Tíminn - 21.11.1995, Side 4

Tíminn - 21.11.1995, Side 4
4 Wimiun Þriöjudagur 21. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. .......... 1 " - ........... Fjarskiptabylting- in og friðhelgi einkalífsins Það þarf ekki að hafa mörg orð um nýjar víddir í mannlegum samskiptum sem fjarskiptabyltingin skapar. Þessi bylting er einkar mikilvæg fyrir okkur íslendinga. Með henni færumst við nær umheim- inum og fjarlægðir hverfa. Dagleg samskipti milli fjarlægra heimsálfa með hjálp sambanda um Int- ernetið og aðra viðlíka miðla opna nýjar víddir í samskiptum án tillits til fjarlægða. Hins vegar er það ætíð svo, þegar tækninýjung- ar ryðja sér til rúms, að þær þurfa aðlögun að sam- félaginu og geta skapað vandamál sem þarf að bregðast við. Ekki þarf að lýsa mörgum orðum þeim umræðum sem verið hafa um Internetið og þau vandamál sem það skapar. Það virðist vera staðreynd að þessi nýi miðill er notaður til þess að dreifa upplýsingum og fullyrð- ingum, sem snerta einkamál fólks og ekki hafa til þessa fengið inni í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að fjöl- miðlar — blöð, tímarit og Ijósvakamiðlar — hafi í ýmsum tilvikum verið gagnrýndir fyrir að ganga nærri einkalífi fólks, hafa gilt ákveðin takmörk í þeim efnum. Að hin nýja og ört vaxandi samskiptatækni á Internetinu skuli vera notuð til að dreifa óhróðri eru alvarleg tíðindi. Internetið er ekkert annað en ákveðin tegund fjölmiðlunar, sem lýtur ekki venjulegum lögmálum ritstjórnar. Þetta er stað- reynd sem þarfnast umræðu. Að sögn sérfróðra manna er íslensk löggjöf vanbúin þess að fást við meiðyrðamál sem upp geta komið af þessum sök- um. Löggjafinn verður vissulega að bregðast við og gera íslenska meiðyrðalöggjöf þannig úr garði að hún sé í samræmi við nýjustu tækni um dreifingu upplýsinga. í hefðbundinni fjölmiðlun eru ábyrgðarmenn sem hægt er að sækja til saka, en því er ekki til að dreifa á Internetinu. Spurningin um málfrelsi á ekkert skylt við þetta. Málið sýnist snúast um ábyrgð á orðum og gerðum, að það sé hægt að láta þann, sem dreifir upplýsingum sem vega að æru einstaklinga, standa fyrir máli sínu. Þær umræður, sem hafa verið um þessi mál að undanförnu, ættu að verða til þess að löggjafinn taki þetta mál til umræðu af mikilli alvöru. Um- ræður í þjóðfélaginu um ábyrgð þeirra, sem eru með slík tæki í höndunum sem tölvu sem tengd er Internetinu, eru einnig afar nauðsynlegar. Því fylg- ir mikil ábyrgð að hafa aðgang að slíku tæki og orð Einars Benediktssonar, „aðgát skal höfð í nærveru sálar", öðlast nýja og enn skýrari merkingu í ver- öld þessarar nýju samskiptatækni. Kvennalistískur leikur Garri heyrbi á tal nokkurra slökkvilibsmanna úr Reykjavíkur- slökkvilibinu í sundiaugunum um helgina. Þeir voru ab skipu- leggja launalaus leyfi sem þeir ætlubu ab taka sér meb kerfis- bundnum hætti á næsta ári og aö þeir myndu síöan bara kalla í af- leysingarmenn sjálfir og láta þá koma inn fyrir sig og vinna á meöan. Ástæöan fyrir þessum leyfum var aö þeir vildu ab ungir menn, sem þeir þekktu, kæmu inn á slökkvistöbina og öflubu sér reynslu af því aö þeir ætluöu aö veröa slökkviliösmenn S|álfir. Þeir töldu augljóst aö vinnuveitand- inn gæti nú ekki mikiö sagt, því þeir ætlubu sjálfir aö afsala sér laununum á meöan ungu menn- irnir væru á vaktinni. Garra þótti þetta nú heldur einkennileg rök- semdafærsla, en málið skýröist þegar þeir bentu á ab þeir væru aö útfæra fyrir sig „Kvennalistaleiö- ina" og hvernig þær ætluðu aö kalla inn varaþingmenn til að leyfa sem flestum röddum aö koma fram á þinginu. Gott fyrir Garra Satt að segja kom þessi leikur slökkviliðsmannanna Garra til aö fara að hugsa urn hvort hann geti ekki tekið upp málatilbúnað Kvennalistakvennanna sjálfum sér til hagsbóta — eins og slökkvi- liösmennimir virtust vera aö gera. Þaö er alveg ljóst aö þaö aö skrifa í þetta litla horn á hverjum degi er náttúrlega gífurlegt álag og því ætti Garri aö geta kallaö inn varamenn í skriftirnar alveg eins og Kvennalistinn ætlar að gera á þingi. Það eru ábyggilega margir sem þurfa aö æfa sig að skrifa í blöðin og myndu fegnir vilja skrifa fyrir Garra og í hans nafni. Þaö væri meira aö segja hugsanlegt aö Garri gæti skipt við einhverja slökkviliðsmenn sem ætluöu að fara í launalaust leyfi, þannig aö slökkviliðsmaöur gerö- ist Garri og Garri gerðist slökkvi- liðsmabur um tíma, svona til ab GARRI auka víðsýnina og bæta nýrri reynslu í sarpinn. Nú, nema menn stofnuðu hreinlega skipti- klúbba þar sem enn fleiri gætu tekið þátt og allir skiptust á að vera hver annar í launalausum fríum. Þannig gætu ferskar raddir hljómað á ólíklegustu sviöum þjóöfélagsins og nýjar hugmynd- ir ættu aö hljóta greiöari fram- gang. Þannig gæti Garri t.d. látið draum sinn um að verða taugalíf- eðlisefnafræðingur rætast í nokkra daga og þá myndi hann líka geta varpað fram kenningu sinni um að tungumálakunnátta sé háö magni tiltekinna boðefna í taugaendum. Fram til þessa hefur enginn tekib mark á Garra, þegar hann hefur veriö aö vibra þessa kenningu sína, sem aftur stafar ábyggilega af því aö Garri hefur ekki verið taugalífeðlisefnafræð- ingur og því hvorki vitað hvaða boðefni þetta gætu veriö né hvaö taugaendar eru nákvæmlega. Hinu veröur ekki á móti mælt að kenningin hljómar gáfulega. Þykjustuleikurinn Þannig má eiginlega segja aö Garri sé aö verða Kvennalistak- ona eöa í þaö minnsta maður sem styöur Kvennalistann, því það fordæmi sem þingkonur flokksins gefa öðrum starfsstéttum hefur nú oröiö til þess að draumar fólks gætu náö fram að ganga — í þykj- ustunni í þaö minnsta. Sem höf- undar þeirrar stefnu aö leyfa flokkssystrum sínum á kerfis- bundinn hátt að þykjast vera raunverulegir þingmenn, sem eru kallaöir oft og reglulega inn á þingið til að láta „rödd sína heyr- ast", hafa Kvennalistakonur tekið afgerandi forustu í þjóðmálum. Þær vega líka upp á móti því hvað flokkurinn hefur fáar þing- konur. Og þær virka líka miklu fleiri, þegar alltaf eru að koma inn nýjar og nýjar þingkonur fyrir flokkinn. Loks er ótalinn sá stóri kostur viö þennan kvænnalistíska þykj- ustuleik, að á landsfundum þarf flokkurinn ekki einu sinni aö ræöa stefnumótun í leiðindamál- um eins og efnhagsmálum, stór- iöju eöa landbúnaöi. Það má bara þykjast hafa einhverja stefnu í því líka, ef svo ber undir, þannig aö allir geta verið ánægðir. Garri Skemmdarverk á Skólavörbuholti Undarleg er sú árátta yfirvalda að fyllast þrjóskufullri andúö þegar aö því kemur aö varðveita eöa skapa menningarverömæti. Þaö er næstum sama hvaöa ráðamenn eiga hlut aö máli, alltaf tekst þeim aö koma fram sem menningarfjandsamlegir kauöar þegar þeir eru aö ráösk- ast meö byggingar og skipulag. Eru lítil takmörk fyrir því hve vel þessu fólki er lagiö aö aug- lýsa ósmekk sinn og lukkulega fávísi um sögulegt og fagur- fræöilegt gildi byggingarlistar og skipulag umhverfis manna og mennta. Dæmi eru um aö grípa hefur þurft fram fyrir hendurnar á yf- irvöldunum meö ofbeldi til aö koma í veg fyrir ósæmileg skemmdarverk. Húsaröðinni í Bakarabrekkunni ofan Lækjar- götu í Reykjavík var foröaö frá aö víkja fyrir fáránlegum stein- kumbalda í sovésk-íslenskum stíl, sem búiö var aö teikna og átti aö hýsa stjórnarráðsdeildir. Sú saga er vel kunn, en aðrar falla í gleymsku nema hvaö óbrotgjarnir minnisvaröar smekkleysunnar tróna yfir mannlífinu. Köllun allra yfirvalda Trú þeirri köllun allra yfir- valda aö lítilsvirða byggingar- söguleg verðmæti hvenær sem færi gefst, leggur borgarstjórn Reykjavíkur ofurkapp á aö eign- ast og umbreyta húsinu sem kennt er viö Ásmund mynd- höggvara og stendur á Skóla- vörðuholti. Miklum fjármunum veröur variö til aö gera bygginguna hæfa sem leikskóla fyrir börn. Þaö er eins og hvergi séu til hús eöa lóöir til aö lagfæra eöa reisa Ásmundarsalur (Freyjugata 41). nýjar byggingar fyrir höfuð- stefnu og tilgang R-listans, nema-beita bolabrögöum til að eyöileggja Freyjugötu 41. Hús sem byggt var af listamanni fyr- ir listamenn, hjónin Ásmund og Gunnþórunni, sem bjuggu í húsinu og störfuðu þar aö list- um sír.um. Önnur ágæt hjón, sem bæði Á víbavangi eru listamenn, buöu í húsið. Þaö voru þau Sigríður Jóhanns- dóttir vefari og Leifur Breið- fjörö, sem frægur er um lönd fyrir glermyndir sínar, sem föl- uöust eftir húsinu á frjálsum markaöi og hugöust nýta það eins og til var stofnaö í upphafi. Enginn kostur er á betri lausn og væri Reykjavíkurborg sómi aö því aö aöstoða þau hjón viö húsakaupin og létta undir meö viðhald, heldur en aö þursast við og setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Háborg barna- pössunar Borgin neytir yfirburöa til aö yfirbjóöa, því barnapössun skal í húsið hvaö sem þaö kostar. Og þaö kostar mikiö. En útgjöld borgarinnar eru ekki aðalatriðiö í þessu máli, heldur hitt hve borgarstjórnin sýnist gjörsam- lega firrt allri tilfinningu fyrir arkitektúr og tilgangi og viö- haldi sannrar byggingalistar. Hún er kúltúrsnauö, rétt eins og önnur valdaapparöt. Svo er þetta fólk aö gæla viö þá hugsun, aö Reykjavík veröi menningarborg Evrópu eftir nokkur ár. Best aö hafa ekki fleiri orö um þaö aö sinni. Dagvistun barna og leikskólar eru menning út af fyrir sig og sjálfsagt aö gera vel viö þann þátt tilveru í borg. En borgin hefur næg ráö til að fjölga leik- skólum, þótt Ásmundarsalur veröi látinn í friöi. Eitt sinn var til hugmynd og hönnun aö háborg íslenskrar menningar á Skólavöröuholti. Raunin varö önnur og þrátt fyr- ir dýrar og miklar byggingar er holtið hiröulaust og nöturlegt. Þar var byggt yfir myndasmiöi og er þaö enn helsti menningar- bragur svæöisins. Leikskóli var settur niöur milli Hnitbjarga og Ásmundarsals og er þaö ekki nóg, eins og fram er komið. Ef heldur sem horfir, er næsta skref aö gera Listasafn Einars Jóns- sonar aö dagvistunarheimili líka, svo ekki hallist á í verö- mætamatinu og væri þá komin þar háborg íslenskrar dagvistun- ar meö þrem pössunarstöövum. Borgarstjórn geröi vel í því aö forðast aö fara offari til aö upp- fylla kosningaloforöin um dag- vistun. Aö minnsta kosti er óþarfi aö fordjarfa menningar- verömæti til aö koma krökkun- um fyrir. Það er ekki víst að þeir þakki þaö þegar þeir komast til vits og ára og frétta hverju þau voru svipt vegna skammsýni og menningarfjandsamlegrar þrjósku. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.