Tíminn - 02.11.1995, Page 6

Tíminn - 02.11.1995, Page 6
6 vj[£K* ****+<*( VffW ^ w w Fimmtudagur 2. nóvember 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Loksins hefur rofaö til ísölumálum Dyngju hf. Hér eru þœrAnna Káradótt- ir og Ólöf jónsdóttir viö saumavélarnar. Prjónavélarnar keyrbar á fullum afköstum Hjólin eru farin ab snúast í markaðsmálum prjónastofunn- ar Dyngju hf. þar sem allar prjónavélar eru nú keyrðar á fullum afköstum. Gerður hefur verið samningur viö Rússa um kaup á prjónavoö fyrir um 5 milljónir króna og er fyrsta sendingin farin úr landi. Jafn- framt hefur verið framleidd ný peysulína, sem Gréta Ösp hönnuður hefur hannaö, og hefur Sigurður Guðjónsson, stjórnarformaður og markaðs- fulltrúi Dyngju hf., kynnt fram- leiðsluna á Norðurlöndum og víðar. Að sögn Sigurðar á fyrir- tækið von á peysupöntun frá Noregi nú um mánaðamótin. Sömuleiðis hafa aðilar í Dan- mörku og Alaska sýnt þessari framleiðslu áhuga. Hjá Dyngju vinna nú sex manns í fimm og hálfu starfi og á döfinni er að bæta við einum starfsmanni til viðbótar: Sigurður sagöi, að eins og málin stæðu í dag væru næg verkefni fyrir prjónastofuna fram að jólum. Á næstu vikum kæmi í ljós, hvernig gengi að selja nýju peysulínuna, en gengi það að vonum, væri bjart framundan. KEFLAVIK Markaðs- og atvinnumála- skrifstofan: Annaö hundraö verkefniá átta mánubum Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar, eða MOA, eins og hún er kölluð í daglegu máli, hefur tekið þátt í alls 115 verkefnum síðan starf- semin hófst 3. febr. sl. Verkefn- in eru af ýmsum toga, að því er fram kom í máli Friðjóns Ein- arssonar framkvæmdastjóra á aðalfundi SSS á dögunum. Meöal verkefna er: 1. Samstarfsverkefni með Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, Hitaveitu Suðurnesja og Fjár- festingaskrifstofu Útflutnings- ráðs. Verkefnið felst í því að kynna fyrir markhópi erlendra fyrirtækja, möguleika til að fjár- festa í iðnaðarsvæöi á starfs- svæði Hitaveitu Suðurnesja. í næsta mánuöi verður kynntur bæklingur, sem skrif- stofan hefur haft veg og vanda af, þar sem Suðurnesin eru sér- staklega kynnt. Þessum bæk- lingi verður síðan dreift til sér- stakra ráðgjafa, sem ráðnir hafa verið í þetta verkefni í Þýska- landi, Bretlandi og Bandaríkj- unum. Heildarkostnaður við þetta verkefni er áætlaður um 14 milljónir króna. 2. Samstarfsverkefni Grinda- víkurbæjar, MOA, Hitaveitu Suöurnesja og Gjöfurs sf., sem felst í forkönnun á hugsanleg- um rekstri ylræktarvers í landi Grindavíkur og kynningu þess fyrir erlendum fjárfestum og/eða kaupendum. MOA hefur yfirumsjón með þessu verkefni, sem ætlað er að ljúki 1. febr. 1996. 3. í samvinnu við Byggða- stofnun hefur skrifstofan leitað leiða til að styðja við bakið á litlum og meðalstórum fyrir- tækjum og stuöla þannig að ný- sköpun á Suðurnesjum. í þessu skyni hefur töluvert fjármagn farið beint til einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja eða víkjandi lána. Ljóst er að þarna er um talsverða upphæð að ræða, eða allt að 12 milljónum. 4. Skrifstofan er enn fremur þátttakandi í svokölluðu Magnesíumverkefni ásamt Hita- veitu Suðurnesja og Byggöa- stofnun og hefur tekið þátt í þeirri undirbúningsvinnu sem þar hefur farið fram. Upphaflega var MOA aðeins stofnuð fyrir Reykjanesbæ, en nú er svo komið aö öll sveitar- félögin á Suðurnesjum eru þátt- takendur í rekstri skrifstofunn- ar. Listaskóli í burbar- libnum Það hefur nokkuð lengi flogið fyrir að meirihlutinn í bæjar- stjórn hafi hug á að stofnsetja hér í bæ listaskóla, þar sem sameinað væri í eitt tónlist, myndlist og ieiklist. Harla lítiö hefur þó bólað á framkvæmd- um og sem fyrr er aðeins kennd tónlist af hálfu sveitarfélagsins. Hins vegar var menntamála- ráðuneytinu skrifað bréf fyrir tæpu ári, þar sem spurst var fyr- ir um listaskóla (væntanlega í von um fjárstuðning). Ráðu- neytið tók sér góðan tíma til að svara, því svarbréf þess er dag- sett 11. sept. á þessu ári og er svohljóðandi: „Vísað er til bréfs yðar dags. 5. nóv. 1994 þar sem spurst er fyrir um stofnun listaskóla. Skólar af því tagi, sem um getur í bréfinu (tónlistarskólar, myndlistarskólar, leiklistarskól- ar), eru reknir alfarið af sveitar- félögum og/eða einkaaðilum. Menntamálaráðuneytið leggur slíkum skólum að jafnaði ekki tii styrki. Hins vegar eru dæmi um ýmiss konar samvinnu milli listaskóla og annarra skóla. Á grunnskólastigi kemur til álita að nemendur í efstu bekkj- um grunnskóla fái nám í viður- kenndum listaskólum metið sem valgrein. Á framhaldsskóla- stigi er samstarf á milli lista- skóla og framhaldsskóla og nemendur, sem sækja nám í listaskólum, fá það oft metið í almennum framhaldsskólum. f n i ttn n i nn i n SELFOSSI Undirbúningur á vikurflutningi frá Næfurholti í fullum gangi „Þetta er allt í athugun, við erum ekkert farnir að gera neitt alvarlegt átak í markaðsmálum ennþá. Það er vitað að tyrknesk- ur vikur er kominn inn á mark- aöinn, en ekkert vitað hverju það breytir," sagði Sveinn Val- fells hjá Steypustöðinni hf., sem er einn stærsti hluthafinn í Orion hf., um hugsanlegan vik- urútflutning fyrirtækisins. Ori- on hefur gert samning við bændur í Næfurholti á Rangár- völlum um útflutning á vikri, allt að 150 þúsund rúmmetrum fyrst í stað. Fyrirtækið hefur byggt færan- lega brú yfir Ytri-Rangá, skammt neðan viö Rangár- botna. Ef af útflutningi verður, mun vikurinn verða fluttur yfir brúna og niður Landveg, en ekki er bílvegur frá væntanleg- um vikurnámum niöur Rangár- velli. Fari vikurnámið yfir 150 þúsund rúmmetra, verður, lög- um samkvæmt, gert umhverfis- mat á staðnum. Cuöjón CuönýCuö- Hjörleifur Þorsteinn Guömundsson. björnsdóttir. Guttormsson. Pálsson. Kalman ekki á fyrirhugaðri mannanafnaskrá Karlmannsnafniö Kalman er ekki aö finna á skrá yfir fyrir- huguö leyfileg mannanöfn, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra mælti fyrir á Alþingi á þriðjudag. Guöjón Guðmundsson, þingmaöur Vesturlands, vakti athygli á þessu og sagði að um alíslenskt nafn væri ab ræða og þab hafi verib notab öldum saman í Borgarfirbi. Ástæður þess ab nafnib væri ekki á manna- nafnaskrá myndu vera þær ab þab væri ritab meb einu n-i í stab tveggja, en þab skjóti skökku vib á sama tíma og nöfn á borð vib Kjartan og Nat- an væru ritub með einu n-i. Guðjón las upp runu af fágæt- um nöfnum og nöfnum af er- lendum uppruna, sem sam- kvæmt frumvarpinu er fyrirhug- að að leyfa hér á landi, og sagöi að hart væri að útiloka góð og gild alíslensk nöfn á sama tíma og leyfa ætti allskyns orðskrípi sem mannanöfn. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið og boðaði Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalistans, breytingartillögu um að börn gætu kenni sig bæði við föbur og móður og nefndi sem dæmi að dóttir sín gæti þá skrifað sig „Gubnýjar- og Gísla- dóttir". Gubný kvaðst hafa kom- ið að mannanafnafrumvarpinu sem varaþingkona á sínum tíma og þá fengið þau svör að slíkt tæki of marga bókstafi og myndi valda erfibleikum í tölvukerfi Hagstofunnar. Hjörleifur Guttormsson kvað nauðsynlegt ab varöveita ís- lenska mannanafnahefð, en þó væri einnig þarft að rýmka regl- ur er varði fólk sem flytji hingað til lands og gerist íslenskir ríkis- borgarar. Nefndi hann dæmi af eiginkonu sinni, sem væri af er- lendu bergi brotin og hefði verið gert að taka upp íslenskt nafn. Þótt slíkt hafi ekki verið óeðli- legt samkvæmt gildandi lögum, þá hafi skotiö nokkuð skökku við að undir bréf um nýtt nafn hafi ritað tveir þá starfandi menn í dómsmálaráðuneytinu, er báðir hafi borið ættarnöfn af erlendum uppruna — nöfnin Thors og Möller. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sagði í umræðunum — um leið og hann gat þess að hér væri um mál að ræða þar sem skoöanir skiptust og tilfinningar kæmu við sögu — aö ólíklegt væri að þingmenn létu fjölda stafabila í tölvukerfi Hagstof- unnar ráða afgreibslu málsins á Alþingi. ÞI. Frá undirskrift samningsins milli Linsunnar og VIS. T.v. Axel Gísiason, for- stjóri VÍS, og t.h. Bergsteinn Stefánsson, eigandi Linsunnar. Bjoða upp á gler- augnatryggingu V Gleraugnaverslunin Linsan og Vátryggingafélag íslands bjóða nú í fyrsta skipti á íslandi sér- staka gleraugnatryggingu. Allir gleraugnanotendur hafa beðið lengi eftir tryggingu af þessu tagi og ætti hún að vera kærkomin þeim sem kaupa dýr gleraugu eða foreldrum barna sem þurfa að nota gleraugu. Með þessari tryggingu er verið að koma til móts við þarfir þeirra sem kaupa ný gleraugu og vilja tryggja þau með víðtækari tryggingu og mun lægri sjálfsábyrgð en heimilis- tryggingar bjóða. Linsan er fyrsta gleraugnaversl- unin sem býður vibskiptavinum sínum slíka tryggingu, og geta allir þeir sem kaupa ný gleraugu hjá Linsunni keypt trygginguna um leib. Gengið er frá tryggingunni í , versluninni, þannig að viðskipta- vinirnir þurfa ekki að gera sér sér- staka ferð í tryggingafélagið. Lins- an annast einnig uppgjör á tjón- um, annab hvort meb viðgerb eba afhendingu nýrra gleraugna. Tryggingin gildir í eitt ár frá kaup- degi gleraugnanna. Verði trygging- arinnar er stillt í hóf og kostar ab- eins 900 kr. Notendur gleraugna munu án efa fagna þessari nýjung, enda lengi beðið eftir tryggingu af þessu tagi. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.