Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur BO. nóvember 1995 Tíminn spyr,.. Er réttlætanlegt a& taka upp innritunargjöld í sjúkrahúsum? Sighvatur Björgvinsson, alþing- ismabur úr Aljjýbuflokki Nei. Þab eru lög í gildi á íslandi um ab sjúkrahúsvist skuli vera ókeypis. Mér finnst ekki réttiæt- anlegt ab breyta þeim lögum, vegna þess ab ef þeim er breytt og þó svo ab innritunargjald sé e.t.v. lágt í upphafi, þá er þab komib á vald framkvæmdavaldsins hvern- ig framkvæmdavaldib getur síban breytt því. Katrín Fjeldsted, aljnngismabur úr Sjálfstæbisfiokki Vibleitni manna til ab ná nibur fjárlagahallanum tekur til flestra sviba í opinberum rekstri og hvab varbar þessa spurningu virbist valib standa milli þess ab taka upp innritunargjöld eba nefskatt, eins og heiibrigbisrábherra hefur nefnt. Bábir kostir eru slæmir en kurrna ab vera óhjákvæmilegir. F.g tel hins vegar ab mestum sparn- abi megi ná í heilbrigbisþjónust- unni meb því ab hafa öfluga heilsugæslu og fylgja eftir þeirri verkaskiptingu milli heilsugæslu og sérhæfbari þjónustu sem lög kveba á um. Valgerbur Sverrisdóttir, for- mabur Júngflokks Framsóknar- manna Hvab er réttlætanlegt er alltaf spurning, en vib stöndum frammi fyrir því ab vib erum ab taka erlend lán til ab reka okkar velferbarkerfi. Vib erum þeirrar skobunar, framsóknarmenn, ab þab geti ekki gengib til lengdar og því verbi ab grípa til ýmissa ab- gerba sem margar hverjar eru ekki sérstaklega ablabandi. Innritunar- gjald er eitt af því sem enginn kemur á ab gamni sínu en í þess- ari þröngu stöbu þarf ab koam víba vib og þrátt fyrir þab ab grípa þurfi til ýmissa erfibra abgerba í heilbrigbiskerfinu þá eru framlög til heilbrigbismála einhverjum milljörbum hærri á næsta ári en í fyrra. Oddafélagib 5 ára Oddafélagib heldur fimm ára afmæli sitt hátíblegt í Hall- grímskirkju 1. desember. Þar flytur Sverrir Tómasson í Árna- stofnun hátíðarerindi sem nefnist: Lærdómssetrið í Odda og Snorri Sturluson. „Á hátíðarfundinum mun ég rekja sögu félagsins í stuttu máli en aðalatriðið er erindi Sverris þar sem hann segir frá lærdómssetr- inu í Odda og Snorra Sturlusyni sem þar var í æsku. Snorri var fenginn Jóni Loftssyni, sem var mesti höfðingi landsins og mikill friðarhöfðingi, til fósturs strax fjögurra ára gamall, og ólst upp hjá honum og þeim Oddaverjum til tvítugs. I>að er gaman að velta því fyrir sér hvað þessi mesti rit- höfundur íslendinga hefur lært og hlotið af þeirri fornklassísku Þórhallur Vilmundarson, pró- fessor og forstöbumabur Ör- nefnastofnunar Þjóbminjasafns- ins, mun fjalla um kirkjuleg ör- nefni á íslandi í tveim fyrirlestr- um sem hann heldur í Háskólabíói. Örnefni tengd kirkju og kristnihaldi í landi hér eru flest frá kaþólskri tíb og við þeim var ekki hróflab vib siba- skiptin. Þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi færist óöum nær, en vib kristnitökuna urbu einhver mestu umskipti sem orðið hafa í íslenskri þjóbarsögu. Rómversk-kaþólskur sibur ríkti hér á landi í hálfa sjöttu öld, en á afmælisárinu, árib 2000, Þór jakobsson, formabur Oddafé- lagsins. hefur lútherskur siöur staðib í hálfa fimmtu öld. Þórhallur mun sýna marga upp- drætti ásamt myndum til skýringar meb fyrirlestrum sínum. Efni fyrir- lestranna ætti að höfða til margra, ekki aðeins þeirra sem áhuga hafa á kirkjusögunni, heldur einnig menningarsögu almennt, byggða- sögu, fornminjum, bókmenntum, náttúru landsins, ferðalögum og útivist. Fyrri fyrirlesturinn verður á Bar- börumessu mánudaginn 4. desem- ber og á Nikulásmessu miðviku- daginn 6. desember kl. 17.15 í sal 2 í Háskólabíói. Öllum heimill ab- gangur. -/BP menntun sem barst í Odda með Sæmundi fróða og þeim Odda- verjum," segir Þór Jakobsson veð- urfræðingur, formaþur félagsins sem stofnað var í Odda á Rangár- völlum á fullveldisdaginn 1990. Með honum í stjórn eru séra Sigurður Jónsson í Odda, Frey- steinn Sigurðsson jarbfræðingur, Drífa Hjartardóttir á Keldum og Elsa G. Vilmundardóttir jarðfræð- ingur. „Þetta eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs í Odda á Rangárvöllum," segir Þór Jakobsson, „og upphaflegi til- gangurinn var að Oddi yrði með tíb og tíma mibstöb fræöistarfa í náttúruvísindum og sögu, án þess að við séum með stórkostlegar áætlanir um mannvirki í Odda. Áhuginn beinist fremur ab því að nota nálæga stabi fyrir fundi og ráðstefnur, td. Hellu, Hvolsvöll, Gunnarsholt, Laugaland og fleiri staði í Rangárþingi." Þór segir að félagiö hafi jafnan gert sér far um að skírskota til sem flestra, bæði fræbimanna og al- mennings. „Viðfangsefnin á árlegum ráð- stefnum okkar hafa verið fjölfag- leg, ef svo má segja, og tekið jafnt til náttúrufræði og sögu, enda viljum vib varpa ljósi á það hvernig land og saga hafa tvinn- ast saman í áranna rás." Þór Jakobsson segir að skráðir félagar í Oddafélaginu séu milli fimmtíu og sextíu, en þar af sé um helmingur af Suðurlandi og helmingur úr Reykjavík. „Við höfum ekki verið með mikinn áróður en njótum þó góbs stuðnings frá einstaklingum og opinberum stofnunum á borb við Héraðsnefnd Rangæinga, hreppunum eystra og almenn- ingi," segir Þór Jakobsson vebur- fræbingur og formabur Oddafé- lagsins. Þórhallur Vilmundarson fjallar um kirkjuleg örnefni í tveim fyrirlestrum: Flest örnefnin eru frá kaþólskum sið Dýralæknisbústaðurinn á Hólmavík seldur Frá Stefáni Gíslasyni, fréttaritara Tímans á Hólmavík: Nýlega gekk ríkið frá sölu á dýralæknisbústabnum á Hólmavík. Þar með er ljóst ab dýralæknir sest þar vart aö í bráð. Reyndar hefur héraðib verið dýralæknislaust í nokkur ár, og til skamms tíma hefur þab sama gilt um Vestfirði alla. Þann tíma hefur bústaburinn verið í leigu. Nýr eigandi dýralæknisbústaðarins er Jón Ólafsson, en eins og fram hefur komib í blaðinu hrundi hús hans í júnímánuði síðastliðnum. ■ Sagt var... Pervertar hætti „Ég vil taka undir meb þeim mörgu sem hafa látib í Ijósi fyrirlitningu sína á þeim „pervertum" sem fundu sig í því ab sneiba svo augljóslega ab hin- um vangefnu í Dagsljósþætti nýlega. Ef þessir menn verba ekki látnir hætta hjá ríkisstofnuninni Sjónvarpi verba ábyrgir yfirmenn þeirra ab víkja, ab mínu mati." Enn er grátib vegna framkomuskólans í Dagsljósi. Nú er þab Helga Ólafsdóttir sem geysist fram á ritvöllinn. Ógeðslegir jólasveinar „Ég skil ekki nútímalegt fyrirtæki og alþjóblegt ab bjóba gestum á jóla- föstunni upp á þessa ógebslegu jóla- sveina — og þab í borbsölum ab ná sér í mat af hlabborbi ... Þessir ógebslega klæddu durgar hljóta ab hafa gert út af vib matarlystina ..." Skrifar Katrín í DV um okkar íslensku jólasveina sem þjófstörtubu á Hótel Sögu fyrir skemmstu. Þab er nú nokkuö til í þessu. Eitt gott vi& Vi&reisnina „Eitt var þab sem varpabi Ijóma á Vibreisnina. Rábherrarnir urbu ásáttir um ab þeir skyldu ekki baktala hverjir abra eba deila opinberlega þótt ekki væri samstaba um allt. Þetta skapabi traust og festu í landsstjórnina." Benedikt Gröndal í Alþýbubabinu. Vond taba „Taban í kjaramálum er ískyggileg" Prentvillupúkinn leit vib í fyrstu máls- grein háttvirts leibara Morgunblabsins í gær. Fórnfúsir björgunarmenn „Ég leyfi mér ab fullyrba ab björgun- armenn leggja ótrúlega mikib á sig til ab standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerbar og vera vib- búnir þegar til þeirra er leitab." Segir Markús Einarsson í Mogganum. í fréttum um helgina kom fram ab skatturinn og lögreglan hefbi á sama tíma heimsótt fimm veit- ingahús í Reykjavík, til ab fara yfir hvort ekki væri allt með felldu í rekstrinum. Athugabar voru merkingar á flöskum, bókhalds- gögn fyrirtækja fengin til yfirferð- ar og þá var sérstaklega verið ab athuga vinnulaun starfsfólks, þ.e.a.s. hvort eitthvað af þeim skipti um hendur án vitundar fjármálaráðherra. Veitingahúsin fimm voru samkvæmt því sem hvíslab var í pottinum: Rauða Ljónið, Kringlukráin, Mónakó, Keisarinn og Laugavegur 22. • Alþýbubandalagsmenn í pottin- um fylgjast nú grannt meb því hvernig Hafnarfjarðarkratar sem lentu í hremmingum undirfyrr- verandi meirihluta í bæjarstjórn fá nú uppreisn æru. „Þab er kominn Straumur á Sverri," segja kommarnir um þá rábstöfun ab ráða Sverri Ólafsson sem for- stöbumann ab Straumi, en mikið fjabrafok varb í fyrra vegna lista- hátíðar sem hann stýrbi eins og frægt var. Nú biða menn eftir því ab Arnór Benonýsson fái upp- reisn æru og kunnugir eru ab tala um ab hann verbi nýr fjár- málastjóri hjá Félagsmálastofnun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.