Tíminn - 27.10.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. október 1995
UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND
Alþjóöadómstóllinn í Haag tekur afstööu til þess
hvort kjarnorkuvopn séu ólögleg:
Upphafib aö
endalokum
kjarnorkuvopna?
Haag — Reuter
Alþjóðadómstóllinn í Haag
mun í lok ársins eöa snemma á
næsta ári úrskuröa um lögmæti
kjarnorkuvopna, aö beiöni Alls-
herjarþings Sameinuöu þjóö-
anna og Alþjóöaheilbrigöis-
málastofnunarinnar (WHO).
Úrskuröur dómstólsins er ekki
bindandi, en engu aö síöur er
taliö aö hann geti haft töluverð
áhrif á viðhorf ríkisstjórna og
ríkjaleiðtoga til kjarnorkuvopna
í framtíöinni. Verði úrskuröur-
inn á þá leið að kjarnorkuvopn
séu ólögleg, er einnig taliö víst
að þrýstingur á kjarnorkuveldin
aukist verulega um aö þau losi
sig í eitt skipti fyrir öll við kjarn-
orkuvopn.
Á mánudaginn hefjast hjá AI-
þjóöadómstólnum vitnaleiöslur
í málinu, og mun hlýtt á mál-
flutning 25 ríkja, þ.á m. fjögurra
kjarnorkuvelda: Frakklands,
Bretlands, Bandaríkjanna og
Rússlands — en Kínverjar, sem
einnig hafa yfir kjarnorkuvopn-
um ab ráöa, mæta ekki til leiks.
Fulltrúar frá Ástralíu, Japan og
íran munu einnig mæta í vitna-
leiöslurnar, en reiknaö er meö
að þær standi yfir í tvær og hálfa
viku.
„Ráðgefandi úrskurður um aö
notkun kjarnorkuvopna sé
ólögleg gæti verið fyrsta skrefið
í áttina aö eyöingu kjarnorku-
vopna," sagöi Joseph Goldblat,
sem kennir viö Rannsóknar-
stofnun í alþjóðafræöum í
Genf. Eric Arnett, sem er kjarn-
orkuvopnasérfræöingur við al-
þjóölegu friðarrannsóknar-
stofnunina í Stokkhólmi (SI-
PRI), telur engu aö síöur ab
kjarnorkuvopnalaus heimur sé
Efnahags-
erfibleikar
hrjá Ar-
abaríki
Amman — Reuter
Starfsmenn Alþjóöabankans
sögðu í gær að Arabaríki þurfi hiö
fyrsta aö gera endurbætur á efna-
hagsástandinu til aö koma í veg
fyrir frekari hnignun en oröið
hefur. Ef ekki verði spyrnt við
fótum megi búast við því ab um
15 milljón manns í Austurlönd-
um nær og Norður-Afríku þurfi
aö draga fram lífið á innan viö
einum dollara á dag árið 2010.
Hagvöxtur þar er nú með
minnsta móti miðað við önnur
svæöi heims, en fyrir 10 árum
voru Arabaríkin í ööru sæti
hvað hagvöxt snertir. Verðfall á
olíu hefur leikið þetta svæöi
heims grátt, ásamt því aö farist
hefur fyrir að þjálfa verka-
menn, efnahagslífið hefur ekki
veriö opnað og einkavæöing
ekki átt sér stað, skriffinnska er
í miklu óhófi og fjármagni er
kastað á glæ í óhagkvæmum
ríkisfyrirtækjum. ■
enn fjarlægur draumur. „í al-
þjóöalögum er aö finna reglur
sem víðtæk samstaöa er um, og
sem stendur er alveg örugglega
ekki víðtæk samstaða um aö
kjarnorkuvopn séu ólögleg,"
sagöi hann. Hins vegar telur
hann aö e.t.v. sé komið aö tíma-
mótum í afstööu fólks til kjarn-
orkuvopna. „Fyrstu tíu árin eftir
að heimsstyrjöldinni síðari lauk
voru einnig fyrstu tíu ár kjarn-
orkutímabilsins. Nú, fimmtíu
árum síöar, er komin upp allt
önnur staöa ... svo það ríkir
nokkur óvissa um þaö hvaða
reglur eru almennt viöurkennd-
ar og því eru góöir möguleikar á
því að móta og prófa sig áfram
með nýjar reglur." ■
Kóka kóla fœrír út kvíarnar í Kína
Á myndinni má sjá þegar verib er ab leggja síbustu hönd á nýtt auglýsingaskilti frá Coca-Cola í Beijing, en þetta
verbur stœrsta kókaugiýsingin í Kína. Coca-Cola fyrirtcekib hefur í hyggju ab fjárfesta fyrir meira en hálfan millj-
arb dollara í Kína og nýlega hófst starfsemi nýrrar átöppunarverksmibju fyrirtœkisins þar í landi, en hún kostabi
um 26 milljónir doííara og er stabsett í borginni Shenyang. Á næsta ári eiga 23 átöppunarverksmibjur ab vera
komnar í gagnib. Reuter
Nýtt leikrít í Þýskalandi sýnir nýjar hliöar á einum helsta ógnvaldi 20. aldar:
Kyntröllið Adolf Hitler
Bonn — Reuter
„Ástarbréf til Adolfs Hitlers"
heitir nýtt þýskt leikrit sém
fmmsýnt var í Dússeldorf í gær
— í leikhúsi nokkru sem nefnist
Úberall. Leikritiö byggir á fjölda
eldheitra ástarbréfa sem nasista-
foringinn fékk frá aðdáendum
sínum í þriöja ríkinu, gjarnan frá
einmana eiginkonum her-
manna sem dvalist höfðu lang-
dvölum á vígstöðvunum.
í bréfunum er aö finna einlæg-
ar ástarjátningar frá konunum.
Sumar báðu um að fá aö hitta
sinn heittelskaða, aðrar buöust
til aö ala honum barn og stund-
um létu þær fylgja meö ljós-
mynd af sér. Sumar létu einnig
fylgja meö gjafir af ýmsu tagi,
svo sem heimabakaöar kökur
eða peysur sem þær höfðu
prjónaö handa manninum sem
þær þráðu.
„Ástin mín, hlustaðu nú á
mig: Ég skal láta gera lykil að úti-
dyrunum hjá mér og annan aö
herberginu mínu og senda þér
þá," skrifaði kona nokkur sem
undirritaði bréfiö með kveöj-
unni: „Drósin þín". Önnur ein-
mana kona ávarpaöi Hitler meö
þessum hætti: „Ljúfasta ástin
mín, minn einasti eini, sá sem
ég elska heitast og sannast," og
sú hin sama sagöi í bréfinu:
„Mig langar til aö éta þig. Mig
langar til að kyssa þig þúsund
sinnum."
Ein þeirra kallaöi hann „litla
úlfinn sinn" og hvatti hann til
aö svara bréfum sínum og hitta
sig á Ieyndum stað: „Ég vil ekki
fara ein í rúmiö. Sýndu mér nú
miskunn og huggaöu mig ofur-
lítiö." Önnur sendi honum
hjónabandsumsókn og bab
hann án frekari málalenginga
vinsamlegast að skrifa nafnið
sitt á punktalínuna.
Sjálf ástarbréfin eru aöeins
hluti af gífurlegum fjölda aödá-
endabréfa sem bárust til Hitlers.
Öllum var þeim raöað skipulega
í stjórnarskrifstofum Hitlers, en
megniö af þeim eyðilagðist
raunar í lokabardögunum um
Berlín í stríöslokin. Þau bréf sem
enn eru til eru mikilvægar heim-
ildir um það ofurvald sem Hitler
haföi á þýsku þjóðinni.
„Á vissan hátt var Hitler kyn-
tákn fyrir konur — sérstaklega
meöan stríöi stóö yfir og eigin-
mennirnir voru horfnir af vett-
vangi," sagöi Ulrich Ulshöfer,
sem birti úrval bréfanna fyrr á
árinu í bók sem ber sama nafn
og leikritið. „Karlmenn hrifust
líka af honum, en hann haföi
sérstakt aðdráttarafl fyrir konur.
í honum birtust holdi klædd
takmarkalaus völd. Og það eru
oft tengsl á milli valda og kyn-
ferðislegrar löngunar," sagöi
hann. Engar heimildir em um
þaö að Hitler hafi sjálfur lesið
eða svaraö ástarbréfunum. Hins
vegar er vitað að sumir áköfustu
bréfritaramir voru lagðir inn á
geðsjúkrahús samkvæmt skipun
frá skrifstofu Hitlers. „Viö vitum
ekki hvað varö um þær eftir
það," sagöi Ulshöfer. Ekki er
óhugsandi aö sumar hafi endaö
ævina á geðsjúkrahúsunum, og
vitað er aö töluverður hópur
geðsjúklinga var líflátinn á dög-
um nasismans í Þýskalandi. ■
Jeltsín enn á
sjúkrahús
Moskvu — Reuter
Boris Jeltsín Rússlandsforseti var í
gær fluttur á sjúkrahús vegna
hjartakvilla. Þetta er sami krank-
leikinn og hann þjáöist af í júlí sl.
þegar hann dvaldist tvær vikur á
sjúkrahúsi og síðan tvær vikur á
heilsuhæli, en að sögn aðstoðar-
manna Jeltsíns er ástand hans nú
betra en þaö var í júlí. Þó er ljóst
aö hann mun vera þó nokkurn
tíma frá vinnu til aö hvílast og
jafna sig. Viktor Iljushín, abstoö-
armaður Jeltsíns, kenndi einkum
álaginu í ferbinni til Frakklands
og Bandaríkjanna um aö svona
fór, forsetinn hafi verið undir
„andlegu, siöferöilegu og líkam-
legu álagi" í ferðinni. í framtíö-
inni þyrfti að skipuleggja ferðir
Jeltsíns til útlanda þannig aö
hann heföi nægan tíma til aö ab-
laga sig tímamuninum eftir lang-
ar flugferöir. ■
Sl
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.11.95 -01.05.96 12.11.95 - 12.05.96 kr. 68.603,20 kr. 85.833,10
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextii; vaxtavextir og verðbætur
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1,
og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 27. október 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS
IVáW