Tíminn - 21.10.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 21. október 1995
dmÍHIt FJÁRMÁL HEIMILANNA
5
mn og starfskjör í þjóðfélaginu
nær 15% á samningstímanum.
í mörgum kjarasamningum sem
gerðir hafa verið frá því í febrúar sl.
bæði á almennum og opinberum
markaði hafa kauptaxtar hækkab
um prósentutölu. Nefna má nokkra
kjarasamninga á almennum vinnu-
markaði þar sem ekki var samið um
krónutöluhækkun:
- Flugfreyjur gerðu kjarasamning
í lok apríl sem talið er aö hækki
laun um ríflega 9%, en hluti hækk-
unarinnar, 2,7%, er vegna aukinnar
vinnuskyldu og er ráðstafab í lífeyr-
issjób.
- Ab teknu tilliti til breytinga á
orlofstímabili leiddi kjarasamning-
ur mjólkurfræöinga, sem gerður var
fyrri hluta maímánaðar til 7%
launahækkunar. Frá 1. maí hækk-
uðu laun um 4,4% og um 2,5% 1.
janúar nk.
- Bílstjórafélagið Sleipnir skrifaði
undir kjarasamning við viðsemj-
endur sína í lok maí um allt að
20% launahækkun á samningstím-
anum.
- í byrjun júní sömdu banka-
menn um 8,5% hækkun launa sem
kemur í þremur áföngum, 3,3% 1.
apríl, 1% 1. júní og 3,7% í janúar
nk.
- Kjarasamningur starfsmanna ís-
lenska álfélagsins, sem gerður var
seinni hluta júnímánaðar, er talinn
leiöa til 11,4% launahækkunar á
samningstímanum. Við undirskrift
hækkuðu laun um 3,2% og aftur
um 3% 1. janúar nk., en einnig fela
samningarnir í sér flokkatilfærslur.
- Launahækkun til félaga í Far-
manna- og fiskimannasambandi
íslands er talin nema um 11-11'% á
samningstímanum. Við undirskrift
hækkubu laun um 5,5%, 1,4%
hækkun varð í júní og 1% í septem-
ber og loks eiga laun að hækka um
3% í janúar nk. Sérstök eingreiðsla
12.000 krónur verður greidd í lok
samningstímans.
- Kjarasamningar flugmanna frá
júlí sl. kveða á um ríflega 10%
hækkun í heild, 7% hækkun launa
strax og 3% í upphafi næsta árs. Á
móti kemur ýmis hagræbing og er
talið ab kostnaðarauki vinnuveit-
enda verði 6,5%.
Frá febrúar til ársloka hafði fjár-
málaráðuneytiö samið við nær 40
samtök opinberra starfsmanna og
fjölda stéttarfélaga á hinum al-
menna vinnumarkaði fyrir hönd
félagsmanna semstarfa hjá ríkinu. í
flestum tilvikum kveða þessir
samningar á um prósentuhækkun
en ekki krónutöluhækkun. Raunar
má segja að í nærfellt öllum samn-
ingum sem gerðir hafa verið frá
júní sl. hafi laun hækkað um pró-
sentur en ekki krónutölu. Hér verða
nefndir nokkrir kjarasamningar
sem fjármálaráðuneytið hefur gert,
en meðfylgjandi mat á launahækk-
un er samkvæmt upplýsingum
ráöuneytisins.
- f samningi stærsta aðildasam-
bands BSRB, Starfsmannafélags rík-
isstofnana, sem gerður var í apríl
sl., er kveðið á um krónutöluhækk-
un að hætti samninga á almennum
vinnumarkaði, en jafnframt er í
samningnum að finna ákvæði um
flokkatilfærslur þannig að hann
hefur í för með sér u.þ.b. 10%
launahækkun. Vegna ákvæða í
samningunum um víðtæk nám-
skeiö til félaga í SFR er útgjaldaauki
ríkisins af samningnum enn meiri.
- Af samningum annarra félaga
innan BSRB má nefna samnninga
símamanna sem fólu í sér rúmlega
10% launahækkun á samningstím-
anum og byggja á krónutöluhækk-
un og flokkatilfærslum. Kjarasamn-
ingur Póstmannafélags Islands er
með svipuðu sniði og er metin til
tæplega 10% launahækkunar.
Kjarasamningar Starfsmannafélags
ríkisútvarps/sjónvarps fela í sér um
9% launahækkun í heild og gera
ráð fyrir 3,45% hækkun við undir-
ritun en krónutöluhækkun um ára-
mót.
- Samningar viö kennarafélögin
og BHMR fela í sér sömu prósentu-
breytingu á alla taxta. Kennara-
samningarnir eru taldir fela í sér
allt að 20% launahækkun, þótt á
móti komi breytingar á vinnufram-
lagi, sem gætu numið 3-4%.
- Þeir kjarasamningar sem gerðir
hafa veirð við aðildarfélög innan
BHMR, önnur en HÍK, virðast fela í
sér 8- 10% hækkun á samningstím-
anum í heild. Laun hækka um 2,5-
3% við undirskrift og um 3% í
janúar, auk þess verða flokkatil-
færslur í september og í mars á
næsta ári.
- Félag háskólakennara er eitt
stærsta aðildarfélag BHMR. Það
gerði kjarasamning við fjármála-
ráðuneytið í ágústlok sem talinn er
fela í sér tæplega 10,5% launa-
hækkun á samningstímanum. í
samningnum er nýtt ákvæbi um
lágmarkslaunagreiðslur á ársgrund-
velli.
- Af öðrum samningum BHMR
má nefna að Kjarafélag viðskipta-
og hagfræöinga er talið fá 7'% á
samningstímabilinu í sínum samn-
ingi og Félag háskólamenntaðra
starfsmanna stjórnarráðs 8'%.
- Kjarasamningu Læknafélags ís-
lands, f.h. lausráðinna sjúkrahús-
lækna, hefur verib metinn ígildi
tæplega 18% hækkunar. Hluta
hækkunarinnar má rekja til þess að
bílastyrkur er tekinn inn í laun.
- Fjölmargir félagar í almennum
stéttarfélögum vinna hjá ríkinu og
gerir fjármálaráðuneytið samning
við mörg félög á almennum vinnu-
markaði. Niðurstöður þeirra
smninga hafa verið aörar en í
samningunum í febrúar. Meðal
þessara samninga má nefna samn-
inga iðnaðarmanna, Sóknar o.fl. í
samningum Rafiðnaðarsambands-
ins við fjármálaráðuneytið felast
prósentuhækkanir, en ekki blanda
prósentu- og krónutöluhækkunar
eins og það samdi um á almennum
vinnumarkaði. Kjarasamningar við
Starfsmannafélagið Sókn er talin
leiða til 15% hækkunar á samn-
ingstímanum.
- Ýmis ákvæði sem skiptu litlu
eða engu máli á almenna vinnu-
markaðnum hafa í för með sér um-
talsverðar launahækkanir á opin-
bera markabnum. Þetta á sérstak-
lega við um kjarasamnninga Sam-
iðnar við fjármálaráðuneytiö, en
kjarni samnings þeirra á almennum
markaði var að færa ýmis konar
álag inn í kauptaxta og færa hann
jafnframt nær greiddu kaupi. Á
móti þessu komu ýmsar tilslakanir,
s.s. breyting flutningslínu o.fl. at-
riði sem ekki var tekið tillit til í
samningum við ríkið. Tekjuáhrif af
þessu eru miklu meiri gagnvart rík-
inu og nema í einhverjum tilvikum
allt að 20%. ■
Power Macintosh 5200
Allt í einu!
Power Macintosh 5200 er fyrsta
tölvan með hinum gríðariega öfluga PowerPC -
örgjörva sem ætluð er til hefðbundinnar
skrifstofu- eða heimilisvinnslu. Hún býr yfir
miklu afli sem nýtist vel við t.d. maigmiðlun.
Hönnunin er mjög sénstök þar sem
skjárinn er sambyggður sjálfri tölvunni. Hún
er með innbyggðu fjórhraða geisladrifi, tvíóma
hátölurum, getur spilað lifandi myndir og hljóð
í geislaspilaragæðum og hefúr einnig möguleika
á því að vinna beint með DOS - eða Windows -
skjöl. Auk þess er hægt að bæta við
sjónvarpsmóttakara eða tengja tölvuna beint
við net og ýmsan jaðarbúnað.
PowerMacintosh’
Power Macintosh 5200 8/500 cd
Tilboðsverð aöeins:
Það sem fylgir tölvunni:
Örgjörvi: PowerPC 603 RISC
Ttftíðni: 75 megarið
Vinnsluminni: 8 Mb
Skjáminni: lMbDRAM
Harðdiskur: 500 Mb
Geisladrif: Apple CD600Í (fjórbraða)
Hátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar
Skjár: SambyggðurApple 15"MultiScan
Diskadrif: 3,5" les Mac og Pc -diska
Hnappaborð: Apple Design Keyboard
Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku
Hugbúnaður: Hið fjölhæfa Clariáfforks 3.0 semeinnigeráíslensku. f forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit
Fjórir leikir fylgja:
Amazing Animation, Sammýs Science House,
ThinkinThings og Spectre Supreme
Tölvunni fylgja 3 geisladiskar:
Grolier: Alfœðisafn, scm er í 35 bindum
þegar það er gefið út á prenti
Leonardo: Maigvíslegar upplýsingar um
Leonardo daVinci
Rosetta Stone: TUngumálakennsla, sem kennir
ensku, frönsku, spaaisku og þýsku
Dæmi um stækkunarmöguleika:
Sjónvarpsspjald:
Mótald:
Vinnsluminni:
Jaðartæki:
Nettenging:
Ef það er tengt við loftnet þá er
hægt að horfá á sjónvarp í tölvunni
Til að tengjast á Intemet og nálgast
þar óendanlegar upplýsingar, baái
til skemmtunar og fróðleiks
Innra minni tölvunnar má auka
í allt að 64 Mb
Við SCSI-tengið er hægt að tengja
6 tæki samtímis, t.d. skanna og harðdiska
Allar Macintosh-tölvur eru með innbyggt
LocalTalk-tengi, en auk þess má
bætaviðEthemet
159.900 kr.
Afborgunarverð 168.316 kr.
/■
•.Apple-umboðið
Apple-umboðid • Skipbolli2l • Sími 511 5111
Heimasíðan: bltpHlwwui. apple. is