Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 10
10 Fimmtudágur 30'. nóverhbér 1995 Ásta Margrét Sigurbardóttir Fædd 24. september 1924 Dáin 19. nóvember 1995 Milli námsáfanganna og körfuboltasigranna kom elsti sonurinn Valdimar Karl eitt sinn heim meö gullfallega og hægláta bekkjarsystur, Þuríöi Jónu Ágústsdóttur. Framtíðin var ráöin og ekki löngu seinna hitti ég foreldra stúlkunnar, Ág- úst Guðjónsson og Ástu Margr- éti Sigurðardóttur, sem viö kveðjum í dag. Ásta var greinilega mikil kjöl- festa í fjölskyldunni og tóku þau hjón Valdimari strax opn- um örmum. Ásta haföi misst foreldra sína ung úti í Vest- mannaeyjum. Faðir hennar Sig- urður Einarsson fórst við bjarg- sig; móðir hennar Margrét Jóns- dóttir veiktist heiftarlega nokkru seinna, en hafði komið yngra barni sínu Árna í fóstur til frændfólks síns undir Eyjafjöll- um áður en hún lést. Ásta ólst aftur á móti upp hjá föðursystr- um sínum aö Norðurgarði í Vestmannaeyjum. Gefur augaleið hvílíkur harm- ur það var fyrir ungt stúlku- barnið að missa báða foreldra sína og sjá af bróður sínum í aðra sveit. Þrátt fyrir einstakt at- læti frændfólks í uppvextinum hefur þessi hörmulegi atburður markað óafmáanleg spor í sálu hennar. Sorgin gleymir engum og þeir sem alast upp með henni mega oft ekkert aumt sjá. Þetta var einmitt skýrasti þátt- urinn í fari Ástu, sem lýsti af kærleik og góðmennsku, borið samt oft uppi af hressilegu við- móti, blönduðu kímni. Þar sem hún sat í fjölskylduboöum var jafnan ys og þys litla fólksins, sem leitaöi stöðugt til ömmu með ráð, að ógleymdri enda- lausri gjafmildi hennar. í uppvextinum í Vestmanna- eyjum gekk Ásta aö öllum al- mennum störfum, þótt kjörin hafi ábyggilega markast af kreppuárunum og bágindum atvinnulífsins í kjölfar þeirra. Sautján ára gömul ræður hún sig svo kaupakona að Skógum undir Eyjafjöllum. Þar er hún á ættarslóöum móður sinnar og Eyfellingar orðlagöir snillingar til hugs og handa, atorkumenn og gleðimenn. Nokkrum árum seinna fór hún í vinnu til Reykjavíkur og árið 1946 eignast hún elsta barn sitt, Sigurö Grétar Eggertsson trésmið. Hún flyst með hann ungan sem ráðskona til Guð- jóns Pálssonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni og sálmaskálds frá Stokkseyri. Þar kynnist hún eft- irlifandi manni sínum, Ágústi bifreiðastjóra, syni Guðjóns, og ganga þau í heilagt hjónaband 27. september 1947 og hefja bú- skap að Hverfisgötu 100. Árið 1951 byggja svo ungu hjónin Hólmgarð 13 og hefur þab verið heimili þeirra æ síðan. Jafn starfsamri konu og Ástu féll ekki verk úr hendi og ásamt heimilishaldinu vann hún ára- tugum saman vib ræstingar á Borgarbókasafninu. Ásta unni líka heitt sinni fögru Bústaða- kirkju, var í kvenfélaginu og tók heilshugar þátt í uppbyggingar- starfi kirkjunnar með sr. Ólafi Skúlasyni, núverandi biskup, og sr. Sólveigu Láru Guðmunds- dóttur, abstobarpresti hans. Þá átti kvenfélagið Heimaey ekki svo fáar stundir hennar, en í því félagi eru brottfluttar konur úr Vestmannaeyjum. Börn Ástu og Ágústs eru: Guðjón Vilberg, yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg, kvæntur Sigurbjörgu Ágústsdóttur. Erna Kristín bankamær, en sambýlismaður hennar er Ólaf- ur Már Magnússon útgefandi. Börn hennar og Valdimars Jóns- sonar verkamanns eru Ásta Hjördís förðunarmeistari ogjón Ágúst. Yngst er svo Þuríður Jóna Hallsteinn Sveinsson Hallsteinn Sveinsson fœihlist á Kols- stöbwn í Miðciölwn í Dalasýslu 7. júlí 1903 og lést á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi 21. nóveinber 1995. Forelárar hans voru Sveinn Finnsson, bóncii á Kolsstöðwn og síðar í Eskiholti í Borg- arlireppi í Mýrasýslu, og Helga Ey- steinsdóttir. Börn þeirra voru: Þórdís sawnakona, Finntir 1887-, bóndi, Ey- steinn-1915, Bjami 1890-, bóndi, Ás- nwndur 1893-1982, myndliöggvari, Ingibjörg húsfreyja, Benedikt 1898- 1967, bókari, Anna Ragnheiður, Hall- steinn 1903-1995, smiður, Sigurður 1904-, Þorgeröur 1907-, kennari. Á lífi em nú Sigurður og Þorgerður. Hallsteinn dvaldi hjá foreldrum sínum á Kolsstöðum til ársins 1925, er þau fluttu í Eskiholt í Borgar- hreppi í Mýrasýslu. Þar var hann ti! ársins 1943 ab hann fór til Reykja- víkur þar sem hann bjó til ársins 1971. Þar fékkst hann meðal annars við smíðar og útskurb. Hann laut lítils háttar höfði og skáskaut augum, sem lýstu af glettni, í áttina til mín og yfir and- litib færðust brosviprur iðandi af kímni og ef til vill svolítilli kerskni: „Ég veit ekki. Hvað finnst þér, hvernig finnst þér svona myndir?" svaraði hann síðan spurningu minni um álit hans á mynd sem við vorum ab virða fyrir okkur. Þannig kom hann mér fyrir sjónir fyrst þeg- ar ég hitti hann og æ síöan þegar leiðir okkar lágu saman, hvort sem það var í Safnahúsinu, heima hjá honum á Dvalarheimilinu eða á ferðalagi til Reykjavíkur að skoba sýningar eða verk einhvers. Alltaf var stutt í glettnina og skoplegar at- hugasemdir. Stundum reyndar var svolítill broddur í athugasemdun- um, rétt til ab skerpa meðvitund okkar hinna um hverfulleika alls sem fyrir okkur ber og þess að til eru fleiri sjónarhorn en okkar eigin. Við, sem vinnum og höfum unniö t Safnahúsinu í Borgarnesinu, eigum lengi eftir að sakna þess sárt ab fá ekki að heyra hans skoðanir á mönnum og málefnum. Á árunum 1970 og 1971 varb þab að ráði ab Hallsteinn fluttist upp í Borgarnes á Dvalarheimiii aldraöra þar, sem þá var nýlega byggt. Hann átti landskika í Reykjavík, sem Reykjavíkurborg keypti af honum fyrir allháa upphæð og greiddi fyrir með reibufé og ríkisskuldabréfum. Einnig átti hann og tók með sér stórt safn listaverka, sem hann hafði eignast á árum sínum í Reykjavík, aðallega á sjötta og sjö- unda áratugnum. Mörg verkanna hafbi hann fengið sem greiðslu fyr- ir viðvik eins og smíði ramma um myndir listamanna og önnur hafði hann fengið gefin af öðrum tilefn- um. Þetta voru verk eftir marga okk- ar þekktustu og ástsælustu lista- menn og nægir þar að nefna Þor- vald Skúlason, Sverri Haraldsson, Valtý Pétursson, Hafstein Aust- mann og svo bróður hans Ásmund Sveinsson. Þessar eignir, listaverk og fé, gaf hann Borgarneshreppi og varð gjöf- in upphaf að Listasafni Borgarness, sem var svo stofnað skömmu síbar. Þarna var um 120 listaverk að ræða og verulega fjárhæð. Upp frá því hefur Listasafn Borgarness vaxib og dafnað og Hallsteinn sífellt verið ab bæta vib það, og lætur nærri að hann hafi gefið safninu um 150 verk alls. Þess utan hafa verið keypt verk og safninu hafa borist gjafir á þeim árum sem það hefur starfað. Má þar til dæmis nefna höfðinglega gjöf frænda og nafna Hallsteins, sem barst nú fyrir örfáum vikum frá Hallsteini Sigurðssyni. Þá átti hann einnig mikinn þátt í ab sett hafa veriö upp útilistaverk hér í Borgar- nesi, t.d. Óöinshrafninn í Skalla- grímsgarði og Sonatorrek á Borg, sem bæöi eru eftir bróður hans Ás- mund Sveinsson. Hann beitti sér fyrir því ab þetta væri gert og lagði fram fé frá sjálfum sér til þess. Þann- ig ab hann var að sinna sínu áhuga- máli hér allan þann tíma sem heilsa hans leyfbi. En hvar eru öll þessi verk? kann einhver ab spyrja. Útilistaverkin veit fólk um, en ég er ekki viss um ab Borgnesingar og Borgfirðingar geri sér grein fyrir að undanfarin liðlega 30 ár hafa verk úr Listasafni Borgarness prýtt margar opinberar skrifstofur og stofnanir í Borgarnesi, t.d. Heilsugæslustöðina, skrifstofur sveitarfélagsins, skrifstofur Kaupfé- lags Borgfirbinga, sýsluskrifstofurn- ar og nokkrar fleiri. Það má því segja ab gjöf Hallsteins hafi glatt augu okkar, sem á þessa stabi hafa komið, og veitt okkur ánægju und- anfarin ár. Það er fyrir hans tilstilli að við höfum haft íslenska mynd- list í kringum okkur öll þessi ár. Vib eigum honum mikið að þakka sem einstaklingar og við eigum honum einnig mikib að þakka sem samfé- lag, sem nú á slíkan fjársjóð sem það safn er sem hann færði okkur. Vib kveöjum nú mann, sem mark- aði djúp spor í sögu þessa samfé- lags, og þökkum af alhug fyrir þab sem hann gerði fyrir okkur. Fyrir hönd stjórna Listasafns Borgamess, Safnahúss Borgarfjarðar og bæjarstjórnar Borgarbyggðar færi ég ættingjum Hallsteins sam- úðarkveðjur og bið þann, sem ætíb stendur með okkur öllum, að vera þeim styrkur. Guömundur Guðmarsson Það húmar við sundið aðfallið ber lognölduna að klettunum svartir fuglar fljúga við Brákarey það er íshröngl í flceðannálinu mjalldrífan sest í hár mitt fellur í augu mér hljóð og köld eins og kyrrð þessa kvölds aðeins fjarlœgur gnýr liafsins boðar mér nýjan storm að morgni. (Sr. Rögnvaldur Finnbogason) Lífsljósib hans Halla frænda er slokknab. Hann hvarf úr okkar heimi hægt og hljótt að áliðnum degi og hann var áreiöanlega hvíld- inni feginn og að fullu sáttur við að kveöja, enda ævigangan orðin meb því lengsta sem gerist eða rúm 92 ár. Þrátt fyrir það var hann „maður án aldurs", gat rætt hvaða málefni sem var við hvern sem var og fylgd- ist ótrúlega vel með öllu í kringum sig. Fullri andlegri reisn hélt hann til æviloka. Við hittumst síðast ör- stutta stund kvöldið áöur en hann kvaddi. Hann sagöi sér líða prýbi- lega og gat meira að segja gantast svolítið og strítt mér eins og venju- lega á sinn sérstæða hátt með blikið gamalkunna og kæra í augunum sínum, sem voru þó eins og farin að skyggnast eilítib inn í eilífðina. Hann velti því stundum upp í sam- ræðum, hvort nokkurt líf væri eftir þetta líf, hvort maöur yröi ekki bara steindaubur, eins og hann komst aö orði á sína vísu. Nú veit hann jrað og sú vissa verður honum góð. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar Áslaug Þorsteinsdóttir frá Dýrastöðum sem lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 28. nóv- ember, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugar- daginn 2. desember og hefst athöfnin kl. 13.00. Jarðsett verður í heimagrafreit aö Dýrastöðum. Halldór Klemensson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Á EFTIR BOLTA KEMUR BARN... "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI" JC VIK t MINNING kennari, gift Valdimari Karli Guðlaugssyni viöskiptafræöingi og eru synir þeirra Þorsteinn Ingi, Tryggvi Karl og Kristinn Örn. Börn Siguröar Grétars og Matteu Pétursdóttur eru Ágústa Dröfn, sonur hennar er Kristján Alexander, Hilmar Freyr og Eva Björg. Uppeldissonur Sigurðar er Snæbjörn Ólafsson. Bróðir Ástu er eins og áður segir Árni, sem lengi bjó að Steinum undir Eyjafjöllum, en er nú hestahirðir á Selfossi. Fyrir tuttugu og tveimur árum kenndi Ásta þess meins, sem aftur tók sig upp í sumar og hef- ur lagt svo margan ab velli. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnar- firbi eftir stutta en stranga legu. Andlát hennar kom flestum á óvart og ég bib algóðan Guð ab styrkja Ágúst, börnin og barna- börnin öll, ættingja og vini í þeirra sáru sorg. Alvaldur Drott- inn ræður, hann gaf lífið og tek- ur það, því erum við Hans hvort sem við lifum eða deyjum. Kær- leikans Gub leggi Ástu sér að hjarta. Gitðlaiigur Tryggvi Karlsson t MINNING Hallsteinn Sveinsson var einn af þeim mönnum sem mér hafa staöið hjarta næst um ævina. Ef til vill andlegur skyldleiki, altjent vorum við skyld, jrví langamma mín og faðir hans voru systkini vestur í Döium endur fyrir löngu. Hann var einn af þeim gagnmerku Kolsstaða- systkinum sem allt lék í höndunum á, sama hvort voru smíðar, hann- yrðir, höggmyndalist eða annað. Miklir hæfileikar á ýmsum sviðum hafa gengið í erföir til afkomenda þeirra og munu áreiðanlcga verða ættarfylgja þessa fólks á ókomnum árum. Við Hallsteinn kynntumst fyrst eftir að hann fluttist í Borgarnes á Dvalarheimii aldraðra fyrir u.þ.b. 25 árum. Hann var einn af fyrstu og fram til þessa annar af þeim er lengst hafa búið þar. Oft kom ég til hans ýmist á verkstæðiö eða upp á herbergi, þegar mér fannst ég þurfa að hressa sálartetrið vib eftir anna- sama daga við barnastúss og annaö er fylgir frumbýlingsárunum. Og alltaf fór ég betri manneskja og létt- ari í lund heim aftur til unganna minna, enda þótt við værum ekki sammála um alla hluti og hann hefði strítt mér mestallan tímann. Ekki er hægt að minnast hans án þess að geta þess hve höföinglega hann kom fram við nýja sveitarfé- lagiö sitt, er hann fluttist hingað búferlum. Það hefur margur gefið minna en tugi listaverka, sem urðu uppistaðan í I.istasafni Borgarness. Alltaf var hann svo að bæta vib meban hann gat og raunar undra- vert að aldraður eftirlaunamaður gæti gert þessa hluti. Hann stuðlaði einnig ab því að komið hefur verið upp ýmsum listaverkum í Borgar- nesi og nágrenni. — En hann var ekki allra í listasmekk sínum og var framúrstefnumaður að því leytinu. Við vorum ekki sammála jiar, því ég sagðist heldur vilja vita af hverju myndin væri og hvernig hún ætti að snúa. Kæri frændi og vinur, farbu alla daga vel á nýjum slóðum. Hjartans þökk fyrir allt og allt. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn sem lifa. (Úr Sólarljóöum) Krístín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.