Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. október 1995 5 Hansína Á. Björgvinsdóttir: Eiga kvennarábstefnur rétt á sér? Þegar ég velti fyrir mér um- fjöllun íslenskra fjölmiðla um kvennaráðstefnuna í Kína, finnst mér hún helst líkj- ast hræsnisfullum feluleik. Fjöl- miðlafólk gerir staðsetningu ráðstefnunnar að aðalatriði og blæs út mannréttindabrot Kín- verja fyrr og nú. En þegar grannt er skoðað er óvíst að finnanlegt sé land sem hefur al- gjörlega hreinan skjöld í mann- réttindamálum, sérstaklega þó þegar réttindi kvenna eru skoð- uð. í Alsír eru konur oft myrtar fyrir þá einu sök að taka blæj- una frá andlitinu. í Pakistan eru konur, sem hafa oröiö fyrir nauðgun, fangelsaðar fyrir hór- dóm. í Brasilíu sleppa menn, sem myrt hafa eiginkonur sínar, yfirleitt með áminningu. Á ír- landi eru hjónaskilnaðir bann- aðir og víða um heim er konum bannað að nota getnaðarvarnir, þótt vitað sé að þær geti ekki brauðfætt börnin sín. Bandaríkin hafa eitt iðnríkja enn ekki staðfest 16 ára gamlan sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi kvenna. Þótt seint væri, var það þó árið 1954 sem hæstiréttur Bandaríkjanna stað- festi aö kynþáttaaðskilnaður í skólum væri ólöglegur. Árið 1964 fékk svo Martin Luther King friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna, sem þá voru fyrir löngu orðin að lög- um í því stóra landi. Margt mætti fleira nefna, eins og illa meðferð á stúlkubörn- um, sem víða um heim, einkum í Asíu, er svo skelfileg að því verður vart með orðum lýst. Þetta allt ætti íslenskt fjöl- miðlafólk að vita, en samt hefur það kosið aö fjalla um þessa ráð- stefnu á eins ómálefnalegan hátt og raun ber vitni. Ég get varla ímyndað mér nema tvær ástæður fyrir slíkri umfjöllun. Annað hvort er þetta fólk afar illa upplýst um ástandið í um- heiminum, eða þá að það er orðið svo yfir sig þreytt á rétt- indabaráttu kvenna að það nennir ekki að fjalla um slík málefni. VETTVANGUR „Það er Ijóst að hér höf- um við vestrœnir menn, jafnt konur sem karlar, verk að vinna. Við gœt- um t.d. gert kröfu um það að ríki, sem þiggja þróunaraðstoð, verði að setja lög, sem hœgt er að framfylgja, um vinnu bama. Það vœri a.m.k. spor í rétta átt." Eg sat óopinberu ráðstefnuna í Kína ásamt 17 öðrum íslensk- um konum. Þarna voru saman komnir fulltrúar nokkurra þús- unda frjálsra félagasamtaka, sem öll vinna að málefnum kvenna. Ráðstefnusvæðið var í háskólabænum Huario, sem er 50 km frá Peking. Kínverjar höfðu greinilega lagt metnað sinn í að gera ráðstefnusvæðið sem best úr garði og þar þurfti nokkuð til, því haldnir voru á milli þrjú og fjögur hundruð fundir hvern einasta dag. Fyrstu dagana sótti ég ein- göngu fundi hjá vestrænum konum. Þar kom m.a. fram að lagaleg réttindi kvenna á Vest- urlöndum eru víðast hvar góð, en síöustu árin hefur hallað á konur í ýmsum efnum og er það rakið til versnandi efnahags- ástands í viðkomandi löndum, m.a. á Norðurlöndum. Afríkukonur voru mjög áber- andi á ráðstefnunni og þeir fundir, sem ég sótti hjá þeim, sannfærðu mig um að þær væru á réttri leið í sinni baráttu. Mér finnst ekki ólíklegt að kvenna- ráðstefnan, sem haldin var í Na- irobi, hafi gefið þeim aukinn kjark til að ráðast gegn þeirri kvennakúgun sem ríkt hefur í Afríku öldum saman, en er nú á hægu undanhaldi. Asíukonur voru, eins og gefur að skilja, mjög fjölmennar. Kín- verskar konur segjast vera nokk- uö ánægðar með sín kjör. Kon- ur í borgum hafa bærileg kjör og sömu laun og karlar fyrir sam- bærileg störf, en konur í sveit- um búa við mikla fátækt, þó ekki við hungur. En eins og menn vita hefur hungursneyö verið órjúfanlegur þáttur í lífi Kínverja öldum saman, þar til nú. Ég tek það fram að ég bar þessar upplýsingar undir hátt- settan íslenskan mann, sem bú- settur er í Peking, og hann stað- festi þær. Fyrirlesturinn, sem hafði mest áhrif á mig, var haldinn af samtökum sem stofnuð voru í Nýju Delhi árið 1983 í þeim til- gangi að beita sér gegn þrælk- unarvinnu barna. Þar kom fram að í Suður-Asíu — í ríkjum eins og Bangla Desh, Indlandi og Sri Lanka — eru um 130 milljón börn yngri en 14 ára í • þrælkunarvinnu. Þessi börn eru á aldrinum 6 til 14 ára og 70% eru stúlkubörn. A.m.k. 30% þessara barna vinna í verk- smiöjum sem framleiða fatnað, „Eftir að hafa setið óop- inbem kvennaráðstefn- una í Kína er það ein- dregin skoðun mín að kvennaráðstefnur séu af- argagnlegar og eigi full- an rétt á sér. Ymiss kon- ar ofbeldi, bœði trúarlegt og stjómarfarslegt, veld- ur því að staða kvenna víðast hvar í heiminum er óásœttanleg." teppi o.fl. frá því kl. 5:30 á morgnana til kl. 19 á kvöldin alla daga vikunnar. Þau fá mat tvisvar á dag, yfirleitt banana, kex og vatn. Þessum börnum er refsað grimmilega, verði þeim eitthvað á, og fallegar litlar stúlkur eru látnar þjóna yfir- mönnum og viöskiptavinum til borðs og sængur. Mörg þessara ógæfusömu barna eru heimilis- laus, önnur eru fyrirvinnur fjöl- skyldna sinna. Og svo öfugsnú- ið sem það er, taka þau um leið vinnuna frá þeim fullorðnu, sem þá eru atvinnulausir með- an börnin þræla fyrir smánar- kaup. Ég gæti sagt fleira um skelfi- lega meðferð barna víða í ver- öldinni; það geri ég þó ekki aö þessu sinni, en bendi á að um þetta mál verður m.a. rætt á landsþingi framsóknarkvenna nú í október. Það er ljóst að hér höfum við vestrænir menn, jafnt konur sem karlar, verk að vinna. Við gætum t.d. gert kröfu um það að ríki, sem þiggja þróunaraö- stoð, verði að setja lög, sem hægt er að framfylgja, um vinnu barna. Þaö væri a.m.k. spor í rétta átt. Síðan getum við aflað okkur upplýsinga um þau vestrænu fyrirtæki, sem notfæra sér þetta ódýra vinnuafl, og komið nöfnum þeirra á fram- færi, svo að siömenntað fólk kaupi ekki vörur slíkra fyrir- tækja. Fleira getum við eflaust gert og það er einfaldlega skylda okkar að reyna að hjálpa þess- um vesalings börnum. Að lokum vil ég segja þetta: Eftir að hafa setið óopinberu kvennaráðstefnuna í Kína er það eindregin skoðun mín að kvennaráðstefnur séu afar gagn- legar og eigi fullan rétt á sér. Ýmiss konar ofbeldi, bæði trúar- legt og stjórnarfarslegt, veldur því að staða kvenna víðast hvar í heiminum er óásættanleg. Viö Vesturlandabúar, karlar jafnt sem konur, getum ekki látið eins og fátæktin í þriðja heim- inum komi okkur ekkert við. Við verðum að leggja okkar lóö á vogarskálarnar og það gerum við að mínu viti best meö því að styðja konur í þriðja heiminum til menntunar og áhrifa á sinni heimaslóö. Höfundur er grunnskólakennarí og situr í stjórn Landssambands framsóknarkvenna. Einleiksgeisladiskur Steinunnar Bimu Út er kominn einleiksgeisladisk- ur hjá Japis þar sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur róm- antísk píanóverk eftir Grieg og Schumann. Á diskinum leikur Steinunn píanókonsert í a-moll eftir Grieg ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Stefans Sanderling. Einnig leik- ur hún einleiksverk eftir Grieg og Schumann. Þau eru svíta nr. 1 úr Pétri Gaut eftir Grieg og Söngur Sólveigar úr svítu nr. 2, og Kinderszenen op. 15 (Úr heimi barna) eftir Robert Schu- mann. Steinunn stundaði framhalds- nám í Bandaríkjunum eftir að GEISLAPISKAR hafa lokið einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Árna Krist- jánssonar. Þá starfaði hún um árabil á Spáni sem einleikari og vann þar til „Gran Podium"- verðlaunanna, sem veitt eru af' „Juventuts del musicals" í Barc- elona. Steinunn er í fremstu röð ís- lenskra píanóleikara og hefur komið fram á fjölmörgum tón- leikum hérlendis undanfarin ár og hlotib lof gagnrýnenda og hrifningu áheyrenda fyrir vand- aðan leik sinn og túlkun. Þetta er fyrsti einleiksdiskur Steinunnar, en í fyrra geröi hún geislaplötur ásamt Auði Haf- steinsdóttur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, sem einnig komu út hjá Japis. Steinunn hefur einnig komib fram á tónleikum á Spáni, í Lettlandi, Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Englandi og starfar nú við tónlistarflutn- ing ásamt píanóleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Geisladiskur þessi var hljóð- ritaður í Háskólabíói og íslensku óperunni og var tónmeistari Bjarni Rúnar Bjarnason. Mál- Steinunn Birna Ragnarsdóttir. verk á kápu er eftir Vigni Jó- hannsson, sem einnig sá um hönnun bæklings. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem píanó- konsert með íslenskum einleik- ara ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands er gefinn út á geisla- diski. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES SAUÐFJÁRFÍKNIN Ríkisstjórnin er búin ab ganga frá nýjum samningi upp á tólf millj- arba króna við saubkindina. Bænd- um hennar eru greidd full laun fram yfir aldamót. Keyptar af þeim harðbalajarbir ásamt búsmala. Peningar lagbir í beitarlönd og kjötsölu. Svona sitt af hverju tagi. Saubabændur bönnubu alþing- ismönnum ab segja frá samningn- um og þingmennirnir létu þab gott heita, þrátt fyrir hollustueib vib stjórnarskrána. Fréttamönnum var bannab ab taka Ijósmyndir og þeir reyndust jafn hugrakkir og þingskörungarnir. Ríkisstjórnin, bændur og Alþingi skammast sín því greinilega fyrir samninginn og er það eini kostur hans. Ekki er hægbarleikur ab móta þjóbfélag þar sem öllum er gert jafn hátt undir höfbi og því hefur fólkib sjálft fengib ab verba sinnar eigin gæfu smibir. Þeir sem betur mega sín leggja peninga í sam- hjálpina og reyna ab brúa bilib til minni máttar. Stundum tekst ís- lendingum vel upp og stundum illa. Pistilhöfundur er svona jafn vel eba illa innrættur og næsti mabur í röbinni. Hann skilur samt ekki af hverju saubkindin fær peninga frá samhjálpinni í marga áratugi og marga ættlibi. Einkum og sér í lagi þegar greibslurnar hafa aldrei komib bændum þeirra til góba og nema síbur væri. Saubabændur eru fyrir löngu orbnir hábir pen- ingunum og bíba árlega eftir skammtinum eins og fíkill eftir sprautunni sinni. Saubfjárfíknin er ekki hótinu skárri en abrar fíknir og dregur burst úr fólki eins og annab dóp. Búvörusamningar hafa stabið þjób- félaginu fyrir þrifum í áratugi og fært lífskjörin nibur undir fátækra- mörk í Subur-Evrópu. En af hverju er lopinn teygbur fram á nýja öld? Ekki er ab sjá ab saubabændur séu verr á sig komnir en abrir hóp- ar þjóbfélagsins til líkama og sálar. Þeir eru hvorki heilsulausir né heimilislausir. Standa jafnfætis öbr- um landsmönnum á vinnumark- abi. Skortir yfir höfub ekkert sem betur megandi íslendingar hafa í dag. Og ekki nóg meb þab: Saubkindin á langstærstan part af íslandi og meira ab segja óbyggbirnar líka. jarbir sauba- bænda eru vel hýstar meb ibúbar- húsum og útihúsum. Hlunnindi fylgja mörgum jarbanna og rétt- indi í félögum og vinnslustöbvum. Saubabændur verba seint taldir illa settir íslendingar. A sama tíma og saubkindinni eru handsalabir tólf milljarbar króna eru drög lögð ab fjárlögum fyrir almenning í landinu. Þar er víba skorib nibur og skorib vib nögl. Öryrkjar og sjúklingar bera skarðan hlut frá borbi. Gjaldþrota fólk og eignalaust liggur áfram óbætt hjá garbi. Atvinnulausir mæla göturnar. Ekkjur og munab- arlausir. Kreppan sér um sína. Tugþúsundir íslendinga eru bet- ur ab samhjálpinni komnir en saubkindin og bændur hennar. Búvörusamningur ríkisstjórnarinnar er áfram hvítflibbabrot af verstu sort.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.