Tíminn - 11.10.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 11. október 1995
imrz----
WVtmMu
11
Carmina
Burana
Sýning íslensku óperunnar á
Carmina Burana fyrir fáum ár-
um vakti mikla athygli og hlaut
góða aðsókn, enda var hún
mjög glæsileg og frumleg og
tónlistin aðgengileg í besta lagi.
í Skandinavíu hlaut sýningin
engu minni undirtektir en hér.
Og nú er verkið tekið upp aftur
eftir skammt hlé, og ekkert til
sparað — nema eitt, og hið
sama og fyrr: textann vantar.
Þegar þess er gætt, að núorðið
þykir sjálfsagt að birta jafnvel
þýðingar á messutextum í verk-
um Bachs, Hándels og Mozarts,
virðist sú mótbára léttvæg að
texti Carmina Burana sé svo
ómerkilegur að ekki taki því að
þýða hann eða varpa honum á
skjá óperunnar. En án textans
missir allur þessi glæsilegi söng-
ur, danshreyfingar, búningar og
ljósakúnst að hálfu leyti marks
— hvað er þessi grátandi maður
með fuglsvængi að vilja þarna á
sviðinu, svo dæmi sé tekið? Og
hver er raunar punkturinn í
hnakkagrímunum, ef út í það er
fariö? Islendingar eru slæmir
með það að vera bestir í yfir-
boröinu: glæsilegum auglýs-
ingamyndum og fallegum kvik-
myndum með engu innihaldi
og oft óskiljanlegum textum. En
þannig á það ekki að vera: jafn-
vel Carmina Burana er annað og
meira en aðgengileg og sláandi
tónlist og sniöug uppsetning.
Sýningin nú er frábrugðin
fyrri sýningum í því, að nú er
notuð upprunaleg hljóðfæra-
TÓNLIST
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
skipan: tvö píanó og stór slag-
verkssveit í stað sinfóníuhljóm-
sveitar áður. Þetta lukkast mjög
vel undir ömggri stjórn Garðars
Cortes. Og ekkert hefur verið til
sparað í búningum (Nicolai
Dragan), ljósum (Jóhann B.
Pálmason) og sviöshreyfingum
(Terence Etheridge leikstjóri)
hins fræga kórs íslensku óper-
unnar. Einsöngvararnir Þorgeir
J. Andrésson (haninn dauða-
dæmdi), Sigrún Hjálmtýsdóttir
og Bergþór Pálsson skila sínum
hlutverkum með mikilli prýði.
Carl Orff byggði Carmina
Burana á 25 latínukvæðum úr
handriti frá 13. öld, sem fannst í
Úr Carmina Burana.
klaustri í Bæjaralandi snemma á
19. öld. Þetta eru í bland blaut-
legir söngvar og lífslystarbragir,
en jafnframt er dauðinn senni-
lega nálægur líka. Nafn Orffs lif-
ir af þessu verki einu saman, því
það er mjög auðtekið og talsvert
áhrifamikið — sérstaklega ef
menn vissu um hvað er verið að
syngja og hvað allar þessar
flóknu hreyfingar á sviðinu
merkja. ■
NordSol 1995
Laugardaginn 7. okt. lauk
keppni ungra norrænna tón-
listarmanna, NordSol 1995,
meö sigri finnska keppandans,
píanóleikarans Henri Sigfrids-
son, sem tókst á í úrslitum við
sænska slagverksleikarann
Markus Leoson. Fimmtudag-
inn áður komu allir fimm
keppendur fram með Sinfóníu-
hljómsveitinni undir stjórn
Osmo Vanska — Katrine Bu-
varp fiðlari frá Noregi, Guðrún
María Finnbogadóttir sópran-
söngkona frá íslandi og Christ-
ina Bjorkoe píanóleikari frá
Danmörku, auk hinna tveggja.
Á grundvelli þeirra tónleika
einna hefði ég dæmt Bjorkoe
og Leoson sigur í undanrásun-
um. Henri Sigfridsson spilaði
að sönnu af frábæru öryggi og
tæknikunnáttu, en æði vélrænt
að mér. þótti — að vísu býður
Prokofjef sennilega ekki upp á
mikla túlkun. Sumum þótti
Christina Bjorkoe hins vegar
„oftúlka" Rachmaninoff í sinni
geislandi spilamennsku og
Markus Leoson sýndi sig þarna
að vera ógurlega flínkan hljóð-
færaleikara og mikinn sviðs-
mann, enda hlutu allir að vera
sammála um að hann ætti
heima á úrslitatónleikunum.
Niðurstaða dómnefndar var
auðvitað byggð á mun meiri
reynslu en þessum einu tón-
leikum, nefnilega þrennum
tónleikum auk margra æfinga.
Katrine Buvarp frá Noregi
flutti þarna 1. þáttinn úr fiðlu-
konsert Brahms. Buvarp spilabi
mjög vel, en spillti fyrir sér
með ódjarfmannlegri fram-
komu. Guðrún María Finn-
bogadóttir söng aríur eftir
Verdi, Mozart og Gounod —
hún er sýnilega mjög efnileg
söngkona, en þyrfti að gera
átak í textaframburði. Henri
Sigfridsson spilabi 1. þátt úr 3.
píanókonsert Prokofjefs í C-
dúr með eldglæringafullum
glæsibrag — miðaö við þær
tvær sem á undan voru komn-
ar, skar hann sig úr. Christina
Bjorkoe spilabi 1. þátt úr 2. pí-
anókonsert Rachmaninoffs í c-
moll, með geislandi áslætti og
miklu músíkalíteti. Og loks
kom Markus Leoson eins og rú-
sína í pylsuenda með 1. og 3.
þátt úr konsert fyrir marimbu,
víbrafón og hljómsveit eftir
Milhaud — mjög glæsileg sýn-
ing hjá honum.
Þessi tónlistarkeppni vakti
maklega athygli hér, var út-
varpað og hlaut góða aðsókn
og forseti íslands afhenti verð-
launin. Megi það gott á vita
um framhald tónlistar á Norð-
urlöndum. ■
Frönsk-íslensk orðabók
Frönsk-íslensk orbabók. Þór Stefánsson rit-
stjóri, Dóra Hafsteinsdóttir orbabókar-
stjóri. Örn og Örlygur h/f — Dictionaries
le Robert 1995.
Frönsk-íslensk orðabók er byggð
á Micro-Robert, 2. útg. 1989. Útgef-
endur nutu styrks frá frönskum aö-
ilum til vinnslu bókarinnar. Þrjátíu
og fimm þúsund orö eru skráö og
„er ætlunin aö gera góöa grein fyrir
frönskum oröaforöa og rrotkun
hans í almennu nútímamáli. Gerö
er grein fyrir mismunandi málsniöi
og lögö áhersla á nákvæmar þýö-
ingar oröa og oröasambanda. Bók-
in er hugsuð sem hjálpargagn fyrir
alla sem lesa, skrifa og tala frönsku
..." (Úr formála).
Menningartengsl Frakka og ís-
lendinga hefjast með Sæmundi
fróöa. Þorlákur helgi stundaöi nám
á Frakklandi á 12. öld og áhrif
franskra bókmennta berast hingaö
meö þýðingum á norrænu frá hirð-
inni í Noregi. Á síöari öldum getur
íslendinga sem hafa kunnað
frönsku. Páll í Selárdal skrifaði
læröar ritgeröir í frönsk vísindarit
og Árni Magnússon skrifaði at-
hugasemdir á frönsku í handrit
Jarðabókarinnar, athugasemdir
sem hann taldi óheppilegt að aðrir
en lærðir menn í frönsku skildu, en
þeir voru ekki margir hér á landi á
fyrri hluta 18. aldar. Ólafur Gunn-
laugsson var blaðamaöur í París á
19. öld. Franskir duggarar hefja
veiðar hér viö land á 19. öld í þeim
mæli að Jónas Hallgrímsson gat ort:
„Þar eru blessuð börnin frönsk meö
borðalagða húfu." Veiöar franskra
duggara færðust í vöxt og frönsk
herskip voru hér viö land þeim til
aðstoðar. Franskur spítali var reist-
ur í Reykjavík og um miöja öldina
veröur Bjarni Jónsson rektor Lærða
skólans, en hann var afbragðs lat-
ínu-, grísku- og frönskumaður og
fór ööru hverju til Frakklands. Sá
maður, sem vann þarfast starf viö
kynningu á franskri tungu hér á
landi, var Páll Þorkelsson, gull-
smiður og tannlæknir, sem setti
saman upphaf íslensk-franskrar
oröabókar 1888 og Samtalsbók —
íslensk-frönsk 1893, 2. útg. 1913.
Frönsk-íslensk orðabók eftir hann
BÆKUR
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
kom út 1914, 500 blaösíðna bók.
Sr. Gerard Boots samdi íslensk-
franska orðabók, sem kom út um
miöja þessa öld.
Þegar minnst er á frönsk-íslensk
menningartengsl, er mesta fram-
takið í þeim efnum leiðangur Pauls
Gaimard hingaö til lands á stjóm-
arárum Lúövíks Filippusar á fyrri
hluta síðustu aldar. Ritsafn og atlas,
sem varö árangur leiðangursins, er
meöal fegurstu prentverka sem út
hafa komið um land og þjóö.
Nú er komin út frönsk-íslensk
oröabók frá Oröabókadeild Arnar
og Örlygs h/f. „Nákvæmar þýöing-
ar oröa og orðasambanda" er
áhersluatriði, notkunardæmi eru
tekin með og föst orðasambönd. Til
þess að skilja sem best erlend orð,
er nauðsynlegt aö orösifjar fylgi
meö í orðaskrám og oröabókum, en
segja má aö slíkur háttur hefði
lengt bókina mjög, enda er sá hátt-
ur ekki viðhafður í stóm ensk-ís-
lensku oröabókinni frá sama for-
lagi.
Þrátt fyrir þennan ágalla er bók
þessi mjög gagnleg og er leiðSögn
fyrir þá sem vilja feta sig inn í
franska tungu og hugarheim þeirra,
sem eiga frönsku aö móöurmáli.
Vel er vandað til orðaþýöinga og
sagnbeygingartöflur fylgja í bókar-
lok. Franskan er oft talin einkenn-
ast af skýrleika og afmörkun oröa
og hugtaka, enda á hún sér langa
sögu sem agað mál og má þaö rekja
til frönsku akademíunnar, sem
stofnað var til á dögum Lúðvíks
XIV. á 17. öld. „Ce qui n'est pas
clair n'est pas francais" er vissulega
sannmæli. „Það sem ekki er skýrt er
ekki franska" er setning úr riti
Antoine De Rivarol um alþjóðlegt
gildi franskrar tungu (Hamborg
1795). Skýrleiki og fágun (élégance)
em einkenni frönskunnar ásamt
nákvæmni (précision). f þessari
orðabók birtast höfuöeinkenni
frönskunnar í nákvæmum og skýr-
um vinnubrögðum höfundanna og
fágun og smekk þeirra sem unnu
ytra útlit og prentverk ritsins.
Það er alltaf fagnaðarefni þegar
vandað orðabókarverk kemur út,
en um leið fer ekki hjá því að
hvarfli ab manni sú spurning,
hvernig íslenskum nemendum úr
grunnskólum og framhaldsskólum
muni ganga ab notfæra sér jafn
ágætt verk. Þeir em vandir á óná-
kvæmni og slugs með þeirri
kennslu sem í boði er í grunnskól-
um, ásamt ónothæfum kennslu-
bókum í gmndvelli tungumálsins.
Einföldustu tilvísanir til mál-
fræðihugtaka em flestum grunn-
skólanemendum óskiljanlegar, svo
að þeir.þarfnast sérstakrar kennslu í
frumatriðum málfræðinnar til þess
að geta notað orðabækur af þeirri
tegund sem hér er útgefin. Von-
andi kemur að því að nauðsynlegar
endurbætur verða geröar á kennslu
og bókakosti gmnnskólanna, svo
að nemendur geti notfært sér þessa
ágætu bók.