ólöfu Sverrisdóttur leikkonu.
Ævintýra-Kringlan er opin
virka daga frá kl. 14 til 18.30 og
laugardaga frá kl. 10 til 16.
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir:
Hvab dreymdi þig, Va-
lentína?
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýnir sunnudagskvöldið 24.
september á litla sviðinu leikrit-
ið „Hvaö dreymdi þig, Valent-
ína?" eftir Ljúdmílu Raz-
umovskaju. Leikrit hennar,
„Kæra Jelena", var sýnt við
miklar vinsældir í Þjóðleikhús-
inu fyrir nokkrum árum.
Leikritið segir frá þremur
mæðgum sem búa saman við
mikil þrengsli. Það gerist um
1980 á sautján ára afmælisdegi
Ljúbu. Móbir hennar Valentína
og amma Nína eru í miðjum
klíðum að undirbúa afmælis-
veisluna, þegar óvænt uppá-
koma setur strik í reikninginn
og breytir afmælisdeginum í
hálfgeröa martröð.
Höfundurinn kallar leikrit sitt
gamanleik, enda skiptast á skin
og skúrir líkt og í lífinu sjálfu.
íslenska þýðingu gerbi Árni
Bergmann, leikmynd gerir
Steinþór Sigurðsson, búninga
Stefanía Adolfsdóttir, lýsingu
annast Elfar Bjarnason og leik-
stjóri er Hlín Agnarsdóttir.
Leikarar eru: Sigrún Edda
Björnsdóttir, Ásta Arnardóttir
og Guðrún Ásmundsdóttir, og
má geta þess að Guðrún á 40 ára
leikafmæli um þessar mundir.
TIL HAMINGJU
Þann 29. júlí 1995 voru gefin
saman í Áskirkju af séra Bjarna
Þór Bjarnasyni, þau Gubbjörg
Sólveig Sigurbardóttir og Þor-
steinn Þorsteinsson. Heimili
þeirra er ab Kveldúlfsgötu 26,
Borgarnesi.
Ljósmyndast. Sigríðar Bachmann
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík
frá 15. tll 21. september er I Árbæjar apótekl og
Laugarnes apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt ann-
ast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að
morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs-
Ingar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Simsvari 681041.
Hafnarfjörðun Hafnarfjaróar apótek og Norðurbæjar apó-
tek eru opfn á vfrkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin
virka daga á opnunartíma buða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á
kvöldin er opiö í því apóteki sem sér um þessa vörslu, 61 kl.
19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-
21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýs-
ingar eru gefnar í sima 22445.
Apótek Keflavfkun Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga 61 kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekið er opiö rumhelga daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
1. sept. 1995
Mánabárgreiöslur
Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921
1/2 hjónalífeyrir 11.629
Full tekjutrygging ellilíTeyrisþega 23.773
Full tekjutrygging örorkulrfeyrisþega 24.439
Heimilisuppbót 8.081
Sérstök heimilisuppbót 5.559
Bensínstyrkur 4.317
Bamalífeyrir v/1 bams 10.794
Meölag v/1 bams 10.794
Mæöralaun/feöralaun v/1 barns 1.048
Mæöralaun/feöralaun v/ 2ja barna 5.240
Mæöralaun/feöralaun v/ 3ja barna eöa fleiri 11.318
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa 16.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa 12.139
Fullur ekkjulífeyrir 12.921
Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190
Fæöingarstyrkur 26.294
Vasapeningar vistmanna 10.658
Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658
Daggrei&slur
Fullir fæöingardagpeningar 1.102,00
Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00
Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00
Slysadagpeningar einstaklings 698,00
Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 150,00
Vakin er athygli á því aö frá og meö 1. september er bensín-
styrkur staögreiösluskyldur.
í júlí var greidd 26% uppbót á fjárhæöir tekjutiyggingar,
heimilisuppbótar og sérstaka heimilisuppbót vegna launa-
bóta og í ágúst var greidd á þessar fjárhæöir 20% uppbót
vegna orlofsuppbótar. Engar slikar uppbætur eru greiddar i
september og eru því þessar fjárhæöir lægri í september en
fyrrgreinda mánuöi.
GENGISSKRÁNING
20. sept. 1995 kl. 10,52 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gengi skr.fundar
Bandarikjadollar 66,24 66,42 66,33
Sterlingspund 102,44 102,72 102,58
48,70 48,90 11,573 48,80 11,554
Dönsk króna ....11,535
Norsk króna ... 10,221 10,255 10,238
Sænsk króna 9,365 9,397 9,381
Finnskt mark ....14,981 15,031 15,006
Franskur franki ....12,982 13,026 13,004
Belgiskur franki ....2,1691 2,1765 2,1728
Svissneskur franki. 55,14 55,32 55,23
Hollenskt gyllini 39,86 40,00 39,93
Þýskt mark 44,66 44,78 44,72
itölsk líra ..0,04111 0,04129 0,04120
Austurrískur sch 6,346 6,370 6,358
Portúg. escudo ....0,4285 0,4303 0,4294
Spánskur peseti ....0,5218 0,5240 0,5229
Japansktyen ....0,6385 0,6405 0,6395
írsktpund ....104,62 105,06 104,84
Sérst. dráttarr 97,08 97,46 97,27
ECU-Evrópumynt.... 83,64 83,92 83,78
Grísk drakma ,...0,2778 0,2787 0,2782
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELG ARPAKK AN A
OKKAR
REYKJAVÍK
568-6915
AKUREYRI
461-3000
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar