Tíminn - 21.09.1995, Síða 10

Tíminn - 21.09.1995, Síða 10
10 t|M§p Fimmtudagur 21. september 1995 Framsóknarflokkurinn Breyttur opnunartími Frá og me& 18. september verbur skrifstofa Framsóknarflokksins opin virka daga frá kl. 9.00-17.00. Verib velkomin Framsóknarfíokkurinn 7. Landsþing LFK „Konur i framsókn'' verður haldið i Félagsheimili Kópavogs að Fannborg 2, Kópavogi, dagana 20.-22. október n.k. Drög að dagskrá: Föstudagurinn 20. október Kl. 19.30 Þingsetning að Borgartúni 6. Setning: Kristjana Bergsdóttir, formaður LFK. Kjör embættismanna þingsins. Ávörp gesta: Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Siv Friðleifsdóttir, 1. þingmaður Reykjaneskjördæmis. Kl. 20.00 Fundi frestað til laugardags. Kl. 20.00 Kvöldverðarhóf I tilefni 50 ára afmælis Félags framsóknarkvenna I Reykjavlk. Ávarp: Sigrlður Hjartar, formaður FFR. Hátlðarræða: Halldór Asgrlmsson, formaður Framsóknarflokksins. Laugardagurinn 21. október Kl. 8.30 Afhending þinggagna I Félagsheimili Kópavogs að Fannborg 2, Kópavogi. Kl. 9.00 Skýrsla stjórnar. Kristjana Bergsdóttir, formaður LFK. Þóra Einarsdóttir gjaldkeri. Umræður — afgreiðsla. Kl. 9.20 Mannréttindi kvenna. Elfn Lfndal, formaður Jafnréttisráðs. Hanslna Björgvinsdóttir, fulltrúi LFK á kvennaráðstefnunni I Klna. Umræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Umræður um stöðu kvenna I Framsóknarflokknum og framtlóarsýn þeirra. Ávörp: Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingllokks framsóknarmanna. Siv Friðleilsdóttir, 1. þingmaður Reykjaneskjördæmis. Umræður. Kl. 15.15 Kaffihlé. Kl. 15.45 Tillögur að jafnréttisáætlun I flokksstarfi lagðar fram. Drífa Sigfúsdóttir, vararitari Framsóknarflokksins. Umræður. Kl. 17.00 Málefnavinna kjördæmanna lögð fram. Kl. 17.45 Skoðunar- og skemmtiferð I Mosfellsbæ fram eltir kvöldi. Kl. 18.15 Léttur málsverður. Ávörp: Helga Thoroddsen bæjarfulltrúi. Guðrún Karlsdóttir, formaður Esju, félags framsóknarkvenna I Mosfellsbæ. Sunnudagurinn 23. október Kl. 9.00 Morgunkafti. Kl. 9.15 Umræða og afgreiðsla jafnréttisáætlunar. Kl. 11.00 Umræöa og afgreiðsla málefnavinnu kjördæmanna. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 12.45 Ályktanir þingsins. Kl. 13.30 Stjórnarkjör. Kl. 14.30 Þingslit. Dagskráin verður nánar auglýst með fréttabréfi LFK. Sími 5631631 Fax: 5516270 V. J Absendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar %mm geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. Ástkær eiginma&ur minn, fa&ir okkar, tengdafa&ir og afi séra Jón Einarsson prófastur Saurbæ á Hvalfjar&arströnd veröur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 23. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakka&ir. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á sóknarkirkjur hans: Hallgrímskirkju í Saurbæ, Leirárkirkju og Innra-Hólmskirkju. Hugrún Cu&jónsdóttir ríöur Munda jónsdóttir :&jón Ólafur jónsson Kristín Huld Haraldsdóttir ey Jónsdóttir Gunnlaugur Aðalbjarnarson ,ar Kristján Jónsson Dagný Jónsdóttir Hrafnkell Oddi Gu&jónsson Erla Gunnlaugsdóttir Kristín Gunnlaugsdóttir ornar fólki á Kjarvalsstööum: Þarf ekki doktorsgráöu til aö skilja listina Hvítur hjörtur. Verkib stendur og er hœgt ab skoba þab frá bábum hlibum eftir því hvort áhorfandinn er slœmur eba léttur á gebi þá stundina. Hin- um megin er nefnilega Svartur úlfur, sem er skuggahlibin. „Eg braut upp þetta ferkant- aöa form til þess aö vera ekki alltaf með eitthvaö til a& negla upp á vegg. Ég mála á hluti sem eru allavega í lag- inu, ekki bara ferningar. Mér finnst Hvíti hjörturinn vera fegurö og hreinleiki. Svo er skuggahliðin hinum megin, Svartur úlfur. Þa& er þessi spurning um a& hafa birtu og skugga í öllum hlutum. Þú skynjar ekki a& þetta sé bjart nema þa& sé skuggahliö hin- um megin," segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistar- kona um verk sitt, Hvíta hjörtinn, í samtali vi& Tím- ann. Eins og sést á myndinni standa tvær renndar súlur upp úr myndinni og var Kristín spurð að því hvað þær ættu að fyrirstilla: „Bara djók. Það halda allir að það þurfi doktorsgráðu til að skilja þetta, en ég hef bara mjög gaman af því aö hafa verk sem hægt er að snúa við þannig að stundum er maður í skapi til að horfa á eina myndina og stundum hina. Mér fannst verk- ið bjóða alveg upp á þetta, þannig að ég skellti súlunum of- an á." Kristín opnaði sýningu á Kjar- valsstööum síðastliðinn laugar- dag og verður hún opin til 15. okt. í fréttatilkynningu segir að Kristín sé einn af þeim mynd- listarmönnum sem aðhyllast nýja málverkið, en sjálf vill hún sem minnst gera úr þeirri skil- greiningu. „Nýja málverkið get- ur bara verið allt það sem málað er í dag. Það má segja að það gangi m.a. út á að endurskoöa hefðbundin gömul gildi innan myndlistarinnar." Hún segir hægt aö vinna úr þeirri endur- skoðun á ýmsan hátt, t.d. með því að nýta sér hefðina að ein- hverju leyti eða fara þveröfuga leið. „Það er bara verið að skoða hefðina frá ýmsum sjónarhorn- um og útkoman getur verið mismunandi augljós. Ég hef verið að skoða mikið list mið- alda, sérstaklega þá sem tengist Ítalíu, t.d. handritamálun. Þetta eru mikið verk sem eru unnin með gyllingu. Tengingin hjá mér er nokkuð augljós, því ég nota þessa fornu tækni og mála á tréplötur með blaðgulli og eggtemperu, sem er hreint litað duft og eggjarauöa." Kristín segir bragðið af sýn- ingunni vera hárautt. „Veggur- inn sem gylltu verkin eru á er hárauður til að draga gullið enn frekar fram. Ég vildi gera eitt- hvað sem ornaði fólki aðeins, hlýjaöi því." Er hún að koma einhverjum alvarlegum boöskap áleiðis með verkum sínum? „Að taka lífinu létt og taka mig alls ekki of há- tíðlega." ■ Hin dýra list SinfÓníuhljómsveit íslands — 70 opinberir starfsmenn að syngja fyrir þjóðina — hélt sérstaka sölu- tónleika í Háskólabíói 14., 15. og 16. september. Þetta voru vel aug- lýstir tónleikar og dagskráin líkleg til vinsælda, enda var húsfyllir á öllum tónleikum, eöa því sem næst. Og aðger&in var ekki til einskis, því ég varð vitni ab því að ung kona úr Hafnarfiröi sagði í hléinu: „Ég hef aldrei komiö á sin- fóníutónleika ábur, en mér finnst svo gaman að ég á örugglega eftir að koma oft í framtíöinni." Um tónleikana er ekki margt aö segja annað en það að menn skemmtu sér vel. Hljómsveitar- stjóri var frá Mexíkó, Enrique Bát- iz, sem auk starfa í sínu heima- landi hefur unnið mikiö með sin- fóníuhljómsveitum Lundúna- borgar og „hefur veriö lýst sem heldrimanni af gamla skólanum, en um leið þykir hann stjórna af ástríöu og eldmóði", eins og segir í skránni. Hegðun Bátiz á stjórn- palli var athyglisverð og í stíl viö þaö, aö atvinnumenn í spila- TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON mennsku þurfa ekki fyrst og fremst á taktmæli að halda, held- ur á styrk- og tilfinningamæli — nefnilega hve mjög hver hljóö- færahópur á að hafa sig í frammi á hverjum tíma. En auðvitað er þetta allt skrifað í nóturnar, eftir því sem Stravinskíj segir. Spilararnir stóbu sig auðvitaö með mestu ágætum. Framvaröa- sveitin tók fína einleikskafla: Ás- geir Steingrímsson á trompet, Ein- ar Jóhannesson á klarinettu, Haf- steinn Guömundsson á fagott, Kristján Stephensen á óbó, Daði Kolbeinsson á „enskt horn" (sem raunar er krummhorn, bogið horn), Jón Sigurbjörnsson á flautu, Jósef Ognibene á horn, Gubný á fiðlu og Richard Talkow- sky á knéfiðlu — sjálfsagt hef ég gleymt einhverjum. Ekki er síður ástæða til ab nefna einleikara á tónleikunum, flautu- spilarana Guörúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau í „Minning- um frá Prag", léttvigtarverki eftir Franz Doppler með tilbúinni hljómsveitarútsetningu A.H. Sveinssonar, og Einar Kr. Einars- son gítarleikara í konsert eftir mann aö nafni Joaquin Rodrigo. Mínar skobanir á þessari tónlist skipta ekki máli, en vel spilaði einleiksfólkið, og prýðilega var leyst meö raftæknilegum aðferö- um hiö eilífa vandamál klassíska gítarsins, sem er raddlítill í 600 manna sal og í samkeppni við sin- fóníuhljómsveit. Og ekki má gleyma Eddu Þórar- insdóttur leikkonu sem flutti upp- lýsandi efni um tónskáid og tón- verk. Við, sem þekkjum til Eddu, vitum að hún var ekki að lesa eins og bavían, heldur vissi hún í aðal- atriðum hvað hún var að tala um. Enda hitti það beint í mark. Semsagt, skemmtilegir tónleik- ar, og vonandi líklegir til að trekkja á raðirnar þrjár, græna, gula og rauða. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.