Tíminn - 24.11.1995, Síða 4

Tíminn - 24.11.1995, Síða 4
4 VKmtmi Föstudagur 24. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sanngirni og kurteisi Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra talaöi um það í ræðu sinni á Fiskiþingi í vikunni að í samskiptum ríkja varðandi nýtingu auðlinda sjávar væri afar brýnt að sanngirni væri höfð að leiðarljósi. Utanríkisráðherra sagbi m.a.: „Að mínu mati felst sanngirni í því að tekið sé tillit til raunverulegra hagsmuna hvers aðila um sig. Vil ég leyfa mér ab halda því fram, hvað svo sem líður málflutningi og rökstuðningi í samningaviðræðum, að ríki vita í hjarta sínu, ef svo má taka til orða, nokkurn veginn hvab felst í sanngjarnri lausn. Heiti ég því ab íslensk stjórnvöld hafi aö leiðarljósi á alþjóðavett- vangi sanngirni, hvorki meira né minna, ekki síst í þeirri trú að aðrir sýni sömu afstööu." Þessi orö ráðherra falla nú þegar íslendingar standa í mikl- um þrætum við Norðmenn og Rússa vegna úthafsveiðimála og ekki síst vegna norsk-íslenska síldarstofnsins. Því er eðli- legt aö líta á heitstrengingu ráðherrans um sanngirni sem áskorun á viösemjendur íslands í þessum málum. Halldór sér fyrir sér mjög víbtækt samstarf á sviði sjávarút- vegsmála mebal þjóða í Norðurhöfum, og eru hugmyndir hans um „gagnkvæmt tryggingarkerfi" í fiskveiöiheimildum hluti af þeirri framtíbarsýn. Slík sýn er vissulega eftirsóknar- verð og hiö besta mál, og ýmis skref í þessa átt hafa þegar ver- ib undirbúin. Eitt slíkt skref varðar þaö samkomulag íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands að leggja til grundvallar skýrsl- ur vísindamanna um dreifingu síldarstofnsins fyrr og nú, þegar ákvörðun um heildarafla er tekin. Slíkt samkomulag er hins vegar lítils virbi, vegna þess að pólitískt samkomulag vantar um þab við hvaba tíma eigi að miða, hvort miða eigi vib dreifingu stofnsins eins og hún er nú, eöa hvort miða eigi við dreifingu stofnsins eins og hún var þegar göngumynstur síldarinnar var „eðlilegt". í þessu samhengi hljómar einhliða yfirlýsing Norðmanna um 1 milljón tonna kvóta úr stofninum þar sem Norðmenn fái 800 þús. tonn, Rússar 150 þúsund og íslendingar og Fær- eyingar 50 þúsund tonn, ekki eins og sanngirnin hafi verið höfö aö leiðarljósi. íslendingar hafa brugðist við þessari ósanngirni meb mikilli kurteisi, en þó gert Norðmönnum skiljanlegt að okkur sé stórlega misboðib. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sendi frá sér afar skýr skilaboð um þaö. Og víst er að eiginlegar samningaviðræður um síldina eru ekki hafnar, en umræður hafa verið boðaðar á fundi í Færeyj- um í næsta mánuöi. Þorsteinn Pálsson hefur haft þessi síldarmál á sínu borði ab undanförnu, og stjórnarandstöðuþingmenn hafa gagnrýnt ráðherrann fyrir linkind í málinu. Hann hefur svarað því, réttilega, aö enn hafi ekki fundist samkomulagsgrundvöllur og hann sé ekki tilbúinn til samninga um hvaö sem er. Augljóst er að komið er ab því aö auka þungann í þessu máli af íslands hálfu. Hugsanlega er ástæða til að „gera út" í norsku samfélagi og stjórnkerfi til þess að afla sjónarmiðum sanngirninnar fylgis. Það eitt að yfirlýsingar af því tagi, sem berast nú frá Noregi, skuli yfirleitt hafa komið fram, vekur upp þá spurningu hvort ekki sé verk að vinna fyrir íslendinga í bakgarði viðsemjenda okkar. Norbmenn hafa verið afar ósanngjarnir í þessum málum og það svo að efast má um hversu mikill samningsvilji þeirra er. íslendingar hafa á hinn bóginn verið sanngjarnir og raun- ar kurteisir í garð Norðmanna. Spyrja má hvort ekki sé hægt að draga úr kurteisinni, þó sjónarmiöum sanngirninnar sé tryggilega til skila haldib. Sagt er að kurteisi kosti ekkert. Það er rétt, svo langt sern það nær. Óþarfa kurteisi hins vegar gæti reynst óþarflega dýr. Blygðunin, RÚV og Internetið „Heiðarlegur" masókismi heyrði Garri Iangskólagenginn sálfræð- ing kalla það uppátæki nokkurra sjálfskipaðra verndara Nóbel- skáldsins að krefjast þess að fá lesningu Hrafns á smásögu sinni Hetjusaga endurtekna á Rás 1 Rík- isútvarpsins í fyrrakvöld. „Gerðu það aftur Karíus"-syndróm munu aðrir fræðimenn vilja kalla það, þegar óskað er eftir endurteknum höggum á staði þar sem vitað er að verkjar undan. Eitt hundrað valinkunnir ís- lendingar með Guðrúnu Péturs- dóttur (sem sat víst í gmggaröð- inni þegar hún var í skóla með Hrafni) í forsvari sendu útvarps- stjóra erindi um að endurtaka lestur Hrafns. Ástæðan fyrir þess- ari ósk er sú, að þeir voru svo innilega hneykslaðir og með svo særða blygðunarkennd eftir að hafa hlýtt á Hrafn lesa þessa sögu. Og til þess aö sem flestir gætu notið blygðunarbrots Hrafns væri nauösynlegt að endurtaka þátt- inn. „Refsing" Hrafns Eðlilega hefur ýmsum þótt þetta skrýtin ósk, en þjóðin hefur þó að sjálfsögðu fagnað því aö fá sanngjarna hlutdeild í blygöunar- broti Hrafns, mannsins sem hún elskar að hata. Guðrún í glugga- röðinni hefur einmitt útskýrt ósk- ir sínar um endurtekningu þann- ig, að fólk þurfi að sjá og heyra meö eigin eyrum hvílík ótugt hann Hrafn er og með því að end- urtaka þáttinn muni Hrafn ein- mitt verða sjálfum sér til mikillar minnkunar. Það sé því í refsingar- skyni við Hrafn aö veriö er að endurtaka lestur hans á Hetju- sögu. Niðurstaðan virðist hins vegar vera, að staðfest er að Hrafn sé ruddi, eins og allir raunar vissu. GARRI En í leiðinni hefur endurtekning- in og athyglin auðvitað þau áhrif að þjóðin gengur um og spyr: Er kannski eitthvað til í þessu með eiginkonu skáldsins? Útvarpsstjóri sýnir aö sjálf- sögðu mikið hugrekki með því að fara að „refsa" Hrafni með þess- um hætti, því Hrafn á valdamikla vini eins og þekkt er, og óvíst nema þessi uppákoma öll eigi eft- ir að verða í forgrunni forseta- kosninganna næsta sumar, en ýmsir vinir Hrafns hafa verið orð- aðir viö framboð og það á líka við um Guðrúnu í gluggaröðinni. En útvarpsstjóri á sér málsbætur. Menningarelítan var búin að velja sinn Barrabas og kallaði: „Krossfestið hann!" Þess utan þarf Ríkisútvarpið að huga aö sam- keppnisstöðu sinni, því ef hljóð- ritunin á blygöunarbroti Hrafns- ins hefði ekki farið í loftið á veg- urr Ríkisútvarpsins, heföi það ef- I' st verið sett með einföldum 'nljóðkortum á Internetið eins og nú tíökast með blygðunarbrot. Blygbunarbrots notiö En þjóöin fagnaöi hins vegar ákvörðun útvarpsstjóra og settist fyrir viðtækin sín kl. 23:00 í fyrra- kvöld, rétt eins og þegar hún hlustaði á Helga Hjörvar lesa Bör Börsson á sokkabandsárum stofn- unarinnar. En nú var þó and- rúmsloftið annað, því í fyrradag var þjóðin aö fullnægja sínum „Heiðarlega" masókisma, hún var að njóta þess að láta ganga fram af heiðarleika og blygðunarkennd sinni, enda mesti broddurinn far- inn úr Akureyrarmyndinni af Int- ernetinu. Aldrei fyrr hefur verk eftir Hrafn Gunnlaugsson notiö jafn mikillar athygli og vafamál hvort samanlagt áhorf á allar kvik- myndir hans og sjónvarpsþætti hafi náð því marki sem náðist í hlustuninni í fyrrakvöld. Það seg- ir allt sem segja þarf um ástæð- urnar fyrir fjármálastöðu Al- menna bókafélagsins að þeir eiga ekki þessa sögu til og geta því enga bók selt! Þessi glæsilega athyglisbrella Hrafns gefur okkur, ofursiðlegu smáborgurunum, gott tækifæri til að líta aðeins í eigin sálarspegil og komast að því að þrátt fyrir alll sem við segjum hvert við annað, finnst okkur innst inni að bæöi Ríkisútvarpið og Internetið séu hin mestu þarfaþing í blygöunar- fullri fjölmiðlun nútímans. Garri Óútfylltir víxlar Óútfylltir tryggingavíxlar eru í höndum peninga- og Iánastofn- ana, sem nota þá til að firra sig ábyrgð á viöskiptavinum sínum sem ekki standa viö greiöslur af lánum. Skuldakrafan fellur þá á ábyrgðarmenn sem skrifað hafa upp á, en eru ekki endilega aöilar að viðskiptunum að ööru leyti. Þeir sem ábyrgjast svona papp- íra meö undirskrift sinni gera það margir hverjir í þeirri trú, að ábyrgðin nái aðeins til þeirrar upphæðar sem fengin er aö láni með eölilegum hætti. Þannig að sá, sem skrifar upp'á tryggingav- íxil til aö skyldmenni eða kunn- ingi geti fengið krítarkort, telur að ábyrgð hans nái aðeins til þeirrar fjárupphæöar sem úttekt- arheimild nemur. En þegar til kastanna kemur og tryggingin fellur á ábyrgðarmann, er hann krafinn um kannski margfalda þá upphæð, vegna þess að hand- hafi kortsins hefur misfariö með þaö. En lánafyrirtækiö situr meö óúlfyllt víxileyöublað með nafni ábyrgðarmanns, og eftirleikur- inn er auöveldur. Nú er uppi mál þar sem ábyrgðarmenn á tryggingavíxl- um hafa kært starfsmenn banka fyrir umboðssvik. Það, sem vitaö er um málavexti, er aö maöur, sem skrifaði upp á tryggingavíxil vegna milljón króna láns, er krafinn um ellefu milljónir vegna vanefnda og einhverra fjármálalegra hundakúnsta sem lántakinn viðhaföi í bankanum. Klögumálin ganga á víxl Bankastarfsmenn útfylla sjálfir tryggingavíxilinn, sem ábyrgðar- maöurinn var búinn aö skrifa nafn sitt á fyrir löngu. Prettir og kostnaöur vegna þeirra lenda all- ir á manni, sem sjálfur kom hvergi nærri málum aö því best er vitaö. Ganga nú klögumál á víxl og bankaeftirlit, saksóknari, rannsóknarlögregla og dómstól- ar auk lögmanna fjalla um málin aö sínum hætti. Á víbavangi Þab er mikil lenska lánastofn- ana að gera þriöja aðila ábyrgan fyrir lánum sem hann hvorki tekur né nýtir á nokkurn hátt. Með því firra peningastofnanir sig allri ábyrgö á viöskiptavinum sínum og þurfa ekkert að velta því fyrir sér hvort þeir séu borg- unarmenn fyrir lánum sem þeir fá eða ekki. Aöför að ábyrgöar- mönnum leysir vanda lánastofn- ana. Margur harmleikurinn er orð- inn vegna þessa ábyrgöarleysis peningastofnana. Þær eyöileggja líf fjölda manns, sundra fjöl- skyldum og leggja skuldaklafa á fólk sem ekki eru viöskiptavinir peningavaldsins. Þessi ljóti leikur er löglegur og ef fórnarlömbin kvarta, er þeim aöeins sagt að þau hafi ekki átt að skrifa upp á hjá skyldmennum og kunningjum. Sjálfsviröing banka- stofnana Athæfi og framkoma lána- stofnana er lögleg, en efast má um hversu siöleg hún er. Eölilegt væri aö krefjast þess aö lána- stofnanir bæru traust til við- skiptavina sinna og Iánuöu ekki nema þeim sem álitnir eru borg- unarmenn fyrir skuldinni. Aö gera óviökomandi aöila ábyrga og láta þá skrifa upp á óútfyllta víxla er bragð sem hæfir okur- lánahákörlum og öðrum þeim sem stunda vafasöm viðskipti. En bankastofnun með einhverja sjálfsvirðingu á ekki aö leyfa sér svona vinnubrögö. Löggjafinn kann engin ráð til að takmarka svona fjárplógs- starfsemi og viöskiptasiðferöi er hugtak sem fæstir þekkja eöa vilja vita af, og fórnarlömbin vita sjaldnast í hvaða gildru þau eru leidd fyrr en um seinan. En ráö er til, sem er aö skrifa aldrei upp á óútfylltan víxil. Svo má líka banna aö nokkurri manneskju sé boðiö upp á aö setja nafn sitt á skuldaviöur- kenningu sem upphæð er ekki þegar komin á.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.