Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1995, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 13. október 1995 Happdrœtti sem gefa pening í hveili í örum vexti: Haröur happdrættisbransi Forsvarsmenn eignaraöila íslenskrar getspár keyptu miba ÍKínó á laugardaginn var. Hallveig Andrésdóttir hjá_ íslenskri getspá afhendir hér Ólöfu Ríkarösdóttur, formanni Öryrkjabandalags íslands, Þóri jónssyni, formanni Ungmennafélags ís- lands, og Ellerti B. Schram, forseta íþróttasambands íslands, Kínó-miöana sína skömmu áöur en sölustööum var lokaö. Á síbustu dögum hafa nú bæst vib tvær tegundir happadrátta til ab keppa um klink íslend- inga. Annab þeirra er frá Happ- drætti Háskóla íslands og kall- ast Happ í hendi, en hitt frá ís- lenskri getspá sem nefnt hefur verib Kínó og tengt vib fornan, menningarsögulegan leik sem stundabur hefur verib í Kína. Sjálfsagt velta neytendur því fyrir sér hvort klinkið þeirra, sem runnið geti í slík happdrætti, muni fjölga sér í samræmi við fjölda happadrátta. Eða hvort þessi nýju happdrætti muni nokk- uð skila aukinni veltu til HHÍ eða íslenskrar getspár. Þegar Tíminn hafði samband við starfsmenn þessara tveggja fyrirtækja, kom í ljós að á báöum vígstöðvum var trú á að markaðurinn geti bætt við sig, og neytendur þ.a.l. eytt meira klinki í þennan útgjaldalið, þó ekki telji þeir að markaðurinn sé takmarkalaus. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, framkvæmdastjóra ís- lenskrar getspár, hafa viðtökur Kínós verið mjög góðar og heldur betri en þeir áttu von á. Miöað við fyrstu tvo söludagana er salan nokkuð vel yfir því meðaltali sem þau reiknuðu með. „Við reiknuð- um meö svona rúmum hundrað milljónum á ári að meðaltali." Alls seldust rúmlega 5 þúsund miðar fyrsta söludaginn, og fram kemur í fréttatiikynningu frá ís- lenskri getspá að rúmlega 800 manns hafi fengið vinninga, mis- jafnlega háa. Vilhjálmur kannast ekki við að þreyta sé komin í neytendur vegna þess fjölda happadrátta sem stendur nú til boða. „Þeir einu, sem mér finnast vera þreyttir, eru fjölmiðlamennirnir. En við verð- um ekki vör við að okkar við- skiptavinir séu neitt þreyttir." ís- lensk getspá er með þrjár talnaget- raunir á sínum vegum: Lottó, Vík- ingalottó og Kínó. Vilhjálmur segir að sl. laugardag hafi ekki dregið úr sölu á lottóget- raunum, þrátt fyrir að þá var fyrsti söludagur Kínós. Erfitt sé þó að gera sér grein fyrir því hvort Kínó muni draga úr sölu á þeim, því stutt er síðan sala á Kínó hófst. Aðspurður hvort Víkingalottóið hafi á sínum tíma haft áhrif á sölu Lottós, sagði Vilhjálmur að svo hafi verið. „Það breyttist svolítið salan í laugardagslottóinu. Við er- um auðvitað með sömu vöruteg- und og það eru alltaf einhverjir sem færa sig á milli, og svo koma einhverjir nýir." Hann tekur undir að líkiega dreifist salan að einhverju leyti á milli happdrættistegunda í stað þess að bætast við söluna. „En við höldum nú að það sé svigrúm fyr- ir svona vel útfæröa leiki." Að sögn Hjálmars Kjartansson- ar, fjármála- og markaðsstjóra Happdrættis Háskóla íslands, hef- ur Happ í hendi fengið mjög góð- ar viðtökur, reyndar framar von- um. Hjálmar kveöur þó ekki tíma- bært að meta hver salan yrði, enda ríkir mikil samkeppni á happdrættismarkaðnum á Islandi. Á vegum HHÍ eru nú þrjár tegund- ir happadrátta: Happaþrenna, uppmnalega flokkahappdrættið og Gullnáman. Að sögn Hjálmars er Happ í hendi einungis ein af af- urðum Happaþrennunnar, en á hverjum tíma er Happaþrennan með þrjá til fimm flokka skafmiða til sölu í einu. Síðastliðið vor kom á markað nýr flokkur skafmiða, Farmiðinn, en hann var markaðs- settur í samvinnu við DV. Happ í hendi er á sama hátt flokkur skaf- miða, sem er markaðssettur í tengslum við samvinnuverkefni Sjónvarpsins og HHÍ, þ.e. spurn- inga- og happdrættisþáttinn með Hemma á föstudagskvöldum. Að- spurður sagði Hjálmar að markað- ur fyrir happdrætti væri að sjálf- sögðu ekki óendanlegur, en þrátt fyrir allt væri samanlögð velta ís- lensku happdrættanna einungis í fjórða sæti yfir Norðurlöndin. „Happdrættismarkaðurinn hér á íslandi er í þróun rétt eins og er- lendis, enda fylgjast íslenskir stjórnendur happdrætta mjög vel með því sem nýjast er og best gengur annars staðar. Hvað varðar skafmiðann Happ í hendi og sjón- varpsþáttinn sem hann er tengd- ur, er þar um að ræða sömu þróun og átt hefur sér stað í Bandaríkj- unum og í Danmörku, þ.e. að tengja sölu skafmiða við skemmti- þátt í sjónvarpi. Mestur vöxtur er- lendis er þó í rekstri happdrætta í gegnum vélar sambærilegar þeim sem HHÍ rekur undir heitinu Gull- náman." „Almennt er mikil sókn í skaf- miðum, er mér virðist að lottó- formið hafi heldur verið á undan- haldi og flokkahappdrættin hafa víða átt undir högg að sækja. ís- lensk getspá hefur innleitt Kínó í samræmi við þessa þróun, þ.e. að svar og útborgun komi strax — því fyrr sem svariö liggur fyrir, því vinsælla er happdrættisformið." Að sögn Hjálmars er flokka- happdrættið ennþá langstærsta happdrættisformið í rekstri HHÍ og engar blikur á lofti í þá veru að leggja það af, nýjungar í því séu hins vegar til skoðunar. Móttök- urnar við Happ í hendi gefi ástæðu til að ætla að velta HHÍ aukist eitthvað. Ekki kvaðst Hjálmar telja að verulegrar þreytu gætti á happdrættum, enda bæri heildarsalan þess ekki merki. Ein- ungis væri um að ræða tilfærslu á milli happdrættisforma og stöð- ugt verði að bjóða fram nýja kosti. Veghús (Veghúsastígur 1). um greiðslu fyrir spilduna. En málalok urðu þau að.Sigurjón vann málið. Veghúsastígur 3 var áöur Veghús b, byggt af Guðmundi Jafetssyni um 1897 og er því aðeins eldra en Veghúsastígur 1. Guðmundur selur síðan syni sínum Kjartani húsið ásamt lóðinni. Kjartan fær leyfi til að byggja viö húsið 3x3- áln- ir áriö 1902 og reisir sama ár útbygg- ingu. Kjartan Guðmundsson selur hús- ið ásamt lóð Jóni Magnússyni árið 1907. Jón Magnússon og fjölskylda'búa í húsinu, en við andlát hans eignast dóttir hans Helga húsið. Hún býr síðan í húsinu þar til hún fellur frá. Þá erfa ættingjar Helgu húsið, sem síðan var selt og urðu á því nokkur eigendaskipti um tíma. Árið 1974 kaupir Kristjana S. Krist- jánsdóttir húsið og hefur búið þar síð- an. Kristjana hefur látiö gera mikið fyr- ir húsið. Að utan heldur það sínu upp- runalega útliti. Þaö er byggt úr timbri járnklætt á hlöönum kjallara. í kjallara er geymslurými og þvottahús. Á fyrstu hæð hafa veriö teknir milliveggir o§ þar er nú eldhús, skáli, stofa og baö. I risi eru þrjú svefnherbergi. Veghúsastígur 1 Húsin Veghúsastígur 1 og 3 eru með elstu húsum í Skuggahverfi og eru byggð úr landi Veghúss sem gatan heit- ir eftir. Eftir lát eiginkonu sinnar, Rannveig- ar Árnadóttur, afsalar Guðmundur Eyj- ólfsson meö skiptauppgjöri 1859 hálf- um Veghúsabænum til stjúpdóttur sinnar, Steinunnar Jónsdóttur, meö kálgaröi og öðru tilheyrandi. Þann 9. júní árið 1864 var bærinn Veghús með hjalli, kofa, þremur kál- görðum og tilheyrandi lóð seldur á uppboöi. Lóðin þá talin 69x65 álnir. Ásta Guömundsdóttir kaupir þá eign- ina. í heimildum um þetta er ekki getið þess aö Steinunn Jónsdóttir hafi átt hluta eignarinnar. Árið 1885 í maí er eignin aftur á uppboði. Þá kaupir Andrés Fjeldsted frá Hvítárvöllum Veghús með öllu tilheyr- andi. Andrés Fjeidsted selur Veghús, þann 1. júní árið 1886, þeim Daníel Fjeldsted og Birni Þorsteinssyni í Bæ. í nóvember 1897 kaupir Guðmund- ur Jafetsson austurhluta lóðarinnar og byggir Guðmundur þar húsið Veghús b. í mars 1899 er Daníel Fjeldsted leyft að byggja á lóöinni hús 8x9 álnir og skúr 3x4 álnir. Daníel Fjeldsted selur síöan Vernharði Fjeldsted hálfa ióðina árið 1899. Sama ár byggir Vernharður hús á lóðinni. Vernharöur fær síöan leyfi árið 1901 til aö byggja við húsiö 5 álnir til vesturs eöa aö lóðarmörkum, eldvarnarveggur var áskilinn. Lýsing á húsinu frá 1943 fer hér á eftir. Húsið er úr bindingi, klætt utan borðum, pappa, listum og járni á veggj- um og þaki. A aðalhæð eru 3 íbúðarher- bergi og eldhús. Allt þiljað innan, með tvöföldum loftum og ýmist veggfóðrað eða máluð. í rishæð eru 2 herbergi og framloft. Allt þiljað innan með panel og málaö. Kjallari er undir öllu húsinu. Það eru 2 herbergi, þiljuð og máluð, geymsla og gangur. Húsið Veghúsastígur 1 hefur veriö í eigu sömu ættarinnar frá því að það var byggt og fram á þennan dag. Ekkja Vernharöar Fjeldsted, Vigdís Péturs- dóttir, bjó í húsinu til 1937 ásamt syni sínum Sigurjóni Fjeidsted. Hann byggöi síðan hús á lóðinni austan við gamla húsið. Það hús er mjög reisulegt, byggt úr steinsteypu. Á árunum milli 1938 til 1940 bjuggu í húsinu hjónin Halldór og Rannveig frá Hvammi í Hvalfirði. Áriö 1941 komu í húsið foreldrar Sigrúnar, konu Veghús b (Veg- húsastígur 3). HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Sigurjóns Fjeldsted. Móðir Sigrúnar bjó þar þar til hún lést árið 1980, þá orðin ekkja fyrir nokkru. Eftir það hefur hús- ið veriö leigt út og er í eigu Sigrúnar Fjeldsted, ekkju Sigurjóns Fjeldsted. Árið 1927 var skipulagsuppdráttur Reykjavíkur gerður og þá í ráði að leggja Veghúsastíg niöur og gera húsin við götuna að bakhúsum við Hverfis- götu. Á þessum tíma var verið að lengja Hverfisgötuna í áttina aö miðbænum. Áður var umferðin um Veghúsastíg og út á Hverfisgötu viö Vatnsstíg. Sigurjón Fjeldsted var manna fremstur í flokki aö varðveita götuna, þó svo að hann yrði að láta af hendi 87,3 ferm. spildu úr lóð sinni undir Veghúsastíg. En til þess að fá bætur fyr- ir landið þurfti Sigurjón Fjeldsted að stefna borgarstjóranum, fyrir hönd Reykjavíkurbæjar. í mörg ár stóð í þófi miui yfirmanna bæjarins og Sigurjóns

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.