Tíminn - 11.10.1995, Page 4
4
Miðvikudagur 11. október 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Jákvætt skref í út-
hafsveiöimálum
Halldór Ásgrímsson átti í gær fundi meö norska utan-
ríkisráðheranum um Smugumál og boðaðir eru fundir
um þessi mál með rússneska utanríkisráðherranum í
næstu viku. Þessir fundir koma í framhaldi af fyrri
skrefum utanríkisráðherranna í átt til samninga um
veiðar í Smugunni. Slíkar samningaviðræður eru sér-
stakt fagnaðarefni enda ljóst að deilan við frændur okk-
ar Norðmenn og hina Rússnesku nágranna um veiðar í
Barentshafi er löngu orðin óþolandi og er farin að
skemma út frá sér. Þessar skemmdir varða beinharða
hagsmuni okkar við veiðar á öðrum hafsvæðum, s.s. í
Síldarsmugunni og á Reykjaneshryggnum, auk þess
sem þær hafa spillt orðstír íslands sem fiskveiðiþjóðar
sem umgengst auðlindir hafsins með siðmenntuðum
hætti.
Samningar um þessar veiöar éru því löngu tímabærir
og brýnt að ýta á eftir málinu og halda því vakandi eft-
ir því sem nokkur kostur er. Búast hefði mátt við að víð-
tæk sátt ríkti um slíka stefnumörkun og þann farveg
sem utanríkisráðherra hefur komið þessu máli í. Svo'
virðist þó því miður ekki vera. í DV í gær er haft eftir
Svanfríði Jónasdóttur, alþingismanni og varaformanni
Þjóðvaka, að hún sjái ekkert hafa komið fram „sem seg-
ir mér að ekki sé í lagi að fara sér rólega. Ég tel að við
höfum þann málstað varöandi Smuguveiðarnar að við
þurfum ekki að haga okkur eins og sakamenn í þessum
efnum." Augljóst er að varaformaður Þjóðvaka ætlar að
slá einhverjar keilur með því að vera „töff" í úthafsveið-
unum. Hún stillir málinu upp eins hér sé um einhvern
íþróttakappleik að ræða þar sem „strákarnir okkar" í
Smugunni eigi bara að taka sig til og gera út um leikinn
með seiglu og hörku. Svipaös lýðskrums gætti hjá þess-
um sama þingmanni í umræbunum um stefnuræðu
forsætisráðherra þegar hún kallaði sjómennina í Smug-
unni „hina sönnu íslensku hermenn" eða eitthvað í þá
áttina, „hermenn" sem íslensk stjórnvöld ætluðu
greinilega ekki að styðja vib bakið á.
En hvort sem varaformaður Þjóbvaka gerir sér grein
fyrir því eða ekki er afar brýnt að horfa á fleira en
Smuguveiðar og efla og styrkja þær samræður um út-
hafsveiðar. sem þegar eru hafnar. í fyrra töluðu menn
um nauðsyn þess að vinna sér inn aflareynslu á úthöf-
unum. í ár er kominn tími á að semja um þesar veiðar
og ræða um þær í heildarsamhengi. Meira að segja eru
margir þeirra útgerðaraðila, sem mikilla hagsmuna eiga
að gæta, farnir að gera sér grein fyrir því að samnin-
gaumleitanir eru mál dagsins.
Ríkisstjórnin hét því í stjórnarsáttmála sínum að
leggja sérstaka áherslu á að bæta umgengni um auð-
Iindir sjávar og þar segir orðrétt: „Tryggja þarf hags-
muni íslands varðandi veiðar utan fiskveiðilögsögunn-
ar með því að afla málstað íslands fylgis á alþjóðavett-
vangi og meb samningum við aðrar þjóbir." Hugsandi
íslendingar munu rukka ríkisstjórnina um efndir á
þessu, því þetta eru atriði sem skipta mestu máli.
Hvað lagt er undir í umræðunni og samningaviðræð-
um og um hvers konar útfærslur er þar rætt er svo aftur
annab mál. Ljóst er t.d. að skiptar skoðanir eru um at-
riði eins og hvort tengja beri veiðar íslendinga í Bar-
entshafi við ástand þorskstofnsins á heimamiðum.
Engu ab síður er brýnt ab hefja samningaferlið og
menn verða að gera sér grein fyrir að í þessum samnng-
um fæst ekki allt fyrir ekkert, ekki frekar en í öðrum
samningum.
Þetta rótvirkar, Ingibjörg
Garri sá í gær að Heimdallur, fé-
lag ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, var að senda frá sér
ályktun þar sem frumkvæði
Ingibjargar Sólrúnar borgar-
stjóra í málefnum miðbæjarins
voru fordæmd. Eins og menn
muna sagði borgarstjóri að
drykkjulæti unglinga, ofbeldi
og skemmdarverk um helgar
væri ljótur blettur á borginni.
Til að stemma stigu við þessu
hefur nú verið gripið til ýmissa
gagnaðgerða, sem ungir sjálf-
stæöismenn hafa semsé for-
dæmt.
Þó fáir muni verða til þess að
fylkja sér um stefnu ungliða-
hreyfingar Sjálfstæðisflokksins,
verður að segjast eins og er að
það krefst nokkurs hugrekkis að
koma fram á svo afgerandi hátt
til varnar miðbæjardýragarðin-
um. En skilningur Heimdel-
linga á frelsi er af sömu ætt og
skilningur dólgamarxistanna
foröum á virki sósíalismans í
Sovét. Annað hvort eru hlutirn-
ir svartir eða hvítir, það eru eng-
in grá svæði hugsanleg í þessum
fræbum. Þess vegna vilja Heim-
dellingar ab unglingar hafi fullt
frelsi til að drekka sig fulla, rota
hver annan, brjóta rúður og
veltast um í göturæsinu.
Blaðamannafundur
í Ráðhúsinu
En Heimdellingar eru að
sumu ieyti seinheppnir í gagn-
rýni sinni, því styrk stjórn R-
listans í þessum málum er þegar
farin að skila heilmiklum ár-
■ Hörö vibbrögb borgaryfir-
I valda gegn míbbœjarvand-
B anum skila árangri:
I Rólegt í
I miöbænum
■ „Vib erum mjög ánægöir meb
I ástandiö í mi&bænum um
K helgina, þar var mikill
B mannfjöldi en hegbun var
ekkert af^
angri. Borgarstjórinn hélt blaða-
mannafund í Ráðhúsinu sl.
fimmtudag, gerði þar málefni
unglinga í miðbænum að um-
talsefni og tilkynnti að taka ætti
GARRI
málið föstum tökum.
Fæstir hafa sennilega átt von
á því hversu skjót og áhrifamik-
il stjórnun R-listans á þessum
málum myndi verða. Það kem-
ur Garra hins vegar ekki svo
mikið á óvart, enda ljóst að eitt-
hvab verður undan að láta þeg-
ar „pilsin þrjú" láta til sín taka
við uppeldi æskunnar. í Tíman-
um í gær mátti lesa frétt um aö
rólegt hafi verið í miðbænum
um helgina, og þar er haft eftir
Geiri Jóni Þórissyni aðalvarð-
stjóra að þeir séu „mjög ánægð-
ir með ástandið í miðbænum
um helgina. Þar var mikill
mannfjöldi, en hegðun var betri
en áður og ekkert af unglingum
undir 16 ára aldri." Varðstjór-
inn taldi meira að segja ekki frá-
leitt að rekja mætti þetta bætta
ástand til viðbragða borgaryfir-
valda og umfjöllunarinnar um
þau fyrir helgina.
Bara ab byrsta sig
Garra sýnist alveg ljóst af
þessu að það sé nóg að þær val-
kyrjur í forustu borgarinnar,
með borgarstjórann í broddi
fylkingar, byrsti sig aðeins til
þess ab koma skikki á málin.
Þær banni einfaldlega ungling-
unum og foreldrunum að
stunda fyllerí og áflog allar næt-
ur og þá hlýði þau. Auðvitað
verður að láta fylgja skömmun-
um einhverja hótun, slíkt
þekkja allir foreldrar. Hótunin
gæti falist í því að fella niður
nammidaginn, að leyfa ekki að
horfa á Hemma Gunn eða Bin-
gó lottó, hætta vib ab fara í
sund eða eins og í þessu tilfelli
að hóta ab loka vínveitingastöö-
unum kl. 01:00 og setja upp
njósnamyndavélar í miðbæn-
um.
í öllu falli þá er greinilegt að
þab rótvirkar hjá borgarstjóran-
um að halda blaðamannafund
með þessum hætti, og þaö hlýt-
ur því að vera krafa okkar,
dyggra stuðningsmanna R-list-
ans, að slíkir blaðamannafundir
verði gerðir að föstum lið á
hverjum fimmtudegi. Þannig
geta allir verið ánægðir, nema
auövitað Heimdellingarnir sem
kvatt hafa sér hljóðs til varnar
gamla ástandinu í miðbænum.
Garri
í anda Drakúia greifa
Sjónvörpin gera sér talsverðan
mat úr vandræðum sauðfjárbú-
skaparins, eins og aðrir fjölmiðl-
ar. En vegna þess að talað orð er
léttvægt í sjónvarpi eru skilabob
myndarinnar þeim mun öfl-
ugri. Því er þab ab þegar verið er
ab fjalla um vandamál bænda,
eru lífi og afdrifum sauðkindar-
innar gerð mun betri skil en bú-
sorgir fólksins sem er að reyna
að lifa á fénaði sínum.
í löngum fréttaþætti um
bændafund í Húnaþingi, sem
sjónvarpab var í fyrrakvöld,
birtust nokkur talandi andlit
sem ræddu vandamál sín. En
myndefnið var saubkindin.
Hamingjusöm lömb í grænum
högum. Fé rekiö af fjalli, vel á
sig komið, drifhvítt og hraust-
legt. Réttir.
Síðan nýjustu fréttir úr sauð-
fjárræktinni. Sláturtíð í al-
gleymingi. Fjögurra og fimm
mánaba gamlir dilkar sendir eft-
ir rennum í dauðaklefa. Bana-
höggib. Handfljótur slátrari sker
hausinn af. Blóðið vellur.
Skrokkurinn á færiband. Fætur
skornir af um hné og skepnan
krækt upp, gæran flegin og
blóðið drýpur úr strjúpanum.
Kviöurinn ristur upp, innyflin
vella út, líffærin greind hvert frá
öðru og skorin og hent í bakka.
Svona er haldið áfram þangab
til kjöt og bein er eitt eftir af
skrokknum, hann hengdur
þannig upp og er nú oröinn að
dilkakjöti.
Upplýsingaskyldan
Sjónvarpsfólki þykja það
greinilega miklar og merkilegar
fréttir hvernig lömb em aflífuð
og álítur ab það sé að sinna upp-
lýsingaskyldu sinni við almenn-
ing að sýna sem gleggst hvernig
líkama spendýra er breytt í sölu-
hæfa neysluvöru. Ekki er gott að
átta sig á hvort Drakúla greifi
leikstýrir svona sýningum eða
hvort þær eru sérstaklega gerðar
fyrir höföingjann og hyski
hans. Varla er ætlast til að þetta
falli í kramið hjá fréttaþyrstum
Á víbavangi
meðaljónum, sem langar til ab
öblast svolítinn skilning á bú-
vömsamningi með aðstoð
fréttamiðla.
Ekki líður sá fréttatími þar
sem minnst er á sauðfjárrækt og
landbúnað að ekki fylgi sundur-
limun lamba með, væntanlega
til að leggja áherslu á um hvab
fréttirnar fjalla.
Þessar sláturhúsasýningar eru
helst til þess fallnar að draga
enn úr sölu og neyslu dilka-
kjöts, af þeirri einföldu ástæðu
að þær vekja viðbjób ótiltekins
fjölda áhorfenda, sem ekki geta
hugsað sér að leggja sér einn eöa
neinn part af dilknum sér til
munns eftir að Drakúlar sjón-
varpanna eru búnir að matreiða
réttina eins og billegar hryll-
ingsmyndir.
Lömbin þagna og
eru rist á kvibinn
Ef að sjónvarpsstjórar halda að
þab sé í þeirra verkahring að
koma í veg fyrir sölu og neyslu
dilkakjöts, verður að segja þeim
til hróss að það hefur vel tekist.
Hitt er undarlegra, að slátur-
húsastjórar skuli hleypa óvönd-
uðu myndafólki inn í húsin til
þess eins að koma illu orði á þá
vöru sem þar er unnin. Slátrararn-
ir sýnast ekki hafa nokkra tilfinn-
ingu fyrir því að aflífun dýra og
kviðristur hafa allt önnur áhrif á
þá sem aldrei koma nærri svona
störfum en þá sem við þau vinna
og hafa gert lengi.
Annars er upplýsingaskylda
sjónvarpa við almenning komin á
það stig að áhorfendur eru hættir
áð kalla allt ömmu sína, þegar
verið er að færa hryllinginn inn í
stofur og kalla fréttir. Er engu lík-
ara en greifarnir de Sade og Dra-
kúla séu ráðnir sem útsendingar-
stjórar fréttatímanna og má meb
sanni segja að þá séu smekkvísir
kunnáttumenn á ferð.
Búskapur með sauðfé er á örri
niðurleið og dregst neyslan á
dilkakjöti saman ár frá ári. Margar
skýringar eru uppi um hvað veld-
ur og er engin einhlít. Gjaldþrot
og vergangur blasir við mörgu
sveitafólki og ríkiö burðast við ab
létta eitthvað undir með búvöru-
samningum og stórum útgjöld-
um.
En allt kemur fyrir ekki og eng-
inn kann nein ráð til að breyta
neysluvenjum sauðfjárbændum í
vil eða draga úr síminnkandi
lambaáti.
Eitt er þó óhætt að fullyrða: Þab
er til er fólk sem flökrar vib kinda-
kjöti og innmat eftir sérstæðar
sýningar fréttastofa á meðferð
blessaðra lambanna sem þagna í
beinum útsendingum. OÓ