Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1995, Blaðsíða 4
4 Wímtom Fimmtudagur 30. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Aukin atvinnuþátttaka og nýju störfin 12.000 Undanfarnar vikur og mánuði hafa upplýsingar um atvinnuleysi bent til þess að stjórnvöldum gangi illa að ná því markmiði sínu að auka at- vinnu og fjölga störfum. Stjórnarandstæðingar hafa tekið þetta mál upp og gert talsvert úr því, enda um stórmál að ræða. Skiljanlega hefur vönd- urinn bulið af mestum þunga á framsóknar- mönnuum, sem lofuðu þjóðinni 12.000 nýjum störfum fram til aldamóta. Framsóknarmenn geta hins vegar borið sig mannalega nú, eftir að Hagstofan hefur birt nýja vinnumarkaðskönnun, sem sýnir að um 5.000 fleiri eru nú að störfum en voru fyrir ári og að síð- an í kosningum hefur starfandi fólki fjölgað um 3.500. Á fyrsta ári kjörtímabilsins getur flokkurinn nú sagst hafa skapað meira en þriðjung þeirra starfa, sem loforð voru gefin um. Þrjú þúsund og fimm hundruð störf komin — átta þúsund og fimm hundruð eftir! En hlutirnir eru því miður ekki svona einfaldir. Menn hljóta að velta þeirri staðreynd fyrir sér, að skráðum atvinnulausum hjá félagsmálaráðuneyt- inu hefur ekki fækkað, heldur þvert á móti fjölgað. Þess vegna hljóta að vakna spurningar um hvort könnun Hagstofunnar gefi nákvæmlega rétta mynd, eða hvort taka beri meira mark á því hversu margir eru og hafa verið formlega skráðir á at- vinnuleysisskrá Vinnumálaskrifstofu ráðuneytis- ins. Ekkert einhlítt eða endanlegt svar er til varð- andi það hvor talan er rétt. Hitt er vitað að talsvert hefur verið um að atvinnulaust fólk, sem ekki hef- ur bótarétt, hefur ekki komist á atvinnuleysisskrá og því hefur sú mæling heldur vanmetið atvinnu- leysið. Það er líka vitað að talsverð brögð eru að því, að fólk sé á skrá sem ekki er í raun og sann at- vinnulaust, þannig að þessi skráning hefur að hinu leytinu heldur ofmetið raunverulegt at- vinnuleysi. Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar hefur á hinn bóginn leitast við að leiðrétta þessi skekkjumörk, þannig að lengst af hefur Hagstofan mælt meira atvinnuleysi en hin formlega skráning segir til um. Nú, hins vegar, snýst þetta við og Hagstofan er farin að mæla minna atvinnuleysi en skráningin segir til um. Tilhneigingin er því greinilega í rétta átt og at- vinnuleysið er að minnka, hvort heldur sem nýju störfin eru nákvæmlega 3.500 eða eitthvað færri eða fleiri. Þetta eru uppörvandi tíðindi, því almennt séð eru nú forsendur fyrir góðum vexti í hagkerfinu. Og ef sæmileg lending næst í deilum aðila vinnu- markaðarins, er engin ástæða til að efast um að mönnum ætti að takast að rífa sig upp úr lægð undangenginna ára. Með ákvörðun um stækkun álversins er spáð 3% hagvexti á næstu tveimur ár- um, og fyrir utan þann hvata hefur Þjóðhagsstofn- un spáð því að með lægri vöxtum og aðgerðum í ríkisfjármálum geti skapast meira en 9.000 störf til aldamóta. Boltinn er því byrjaður að rúlla í rétta átt, og horfur á að fullyrðingar framsóknarmanna í kosningabaráttunni um 12.000 ný störf séu full- komlega raunhæfar — hvort svo sem menn vilja miða við vinnumarkaðskönnun Hagstofu eða skráningar Vinnumálaskrifstofu ráðuneytisins. Eg er ekki einhleypur! ■Xávinnumorkutjmim: taWab ® 4* mn M?1 virtxtt h»<» tinhlíyP" 0..um öhrum » vinnum»«**°‘ ,invuin or lornum irun',ni.rituCt of. i Ui» «''nn g"u.rti«' vnRri . ,1, haU betnllnii ÓWv*ntr» V».l* nlfhaUJl. IMI •l"'*- »’* J v,,b un. UliVCIt * um |,i 1991 til I994 ,.iutck|uf » iS, »b inch*i*»" Or :£?.££££ 155."s»zzz; Garri vill koma því strax á fram- færi við lesendur Tímans að hann er harðgiftur maöur, sem gekk snemma út og átti mikinn séns í gamla daga. Það er auk þess mjög ólíklegt að Garri myndi lenda í því að vera einhleypur lengi, þó svo ólíklega vildi til að hann lenti í skilnaði. Ástæðan fyrir því að þetta er nefnt hér er sú, að ofstæk- isfullir kvenhagfræbingar hafa nú náð enn einu tangarhaldinu á karlmanninum og fengið hann til að dansa eftir sínum skilgreining- um. I>að er ekki nóg með að karl- menn hafi um langt árabil þurft ab vera karlmannlegir á ýmsa lund, bæbi herramenn sem opna hurðir og hetjur sem kunna „ab skipta um dekk á vörubíl". Konur hafa einnig komið þeim skilningi inn í þjóðarvitundina, ab karlar hafi helst orðið að hafa himinhá laun til að teljast menn með mönnum en flokkast ekki sem einhverjar karlkerlingar. Karlar með sjálfsvirðingu eru samkvæmt þessum boðorðum karlar sem skaffa vel. Þannig hefur nú hinn raunverulegi boðskapur kvenna- baráttunnar verib, þó hin svokall- aða kvenréttindabarátta boöi eitt- hvaö annað. Piparsveinninn En undantekningin frá þessari þrælslund gagnvart konum hefur verið hin ævaforna stofnun „pip- arsveinninn". Piparsveinninn beygir sig abeins undir ægivald konunnar þegar það hentar hon- um. Aö öðru leyti hefur hann ver- ið hinn frjálsi förusveinn, sem horfir á fótboltann í sjónvarpinu þegar hann vill, pissar út fyrir heirna hjá sér án þess að það þýbi styrjöld á heimilinu og lætur mömmu þvo og strauja skyrturn- ar sínar þegar sú síðasta er orðin óhrein. Líf piparsveinsins hefur þannig verið bautasteinn karl- mennsku og í rauninni staðið sem vegvísir öbrum karlmönn- GARRI um, svo þeir glatist ekki endan- lega og veröi sem hvert annað húsdýr kvenna. En ekki meir. Nú hefur skipuleg aðför hafist að hinum einhleypa karlmanni og það er sárt til þess að vita að það er í dagblaðinu Tímanum, málgagni frjálslyndis og öfgaleysis, sem þessi aðför hefst. 1 blaöinu í gær er sagt frá því aö einhleypir karlar hafa fariö halloka í launamálum á undan- förnum árum og tekjur þeirra lækkað um 4% frá 1991, á sama tíma og tekjur kvæntra karla og ógiftra kvenna hækkubu um 4% að jafnaði. Þetta eru að sjálfsögbu slæmar fréttir af piparsveinum, en ekki aðför í sjálfu sér. Náttúruvaliö! En skýringarnar, sem gefnar eru á þessu af hagfræðingum, eru augljós tilraun til þess að ófrægja piparsveina og greinilegt er að þar standa að baki köld kvennaráð: „Ein [skýringin] er sú ab við það að verða fjölskyldufeður og fram- færendur fari karlar almennt aö leggja sig betur fram í starfi. Önn- ur er sú að þarna hafi farið fram einskonar náttúruval, þ.e. að kon- urnar hafi valið úr „bestu bitana", þannig ab þeir konulausu séu einskonar „afgangur". Munu menn í vaxandi mæli hallast að því að meira búi að baki seinni skýringunni." Augljóst er að hér grillir í upp- haf nýrrar herferðar fyrir breyttu gildismati í þjóðarsálinni. Pipar- sveinar eru „lúserar", þeir eru af- gangurinn eða botnfallið í kjör- búð kvenfólksins, mennirnir sem ekki ganga út. Garri er reyndur maður og eng- inn vindmylluriddari. Þess vegna ætlar hann sér ekki þá dul ab berjst gegn því, þegar rétttrúnaði af þessu tagi er sáldrað í hugskot þjóðarinnar. Yfirlýsingin kemur því strax: Eg er ekki einhleypur. Og úr því Garri er ekki einhleyp- ur, þá er hann heldur ekkert botn- fall og enginn ræfill. Hann er einn þeirra sem kona af náö sinni valdi. Garri Grár sjóndeildarhringur Síðasta sunnudag var dýrðlegt vetrarveður hér á suðvesturhorn- inu og til að liðka mig eftir setur á miöstjórnarfundi Framsóknar- flokksins á föstudag og laugardag fór ég eins og svo fjölmargir abrir í gönguferð, og fetaöi hinn frábæra göngustíg sem liggur um Ægisíö- una, meöfram Skerjafirði framhjá Nauthólsvíkinni og upp í Öskju- hlíð. Þetta göngustígakerfi er gíf- urleg framför í útivistarmálum borgarinnar fyrir þá sem vilja iöka hina einföldu íþrótt aö ganga. Brátt mun brú tengja þetta kerfi viö Fossvoginn og þá er hindrun- arlaus ganga á þar til gerðum stíg- um hæfilega fjarri umferb í gegn- um borgarlandiö allt upp í Heið- mörk. Þab leynir sér ekki á góö- viðrisdögum aö æ fleiri borgar- búar nota sér þessa göngu- og hjólreiöastíga. Gráminn í bænum Öskjuhlíðin er skemmtilegt úti- vistarsvæði þar sem getur að líta minjar um hafnargerð og stríösár- in í bland við vöxtulegan skóg. Þegar við hjónin vorum á sunnu- dagsgöngunni þar, var heiöríkt og vetrarsólin skein. í vestri var skýja- bakki við hafsbrún. Hann var í einkennilega grárri móöu, sem og Vesturbærinn sem blasti viö. Þegar grannt var skoðað var þessi grá- svarta móöa í mikilli mótsögn við hreinviörið. Hún var einfaldlega vegna útblásturs bíla. i frosti og hreinviöri liggur þessi útblástur yfir borginni, en fýkur ab mestu burt ella. Þegar viö gengum til baka um Vatnsmýrina, leyndi hann sér ekki og hafði áhrif bæði á háls og nef. Rokiö og gleymskan Þessi staöreynd leiddi huga minn að því hvað útblástur öku- tækja í borginni er í raun mikið Á víbavangi vandamál. Þótt rokiö, sem stund- um er, fái okkur til þess ab gleyma honum, er hann til staöar. Bíla- umferöin í borginni er gífurleg miðaö viö stærö hennar, enda er bílaeign okkar ein sú mesta í heimi. Ég geng stundum úr Vest- urbænum niður í Kvosina um áttaleytiö á morgnana og fer yfir Hringbrautina, sem er þá eins og straumhart fljót af bílum. Einstaka sinnum tek ég strætó og sé að til- tölulega fáir nota þennan ferba- máta. Þó er þaö eina ráöiö, ef minnka á bílaumferöina, að nota almenningssamgöngurnar til þess að koma sér til og frá, ef erindiö er ekki þess efnis að þab útheimti einkabílinn. Ég viðurkenni þörf- ina fyrir hann og get ekki án hans verið. Hins vegar er þab áreiðan- lega svo að notkun hans gengur stundum út í öfgar. Liölegt al- menningsvagnakerfi og leiðaáætl- un sem hentar þörfum fólksins er nauösyn, ef notkun strætisvagn- anna á aö vaxa. Þaö er afar brýnt að þjónusta SVR sé ávallt í skobun, hvaö megi bæta. Það er hagkvæmt af umhverfisástæöum að notkun þeirra vaxi og það er hagkvæmt bæöi fyrir einstaklingana og Reykjavíkurborg, sem rekur al- menningssamgöngukerfið. Hugarfarsbreyting Ég er ekki víðförull maður á nú- tímavísu, en hef þó rölt um ýmsar stórborgir í þessum heimshluta. Aþena er frægt mengunarbæli, þar sem súrnar í augum af umferðinni. Ég held að það sé hið fræga ís- lenska rok sem kemur í veg fyrir sama ástand hér í Reykjavík. í samskonar tíðarfari og ríkir í Aþenu væri ástandiö hræöilegt hér. Þetta er ástand sem þarfnast umræöu og hugarfarsbreytingar gagnvart einkabílnum. Hann er mjög þarfur, en áreiöanlega má spara hann til hagsbóta fyrir alla, án þess að nokkrar öfgar fylgi. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.