Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. nóvember 1995 3 Gamall og bilanagjarn mengunarbúnaöur á Grundartanga: Rætt um aö verja 300 milljónum í nýjan búnaö Mengunarvarnir á Grundar- tanga munu aö öllum líkind- um verba endurnýjabar á næstu árum. Kostnaöurinn vib verkib mun verba um 300 milljónir króna. Stjórn Is- lenska járnblendifélagsins kemur saman til fundar á föstudag og mun þá verba rædd hugmynd um stækkun verksmibjunnar. Þar verbur líka farib fram á fjárheimild til ab kaupa og setja upp nýj- an mengunarvarnabúnaö. Jón Sigurðsson forstjóri ís- lenska járnblendifélagsins segist verba ab viöurkenna að þeir í verksmiöjunni hafi gerst sekir um ab hafa sleppt of miklu ryki og reyk frá verksmiöjunni. En það hafi ekki komið til af góbu. Járnblendimenn fengu all- nokkra gagnrýni fyrir mengun frá verksmiðjunni á almennum borgarafundi á Hlöðum á Hval- fjarbarströnd í fyrrakvöld. „Annar blásarinn sem tilheyr- ir öðrum ofninum hefur laskast. Það hefur komið fyrir að við höfum ekki staðið alveg klárir að öllum varahlutum og við- Crundartangaverksmiöjan meö Skarösheiöina í baksýn. gerð dregist nokkra daga. Þá keyrum við þannig að stöku sinnum er einn strompur af þremur opinn. Þá fer út kannski sjötti partur af útblæstrinum óhreinsaður. Einu sinni hefur það gerst í tvær vikur að bíða þurfti eftir varahlutum, annars Frumvarp um breytingar á jaröalögum: Jaröalögin andstæö lögum um stjórnsýslu, aö mati flutningsmanna Þrír þingmenn Alþýöu- flokksins, þeir Sighvatur Björgvinsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Gísli S. Ein- arsson, hafa flutt á Alþingi frumvarp til laga um breyt- ingu á jarbalögum þess efnis aö greiba fyrir frjálsum við- skiptum meb bújaröir og draga úr valdi jarbanefnda varbandi kaup og sölu ein- stakra jarða. I frumvarpinu er gert ráb fyrir ab komist sveitarstjórnir og jarða- nefndir ab þeirri niðurstöðu ab tiltekin rábstöfun fast- eignar sé andstæb hagsmun- um viðkomandi sveitarfé- lags þá sé þeim heimilt ab synja um áformaöa ráöstöf- un eignarinnar enda séu lagbar fram skriflegar rök- studdar ástæbur þess saman- ber ákvæbi stjórnsýslu laga. í greinargerð meö frumvarp- inu segir meðal annars að meginstefna gildandi jarða- laga sé ab leggja miklar kvaöir á ráðstöfun eigenda bújarða á eign sinni og mjög mikil völd fengin jarðanefndum í hend- ur. Meö þeim breytingum sem nú séu lagðar til verbi völd nefndanna takmörkuö og ráð- stöfunarréttur eigenda jarð- anna að sama skapi aukinn. Sighvatur Björgvinsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði á Alþingi að á áttunda áratugnum hafi aöstæður í landbúnaði verið allt aðrar en nú og jarðalögin meðal annars verið sett til þess að stuðla að áframhaldandi búskap á jörð- um. Nú þurfi að draga saman í landbúnaði og því hafi veriö mjög óeðlilegt þegar skoröur við sölu jarða hafi enn verið þrengdar á síðasta ári. Nú sé komið í lög að ef einstaklingur vilji festa kaup á bújörð verði hann helst ab hafa búið á jörð- inni eða næsta nágrenni hennar í allt að tvö ár. Sig- hvatur sagbi ab með frum- varpinu væri verið að losa um hin gríöarlega ströngu skilyrði sem jarðeigendur byggju við varðandi rábstöfun á jaröeign- um sínum og setja jarðanefnd- um þær skorður að þær verði að rökstyðja ákvarðanir sínar í stað þess að einföld neitun af þeirra hálfu sé nægileg til þess ab stöbva viöskipti án þess ab nefndarmenn þurfi í einu eba neinu að færa rök fyrir ákvörð- unum sínum. I núgildandi jarðalögum frá 1976 er kvebið svo á um að ekki megi taka land, er notað hafi verið til búskapar, til ann- arra nota nema að fenginni lagaheimild eða samþykki ráb- herra og að fengnu samþykki viökomandi jarðanefnda og sveitarstjórnar ásamt umsögn Skipulags ríkisins og Búnaðar- félags islands, auk þess sem slíku samþykki beri að þing- lýsa. Flutningsmenn frum- varpsins telja að þessar hindr- anir á ab taka landbúnaðar- land til annarra nota séu í hrópandi ósamræmi við það sem nú sé ab gerast í íslensk- um landbúnaði þar sem stjórnvöld stuðli af fremsta megni að því ab draga hefb- bundinn landbúnað saman. Þeir leggja því til að sú laga- grein sem leggur þessar kvaðir á falli brott úr lögum. -ÞI Tímamynd: GS hefur þetta gerst kannski í tvo daga. Þetta er vissulega hvim- leitt ástand," sagði Jón Sigurðs- son í gær. Inni í ofnhúsinu sleppur laus nokkur reykur og vib því er ekki annað að gera en að blása hon- um út. Jón segir að sá reykur sé svo blandaður að hann sjáist ekki. Hins vegar sé verksmiðjan ab vinna innan settra marka hollustuyfirvalda flesta daga. Þór Tómasson, efnaverkfræð- ingur hjá Hollustuvernd, var á fundinum á Hlöðum. Hann sagbi í samtali við blaðið í gær að fylgst væri með málum hjá járnblendinu eins og öðrum og sýni tekin reglulega af útblæstri og jarðvegi. Vitað hefði verið um vandamál vegna mengunar síðastliðið vor. Ekki hefbu þótt efni til að stöbva reksturinn, en ljóst þætti að járnblendiverk- smiöjan mundi á næstunni taka hraustlega á mengunarvörnum sínum. Hollustuvernd var nokkuð gagnrýnd á borgarafundinum fyrir afskiptaleysi sitt. -JBP Siv Friöleifsdóttir. Siv Friöleifsdóttir segir Blindrabókasafniö þurfa mun meira fé til aö þjónusta les- blinda: Tíföld aukning á sjö árum Siv Fribleifsdóttir alþingismað- ur sagbi í fyrirspurn til mennta- málaráðherra í gær ab lesblind- um á mennta- og háskólastigi sem leitubu til Blindrabóka- safnsins hefbi fjölgab úr 10 árib 1987 í 100 árib 1994. Af þeim sökum yrbi ab veita mun meira fé til Blindrabókasafnsins en gert væri ráb fyrir, en sú upp- hæb nemur 2,3 milljónum nú. í svari menntamálaráöherra, Björns Bjarnasonar, kom fram að hann hefði átt viðræður viö for- stöðumann Blindrabókasafnsins vegna vandans og veriö væri að leita úrlausna. Alls væri 32 millj- ónum varið skv. fjárlögum til sér- kennslu í ár. Siv sagði lesblindu vera á milli steins og sleggju í kerfinu, þeir væru ekki skilgreindir sem fatlað- ir en í þjóbfélagi þar sem allt gengi út á læsi væri staba þeirra mjög bág og hart yrbi að bregðast vib til ab bæta hag þeirra. Menntamálaráðherra sagði að í skólakerfinu hefði þótt rétt að einbeita sér fyrst að fötluðum, þar sem einstakir skólar gætu átt stór- an þátt í ab hjálpa nemendum sínum eins og lðnskólinn í Reykjavík hefði gert meb góbu fordæmi. Svanfríður Jóhannes- dóttir, Þjóðvaka, sagði fréttaflutn- ing fjölmiðla af Iönskólanum á dögunum einkennast af þeirri trú að lesblinda væri sárasjaldgæft fyrirbæri og eitthvað sérstakt þar. Taliö er að allt ab 4% í árgangi geti átt vib dyslexíu, eða les- blindu að stríba. -BÞ Reykjavíkurborg vill friða Ásmundarsal Borgarráb Reykjavíkur ætlar ab leita eftir því vib Húsfribunar- nefnd ríkisins ab húsib Ásmund- arsalur við Freyjugötu verbi fribað ab ytra byrbi og fært nær upp- runalegu útliti sínu svo sem kost- ur er. Verða breytingar, sem naub- synlegar eru svo ab húsib henti starfsemi leikskóla, hannabar í samrábi vib byggingalistadeild Kjarvalsstaba. Kristín A. Árnadóttir aðstoðar- kona borgarstjóra telur að með þessu tryggi Reykjavíkurborg að Ás- mundarsalur haldi varðveislugildi sínu svo sem frekast er unnt. „Af hálfu Reykjavíkurborgar var þessi kostur athugaður mjög vand- lega áður en ákvörðun var tekin," segir Kristín A. Árnadóttir, „og nið- urstaðan varð sú að þetta væri mjög góður kostur. Kaupin á Ásmundar- sal og nauðsynlegar breytingar þannig að hann henti sem leikskóli kosta ekki meira en nýbygging, eins og úttekt Byggingadeildar borgar- verkfræðings og Dagvistar barna leiddi í ljós áður en ákveöiö var að gera Félagi íslenskra arkitekta tilbob í húsið." Verulegrar óánægju hefur gætt vegna fyrirhugaðra breytinga á notkun hússins, en allt frá því að Ás- mundur Sveinsson sameinaði vinnustofu og híbýli með því að byggja þetta hús hefur myndlist ver- ið iðkuð þar með einhverjum hætti. Fram hefur komið í fréttum að Leif- ur Breibfjörð glerlistarmaður hafi falast eftir kaupum á húsinu með því að bjóða í það átján milljónir króna en Félag íslenskra arkitekta hafi ákvebið ab taka boði Reykjavík- urborgar upp á 19,2 milljónir. Um þær ásakanir að Reykjavíkur- borg hafi hér verið ab yfirbjóba ann- an kaupanda segir Kristín: „Það er náttúrlega ekki rétt, eins og sjá má af því að húsið hefur verið til sölu hjá fasteignasala í meir en tvö ár og ásett verð var mun hærra en það sem tilboð borgarinnar hljóðaði upp á. Erfingi Ásmundar Sveinssonar átti forkaupsrétt að húsinu en ákvað aö nýta sér hann ekki. Aðrir væntanlegir kaupendur en borgin hefðu auk þess hæglega getað óskab eftir því að ganga inn í tilboö Reykjavíkurborgar. Eftir slíku hefur hins vegar ekki verið leitað og því er erfitt að koma auga á rök fyrir því ab borgin skuli nú hætta við þessi kaup. Um það sjónarmið að þab dragi úr menningarlegu hlut- verki hússins að starfrækja þar leik- skóla er það að segja að í fljótu bragði veröur ekki séð hvaða menn- ingarlega hlutverk er mikilvægara en þab að búa börnum listrænt um- hverfi í uppvextinum," segir Kristín A. Árnadóttir aðstoðarkona borgar- stjóra. -A.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.