Tíminn - 02.11.1995, Síða 8

Tíminn - 02.11.1995, Síða 8
8 WTVWf ww Fimmtudagur 2. nóvember 1995 1 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Málefni Bosníu rœdd í Dayton: Langar og strangar vibræður framundan Dayton, Ohio — Reuter í gær hófust í bænum Dayton í Ohio-ríki í Bandaríkjunum viö- ræöur allra helstu aöila stríösins á Balkanskaga. Svo viröist sem þeir séu nú tilbúnir til aö láta reyna fyrir alvöru á þaö hvort sam- komulag næst sem tryggir friö, eftir aö hafa átt í blóöugu stríöi í fjögur ár meö þeim afleiöingum aö um 200.000 manns hafa látiö lífiö eöa er saknaö og yfir tvær milljónir hafa þurft aö yfirgefa heimili sín. Þaö veröur þó enginn hægöar- leikur aö berja saman samkomu- lagi. Nú síöustu dagana hafa allir aöilar veriö aö heröa afstööu sína og telja meö því minni líkur á aö þeir þurfi aö gefa eftir. Serbar, sem hafa beöið mikla ósigra undanfar- iö, eru meö kröfur um aö þeir hafi rétt til aö mynda ríkjasamband með Serbíu og þeir vilja líka aö Sarajevó veröi tvískipt borg. Auk þess krefjast þeir þess aö eiga aö- gang aö Adríahafinu, sem myndi þýöa aö Króatía yröi að gefa þeim eftir landsvæöi fyrir sunnan Du- brovnik. Ennfremur vilja þeir aö landspildan í noröurhluta Bosníu, sem tengir saman landsvæöi Serba í austri og vestri, veröi breikkuð. Hún er nú um 10 km breið en Serbar vilja aö hún veröi um 20 km aö breidd. Bosníustjórn krefst þess hins vegar, og nýtur til þess m.a. stuðnings Bandaríkjanna, aö Bo- snía veröi áfram eitt ríki þótt/ henni veröi skipt upp í tvo nánast jafnstóra hluta. Auk þess vill Bo- sníustjórn óhindraöan aögang aö borginni Gorazde, en hún er um- lukin landsvæði Serba í austur- hluta Bosníu. Þar fyrir utan krefst Bosníustjóm þess að leiötogar Bo- sníu-Serba verði leiddir fyrir rétt vegna stríösglæpa, og að enginn þeirra sem grunaðir em um stríö- glæpi megi bjóöa sig fram í kosn- ingum. Loks vilja Króatar endurheimta Austur-Slavoníu úr höndum Serba, en Austur-Slavonía er síö- asta landsvæðið í Króatíu sem enn er á valdi Serba. Þar eru bæði olíu- lindir, blómleg landbúnaöarhéröð og auk þess aögangur aö Dóná. Þrátt fyrir þessar kröfur, sem erf- itt gæti reynst að semja um, sögö- ust þátttakendur í viðræöunum allir vera bjarstýnir þegar þeir mættu til leiks í gær. Richard Hol- brooke, aðalsamningamaöur Bandaríkjanna í málefnum Bo- sníu, sagöi þó aö framundan væri erfiöar viöræður. „Viö erum ekki hingaö komin til að lofa ykkur ár- angri, heldur aðeins því að gera okkar besta," sagöi hann, en bætti því viö aö viöræðurnar myndu engu aö síður halda áfram þangaö til árangri yröi náð. ■ Langar bibrabir myndubust fyrir utan kjörstabi í Subur-Afríku ígœr. Hér eru kjósendur í jóhannesarborg fyrir framan rábhús borgarinnar. Rússland: Yabloko fer með málið til Hæstaréttar Moskva — Reuter í gær sneri Yabloko, flokkur frjálslyndra, sér til Hæstarétt- ar Rússlands í þeirri von aö úrskurði yfirkjörnefndar yrði hnekkt, en á miðvikudag í síðustu viku úrskurðaði kjör- nefndin að Yabloko yrði ekki á meðal þeirra sem í kjöri í þingkosningunum í desember nk. Yabloko er samkvæmt skoö- anakönnunum meðal þeirra flokka sem mest fylgi gætu fengið í kosningunum, og úr- skurður yfirkjörnefndar hefur valdið miklum úlfaþyt í stjórnmálalífinu í Moskvu, jafnvel hafa efasemdir vaknað um að kosningarnar verði lýð- ræðislegar eða þær muni jafn- vel ekki fara fram. Úrskurður yfirkjörnefndar byggði á því að flokkurinn hefði tekið sex manns af lista flokksins án samþykkis við- komandi. Grígorí Javlinskí, Málverkasýning í fokheldu leikhúsi: Skammdegisskíma og hásumarsglenna Tolli teygir úr sér í fokheldu kvikmynda- og leikhúsi á Selfossi, sem Selfyssingar hafa sjálfsagt veríb hœttir ab láta sig dreyma um, enda stabib ónotab íáratug. Málverkasýning opnar í kvik- mynda- og leikhúsi Selfyssinga næsta laugardag. Húsiö er aö vísu hrátt yfirlitum, fokhelt eins og þaö er kallaö, og hefur veriö þaö í 10 ár. Tolli fann húsiö og fékk leyfi til aö setja upp sýningu á sviöinu, sem hann segir stærsta leiksviö utan Reykjavíkur og „dúndur-rými" til aö sýna í. Tolli ætlar ekki aö semja um aö halda aöstööunni fokheldu, en bendir þó snauöum listamönnum á aö: „Hins vegar tíökast það í Evr- ópubandalaginu að þegar fólk, sem vinnur viö skapandi hluti, finnur svona húsnæöi, þá bara tekur fólkið það. Þetta er kallað hústökufólk. Þaö væri alveg rakið fyrir slíkan hóp aö reka þetta þar til yfirvöld sæju ástæöu til að fara aö nota húsið." Á ópússuðum veggjunum veröa sett upp 20 stór málverk sem Tolli hefur málab á þessu ári. Sýningin skiptist í tvennt og er annar hlut- inn landslagsmyndir, sem hann segir sýna land og liti, ljós og birtu. „Birta er nú þab sem maður hrífst mest af, hvort sem þab er skamm- degisskíma eða hásumarsglenna. Ljósið er þab sem galdrar fram ís- lenska náttúru." Hinn hlutinn samanstendur af goösagnakenndum myndum með manneskjuna í aðalhlutverki eða meö gleggra orðalagi veröur fjallaö um „kvenlegan eölisþátt alheims- ins". Þab var ekki komið aö tómum kofunum þegar Tolli var spurður að því hvað stæði á bak við svo tignarlega skilgreiningu. „Þetta eru svona vangaveltur um gobsögnina um gyöjuna, hvort guö sé kona, um hib mjúka „power". Þaö er mjög gaman að myndgera svona pælingar í málverki. Þetta er alveg vaðandi ævintýri fyrir mig og áleitnar spurningar í dag, hvort sem þær eru lókal hjá mér eða gló- bal pælingar um vegferö mann- kynsins." Aöspurður hvaö hefði hrakiö hann inn á þessa kvenlegu línu, sagði Tolli þaö vera konuna í sjálf- um sér. „Hinn mjúki þáttur míns eigin sjálfs. Fyrst fer maður að skoða, svo leita, svo feröu aö finna og þá opnast fyrir manni ný sýn. Þetta er sá femínismi sem er spenn- andi og áhugaverður í dag, andlegi þátturinn." Hann segist ekki hrífast af praktíska þætti femínismans. „Þetta, sem grundvallaðist á stétta- baráttu og öðru, er auðvitað meira og minna reist á gildum karlasam- félagsins. Konan hefur nokkuö sem karlmenn hafa ekki, hún er miklu tengdari frumkröftunum í alheim- inum en karlmaðurinn. En karl- menn geta huggað sig vib þaö ab þeir eiga möguleika á þvi aö fæöast sem konur næst, til aö taka þátt í geiminu. Svona pælingar styöjast líka viö t.d. eina hlið á fornleifa- fræöinni í dag, sem segir að fyrir bronsöld hafi ríkt samfélag þar sem gyðjan leiddi samfélagið og kynin unnu saman meöjrá heimsmynd að guð væri kona. í stuttu máli, þá ganga öll trúarbrögö út á endur- fæðinguna og hún birtist m.a. í fæðingunni og það er auðvitað kona sem fæöir. Allar þessar frjó- semisstyttur sem þeir eru að finna í Síberíu, Grænlandi og út um allt, sem til skamms tíma hafa verið túlkaðar sem eins konar Playboy |

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.