Tíminn - 11.10.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Miövikudagur 11. október 1995 190. tölublað 1995 Fiskveiöistjórnunin efst á baugi á þingi Landssam- bands smábátaeigenda: Viöræöur viö Þorstein enn á „bleiustigi" Arthur Bogason forma&ur Landssambands smábátaeig- enda segir að vibræbur vib Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráb- herra vegna málefna trillukarla í fiskveibistjórnunarkerfinu séu vart hafnar og því séu þær á „bleiustigi," enn sem komib er. Hinsvegar liggur í loftinu ab rábherra vilji hafa samvinnu vib trillukarla um þessi mál. í umræbum á Alþingi í fyrra- dag taldi sjávarútvegsrábherra þab vel hugsanlegt ab endur- skoba viss atriði vegna veiða smábáta í núgildandi kvótalög- um. Formabur LS segist vænta þess ab viðræður vib rábherra muni hefjast ab einhverju marki ab afloknu þingi LS sem hefst á morgun, fimmtudag og lýkur daginn eftir. Hann vonast eftir að þær viðræður verbi í ögn vinsam- legri tón en oft áður. Aftur á móti sé ljóst ab þab verbur að gera nauðsynlegar breytingar á kerf- inu, sem hann telur „hrikalega gallað" til að hægt sé ab vinna eftir því. Eins og löngum fyrr verbur fiskveibistjórnunin efst á baugi á þingi Landssambandsins, en trillukarlar hafa harðlega gagn- rýnt kvótakerfið í gegnum tíðina og þá ekki síst eftir síðustu breyt- ingar sem gerðar voru á því sl. vor. En leyfilegur heildarafli smá- báta í þorski á yfirstandandi fisk- veibiári er abeins 21.500 tonn á móti 40-50 þúsund tonna afla í fyrra. Auk þess var eigendum krókabáta gert að velja á milli aflahámarks í þorski eða róbrar- dagskerfis sem ætlunin er ab hrinda í framkvæmd í byrjun næsta árs. En síðast en ekki síst hefur banndögum verið fjölgað verulega sem þrengir allmikið að sóknarfærum smábáta. -grh „Þú œttir nú frekar ab taka mynd afhonum Arthuri Bogasyni sem lofar okkur og lof- ar en stendur svo aldrei viö neitt!" sagöi Olafur Sigþórsson sem var aö búa sig til handfœraveiöa á Cunnari RE 108 í Reykjavíkurhöfn ígœr. Ólafur er mjög óhress meö skeröinguna sem smábátasjómenn hafa oröiö fyrir og lét reiöi sína bitna á formanni félagsins. Meöal margra útgeröamanna er þaö talin forsenda fyrir samningum viö Norömenn og Rússa aö fá aö veiöa á Svalbaröasvœöinu: Útgeröarmenn a'ndvíg- ir „lántöku" í þorski Tímamynd: CS Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir samtök útvegs- manna séu fráhverf þeirri hugmynd ab semja við Norb- Félagsmálaráöherra vill aö flóttamennirnir sem von er á fari allir til ísafjaröar: Hagur þeirra að vera á sama stab Páll Pétursson félagsmálaráð- herra lagbi fram tillögu á ríkis- stjórnarfundi í gær um að tekið yrbi við 25 flóttamönnum frá Bosníu og var hún samþykkt. Jafnframt yrbi haft samráð vib Rauða krossinn og flóttamanna- ráð. Félagsmálaráðherra telur ísafjörð fýsilegan kost sem heimkynni flóttamannanna. Eins og frá var greint í Tímanum fyrir skömmu leitaöi bæjarstjórn ísafjarðar til félagsmálaráðuneytis- ins á dögunum og baubst til að taka til sín flóttamennina, sem lík- legast koma upp úr áramótum. Fé- lagsmálaráöherra sagöi í samtali við Tímann í gær að vibræður myndu fara fram vib forráðamenn Isafjarbar á næstunni. „Þab er heppilegt að flóttamennirnir verði á sama stað þannig að þeir njóti stuönings hver af öðrum. Venju- lega hafa flóttamenn aðeins verið í Reykjavík en ísafjöröur hefur alla burði, þar er nóg framboð af hús- næði og vinnu, góð heilsugæsla og félagsþjónusta." Aðspurður um samsemingu hópsins segir Páll að væntanlega verði þetta fjölskyldur að ein- hverju leyti, ef einhverjir karl- menn séu þá eftir í flóttamanna- búöunum. „Það er víst búið að drepa þá í töluveröum mæli. Þaö er hörmulegt ástand á þessu fólki," sagbi Páll Pétursson félagsmálaráð- herra í gær. -BÞ menn og Rússa um veiðiheim- ildir í Barentshafi gegn því að þeir fái síðan ab veiða á ís- landsmiðum þegar þorsk- stofninn hefur rétt úr kútn- um. Hann segir að það sé eakkert til skiptanna á ísland- smibum og ekki heldur þegar búið verður að byggja þorsk- stofninn upp. Þessari hugmynd hefur verið líkt við „lántöku" í þorski sem byggist m.a. á því að Islendingar fái að veiða ákveöið magn af þorski í Barentshafi þegar kvóti Norðmanna og Rússa er yfir ein- hverju tilteknu marki og þeir í íslenskri landhelgi þegar þorsk- stofninn er kominn yfir einhver fyrirfram ákveðinn mörk. Sam- kvæmt þessu á aflahlutdeild þjóöanna að jafnast út eftir ein- hvern árafjölda. Innan raða útvegsmanna virðast þó vera skiptar skoðanir um hugsanlega samninga við Norðmenn og Rússa um veiðar í Barentshafinu. Sumir telja það vera algjöra forsendu fyrir samningum um kvóta í Smug- unni að íslendingar fái að veiða á Svalbarðasvæðinu. Þá virðist minna fara fyrir þeim málflutn- ingi meðal útgerðarmanna að farsælast sé að flýta sér hægt í samningum á meðan verið sé að afla sér veiðireynslu í Smug- unni. Ef marka má það sem frosætis- ráðherra kallar „raunhæft" í um- ræðum manna um hugsanlega kvóta í Barentshafinu, 15-20 þúsund tonn, þá virðast menn vera reiðubúnir að minnka þann afla sem til þessa hefur fengist þar nyrðra. í fyrra veiddi íslenski flotinn um 35 þúsund af þorski í Barentshafi og kominn hátt í 30 þúsund tonn þaö sem af er ár- inu. En síðustu daga hefur verið mjög góð veiði í Smugunni í botntroll. -grh Davíb rábinn Davíb Á. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna, verður skipaður rábuneytisstjóri í Heilbrigbis- og trygginga- málarábuneytinu frá 1. des- ember nk. Davíð er fæddur í Reykjavík árið 1944. Hann lauk prófi í vélaverkfræði í Kungl. Tekn- iska Högskolan í Stokkhólmi árið 1969, prófi í rekstrarhag- fræði frá Stockholms Universi- tet 1971 og prófi í þjóðfélags- fræöi, þjóðhagfræði og stjórn- málafræði frá Stockholms Uni- versitet síðar sama ár. Hann stundabi framhaldsnám í sjúkrahúsaverkfræði við Kungl. Tekninska Högskolan í Stokkhólmi 1969-1970. Davíð Á. Gunnarsson hefur starfað á vegum Ríkisspítal- anna frá árinu 1969, þar af sem forstjóri frá árinu 1980. Hann var aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og samgönguráðherra 1984-'85. ■ Gjald á spilliefni Umhverfisrábherra kynnti frumvarp um spilliefnagjald á ríkisstjórnarfundi í gær. Sam- kvæmt frumvarpinu er ráð- herra heimilt að leggja sérstakt gjald á vörur sem geta orbið ab spilliefnum. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við eybingu efnanna. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir mengun af völdum spilliefna. Þær vörur sem um er að ræða eru m.a. ol- íuvörur, lífræn leysiefni, klór- bundin efnasambönd, málning- ar- og litarefni, rafhlöður og raf- geymar, ljósmyndavörur og ýmsar aðrar efnavörur. Gert er ráð fyrir að ráðherra skipi spilliefnanefnd sem geri áætlun um hvernig eigi að standa að söfnun, meðhöndl- un, endurnýtingu og eybingu spilliefna. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.