Tíminn - 02.11.1995, Qupperneq 3
Fimmtudagur 2. nóvember 1995
B
Formaður Landssambands kúabœnda segir lambakjötsútsöluna alvarlegt mál og tefli sam-
stöðu kjötframleiðenda í hœttu:
Útsalan kemur mest niöur
á sölu dilkakjötsins sjálfs
Guðmundur Lárusson, for-
ma&ur Landssambands kúa-
bænda, segir að nautakjöts-
framleiðendur hyggist ekki
lækka verö á afuröum sínum
vegna lambakjötsútsölunnar
og undirboö dilkakjötsins
komi fyrst og fremst niður á
sauðfjárframleiðendum sjálf-
um. Þá sé samstöðu kjötfram-
leiðenda teflt í hættu með
þessum aögerðum.
„Viö höfum staöið fast á því
að fullt verð verði greitt fyrir
nautgripakjötið. Þetta er verst
fyrir dilkakjötið sjálft. Það er
ekki nema hluti neytenda sem
mun kaupa með þessum hætti
og þetta söluátak höfðar ekki til
Hjálpræðishernum var aldrei
úthýst úr Ráðhúsinu, að því
er fram kemur í bókun með
frávísunartillögu borgarstjór-
ans í Reykjavík við tillögu
Árna Sigfússonar, oddvita
minnihlutans í borgarstjórn,
að Ráðhúsið verði ekki oftar
lánað til svonefndrar borg-
aralegrar fermingar. Borgar-
ráð vísaði tillögunni frá með
þremur atkvæðum fulltrúa
R-Iistans gegn tveimur at-
kvæðum sjálfstæðismanna.
nýrra neytenda. Þetta mun ein-
faldlega valda því, að þegar þess-
ari útsölu lýkur, verður ákaflega
Jítil sala á lambakjöti. Þetta
fjölgar ekki neytendum og eykur
ekki heildarsölu. Það fæst bara
lægra verð fyrir kjötið og það
verður mjög erfitt fýrir menn að
hækka lambakjötið aftur," segir
Guðmundur Lárusson.
Aðspurður um samkeppnis-
stöðu segir hann að það sé mjög
alvarlegt mál að reynt hafi verið
að byggja upp ákveöna sam-
stöðu meðal kjötframleiðenda
og reynt að hafa jöfnuö í þeirri
samvinnu, en svo komi skyndi-
lega til svona aðgerða. Það hljóti
að vera sanngjörn krafa að
í tillögu minnihlutans segir
að það geti ekki verið eðlilegt
hlutverk Ráðhússins að vera
vettvangur slíkra athafna, en í
bókun með tillögunni er talað
um að Hjálpræðishernum hafi
verið úthýst en borgaralegri
fermingu sérstaklega fagnað.
í frávísunartillögu borgar-
stjóra kemur m.a. fram að
Tjarnarsalur Ráðhússins hafi til
skamms tíma einungis veriö
lánaður út endurgjaldslaust til
viðburða er hefðu listrænt gildi
Bændasamtök Islands leggi síðar
meir jafnmikla áherslu á mark-
aðssetningu svína- og nauta-
kjöts. „Ég óttast mjög að þessi
aðgerð valdi því að þessi sam-
vinna sem verið hefur milli kjöt-
greina verði minni en talað
hafði verið um." Guðmundur
Lárusson segir að málið verði
nánar tekið fyrir á stjórnarfundi
samtakanna innan tíðar.
Félagsráð Svínaræktarfélags ís-
lands hefur samþykkt bókun þar
ráðið varar við afleiðingum þess
fyrir aðrar kjötframleiðslugrein-
ar að „láta verulegt magn kinda-
kjöts á niðursettu verði flæða yf-
ir viðkvæman kjötmarkað".
Svínabændur hafi ávallt borið
Rábhús Reykjavíkur.
og væru opnir almenningi. Sé
sú meginregla enn í gildi en
hins vegar hafi síðar verið
ákveðið að þessi salur skuli
jafnframt falur gegn gjaldi þótt
viðburður uppfyllti ekki ofan-
greind skilyrði.
„í húsi allra borgarbúa eru
margar vistarverur og þar á að
vera rúm fyrir mismunandi
trúar- og skoðanahópa, s.s.
Hjálpræðisherinn og Sið-
mennt, hér eftir sem hingað
til."
fulla ábyrgð á framleiðslu sinni
og lagt sig fram um að njóta þess
árangurs sem áunnist hefur á
liðnum árum án þess að seilast í
vasa skattgreiðenda.
Tíminn hafði samband við
kjötverslanir á höfuðborgar-
svæðinu í gær. Mönnum bar
saman um aö sala á útsölu-
lambakjötinu væri ennþá gríð-
arlega mikil en samt seldist all-
mikið af öðru kjöti þannig að
um hreina viðbót væri nánast
að ræða. „Við höfum ekki
minnkað pantanir svo neinu
nemur á nauta- og svínakjöti.
Það segir sitt," sagði kjötaf-
greiðslumaður í stórmarkaði við
blaðið í gær. -BÞ
í bókun sinni með frávísun-
artillögunni rekur Tngibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
að í tilefni af 100 ára afmæli
Hjálpræðishersins á íslandi
hafi á vegum borgarstjóra verið
efnt til móttöku 19. maí og
Lúðrasveit Hjálpræðishersins
hafi leikib í húsinu 20. maí,
auk þess sem borgarstjóri hafi
ritað ávarp í afmælisrit Hjálp-
ræðishersins og flutt ávarp á
hátíðarsamkomu vegna 100
ára afmælisins í Fíladelfíu. ■
Fribrik Þór Fribriksson.
Ofmikil enska tölub í Cold Fe-
ver til ab hún yrbi framlag ís-
lands til óskarsverblauna:
Hefur rétt til
almennrar
þátttöku
Kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, Cold Fever — Á köld-
um klaka, var ekki lögð fram
þegar velja átti mynd sem fram-
lag íslands til Oskarsverölauna í
ár. Ástæðan er að sögn Friöriks
Þórs aö í henni er aðallega töluö
enska og japanska.
„Flokkurinn sem um ræðir
heitir Foreign Language og ef töl-
uð er mikil enska gengur það
ekki. Hún verður hinsvegar gjald-
geng í óskarsverölaunin næsta ár,
í öllum flokkum," sagði Friðrik
Þór í samtali vib Tímann í gær.
Verið er að sýna Cold Fever í
Bretlandi núna og hefur hún
fengib góða aðsókn og dóma að
sögn Friðriks Þórs. Hún var ný-
lega frumsýnd í Þýskalandi og
Japan og var ennfremur meðal
mynda sem sýnd var á kvik-
myndahátíð íslenskra mynda í
ísrael. Tár úr steini eftir Hilmar
Oddsson var eins og kunnugt er
valin framlag íslands til Óskars-
verðlaunanna nú, en þess má
geta að Friðrik Þór er meðfram-
leiðandi hennar, „á helminginn í
henni", eins og Friðrik tók til
orða. -BÞ
Útilokunartillögu
Árna Sigfússonar
var vísaö frá
Stjórnvöld lýsa yfir vilja á stofnun Sjávarútvegsskóla Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna á íslandi:
Kennsla gæti haf-
ist vorið 1997
Á ríkisstjórnarfundi í vikunni var
samþykkt að senda formlegt til-
boð til Háskóla Sameinuðu þjób-
anna um stofnun Sjávarútvegs-
skóla Háskóla SÞ á íslandi. Ef
niðurstaba matsnefndar Háskóla
SÞ verbur jákvæb og samningar
takast um stofnun skólans hér á
landi er búist viö ab fyrstu nem-
endur gætu hafiö nám við skól-
ann vorib 1997. Æskilegt er talib
ab skólinn verbi til húsa í Sjávar-
útvegshúsinu vib Skúlagötu.
Ákvörbun ríkisstjórnarinnar var
tekin í framhaldi af niðurstöðum
vinnuhóps sem utanríkisráðherra
skipaði í júní sl. En vinnuhópnum
var gert ab gera úttekt á námskeib-
um sem hægt væri ab bjóða uppá
og nýta til háskólanáms á fram-
haldsskólastigi innan vébanda fyr-
irhugaðs sjávarútvegsskóla.
í skýrslu vinnuhópsins kemur
m.a. fram að hérlendis séu góðar
aðstæður til að koma á fót og reka
skóla sem þennan. Hér er mikil
reynsla og þekking á sviði sjávarút-
vegs, m.a. í fiskileit, stofnstærðar-
mati, fiskveibum, fiskveiðistjórn-
un, vinnslutækni, gæðaeftirliti og
markaðssetningu. Vinnuhópurinn
telur jafnframt að mikil þörf sé í
þróunarlöndunum fyrir sérhæfða
þjálfun á ýsmsum sviðum sjávarút-
vegs. Þessi þörf sé sérstaklega brýn
eftir að Hafréttarsáttmáli SÞ hefur
verið staðfestur sem veitir öllum
strandríkjum rétt til efnahagslögs-
sögu.
Vinnuhópurinn gerir einnig ráð
fyrir því að meðal nemenda skólans
verði opinberir embættismenn,
stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja,
fiskifræðingar, verkfræðingar, mal-
vælafræðingar, hagfræðingar og
ýmsir tæknimenn. Hinsvegar þarf
að ræða þab sérstaklega við Háskóla
SÞ hvort ekki verður hægt ab leyfa
starfsmönnum einkafyrirtækja í
þróunarlöndum aö stunda nám við
skólann.
Þá er lagt til að árlega verði hald-
ið sex mánaða námskeið, frá apríl
til október. Þessi árstími er valinn
meb tilliti til þess að gert er ráð fyr-
ir að flestir nemendur verði frá
hitabeltislöndum. Að afloknu námi
fær hver nemandi skírteini Háskóla
SÞ á sama hátt og tíðkast í Jaröhita-
skóla Háskóla SÞ og öðrum stofn-
um tengdum Háskóla Sameinuðu
þjóðanna. Vinnuhópurinn gerir
einnig ráð fyrir því að rekstur skól-
ans verði undir stjórn forstöðu-
manns sem verði í beinu sambandi
við Háskóla SÞ í Tókýó í Japan.
Skipulag skólans verði i höndum
Námsrábs sem skipað verði nám-
stjórum fyrir hverja þeirra sjö
námsbrauta sem ætlunin er aö
bjóða uppá.
-grh
HANDKNÚNIR
OG RAFKNÚNIR
STAFLARAR.
Auðveldir og
liprir í meðföruin.
NÝIR OG ENDURBÆTTIR
HANDLYFTIVAGNAR.
Margar gerðir.
Lyftigeta 2500 kg.
Kmtruck
lyftingameistarar
sem létta þér
störfin.
Líttu viö og
taktu á þeim.
ÁRVÍK
ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295