Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 2
2 Wmmn Föstudagur 13. október 1995 Tíminn spyr... Á a& her&a refsirammann vegna fíkniefnabrota? Valdimar Jóhannesson, for- ma&ur samtakanna Vímulausr- ar æsku: Já,' ég er eindregib fylgjandi þessari tillögu og fagna þessu frumkvæði Framsóknarflokksins. Sala fíkniefna getur jafnast á við versta ofbeldi, þar sem fólk leitast viö að gera börn aö viðskiptavin- um sínum og stuðla þannig aö tortímingu þeirra. Þess vegna finnst mér ástæða til að taka á þessum glæpum meö því hugar- fari. Ég vil jafnframt leggja áherslu á aö áfengi er líka fíkni- efni, sérstaklega þegar börn eru annars vegar. Svo er það alvarlegt mál aö forvarnir eru engar á Is- landi í dag. Ólafur Guðmundsson, rann- sóknarlögregluma&ur: Já. Mér finnst óeölilegt aö hendur saksóknara séu bundnar þegar hætta er á stórum brotum eins og t.d. ef einhver kæmi upp dreifingarmiðstöö fyrir kókaín hérlendis og væri tekinn meö tveggja tonna farm. í dag er ekki hægt aö dæma slíkan mann í meira en 10 ára fangelsi. Þaö er óeölilegt og í svona máli er refsi- ramminn of þröngur. Mig minnir aö í Noregi nemi viöurlög viö þyngstu fíkniefnabrotunum allt aö 21 ári. Gu&björg Björnsdóttir, formaö- ur Samfoks: Notkun fíkniefna fer vaxandi og kannanir sýna aö neytendur veröa æ yngri. Svo viröist sem þeir sem einskist svífa eigi ótrú- lega greiðan aögang aö mörkuö- um sínum hérna. Svar mitt viö spurningunni er því jákvætt, þaö eigi aö skoöa mjög vandlega hvernig heröa megi refsiramm- ann. Þó vil ég bæta því viö að sér- staklega veröi hugaö aö því aö lögum sé framfylgt. Viö eigum dæmi um ágæt lög en þaö skortir stundum aö þeim sé fylgt eftir. Arnþrúöur Karlsdóttir flytur þingsályktunartillögu um hert viöurlög viö fíkniefnabrotum: Ellefu ára neytendur! Arnþrúöur Karlsdóttir og Siv Friöleifsdóttir á þingi í gœr. Tímamynd: cs Arnþrú&ur Karlsdóttir, varaþing- ma&ur framsóknarmanna í Reykjavík, hefur lagt fram tijlögu til þingsályktunar þar sem lagt er til a& vi&urlög vegna ólöglegs innflutnings á fíkniefnum til landsins ver&i hert. í þingsálykt- unartillögunni segir a& kanna& ver&i hvort tilefni sé til þess aö þyngja ákvæ&i greinar 173 al- mennra hegningarlaga um há- marksrefsingu vi& broti úr 10 ár- um í 16 ár jafnframt því a& leita annarra úrræ&a til þess a& stemma stigu vi& innflutningi á fíkniefnum svo sem a& brota- menn ver&i undir eftirliti þar til dómur gengur í málum þeirra. Flutningsmenn þingsályktunar- tillögunnar ásamt Arnþrúöi eru þau Valger&ur Sverrisdóttir, Siv Friöleifsdóttir, ísólfur Gylfi Pálmason, Ólafur Örn Haralds- son, Stefán Gu&mundsson, Magn- ús Stefánsson og Gu&ni Ágústson. Arnþrú&ur sag&i í samtali við Tímann aö allt frá því að hún hafi starfað í lögreglunni fyrir um tveimur áratugum hafi hún fylgst með þróun mála í þessum efnum. Á undanförnum árum hafi innflutn- ingur og neysla fíkniefna stöðugt farið vaxandi og ný efni komið á markaöinn — nú síðast alsæla. Neysla þess færist mjög í vöxt sem best megi sjá af því að á síðasta ári hafi fíkniefnalögreglan tekið 22 al- sælutöflur úr umferð en fyrstu níu mánuöi þessa árs hafi verið teknar 535 töflur. Þetta séu talandi stað- reyndir og menn geti spurt sig hversu heildarneyslan hafi marg- faldast á þessum stutta tíma út frá þeim. Alsæla vinsælust, hass í tísku og 11 ára börn hafa neytt kókaíns Amþrúöur segir að alsæla sé nú vinsælasta fíkniefnið á meöal fram- haldsskólanema. Það sé uggvænleg þróun þar sem um mjög hættulegt efni sé að ræða og ein taka geti auð- veldlega valdiö varanlegum skaöa. Arnþrúður segir aö auk stöðugt vax- andi innflutnings á fíkniefnum þá verbi neytendur þess sífellt yngri. Dæmi séu um aö 11 ára börn hafi neytt kókaíns og í síðasta mánuði hafi fjórir fíkniefnasalar undir 16 ára aldri komist í hendur lögregl- unnar. Auk alsælu og annarra fíkni- efna sé hassið komið í tísku á nýjan leik og njóti hassreykingar veru- legra vinsælda á meðal ákveðinna hópa. Arnþrúður kvaöst vilja benda á þá sta&reynd aö í kjölfar eiturlyfj- anna fylgi aukið ofbeldi og vaxandi þjófnaöir. í skýrslum lögreglunnar megi sjá þau tengsl og lögreglu- menn, sem unnið hafi á vettvangi, segi a& mjög víða sem eiturlyf hafi fundist hafi þýfi einnig verið til staöar. Arnþrúður varpaði því fram a& ofbeldi geti einkum stafað af tvennu: annars vegar þeim lögmál- um sem séu ríkjandi í vi&skipta- heimi fíkniefnanna en hinsvegar af stóraukinni notkun á sterum sem skapi ofbeldishneigð með fólki. Það versta viö sterana sé aö þeir flokkist ekki undir fíkniefni samkvæmt lög- um og því ekki hægt að meðhöndla notkun þeirra á sama hátt og alsælu og annarra harðra fíkniefna. Tugmilljóna króna innflutningspakki í framsöguræöu sinni fyrir þings- ályktunartillögunni í gær sagöi Arn- þrúður Karlsdóttir frá því að fíkni- efni að verömæti um 20 milljónir króna hafi fundist í einni sendingu viö leit tollgæslunnar og fíkniefna- lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli nýverið. Um hafi verið a& ræða um eitt kíló af hreinu amfetamíni sem þýöi um þrjú kíló í sölu komiö á götuna auk um tveggja kílóa af hassi. Þetta magn af hassi nægi í á bilinu fimm til sex þúsund skammta fyrir reglulega neytendur en allt aö 20 þúsund skammta fyrir byrjendur. Þarna sé um svo mikið magn aö ræöa í einni sendingu aö ljóst sé að innflytjendur fíkniefna séu aö færa sig verulega upp á skaft- ið í von um aukna neyslu og skjót- fenginn gróða. Engin tvö brotamál eru eins Arnþrúður segir aö í ljósi þessa og annarra upplýsinga sem fyrir liggi um vaxandi fíkniefnaneyslu í land- inu sé fyllilega tímabært aö huga að refsilöggjöfinni fyrir fíkniefnabrot og þyngja refsingar við þeim. Með því sé einnig verið að færa refsingar til samræmis því sem gerist í ná- grannalöndunum og allar líkur séu til þess að þyngri refsingar muni fæla fólk frá því að reyna innflutn- ing og viðskipti með fíkniefni og þannig virka sem fyrirbyggandi að- gerð. Einnig sé mikilvægt að lög- gjafinn gefi dómstólum meira svig- rúm til refsinga því engin tvö brota- mál séu eins. í því að rýmka ramma refsilaganna úr 10 ára hámarks frelsissviptingu í 16 ár eba jafnvel ævilangt fangelsi felist sú leibbein- ingarregla að mun harðar verði tek- ið á því refsiverða háttsemi sem innflutningur á fíkniefnum er. Þá sé einnig mikilvægt að löggjafinn opni fyrir leiðir til þess að hafa brotamenn undir eftirliti þar til dómur gengur í máli þeirra til ab koma í veg fyrir að þeir komist úr landi til þess að sleppa vib refsingu eins og dæmi séu um. ÞI. Sagt var... Lætur tímabundlb af embætti póstsins „Páll Pétursson frá Höllustöbum er öbru vanur en ab honum sé hrósab úr hófi fram í forystugreinum þessa blabs. Nú er hins vegar full ástæba til ab lofa félagsmálarábherra fyrir snö- furmannleg vinnubrögb í málefnum flóttamanna." Lei&arahöfundi Alþý&ublabsins er um og ó en getur þó ekki á sér setib og hælt Páli. Fast viburnefni félagsmála- rábherrans fær jafnvel ab fljúga, þ.e. Pósturinn Páll. Menningarlegur forsetaframbjóbandi „Ég var einfaldlega brautrybjandi í því ab selja undirfatnab." Segir Haukur Haraidsson, fyrrum menningarstjóri Pan-hópsins, í Helgar- póstinum. Þar kemur fram a& Haukur er sá eini af þeim sem orbabir hafa ver- ib, og hvattir til, ab bjóba sig fram til forseta sem látib hefur af lobmælsku og viburkennt ab sig langi í forseta- embættib „vegna fjölda áskorana". Einn af drengjum Fribriks „Ég elska Jesúm Krist af öllu mínu hjarta. Jesús hefur fylgt mér frá því ég var í KFUM í gamla daga og ég hef verib í stöbugu sambandi vib hann." Ekki nóg meb ab Haukur sé frumkvöb- ull í sýningu fagurra kroppa í seljanleg- um undirfatnabi heldur er hann einnig beintengdur vib almættib. Pólitískir flóttamenn hjá MM „Ætli þetta verbi ekki orbib svona pólitískt hæli ábur en yfir lýkur." Indribi G. Þorsteinsson um stórveldib Mál og menningu i HP. Kaupa skal sá er ekki vill nota „Jafnvel þó þú notir aldrei farba - prófabu - Enlighten Skin-Enhancing Makeup". Örvæntingarfull snyrtivöruverslun á Reykjavíkursvæbinu auglýsir í Morgun- blabinu í gær. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, heyrðist hrjóta af vör- um manns f þinghúsinu í gær þegar Páll Pétursson félagsmála- ráðherra lýsti eftir Jóni Baldvin Hannibalssyni til þings. Félags- málaráðherrann haf&i deilt viö Ástu B. Þorsteinsdóttur, vara- þingmann jóns Baldvins, um fjölskyldustefnu og hvort Reykja- víkurborg væri hætt viö aö yfir- taka grunnskólann vegna niður- skurbar í fjárlagafrumvarpi. Páll kvaö Ástu hafa farib meö fleipur og lýsti síðan eftir því hvenær Jón Baldvin kæmi. • í heita pottinum voru nokkrir stuöningsmenn Vigdísar Finn- bogadóttur forseta saman komnir og lýstu yfir áhyggjum sínum af því að ekki einn einasti íslendingur væri verðugur arftaki hennar. Áhyggjur þeirra minnk- uðu síst þegar út sþurðist að Pan-kóngurinn fyrrverandi liti hýru auga til Bessastaða. Til að firra þjóðina þeirri ábyrgð að velja á milli óhæfra frambjóð- enda kviknaöi því sú hugmynd að hafa ekki venjulega kjörseöla í kosningaklefunum þegar kjör- dagur rennur upp, heldur skaf- miba. Þannig gæti hver og einn greitt atkvæði án þess að hafa við aðra en forsjónina ab sakast, auk þess sem þetta myndi spara þjóðinni umtalsverbar fjárhæbir. M/K/0 £/? ST£/NGR/MUR //£.PP/NN AÐP/llL SKUU GFA/G/NA/ ÚPÆP/£)/J- B/LA/A/DA6AL/IGINU ! B0GGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.