Tíminn - 21.09.1995, Síða 7
Fimmtudagur 21. september 1995
7
Fjallalömb úr Núpasveit í fjárréttinni á Kópaskeri.
Tímamynd Þl
Mannekla á Kópaskeri
Bœndur, farandverkafólk og unglingar bjarga haustslátruninni
Um 80 manns vinna þessa dag-
ana vib saubfjárslátrun hjá slát-
urhúsi Fjallalambs á Kópaskeri.
Um 20 manns starfa hjá fyrir-
tækinu ab stabaldri, en nú í slát-
urtíbinni hefur þurft ab bæta um
60 manns vib. Garbar Eggerts-
son, framkvæmdastjóri Fjalla-
Iambs, segir erfitt ab manna hús-
ib. Ekki þýbi ab bjóba atvinnu-
lausu fólki í nágrenninu vinnu,
þar sem fólk finnist tæpast á at-
vinnuleysisskrá í Norbur-Þing-
eyjarsýslu. Bændur skiptast á um
ab vinna vib slátrunina eftir því
hvernig stendur á vib bústörf
heima á búunum hvern daginn,
og starfsemi rækjuvinnslunnar
Geflu liggur nibri meban á slát-
urtíbinni stendur til þess ab
starfsfólk þess fyrirtækis geti
starfab í sláturhúsinu. Þannig
hefur þab verib undanfarin
haust og hentar rækjuvinnslunni
ekki illa, þar sem verib er ab
skipta úr vinnslu á úthafsrækju
yfir í innfjarbarækjuna á þessum
sama tíma.
Farandverkafólk ab sunnan er
einnig ab störfum á Kópaskeri
þessa dagana og unglingarnir úr
efstu bekkjum grunnskólans í
Lundi koma beint úr rútunni og
abstoba vib ab ljúka vinnudegin-
um. Þannig ná þeir tveimur til
þremur tímum í vinnu á dag á
meban sláturtíbin stendur yfir.
„Þetta er hrein mannekla, því
segja má ab ég þurfi ab bjóba at-
vinnutækifærin upp á hverju
kvöldi — allavega ab vita hverjir
geta komib ab morgni," segir Garb-
ar Eggertsson.
Áætlaö er aö slátra um 23 þús-
und fjár á Kópaskeri í haust, sem er
svipabur fjöldi og á undanförnum
árum, þar sem engin fækkun saub-
fjár varö í Noröur-Þingeyjarsýslu á
síöasta ári. Garbar Eggertsson segir
þó ekki ljóst hver heildarfjöldinn
veröi aö þessu sinni. Hann fari eft-
ir því hvort um verulega fækkun
sauöfjár verbi aö ræöa og hvort
greiddar veröi einhverjar förgunar-
bætur fyrir fulloröiö fé. Veröi ekki
um slíkar greiöslur aö ræöa, þá
muni flest fulloröiö fé veröa grafiö,
sem sé slæmt, ekki síst meö tilliti
til þess aö skinnaverksmiöjurnar
þurfi á öllu því hráefni ab halda
sem til falli.
Sláturhús Fjallalambs hefur ekki
útflutningsleyfi á Evrópumarkað
og þarf því að flytja þab fé, sem
kemur til slátrunar umfram
greiöslumark, til Húsavíkur. Kjötiö
er lagt inn á svonefnda umsýslu-
reikninga og ætlaö til útflutnings,
til þess ab þaö skekki ekki aöstæður
á innlendum markaði. Gert er ráb
fyrir ab flytja verði aö minnsta
kosti 2000 fjár frá Kópaskeri til
slátrunar á Húsavík af þessum sök-
um, því bændur hafa treyst á að
umsýslukjötið seldist úr landi.
Reyndin hafi þó orðiö sú aö verð
hafi lækkað og nokkrar birgðir af
því séu enn í vörslu afuröastöðva.
Ekki veitt a&stob til end-
urbóta vegna útflutn-
ingsleyfis
Fjallalamb hefur sótt um aöstoö
frá Byggðastofnun til nauðsynlegra
endurbóta á sláturhúsinu á Kópa-
skeri til þess að öðlast fullt útflutn-
ingsleyfi, en því var hafnað þrátt
fyrir að sveitarstjórn Öxarfjarðar-
hrepps og Búnaðarsamband Norð-
ur-Þingeyinga hafi mælt með því.
Aö sögn Garðars Eggertssonar var
því hafnað af þeirri ástæðu ab ekki
skyldi fjölgaö útflutningsslátur-
húsum, en þau eru nú fjögur í
landinu. Fjallalamb hf. var stofnað
eftir að Kaupfélag Norður-Þingey-
inga hafði hætt starfsemi og miklir
erfiðleikar orðið í atvinnulífi á
Kópaskeri í kjölfar þess árið 1989.
Nú er fyrirtækiö eitt af þremur
burðarásum atvinnulífs í Öxar-
fjaröarhreppi ásamt rækjuvinnsl-
unni Geflu og fiskeldisfyrirtækinu
Silfurstjörnunni. Strax á fyrsta
starfsári þess var hafist handa um
kjötvinnslu og vöruþróun og hefur
fyrirtækið um margt gengið á und-
an að því leyti. Á þessu ári tókst þó
ekki að selja allar kjötafurðir frá
fyrra ári. „Vib vildum ekki elta öll
undirboð og misstum nokkra við-
skiptavini af þeim sökum," sagði
Garðar Eggertsson.
Ungmenni þekkja ekki
lambakjötib
Garðar Eggertsson segir ýmsa
samverkandi þætti valda því að
sala á lambakjöti hafi minnkab.
Heimaslátrun sé að koma í bakið á
mönnum að einhverju leyti. Hún
stækki markaðinn ekki, heldur séu
menn að fara inn á hann eftir öðr-
um leiöum sem geri það aö verkum
ab hin opinbera sala dragist saman
og leiði síðan af sér lækkandi
Skrokkurinn flýgur úrgœrunni.
Tímamynd Þl
Ásgeir Kristjánsson kjötmatsmaöur
viö vogina. „Þetta er kjörin
þyngd," sagöi hann um leiö og
tölurnar birtust: 16,9 til 17,0 kíló.
Tímamynd Þl
greiðslumark. Þá verbi því ekki
neitað að um ákveðna neyslubreyt-
ingu sé ab ræða: flestir borbi aðeins
eina máltíð á dag í staö tveggja og
ýmsir aðrir réttir hafi tekið við af
lambakjötinu. Þar muni mest um
hveitiréttina — pizzur og pasta.
Garöar kvaðst hafa orðið var viö ab
ungmenni úr þéttbýlinu, sem
komi út á land, þekki lambakjötib
varla, en finnist það mjög góður
matur þegar það fari ab borða
hann. Engu sé líkara en það hafi
alist upp í kjötsvelti og átti sig á aö
við eigum ýmsa góba rétti, sem það
hafi aldrei kynnst. Þar á meðal
megi nefna gömlu góðu sunnu-
dagssteikina.
Fleiri bændur myndu
hætta, fengju þeir a&
hætta me& reisn
Garbar segir ljóst að sauðfjár-
bændum muni fækka á næstu
árum. Hvernig til takist fari þó að
miklu leyti eftir því á hvaöa nótum
nýr búvörusamningur verbi. „Ég
hef oröið var við að margir bændur
gætu hugsab sér ab hætta sauðfjár-
búskap ef þeim yrði gert kleift að
gera það meb einhverri reisn. En
menn eru ekki tilbúnir aö leggja at-
vinnutæki sín niður, ef þeir fá ekk-
ert í staðinn, og hafa auk þess að
engu ööm að hverfa vegna at-
vinnuástandsins í landinu."
16,9 kíló — þetta er
kjörin þyngd, segir
matsmaðurinn
Landbúnaður í Norður-Þingeyj-
arsýslu byggir nær alfarib á saub-
fjárrækt. Mikið ræktunarstarf hefur
verið unnið í sauðfjárbúskapnum
og aö sögn heimamanna er aö
finna eitthvert jafnbesta fé á land-
inu þar í sveitum. Landgæði eru
einnig víða mikil og hvergi er um
ofbeit eöa óþarfa álag á graslendi
að ræba. Heimamenn spyrja gjarn-
an hvar sauðfé eigi að vera ef ekki í
þessum sveitum, sem hafi alla
möguleika til góbrar framleiöslu
sauðfjárafuröa, en takmarkaða at-
vinnumöguleika að öðru leyti.
Sjávarútvegur og sauðfé halda
þessari byggö uppi, vom orð bónda
sem rætt var við á förnum vegi.
Gæbi fjárins em einnig augljós,
þegar gengib er um sali sláturhúss-
Caröar Eggertsson, framkvœmda-
stjóri Fjallalambs, fylgist meö úr
verkstjórnarherbergi í sláturhús-
inu. „Ég hef ofþurft aö grípa sjálf-
ur inní á línunni í manneklunni
undanfarna daga," segir hann og
ergreinilega tilbúinn íslaginn.
Tímamynd Þl
ins á Kópaskeri í sláturtíðinni.
Engu líkara er en skrokkamir komi
staðlaðir úr sama móti, svo líkir eru
þeir hver öðrum. Tíöindamabur
stóð um stund við hjá tölvuvog-
inni frá Marel sem vegur kjötiö:
16,9 — 16,9, 16,8, 17,0 kíló og
skrokkarnir renna áfram á færi-
bandinu.
„Þetta er kjörin þyngd," sagbi
Ásgeir Kristjánsson kjötmatsmaöur
þar sem hann stóð við vogina.
Hann sagði lömbin ekki eins feit
og á síðasta ári og líklega eigi erfitt
vor mestan þátt í því. En kjötið sé
mjög fallegt og tilvalið til vinnslu.
Ver&jöfnun á fjárflutn-
ingum
Þótt kjötið sé fallegt og eigi ef-
laust eftir að bragðast vel á boröum
fólks í vetur, þá eru bændurnir
fremur daufir. Þeir eiga erfitt með
að skilja af hverju fólk vill ekki
borða þessar úrvalsafurðir, því sú
neyslubreyting, sem orsakað hefur
minkandi sölu á lambakjöti, hefur
ekki náö til sveitanna í sama mæli
og þéttbýlisins við Faxaflóa. Þeir
hafa einnig bundið vonir við út-
flutninginn. Nú situr sjömanna-
nefndin á fundqm og samninga-
nefnd bænda og ríkisins fundar
einnig, en engar niðurstöður líta
dagsins ljós, þótt sláturtíbin sé
hálfnub.
Þó er ekki uppgjöf ab finna, að
minnsta kosti ekki hjá þeim bænd-
um sem voru ab flytja fé sitt til
Kópaskers í fyrri viku. Fjallalamb
sér um alla fjárflutninga í Norður-
Þingeyjarsýslu. Samkomulag náð-
ist um að jafna flutningskostnab
og nú aka fjórir bílar um héraðiö á
vegum fyrirtækisins. Þannig kostar
jafnmikið að flytja féð frá næstu
bæjum í Núpasveit og á Melrakka-
sléttu og frá Sauöanesi, sem er í um
140 kílómetra fjarlægð. „Á þessu
sést að einhver samvinnuhugsjón
er enn til meðal manna," segir
Garbar Eggertsson framkvæmda-
stjóri.
ÞI