Tíminn - 02.11.1995, Qupperneq 4
4
Fimmtudagur 2. nóvember 1995
Hmémi
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Þjóð o g þjóðir
Ekki er sjálfgefið að Kanada verði eitt og óklofið ríki í
framtíðinni, þótt aðskilnaöarsinnar hafi orðið undir í
kosningunum í Quebec s.l. mánudag. Svo mjótt er á
mununum að baráttunni fyrir aðskilnaði verður haldið
áfram af enn meiri krafti en hingað til, og heita
frönskumælandi menn að herða sóknina og beita sér
fyrir að kosið verði á ný hið fyrsta. Það eykur mjög sig-
urvilja þeirra að greinilegt er að unga fólkið í Quebec er
fylgjandi klofningi frá öðrum fylkjum Kanada, en hinir
eldri eru hlynntari sambandsríkinu.
Víða um heim eru uppi miklar deilur og styrjaldir þar
sem ágreiningurinn er skipting landsvæða milli þjóða
og þjóðabrota, eða miklu fremur menningarheilda.
í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku er mikið gert úr
kynþáttahyggju og er sífellt verið að væna fólk þar um
fordóma og jafnvel hatur. En minna er gert úr menn-
ingar- og trúarbragaðamun sem skilur þjóðir að. í Kan-
ada er það tungumálið og frönsk menningararfleifð
sem knýr Quebecbúa til að segja skilið við nær allsráð-
andi engilsaxneskan menningarheim.
Kúrdar eru ofsóttir í fleiri þjóðríkjum vegna kröfu um
sjálfstæöi. Arabar og Gyðingar eiga í heilögu stríði og
berjast með kjafti og klóm um jarðarskika á berangri.
Málfar og kennisetningar Kóransins og Tórunnar skilja
þá að.
íbúar Eystrasaltsríkjanna vilja ekki vera Rússar, né
fjöldi annarra þjóða sem búa í eða við gamla keisara-
dæmið. Hægt er að fara um allan heim og hvarvetna
eru ófriöarsvæði þar sem ólíkar menningarheildir mæt-
ast og hinir öflugri kúga og ofsækja þá sem minna mega
sín.
Balkanskaginn er gamalt og nýtt ófriðarbæli þar sem
trúarbrögð, sögulegar aðstæður og hégiljur margs konar
skipta íbúunum í þjóðir sem deila, drottna og berast á
banaspjót. Utanaðkomandi er nær ómögulegt að skilja
hvað ber á milli, hvað aðskilur fólkið, sem er líkt að
hörundslit og útliti, svo að ekki er mögulegt að útskýra
ágreininginn þar með fávíslegri kynþáttahyggju.
Fjölþjóðasamtök reyna að stilla til friðar með góðu
eða illu, sem til þessa hefur reynst álíka fánýtt. En nú
stendur yfir í Bandaríkjunum fundur þriggja leiðtoga
Balkanríkja og þykjast menn vestra vera vongóðir um
að hægt sé að fá einhverja af stríðsaðilum til að leggja
niður vopn og leysa ágreining með friðsamlegum hætti.
Kannski það takist, en svo margar sáttagjörðir milli
stríðandi afla hér og hvar er búið að innsigla með til-
stuðlan risavelda, sem ekki standast nema skamma
hríð, að margir hljóta að efast þegar myndir af brosandi
leiðtogum að takast í hendur í Ohio birtast þegar líða
tekur á vikuna.
Það er erfitt fyrir íslendinga með sín skýru landamæri
og sameiginlegan menningararf að setja sig í spor þjóða
þar sem sífelldur ágreiningur ríkir um hverjir eru „við"
og hverjir eru „þeir" og seint verður úr því skorið.
Oft má efast um hvort við metum þessar einstæðu
aðstæður sem skyldi, og leitt er að sjá og heyra þegar til-
teknir hópa staðhæfa, og það með nokkrum rétti, að í
landinu búi tvær þjóðir.
Hér er meiri alvara á feröum en svo að hægt sé að
skella skollaeyrum við svo alvarlegum staðhæfingum.
Lénsskipulagi bylt?
Framtíð RÚV er nú í brennidepli
eftir aö Ríkisendurskoðun skilaöi
Fjárlaganefnd stjórnsýsluúttekt á
stofnuninni í fyrradag. Fjöl-
miðlabylting er aö veröa á ljós-
vakanum hvað varöar sam-
keppni, á sama tíma og miklar
hræringar eiga sér stað á öllum
sviöum miðlunar og upplýsinga-
tækni. Þó er þaö ekki fjöl-
miðlarisi ríkisins sem er í
fararbroddi breytinga,
heldur einbeitir hann sér
að því að soga til sín aug-
lýsingatekjur og skattfé og
gerir þannig öllum öðrum
fjölmiðlum erfiðara með
að draga lífsandann.
Eitt af því, sem Ríkis-
endurskoðun benti á, er
að óheppilegt væri að rásirnar
tvær, sem reknar eru af sama að-
ila fyrir skattfé sama fólksins,
keppi mikið innbyrðis og dreifi
kröftum sínum og skipulagi í að
ná hlustendum hvor frá annarri.
Sama gildir um samstarf frétta-
stofanna. Það sé m.ö.o. eðlilegt
að starfsmenn hinna ýmsu
deilda Ríkisútvarpsins hugi að
því hvað samstarfsmenn þeirra
séu að gera og komi þannig í veg
fyrir tvíverknað, þríverknað eða
jafnvel fjórverknað, sem er al-
gengur þegar fulltrúar Rásar 2,
Rásar 1, fréttastofu Útvarps og
fréttastofu Sjónvarps eru allir að
segja sama fólkinu sama hlutinn
með nánast sama hætti á sama
tíma.
Póst- og símalénib
Það, sem heyrst hefur til Ríkis-
útvarpsmanna eftir birtingu
skýrslu Ríkisendurskoöunar, hef-
ur verið nokkuð tvírætt og eink-
um falist í því að þessar tillögur
þurfi mikla umræðu innanhúss
áður en nokkuð sé um þær að
segja. Þó hafa menn óhikað tjáð
sig um þá hugmynd, sem fram
kemur í skýrslunni, að ríkisfyrir-
tækið Ríkisútvarp hafi meiri sam-
vinnu við ríkisfyrirtækið Póst og
síma um dreifikerfi. Ríkisendur-
skoðun telur að RÚV ætti að
nota ljósleiðarakerfið, sem búið
er að byggja upp með miklum
tilkostnaðl til að dreifa efni, en
vera ekki að byggja upp annaö
GARRI
dreifikerfi til hliðar við ljósleiðar-
ann. Við þessu hafa forráðamenn
RÚV verið fljótir að bregöast og
sagt — réttilega — að ekki sé auð-
velt um slíkt samstarf, því okur-
starfsemi Pósts og síma sé slík að
ekki sé nokkur leið, ekki einu
sinni fyrir RÚV, að eiga viðskipti
við þá.
Ástandið í rekstri og samstarfs-
málum þessara ríkisstofnana
minnir einna helst á lénsskipu-
lag síðmiðalda og nýaldar í Evr-
ópu. Ráðherrarnir hafa úthlutað
lénum til lénsherra, sem raðað
hafa sér á hina ýmsu staöi, deild-
ir og rásir. Aðalstign lénsmanna
ráðherra er fjölbreytt: útvarps-
stjóri er eins konar stórhertogi;
framkvæmdastjórar eru jarlar;
deildarstjórar, fréttastjórar og
aðrir svipaðir eru lávarðar, en
varafréttastjórar og aðstoðar-
deildarstjórar hvers konar til-
heyra lágaðlinum. Viröingar-
staða aðalsins við ríkishirðina
ákvarðast ekki síst af gengi og
styrk hvers Iéns um sig, þannig
að lénsherrarnir og aðalsmenn
eiga að sjálfsögðu erfitt meö að
framselja í einhverju hagræðing-
arskyni það erfðagóss sem léninu
fylgir. Og þegar lögð er til sam-
vinna við lénsherra einhvers
annars ráðherra, abila úr allt
annarri hirð — eins og tilfellið er
með Ríkisútvarpið annars vegar
og Póst og síma hins veg-
ar — þá er bjartsýnin
heldur betur farin ab
hlaupa með menn í gön-
ur. Þab hefur enn oröið til
að auka á notagildi sam-
líkingarinnar vib léns-
veldið að ríkisstofnanirn-
ar tvær, Ríkisútvarp og
Póstur og sími, hafa við-
skiptavini eba „leiguliða"
sem bundnir eru vistarböndum
og hafa í raun ekkert val um
hvort þeir afneita þessum herr-
um sínum.
Framfærsluskylda
leiguliða
Framfærsluskylda leiguliðanna
gagnvart lénsherrunum er ab
verulegu leyti bundin í lög, ým-
ist með fjárframlögum, einokun
á mikilvægum svibum eða með
afnotagjöldum. Á móti bera léns-
herrarnir þá skyldu að veita
leigulibunum „öryggi", rétt eins
og tíðkaðist á sínum tíma í hin-
um evrópsku lénum.
Skýrsla Ríkisendurskoöunar er
því byltingarkennt plagg, sem
gæti haft mikil og víbtæk áhrif
vegna þess að þjóðfélagsaðstæð-
ur eru nú móttækilegar fyrir
breytingum í fjölmiðlaflórunni.
Skýrslan gæti því orðið nútíma-
legt ígildi framlags „þriðju stétt-
arinnar á ríkisstéttaþinginu í Par-
ís 1789", en við það þing kenna
margir upphaf frönsku stjórnar-
byltingarinnar, sem afnam í fyll-
ingu tímans endanlega léns-
skipulagiö. Garri
rirv
Utflutningur mennta og manna
Landflótti er ljótt orð, sem
landsfeðurnir segja að sé ekki til
í orðabókinni. Þótt einhverjar
þúsundir manna umfram að-
flutta hverfi til útlanda á ári
hverju, eru það aöeins taldir
eblilegir flutningar frjálsra
manna, sem vilja ráða hvar þeir
kjósa að lita og strita. Engin
ástæða er til að hafa áhyggjur af
slíkum smámunum.
Háskólarektor upplýsti viö
síðustu útskrift BA-mennta-
fólksins ab á tilteknu árabili
settust 15 af hundraöi þeirra,
sem ljúka háskólaprófi, aö í út-
löndum. Hann gat þess að ekki
væri átt við fólk í framhalds-
námi, heldur aðeins þá mennta-
menn sem ekki skila sér til fóst-
urjarðarinnar ab því loknu.
Tækifæri til starfa eru ekki fyr-
ir hendi og þau lífskjör, sem
bobið er upp á, freista ekki sér-
staklega. Þá kann þab að rába
miklu, að sérmenntað fólk á
hinum ýmsu sviðum á víða auö-
velt meb ab fá atvinnu og þau
kjör sem eftirsóknarverð geta
talist.
Þóknanlegur land-
flótti
Aubvitað er það varla til að
hafa orb á, þótt 15 af hundraöi
allra háskólamenntaðra manna
hafi hvorki tækifæri né nennu
til að lifa og starfa á ættjörðinni.
Ekki fremur en að hundruö og
þúsundir fjölskyldna vel verk-
færra manna freista gæfunnar
og flytja til útlanda, og enn skal
tekið fram umfram aðflutta.
Ekkert dugir að segja þessu
fólki þau alkunnu sannindi, að í
útlöndum sé ekkert skjól og ei-
lífur stormbeljandi. Á boröum
er þar ekki annað en pestarkjöt
og margeitrub jurtafæöa. At-
vinnuleysið er yfirgengilegt,
húsnæðisskortur landlægur og
fólk er lamið og rænt á götum
úti. Það fer samt.
En það er öðruvísi landflótti
sem er landsfeðrum þóknanleg-
ur og á mikla framtíð fyrir sér.
Það er þegar íslendingar gera
strandhögg og hasla sér völl á
Á víbavangi
Kamtsjatka, í Chile, í Namibíu, í
Kína, í Víetnam, í Mexíkó. Á
þessum stöðum er hvatt til ís-
lenskrar atvinnuuppbyggingar,
sem kvað eiga mikla framtíð fyr-
ir sér.
En hvernig þeir peningar skila
sér í íslenskt þjóöarbú er leynd-
ardómur sem er vel varðveittur.
Kannski felst ávinningurinn í
því að losna viö sjósóknara og
tæknimenntað fólk úr innlendu
atvinnulífi?
Ægibjört framtíb
Mætur hagfræöingur hefur
látið í ljósi efa um að kvótakerfi
sjávarútvegsins komi miklu
fleirum að notum en eigendum
kvótans og nokkrum sjómönn-
um. Fiskvinnsla í landi fer hrað-
minnkandi og ef fisiskipin sigla
ekki sjálf með afla sinn, er ís-
land í mörgum tilvikum ekki
annað en umskipunarhöfn. Og
hvar lendir þá hagnaðurinn af
íslandsmiðum?
Sé það mikill ávinningur fyrir
þjóðina að stofna til atvinnu-
rekstrar í Chile og Víetnam og
koma sem flestu vinnufæru
fólki í þau pláss, hlýtur það
einnig að vera ljúfur framtíðar-
draumur að auka enn útflutn-
ing á menntafólki til annarra
landa, sem boðið geta því at-
vinnur og kjör vib hæfi.
Því er von að landsfeður hafi
glýju í augum að horfa til svo
bjartrar framtíðar.
Háskólarektor telur að meö
því að búa sæmilega að vel
menntuðu fólki og nýta starfs-
krafta þess hérlendis gæti það
orðið til að auðga atvinnulíf og
bæta almenn lífskjör. Hvergi ber'
á að aðrir séu á þessari skoðun,
því horft er með velþóknun á að
dugmikið fólk flytji úr landi og
hvatt er til þess að íslendingar
sýni þrótt sinn og getu á strönd-
um Kyrrahafs og á suðurhveli
jarðar.
Það er líka eins gott, því þá
þarf ekki sífellt að vera ab finna
upp aukabúgreinar og aröbært
föndur til að viöhalda byggða-
mynstri aldamótanna.
Svo ætti einhver þjóbhollur
framámaður aö segja háskóla-
rektor og hans nótum söguna
góðu um bókvitið og askana.
OÓ