Tíminn - 24.11.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.11.1995, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 24. nóvember 1995 Ríó tríó er 30 ára og heldur stórtónleika fyrir alla fjölskylduna á upp- hafsstab tríósins í Kópavogi: Byrjuðu að raula á túni Digranesbæjarins Ríó tríó hefur nú leikiö og sung- ið fyrir landsmenn í 30 ár. í túninu heima heita stórtónleik- ar sem Ríó gengst fyrir á laugar- daginn kl. 17 í íþróttahúsi HK í Kópavogi — á þeim slóbum j)ar sem fyrstu Ríólögin hljómuöu vornótteina 1965. „Viö misþyrmdum nú skóla- systkinum okkar í Víghólaskóla fyrst meö þessum söng í einhver skipti. Síöan þótti upplagt aö hrella gamla fólkið í bænum, þaö átti sér engrar undankomu auöið, Nýr Yndisauki: Kominn er á markab nýr Ynd- isauki — After Dinner Mint frá Emmessís hf. Áöur voru komnar tvær tegundir Yndis- auka á markaðinn: annars vegar Cappuccino og hins vegarSwiss Mint. Bábar jressar tegundir hafa hlotiö miklar og góöar undirtektir hjá neyt- endum. Yndisauki fæst í eins lítra öskjum og hentar jafnt sem eft- irréttur einn sér eöa til dæmis í félagsskap ferskra ávaxta. Eins og allir vita hafa allir þörf og þab var eiginlega það fyrsta sem viö geröum opinberlega," sagbi Helgi P., einn Ríótríós- manna, í gær. Ríó tríó er 30 ára á þessu ári og heldur upp á þaö á laugardaginn. Staðsetning mikils fjölskyldukonserts, í túninu heima, er engin tilviljun, íþrótta- hús HK í Digranesi, ööru nafni Hákon Digri. Einmitt á þessum sömu slóöum hófu Ríóstofnendur, Helgi P., Ól- afur Þórðar og Halldór Fannar, að kyrja lög sín og plokka kassagít- fyrir yndisauka annað slagib. After Dinner Mint er einn slík- ur. ■ ara. I>á stób Digranesbærinn ná- kvæmlega þar sem íþróttahöll HK er í dag. I túninu þar byrjuðu strákarnir að syngja eina bjarta vornótt. Þar var líka frystihús á næstu grösum, segir Helgi, og þar unnu þeir Helgi og Halldór í humri, sem ekki þótti merkilegur fiskur í þann tíð. Helgi Pétursson segir að þeir fé- lagar hafi allan þennan tíma verið kenndir við Kópavog og margir kallaö þá „drengina úr Kópa- vogi". Þeir sungu meðal annars frægan brag Böðvars Gublaugs- sonar skálds í Kópavogi, Kópa- vogsbrag. Helgi segir að sá bragur hafi verið nokkur ádeila á Kópa- vog, en yfirleitt hafi hann virkað til hins betra og fólk eftir það litið Kópavog góölátlegum augum. í bragnum er gert grín að löggunni í Kópavogi og þótti þeim Helga og Óla það gott mál — bræður beggja voru nefnilega í löggunni. Ríó naut fljótlega vinsælda um land allt, en það gerðist í kjölfar útvarpsþáttar Sveins Sæmunds- sonar um 10 ára kaupstaðaraf- mæli Kópavogs. Þar fékk tríóið í fyrsta sinn alþjóöarhlustun. Á tónleikunum á laugardag fær Ríó til liös við sig hljómsveitina Saga Class og söngvarana Sigrúnu Evu og Reyni Guðmundsson. Björn Thoroddsen gítarleikari, Szymon Kuran fiðluleikari og After Dinner Mint Ríó tríó eins og flestir þekkja þab, Helgi Pétursson, Ólafur Þórbarson og Agúst Atlason (ímibib), sem kom ístab Halldórs Fannar þegar hann hcetti 1968. Reynir Jónasson harmonikuleik- ari munu líka sýna hvað í þeim býr. Kór Kársnesskóla syngur með tríóinu undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Þá leikur brasssveit- in Karnivala með Ríó, en félagar hennar eru allir uppaldir í Skóla- hljómsveit Kópavogs, þar á meðal Össur Geirsson, nú stjórnandi sveitarinnar. „Manni finnst þaö dálítið snið- ugt núna að komast í þennan stórkostlega Kór Kársnesskóla. Þegar við Óli Þórðar vorum litlir, reyndum við báðir að komast í kór í okkar skóla, en var hafnað. Það tók okkur þennan langa tíma að komast í kór," sagbi Helgi Pét- ursson að lokum og hló við. -JBP Bjargarstígur er í Þingholtunum og liggur á inilli Grundarstigs og Óðinsgötu. Gatan er róleg og meö fremur lítilli umferö bíia. Bjargarstígur 17 er gamall steinbær, sem var ab hluta til byggður fyrir 1882. En eins og mörg önnur hús, sem reist voru fyrir aldamótin síðustu, hefur verið bætt viö bæinn í nokkrum áföngum. í daglegu tali var hann kallaöur Heilmannsbær, en þar bjó árið 1882 Jóhann Heilmann meö fjölskyldu sinni. í kirkjubókum frá því ári er upptalning íbúa þessi: Jóhann Heilmann 46 ára, Dorothea 44 ára (sennilega kona hans). Þrjú börn búa einnig á heimilinu: Guð- rún 14 ára, Davíb 6 ára og Soffía Kristjana 3 ára. Árið 1895 í október kaupir Vilhelm Heilmann, sonur Jóhanns Heilmann, hús þaö sem faöir hans bjó í. Þá er lóöin mæld upp og aukiö viö hana og er þá 69 álnir frá austri til vesturs og 43 1/2 frá subri til norðurs. Sama ár fær Vilhelm leyfi tii að lengja bæinn um 2 álnir og byggja skúr. Fyrsta brunavirðing (brunabótamat) á eigninni er frá árinu 1896 og er þannig: Húsib er meö hlöönum veggjum upp að risstöfum, sem eru úr bindingi, járn- klæddir; járnþak er á húsinu. Niðri eru tvö herbergi og eldhús meö tvöföldum loftum. Herbergin eru þiljuð og máluð. Ein eldavél og ofn í öðru herberginu. Uppi á lofti eru tvö herbergi, bæöi þiljuö og máluö. Þann 30. apríl 1901 er sagt aö Jóhann Heilmann, löglegur erfingi Vilhelms Heil- mann, afsali hálfri eigninni til Davíös Heilmann. Jóhann Heilmann selur og afsalar hin- um helmingi eignarinnar til barna sinna, Davíös, Guðrúnar og Soffíu, í október árið 1905. Lóðin að þessum helmingi um- girt. Áriö 1906, í júní, er Eyvindi Árnasyni leyft aö byggja hús á lóöinni. J.W. Heilmann og Guörún Þorsteins- dóttir lýsa því yfir aö Eyvindur sé réttur eigandi aö 888 álnum af þeirri byggöu og óbyggðu lóð viö Óöinsgötu, sem áður var hluti af hinni svonefndu Heilmannslóð. Sama ár í júlí kaupir Guörún (Heilmann) Þorsteinsson hluta af löö Jóhanns Heil- mann, 34 x 18 álnir og auk þess lóöar- r j y;:p) WFmli ,LJ tjz t lilfí "írl l J I /I; 1 yflt Hínl 1 Bjargarstígur 17 ræmu 3 x 20 álnir upp með lóöar- mörkum Eyvindar Árnasonar. Sama ár er tekið af Heil- mannslóö undir Óbinsgötu. Þorleifur Jónsson kaupir Heil- mannsbæ 4. janúar 1916. í brunaviröingu frá árinu 1926 er þess getiö ab viðbygging sé við noröurhlið að- alhússins, úr steini með járnþaki á borösúö meb pappa í milli. Þar er eitt í- búðarherbergi, geymsluklefi, salerni og tveir gangar. Allt þiljaö innan og herberg- iö veggfóðrað, gangar og geymsla máluð. Þorleifur Jónsson fær leyfi í september 1938 til að breyta gluggum í húsi sínu. Árið 1941 fær hann leyfi til ab byggja skúr úr steinsteypu viö húsiö, að stærð 5,12 ferm. Lýsing á Bjargarstíg 17 (Heilmanns- bæ) frá árinu 1943, sem tekin er uppúr brunabótamati á eigninni, fer hér á eftir: íbúöarhús, einlyft, úr grásteini upp að risstöfum, sem eru úr bind- ingi, járnklæddir. Þak er úr borbsúð, pappa og járni. Á aðalhæðinni eru tvö herbergi, eldhús og gangur, allt vírlagt, múrhúbað og málaö. 1 risi tvö herbergi og gangur, allt málað. Viöbygging úr steinsteypu, meö járn- þaki á borösúö, meö pappa í milli er viö noröurhlið hússins. Þar eru tvö herbergi, snyrting og tveir gangar. Allt þiljað innan og herbergin veggfóöruö og máluö. Þvottahús úr steinsteypu meö járni á súö. Áriö 1956 er fyrirhugab hjá Bæjarráði Reykjavíkur að byggja þrílyft hús á því svæði sem Bjargarstígur 17 (Heilmanns- bær) er og rífa bæinn. En af einhverjum á- HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR stæðum varö ekki af því, enda heföi veriö skaði að missa þennan gamla steinbæ úr Þingholtunum. Þorleifur Jónsson selur og afsalar hálfa eignina með öllu múr- og naglföstu og öllu sem eignarhlutanum fylgir og lóðar- réttindum aö hálfu, árið 1964, Þorbergi Jónssyni. Sama ár byggir Þorbergur and- dyri úr timbri. Nokkur eigendaskipti veröa á árunum frá 1970 tii 1980, en þá kaupa þau hjónin Ingibjörg Valdimarsdóttir og Höskuldur Ottó Guðmundsson; hann var frá Rand- versstööum í Breiödal. Eftir að Höskuldur Ottó kom til Reykjavíkur stundaði hann verkamannavinnu. Hann var ljóðelskur mabur og hagyrðingur, eftir hann kom út ljóðabók. Ingibjörg Valdimarsdóttir er frá Breiðafjarðareyjum og fæddist í Svefneyj- um, en fluttist til Rúfeyja þriggja ára og átti þar heima til sautján ára aldurs. Ingi- björg er þekkt fyrir fallegar prjónaflíkur, en hún var með litla prjónastofu á heim- ili sínu til margra ára. í mörg ár var Hösk- uldur Ottó mikill sjúklingur, en dvaldi heima. Á meöan sá kona hans fyrir heim- ilinu með prjónaskap. Ingibjörg er kraftmikil kona og hefur gert mikið fyrir gamla steinbæinn sinn. Hún breytti útliti glugganna eins og ætla má aö þeir hafi veriö í upphafi. Herbergja- skipan er svipuö því sem lýst er hér aö framan frá brunabótamati frá árinu 1943. Þó hafa verið gerðar lítilsháttar breyting- ar. Á hæöinni er stofa, sem hefur verið sameinuð litlu herbergi viö hliöina með því aö taka millivegg. Eldhúsiö er rúmgott meö borðkrók. Efri skápar í eldhúsi falla inn í vegg, sem var áöur útveggur eða þar til viöbygging var reist. í viöbyggingu er stórt herbergi sem áður var prjónað í, snyrting, gangur og rúmgott þvottahús. Uppi rúmgóður gangur og tvö stór her- bergi. Húsmóðirin á heimilinu hefur sjálf mest unniö aö endurbótum á húsinu og hefur gott auga fyrir því að halda gamla stílnum eins og hægt er. Falleg gömul frönsk hurð með gleri er á milli forstofu og gangs. Fyrir nokkrum árum var brotist inn í húsiö. Strax á eftir lét Ingibjörg setja upp öflugt þjófavarnarkerfi, sem tengt er viö stjórnstöö hjá öryggisfyrirtæki. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.