Tíminn - 02.11.1995, Side 2
2
Fimmtudagur 2. nóvember 1995
Tíminn
spyr...
Telur þú rétt a& sameina
fréttastofur og íþróttadeildir
Hljó&varps og Sjónvarps RÚV?
Bogi Ágústsson, fréttastjóri
Sjónvarps RÚV:
Ég tel að sparnaður af sam-
einingu umfram þá samvinnu
sem nú þegar er sé ekki svo
mikill að hann réttlæti að sjálf-
stæöum ljósvakafréttastofum
fækki úr þremur í tvær. Sam-
runi í fjölmiðlaheiminum er nú
þegar verulegur og ég tel því að
full þörf sé fyrir a.m.k. þrjá öfl-
uga ljósvakamiðla.
Karl Garöarsson, vaktstjóri á
fréttastofu Stöövar 2 og
Byigjunnar:
Já, tvímælalaust. Það mundi
styrkja þessar fréttastofur veru-
lega í samkeppninni að samein-
ast, auk sem af því yrði mikill
sparnaður.
Kári Jónasson, fréttastjóri
Hljó&varps RÚV
Skýrsla Ríkisendurskoðunar
sýnir ekki fram á að sérstakt
hagræði yrði af slíkri samein-
ingu, en fyrst og fremst verðum
við aö veita góða fréttaþjón-
ustu. Menn verða að hafa það í
huga ab hér er kannski heims-
met í hlustun á útvarpsfréttir,
milli 30-40% og yfir 40% þegar
best lætur. Menn verða þó að
vera opnir fyrir nýjum hug-
myndum og ég held að ágætt sé
að ræða þetta, en þá með ein-
hverjar forsendur í huga. Vib
höfum reynslu fyrir samein-
ingu íþróttadeilda sjónvarps og
útvarps, og íþróttafréttir í út-
varpinu hafa liðið mjög fyrir
það. í hugmyndum Ríkisendur-
skobunar er auk þess gert ráb
fyrir því að fréttastofan heyri
undir tvo framkvæmdastjóra,
bæði Sjónvarps og Hljóðvarps.
Það tel ég algjörlega fráleitt.
Sagt var...
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra leggur fram tillögur sem
miöi aö minnkandi ótta fólks sem býr viö snjóflóöahœttu:
Sérfræöingar hafi sam-
starf við heimamenn
í kjölfar snjófló&sins á Flateyri
lagöi heilbrig&isráöherra í gær
fram tillögur á ríkisstjórarfundi
sem mi&i a& því aö minnka ótta
fólks sem býr vi& snjófló&a-
hættu. Úrræ&in nái til Patreks-
fjar&ar, Tálknafjaröar, Bíldu-
dals, Þingeyrar, Flateyrar, ísa-
fjarðar, Hnífsdals, Sú&avíkur,
Suöureyrar, Bolungarvíkur,
Siglufjarðar, Sey&isfjarðar og
Neskaupsstaðar. Staðir þessir
eiga þa& sameiginlegt aö íbúar
þar hafa ítrekab þurft a& yfir-
gefa heimili sín vegna snjó-
flóðahættu og hefur fagfóik á
þessum stö&um skynjaö vanlíö-
an íbúa vegna ótta þeirra viö
náttúruhamfarir.
í minnnisblaði ráðherra er
gerb tillaga um almenna borg-
arafundi, þar sem útskýrt verði
hvaða viðbúnaður sé á hverjum
styö og hjá Almannavörnum til
að tryggja öryggi íbúa á hættu-
tímum. Jafnframt verði fræbsla
um algeng streituviðbrögð þeirra
sem búa við óöryggi og hættu-
ástand.
Ráðinn verði sálfræðingur eða
geðlæknir á heilsugæslustöðvar,
a.m.k. yfir vetrarmánuðina. Við-
komandi kæmi viku- eða hálfs-
mánaðarlega í hverja stöð og yrði
verkefni hans einkum rábgjöf og
stuðningur við heilbrigöisstarfs-
fólk á svæðunum, auk þess að
sinna einstakiingum sem heil-
brigbisstarfsfólk vísaöi til sér-
stakrar meðferbar.
Fræðsla veröi veitt um áfalla-
hjálp og áfallastreitu fyrir fagfólk
í hverju heilsugæsluumdæmi.
Haldin yrðu tveggja daga nám-
skeib á hverjum stab og gert átak
í því
strax fyrir jól. Þá er lagt til ab
haldin verði námskeið fyrir
björgunarsveitarmenn, lögreglu,
slökkviliðs- og sjúkraflutninga.-
menn, almannavarnanefndir og
hjálparliða RKÍ.
Rábherra viidi í samtali vib
Tímann í gær leggja skýra
áherslu á ab tillögurnar flokkuð-
ust ekki undir áfallahjálp. Áfalla-
hjálp væri sá stuðningur sem
fólk fengi hjá sérþjálfuðum hópi
hjúkrunarfræðinga, lækna, sál-
fræbinga og presta eftir að hafa
lent í ofurálagi á líkama og sál.
Þessar tillögur mibubust við ótta.
Um það starf sem unnib hefur
verið síðustu daga á vegum sér-
þjálfabs fólks í eiginlegri áfalla-
hjálp sagði ráðherra. „Eg held að
þessi hópur hafi unnið geysilega
gott starf. Þetta er hlutur sem
skiptir mjög miklu máli fyrir það
fólk sem lendir í þessum áföllum.
Því starfi er hvergi nærri lokið."
-BÞ
Skopstæling
„Því harmrænni sem þjáningu per-
sóna er ætlab aö vera því hlægilegri
verður hún. Því ákafari sem losti og
gredda persóna er því afkáralegri
ver&a lýsingar höfundar. Afleiðing-
arnar eru þær ab verkib minnir hvab
eftir annað á skopstælingu. Þess
vegna skellir lesandinn upp úr, ein-
mitt þegar höfundi er hvab mest
mál."
Kolbrún Bergþórsdóttir er á sama máli
og a&rir gagnrýnendur ab erótísk til-
raun Súsönnu Svavarsdóttur, Skuggar
vögguvísunnar, hafi ekki heppnast sem
skyldi. Alþýbublabib í gær.
Átakanlegt
„Þab er satt ab segja næstum átakan-
legt þegar |ón Baldvin enn í dag er
ab veitast að Halldóri Laxness. Hall-
dór Laxness er vissulega sá risi á 20.
öldinni sem Jón Sigurbsson var á
þeirri nítjándu."
Svavar Gestsson í Alþbl.
Tíminn fyrstur meb fréttlrnar
„Þab sem er einkennilegast vib af-
bo&un landsfundar Sjálfstæðisflokks-
ins er ab dagbla&ið Tíminn var fyrst-
ur með fréttina. Reyndar birtist hún í
svonefndum „Heita pottinum" sem
er nokkurs konar slú&urdálkur blabs-
ins. En frétt samt."
Gunnar Magnússon í DV.
Samhugur þjóöarinnar í verki:
Tæpar 224 milljónir söfn-
ubust á fjórum dögum
Þegar símasöfnuninni „Sam-
hugur í verki" fyrir Flateyr-
inga lauk í fyrrakvöld höf&u
safnast 223.863.078 kr. Þab
er um 4 milljónum hærri
fjárhæð en safnaðist í janúar
sl. fyrir fórnarlömb Súðavík-
urhamfaranna. Minnt er á
að tekið veröur á móti fram-
lögum út nóvember í bönk-
um, sparisjóðum og pósthús-
um um allt land, en þar
liggja sérstakir C-gíróseðlar
fyrir þá sem vilja styðja Flat-
eyringa enn frekar.
Söfnunarstjórn vildi í gær
koma á framfæri sérstökum
þökkum til allra þeirra einstak-
linga, fyrirtækja og stofnana
sem lagt hafa söfnuninni lið.
Sjóðsstjórn verður myndub á
næstunni með þátttöku fimm
aöila frá forsætisráðuneytinu,
Aö loknu góöu dagsverki - Þaö var tómlegt um aö litast í höfuöstöövum
símasöfnunarinnar ígcer, enda frábceru starfi lokiö, vinnu sem staöiö hef-
ur yfir frá morgni til kvölds síöan á laugardag. Gefendur voru um 36.000
talsins. Tímamynd: CS
Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða krossinum og fjölmiðl-
hreppsnefnd Flateyrarhrepps, unum. -BÞ
Gróður hamlar syn ab ^
vetslunargluggum
Kerfisbundln fátækt
„Þótt ferðamenn séu sífellt ab reka
upp stór augu yfir ástandinu á ís- •
landi, er meginhluti heimamanna
enn samdauna kerfisbundinni fram-
lei&slu fátæktar í landinu."
Jónas Kristjánsson í leibara DV.
Krókur á móti bragbi
„Jón Baldvin í NATO og af landi
burt"
Fyrirsögn lesendabréfs Gu&mundar
Gunnarssonar í Mogga, sem vill losna
vib Jón Baldvin af landinu meb því a&
gera hann a& arftaka Willy Claes, frá-
farandi framkvæmdastjóra Atlantshafs
bandalagsins.
Sjónvarpsstríðib sem nú er í upp-
siglingu meb tilkomu Sýnar og
Stöðvar 3 er vinsælt umræbuefni
í pottinum þessa dagana. Bent er
á ab róöurinn geti orðið þungur
fyrir Stöb 2 sem er sérstaklega
vibkvæm fyrir því ab tapa þó ekki
væri nema nokkur þúsund áskrif-
endum. Fullyrt er ab nú eigi ab
tefla Stefáni Jóni Hafstein fram
til ab takast á vib þab risavaxna
verkefni ab verja markabinn.
Hann muni fá þab verkefni ab
hafa yfirumsjón meb dagskrár-
gerb og dagskrárstefnunni ...
•
Forsetaframbob er nú aftur ab
komast á dagskrá í pottinum og
sífellt bætast vib ný nöfn sem
menn kasta á milli sín. Einna
mest er nú rætt um Sveinbjörn
Björnsson, háskólarektor og Ólaf
Egilsson sendiherra til vibbótar
vib þann hóp sem talsvert var í
umræbunni ...
•
Þab vakti athygli ab ábur en
landsfundi Sjálfstæbisflokksins
var frestab var búib endanlega
ab afskrifa frama kvenna í for-
ustuembætti eins og hugmyndir
voru um. Kjörorb fundarins og
meginþema átti ab vera „Einstak-
lingsfrelsi-jafnrétti í reynd". Nú
segja menn ab þab skipti ekki
miklu þó fundinum hafi verib
frestab því eftir ab framrás
kvennanna hafbi verib stöbvub
hafi ekki verib tiiefni til ab funda
undir slíku slagorbi...