Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 7
7 Fimmtudagur 30. nóvember 1995 Norrœna flutningamannasambandib ályktar um fiskveiöistjórnun á Islandi: Ætlar a ð berjast gegn kvótakerfinu Fiskveiðikerfi með frjálsum, framseljanlegum veiðiheimild- um, eins og framkvæmt er á ís- landi, hefur leitt til óæskilegrar uppsöfnunar kvótans á fáar hendur, segir þing Norræna flutningamannasambandsins, NTF, sem hélt 10. þing sitt í Lillehammer í Noregi á þriðju- dag og miðvikudag. Fingið bendir á að þessi þróun mála hafi haft neikvæð áhrif á hagsmuni fiskimanna og annarra launþega í sjávarútvegi, meðal annars í formi ótryggari atvinnu og að kerfið hafi lækkað launa- kjör. Þingið lýsti yfir að aðildar- samböndin á Norðurlöndum eigi að vinna gegn fiskveiðistefnu með frjálsum, framseljanlegum kvótum hvert í sínu landi. Innan NTF eru 44 aðildarsam- bönd og félög á Norðurlöndum með um 335 þúsund félagsmenn. Fimm íslensk félög og sambönd eru innan NTF: Verkamannasam- band Islands, Sjómannafélag Reykjavíkur, Farmanna- og fiski- mannasamband íslands, Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag íslands. -JBP Siguröur Markússon, fráfarandi stjórnarformaöur SIS, í rœöustól á aöalfundinum. Tímamyndir C 5 Bílgeymsla Rauöakrossdeildar Strandasýslu á Hólmavík. Hólmavík: Byggt yfir sjúkrabílinn Siguröur Markússon lœtur af stjórnarformennsku í SÍS og Egill 01- geirsson á Húsavík tekur viö. Siguröur í samtali viö Tímann: Vibskipti Sambandsins ekki horfin í tómarúmið Frá aöalfundi Sambandsins. Frá vinstri eru Erlendur Einarsson fyrrverandi forstjóri SÍS, Gunnar Sveinsson fyrrv. kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suöur- nesja, Ólafur Sverrisson fyrrv. kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfiröinga, Maríus Kárason stjórnarformaöur Kaupfélags Steingrímsfjaröar, og Sigrún Magnúsdóttir kaupfélagsstjóri Kaupfélags Bitrufjaröar. Frá Stefáni Císlasyni, fréttaritara Tímans á Hólmavík: Þessa dagana standa yfir fram- kvæmdir vib byggingu bíl- geymslu fyrir sjúkrabíl Rauða- krossdeildar Strandasýslu, en verkið hófst síðsumars. Húsið er nú fokhelt og er unniö að inn- anhúsfrágangi. Bílgeymsla Rauðakrossdeild- arinnar stendur á lóð heilsu- gæslustöövarinnar á Hólmavík, en af ýmsum ástæbum þykir hentugt ab geyma sjúkrabílinn Sverrir Stormsker, sem kallar sig nú Serði Monster, hefur sent frá sér 75 mínútna lang- an geisladisk undir heitinu Tekið stórt upp í sig. Þar er að finna 19 „bannvæn" lög og eru flest þeirra eftir Serði sjálfan. Einnig má þar finna Hausthefti 169. árgangs Skírnis er komið út. Einstaklingurinn er jrar í brennidepli, að því er segir í fréttatilkynningu frá út- gefanda, sem er Hið íslenska bókmenntafélag. Litið er um öxl, er einstaklingsvitund eflist mjög meðal íslensku þjóðarinn- ar, en einnig horft fram á veg- inn og spurt hvernig rétti ein- staklinga verði best borgið í samfélagi framtíðarinnar. Mcðal cfnis í Skírni er grein Sig- urðar Gylfa Magnússonar um dagbók Halldórs Jónssonar frá Miðdalsgröf, sem talin er gefa ein- staka mynd af lífi einstaklings í bændasamfélaginu um síöustu aldamót. Tilurð höfundarins heit- sem næst heilsugæslustöðinni. I sumum tilvikum getur þaö stytt viðbragðstíma, m.a. þegar lækn- ir þarf ab fylgja bílnum í útköll, og auk þess eru tæki í bílnum, sem nýtast heilsugæslustöðinni og sjúkrahúsinu við ákvebnar aöstæður. Fram til þessa hefur bíllinn staðið í húsnæði Björg- unarsveitarinnar Dagrenningar. Umsjón með byggingu bíl- geymslunnar er í höndum Benedikts Grímssonar, húsa- smíðameistara á Hólmavík. ■ nokkur erlend lög sem þekkt eru meöal landans undir nöfnun- um Adam átti syni sjö og Þrjú hjól undir bílnum, en í meðför- um Serðis heita þau Saddam átti syni sjö og Þrjú tól undir fíln- ir grein eftir Þröst Helgason, þar sem rætt er um þau tímamót er höfundurinn verður til í íslenskri skáldskaparumræðu. Sigurður Líndal skrifar greinina Stjórnar- skrá og mannréttindi þar sem færö eru rök að jrví að ofuráhersla á einstaklingsréttindi í nútíma- stjórnarskrám kunni á endanum að vinna gegn mannréttindum, en í drögum aö stjórnarskrá næstu aldar leggur höfundur skylduhugtakiö til grundvallar. í grein sinni færir Jón Á. Kal- mansson rök að því að leggja eigi ríkari áherslu á veröleika og. mannkosti einstaklingsins en gert hefur verið í áhrifamestu réttlæt- iskenningum síðari tíma. Egill Olgeirsson tæknifræðingur, stjórnarformaður Kaupfélags Þingeyinga, var kjörinn formaður Sambands íslenskra samvinnufé- laga á aðalfundinum í lok síðustu viku. Hann tekur við af Sigurði Markússyni, sem gegnt hefur stjórnarformennsku á erfiðum tímum hjá Sambandinu. Tíminn ræddi við Sigurð Markússon. „Á fundinum kom fram að við er- um á þessum síðustu 5-6 árum bún- ir að borga niöur skuldir, sem voru 14 milljarðar, niður í nánast ekki neitt. Þær voru samkvæmt efna- hagsyfirliti 30. september ein millj- ón og eru til peningar þar á móti. Við fórum í nauðasamning í fyrra. Kröfurnar í hann voru 360 milljón- ir, þar af gáfu lánardrottnar eftir 270 milljónir. Þannig að hundraðs- hlutfallið á nútímaverðlagi á eftir- gjöfunum af heildarskuldinni er al- veg um 2 prósent," sagði Sigurður Markússon, fráfarandi stjórnarfor- maður Sambandsins. Sigurður segir að gott samkomu- lag hafi verið um nauðasamning- inn. Einn sagöi nei, en það var skiptastjóri KRON, en í síöustu viku féll málið Sambandinu í hag í Hæstarétti, sem Sigurður segir að hafi verið ánægjuleg frétt daginn fyrir aðalfundinn. Á aðalfundinum leiðrétti Sigurð- ur Markússon þann misskilning margra að viðskipti, sem Samband- Greinar unt íslenskar fornbók- menntir eru eftir Árna Bergmann og Kristínu Geirsdóttur. Sigurður A. Magnússon skrifar urn Sann- leika og fagurfræði og ritgerð Pló- tóníusar um fegurðina birtist í þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilsson- ar. í greinum um bækur eru kort- lögð tvö svið íslenskra bók- mennta, sem lítiö hafa verið könnuö til þessa. Rúnar Helgi Vignisson rær á miö íslenskra sjó- mannasagna og Árni Ibsen rekur hvernig ný bókmenntategund, örsögur, hefur veriö að festa rætur hérlendis. Þá skrifar Einar Sigurðs- son grein um Bókmenntaskrá Skírnis, sem fylgir hausthefti ekki ið annaðist, væru horfin og týnd í tómarúmið. Sigurður segir að þetta sé alrangt. Sex fyrirtæki með rætur í Sambandinu, nú hlutafélög, séu í góðum gangi og öll séu þau í meiri eða minni eigendatengslum við kaupfélögin í landinu og samstarfs- félög þeirra. Hér er um að ræða Inn- kaupasamband kaupfélaga, íslensk- ar sjávarafurðir, Kaupás, Kjötum- boðið, Samskip og Skinnaiðnað á Akureyri. „Þessi sex féiög veltu í fyrra 21,6 milljörðum og höföu aukið veltuna um 1,2 milljarða milli ára. Eftir aö þessu sinni og er óvíst um framhald á útgáfu hennar, að því er fram kemur í oröum ritstjór- anna, Jóns Karls Helgasonar og Róberts H. Haraldssonar. Linda Vilhjálms er skáld Skírnis að þessu sinni og birtast eftir hana tvö ljóð, sem kallast á við forsíðu- mynd ritsins, en hún er eftir Myndlistarmann Skírnis. Þaö er Óskar Magnússon (1915-1993), sem var verkamaður hjá Eimskip lengst af, en um sama leyti og hann hóf nám í veflist 1973 sagði hann sig úr lögum við samfélagið og reisti sér hús uppi á Hellisheiði ásamt Blómeyju konu sinni, eins og fram kemur í grein Ólafs J. Engilbertssonar í Skírni. -ÁR þeim fréttum, sem maður les í blöð- um núna, þá verða þessi fyrirtæki með hagnað sem verður einhvers staðar á milii 400 og 500 milljónir í ár. Allt er þetta því að rísa upp á ný," sagöi Sigurður í samtali við Tímann. Sigurður segir að Samband ís- lenskra samvinnufélaga verði ekki lagt niður. Það hafi miklu hlutverki að gegna sem landssamtök 24 kaup- félaga og samvinnumanna í land- inu. Ótrúlegt sé að Sambandiö hverfi til viðskipta eins og áður, þegar fyrirtækið var langstærsta fyr- irtæki landsins. Hlutverk þess sé og verði eingöngu félagslegs eðlis sem málsvari samvinnumanna í land- inu. „Mér finnst alls ekki að hlutverk mitt sem stjórnarformaður hafi ver- ið svo leitt, einhver varð að gera þetta," segir Sigurður Markússon aðspurður um það hvort hlutverk hans heföi ekki veriö erfitt og sárt. Sigurður segir að Þorsteinn Sveins- son, varaformaður SÍS, og raunar stjórnin öll hefðu unnið afar vel aö málum með sér. Það, sem hafi verið ánægjulegt, hafi verið að jrað tókst að stýra fyrirtækinu framhjá gjald- þroti. Fram fór mikil sala á öllum hinum miklu eignum SÍS. í dag eru eignir Sambandsins virtar á 18 milljónir króna. „Það voru margir búnir aö dæma okkur af og það oft, alls konar menn — stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og fleiri. En Sambandið stóö af sér þetta mikla veður og á framtíðina fyrir sér á sínu sviði," sagði Sigurður Markússon að lokum. -JBP Bannvœn lög frá Seröi Monster: Tekið stórt upp í sig um. Skírnir kominn út: Einstaklingurinn í brennidepli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.