Tíminn - 13.10.1995, Síða 10

Tíminn - 13.10.1995, Síða 10
10 Föstudagur 13. október 1995 Makedónskt ástand Bosnískserbneskir hermenn: Sameiginlegar áhyggjur út afAlbönum leiba til batnandi samkomulags Serba og Makedóna. Banotilrœöid viö Gligorov Make- dóníuforseta, sem margir líta á sem talsmann sátta og fulltrúa stöbugleika, þykir illur fyrir- boöi Sprengjutilræ&i eru algeng í heiminum um þessar mundir og fyrir skömmu olli eitt slíkt nokkru mann- tjóni í Skopje, höfuöborg lýö- veldisins Makedóníu. Forseti Makedóníu, Kiro Gligorov, var einn þeirra sem þá særð- ust (til hans mun leikurinn hafi veriö geröur). Þegar þetta er ritaö eru horfur á því aö ferli hans í stjórnmálum sé lokiö og ekki einu sinni víst hvort hann lifir þetta af. Carrington lávaröur, Breti — einn þeirra fyrstu sem gerðir voru út af alþjóöasamfélaginu til að miðla málum (eins og þaö var látið heita) í fyrrverandi Júgóslavíu — sagöist hafa hitt aðeins einn ærlegan mann á því svæði, og væri sá Gligorov Makedóníuforseti. Velviljabur rólyndis- mabur Þessi orð lávaröarins endur- spegla gamalt álit Evrópu- manna á Balkanbúum og þess- konar endurspeglun hefur einn- ig lýst sér í hatursáróðri gegn Serbum í vestrænum fjölmiöl- um, þar sem upplýstir og frjáls- lyndir menntamenn hafa t.d. gefiö í skyn aö Serbar væru „bar- barar" að eölisfari. Með hliðsjón af Evrópusögu sem heild, þ.á m. sögu þessarar aldar, viröist þó aö erfitt muni aö halda því fram aö Evrópumenn yfirleitt hafi efni á slíkum fordómum í garö Balkanbúa, siörænt séö. En aö vísu endurspegla þessi ummæli Carringtons einnig al- mennt álit á Gligorov, þess efn- is aö hann sé velviljaöur rólynd- ismaöur, líklegur til aö víkja málum til betri vegar á þeim vettvangi hatursins sem Balkan- lönd viröast um þessar mundir vera. Eins og margir aörir for- ystumenn ríkja þeirra, sem uröu til úr gömlu Júgóslavíu, var hann í kommúnískum forystu- kjarna þess ríkis. Undir hans forystu tók júgóslavneska Makedónía (sem oft var kölluö Vardar-Makedónía, eftir fljót- inu Vardar, sem rennur um landiö á leiö sinni til Eyjahafs) sér sjálfstæöi voriö 1992. Á gott þótti vita aö þaö geröist mann- drápalaust, gagnstætt því sem varö í Slóveníu, Króatíu og Bo- sníu-Hersegóvínu. Nú láta ýmsir í ljós ótta um, aö búiö veröi meö stööugleik- ann í Makedóníu, ef ferli Glig- orovs í stjórnmálum sé lokiö. Þaö eru viöbrigöi, því aö skömmu fyrir tilræöiö höföu - Grikkland og Makedónía náð samkomulagi, sem virtist líklegt til að binda enda á þykkju sem verið hefur milli þeirra frá því að Makedónía varö sjálfstæð, en á sér rætur lengra aftur í sög- unni, eins og deilur yfirleitt í Balkanlöndum. Grikkjum gramdist að Vardar-Makedónía skyldi kalla sig Makedóníu, af því að Grikkir telja sig eiga það nafn. Annað, sem Grikkjum fannst benda til þess að slav- neskir íbúar Vardar-Makedóníu væru aö reyna aö „stela" grískri fortíð Makedóníu, var aö þeir tóku sextán geisla stjörnuna frá Vergína, tákn frá tíö Filipposar konungs, fööur Alexanders mikla, upp í fána sinn. Seðla sína verðlitla skreytti hin sjálf- stæða Makedónía og meö tákn- um, sem aö mati Grikkja a.m.k. bentu til þess að hún geröi kröf- ur til landshluta þess í Norður- Grikklandi sem einnig heitir Makedónía. Samningur vib Grikki Út af þessu lokuðu Grikkir höfn sinni í Þessalóníku fyrir Makedóníu, þessu fátæka, land- lukta ríki til stórra vandræöa. En 13. september var undirrit- aður milli ríkjanna samningur, sem virðist þýöa að samskipti þeirra séu aö komast í eðlilegt horf, eins og sagt er. Aöalatriði samningsins eru að Grikkir leyfi Makedónum afnot af höfninni í Þessalóníku og viöurkenni makedónska lýðveldið, gegn því aö Makedónar fjarlægi Ver- gínastjörnu úr fána sínum. Hins vegar hefur enn ekki náðst sam- komulag um nafnið á make- dónska lýöveldinu. Bandaríkin höföu lengi reynt aö miöla málum milli Grikk- lands og Makedóníu, og má ætla að þau hafi lagt allfast aö ríkjum þessum tveimur aö jafna málin sín á milli. Sambandið milli Makedóníu og nýju Júgóslavíu — sem veriö hefur heldur stirt, sumpart vegna vissrar samstööu sem hef- ur verið meö Grikklandi og Júgóslavíu — hefur og virst fara batnandi undanfarið, enda fara áhyggjuefni Makedóna og Serba aö nokkru saman. Daginn fyrir tilræðiö í Skopje skrapp Glig- orov til Belgrad og ræddi við Slobodan Milosevic, Serbíufor- seta og valdamesta mann nýju Júgóslavíu. Fór þá aö sögn vel á meö þeim. Makedónskir eða albanskir þjóbernis- sinnar? Þegar þetta var ritaö, var ekki komið fram hverjir reynt höfðu að ráða .Gligorov af dögum, en meðal grunaðra eru róttækir makedónskir þjóöernissinnar, sem vilja halda Vergínastjörnu í fánanum og auglýstu andúö sína á stjórn Gligorovs meö því aö hundsa kosningar sem haldnar voru s.l. ár. Dræm kjör- sókn þá þótti ekki góös viti. Róttæku þjóðernissinnarnir eru hugmyndafræðilegir afkom- endur makedónskra þjóðernis- sinna á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Sumir þeirra voru þá meðal heimsins þekktustu hryðjuverkamanna og lengst af frá því að Búlgaría varð sjálf- stæö (1878) til upphafs heims- styrjaldarinnar síöari mátti svo heita aö helstu stjórnmála- menn Búlgaríu væru í stööugri lífshættu fyrir þeim, vegna þess aö stjórnmálamenn þessir beittu sér ekki nóg fyrir bar- áttumálum makedónskra þjóð- ernissinna, að mati þeirra síöar- nefndu. Þá var oft talað um „makedónskt ástand" sem talið var einkar ótryggt, jafnvel miö- aö við þaö sem gerðist á Balk- anskaga. Slavneskir Makedónar eru skyldari Búlgörum en nokkrum öörum og voru lengi af mörgum taldir til Búlgara. Af því reis reiöi meöal Makedóna út af því aö mestum hluta Makedóníu var skipt milli Grikklands og Serbíu eftir Balk- anstríöin 1912-13. Einnig beinist eftir tilræðiö í Skopje grunur aö þjóðernis- sinnum meöal albanska minni- hlutans í Makedóníu, sem telur aö sumra sögn um fjórðung landsmanna. Makedóníu- Al- banir eru óánægöir meö stöðu sína í sjálfstæðri Makedóníu og í febrúar kom til allharöra átaka milli þeirra og slavneskra Makedóna. MakedónskirAI- banir geta reiknað meö samúö og aö líkindum stuöningi frá Albönum í Kosovo og Albaníu. Þetta er sennilega grunnorsök til þess aö saman dregur nú meö Makedóníu annars vegar og Serbíu-Svartfjallalandi (nýju Júgóslavíu) og Grikklandi hins vegar. Nú er farið aö heyrast aö heimurinn kunni aö hafa flýtt sér um of við aö viðurkenna sjálfstæöi Makedóníu, eins og nokkúö ljóst er aö geröist með Bosníu. ■ Makedónía Stærb: Rúmlega 25.700 ferkílómetrar, eða á viö um fjórö- ung íslands. íbúar (1994): 1.930.000, þar af (slavneskir) Makedónar 1,3 millj., Albanir 442.000, Tyrkir 77.000, sígaunar 43.000, Serbar 39.000 og múslímar sem hvorki eru Alban- ir né Tyrkir rúmlega 30.000. Opinbert tungumál: Makedónska, slavneskt mál sem er náskylt búlgörsku. Trúarbrögö: Um 60% landsmanna játa rétttrúnaðar- kristni, 25% íslam og 4% kaþólska kristni. Þéttbýli: 75 íbúar á hvern ferkílómetra. Höfuöborg: Skopje, íbúar rúmlega 440.000 (1994). Stjórnskipan: Lýðveldi. Forseti: Kiro Gligorov Mynt: Denar. Einn makedónskur denar jafngildir um 140 ísl.kr. Verg þjóðarframleiösla á mann (1993): Um 48.000 kr. Helstu atvinnuvegir: Landbúnaður og málmiðnaöur. Her: Rúmlega 10.000 manna landher og flugher sem í eru 50 manns. (Úr Svenska dagbladet.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.