Tíminn - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 1. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Framtíð eða afturför Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi um frum- varp til staðfestingar samningi um framleiðslu og sölu sauðfjárafurða frá síðasta hausti. Umræðurnar endurspegla að nokkru leyti hið pólitíska litróf innan þingsins. Þær snúast einnig um hvort búvörusamn- ingurinn, eins og hann liggur fyrir, muni leiða sauð- fjárræktina úr þeim vanda sem hún á við að etja eða hvort atvinnugreininni verði stefnt í enn meiri voða með framleiðslusprengingu, verðhruni og vanda sem snerta muni fjölda fólks í sveitum og þéttbýliskjörn- um um allt land. Með búvörusamningnum er óumdeilanlega verið að þoka sauðfjárræktinni úr viðjum þeirrar hörðu miðstýringar sem hún hefur búið við. Þótt miðstýr- ingunni sé að einhverju leyti um að kenna þá verður að leita fleiri orsaka fyrir vanda sauðfjárbænda og - nægir þar að nefna mikinn samdrátt í neyslu og að útflutningsstarfsemi hefur ekki tekist til með þeim hætti sem vonast var eftir. Þótt búvörusamningurinn losi um opinbera stjórnun sauðfjárframleiðslunnar í áföngum er engin vissa fyrir því að hann, einn og sér, nái að auka kindakjötsneyslu landsmanna eða eftirspurn eftir kjötinu á meðal útlendinga. Hver áhrif samningsins verða fer að miklu leyti eftir því hvernig tekst til um framkvæmd hans. Deilur alþingismanna að undanförnu eru um margt spegilmynd af því hugarfari sem almenningur í landinu ber til bændastéttarinnar. Þótt stundum hafi virst sem andstaða við hana væri öflug og megn, einkum á hinum þéttbýlu svæðum á Suðvesturlandi, er einnig ljóst að bændur eiga sér ýmsa talsmenn og rúm í hugum fólks úr öllum stéttum. Þau sjónarmið endurspeglast nú á Aíþingi þar sem flestir, er til máls hafa tekið, telja að losa verði bændur og þá einkum sauðfjárræktina úr hinum bráða vanda. Menn grein- ir á hinn bóginn á um aðferðir að því marki og menn greinir einnig á um hvert hlutverk sauðkindarinnar eigi að vera í framtíðinni. Ljóst er að búvörusamningurinn er aðeins vegur sem stjórnvöld og bændasamtökin hafa í sameiningu varðað. Eftir er að koma í ljós hvernig vegfarendun- um, í þessu tilviki bændum, forsvarsmönnum af- urðastöðva og markaðsmönnum landbúnaðarins, muni takast að ferðast eftir þeirri leið. Hvort þeim muni takast að aðlaga framleiðsluna þeim mörkuð- um sem unnt verður að virkja innanlands og utan. Og ekki síður hvort mögulegt reynist að aðlaga verð- lag sauðfjárafurða því samkeppnisumhverfi sem við lifum í. í því efni hafa bændur þegar lagt nokkuð af mörk- um og afurða- og vinnslustöðvar eiga næsta leik. Búvörusamningurinn er gjörningur sem full sátt getur tæpast ríkt um. Með honum er reynt að nálgast mismunandi sjónarmið. Með honum er einnig verið að skapa ný skilyrði til þess að vinna eftir. Slík skil- yrði verða aldrei sett fyrir alla framtíð og hefur land- búnaðarráðherra lýst því að hann hyggist endur- verkja samstarf ýmissa afla innan þjóðfélagsins til umræðna um landbúnaðinn. Við slíkt samstarf er raunhæft að binda ákveðnar vonir því á þessari stundu getur enginn fullyrt um hvort sá gjörningur sem þingmenn deila nú um muni leiða til bjartari framtíðar eða afturfarar. Fjölmiblabyltingar notib Ert þú tillitssamur? Hljómkoddinn ...Tir hcr Ideift »6 Muatt i Mvmí,' s)°nvarp, cta geislaspilaral?«nóupp.. nuru jn þess aö .rufta þa sem næsl.r þer cra. pú cc.ur ialnvcl lcnpt hann ,i» ú.™Pj- vckjarann lil a.V maki þ.nn vakn. ckk. | c,. 1 vilt t'ara á fxtur. Garri var aö lesa DV-iö sitt í gær og velta fyrir sér hvernig hann ætti aö fara aö því aö fylgjast meö fjölmiölabyltingunni. Dagblööin eru raunar ekki vandamál, því þaö er hægt aö lesa þau hvenær sem er, ef þau eru á annaö borö viö hendina. I>au eru þaö sem kalla mætti notendavænsti fjöl- miöillinn — fyrir nú utan aö þaö er alltaf allt miklu réttara og ör- uggara sem stendur á prenti. En þaö er ljósvakastríöiö sem veldur höfuöverk, sem raunar var oröinn nokkuö slæmur vegna sí- aukins fjölda útvarpsstööva. Þaö er nefnilega meira en aö segja þaö aö fylgjast meö þetta fimm til átta útvarpsstöövum og tveimur sjón- varpsstöövum auk kristilega sjón- varpsins, sem hann Árni Sigfús- son var í um daginn aö útskýra nauösyn þess aö hafa kristilegan valkost í sjónvarpi. Breyttur fjölmibla- heimur Ekki skánaöi höfuöverkurinn viö aö fá tvær nýjar sjónvarps- stöövar, sern samtals bjóöa upp á einar fimmtán rásir og útsending- ar allan sólarhringinn. Sannleik- urinn er einfaldlega sá aö Garri, eins og svo margir íslendingar, er farinn aö missa af hinu og þessu mikilvægu fjölmiölaefni og gerir hann þó varla annað en fylgjast meö fjölmiðlunum. Og svona rétt til aö undirstrika þetta getuleysi fólks Iáta nú nýju stöðvarnar og Ríkisútvarpið auglýsingarnar dynja á landsmönnum um aö þeir beinlínis veröi aö fylgjast með þeirra dagskrá. Þessi breytti fjölmiölaheimur og margfalda frambob er aö sjálf- sögðu löngu búiö aö sprengja af sér öll þau mörk, sem eðlileg eru talin erlendis um fjölmiðlanotk- un, og ef ekki væri fyrir sérstaka nýjungagirni landsmanna og þaö hversu áfjáðir þeir eru í aö fylgjast meö, þá væri aö minnsta kosti GARRI helmingur fjölmiölanna farinn á hausinn. Hinn íslenski neytandi er því einstæður aö þessu leyti og Garri hefur um árabil haldiö því fram ab hinn dæmigerði íslend- ingur rnyndi taka við aukinni fjölmiblun, svo lengi sem nokk- urt skynfæri væri laust til að nema þaö sem þessi fjölmiðill hefur fram ab færa. Takmarkaöur fjöldi skynfæra á Homo sapiens Islandicus er í rauninni þaö sem hamlað hefur frekari framgangi fjölmiðlabyltingarinnar á íslandi. Það er einmitt af þessum sökum sem auglýsing í DV í gær vakti sérstaka athygli og fögnuö fyrir þab ab hún sýnir að nú eru hug- myndaríkir menn farnir aö ráðast gegn þessum hvimleiöa flösku- hálsi í framþróun fjölmiölunar í landinu. Þetta er auglýsing um „hljómkoddann — sem gerir þér kleift aö hlusta á útvarp, sjón- varp, segulband eöa geislaspilara í steríó uppi í rúmi án þess aö trufla þá sem næstir þér eru", eins og segir í auglýsingunni. Skynmöguleikar víkkaöir Þessi undrakoddi gefur fólki þannig kost á aö hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp og jafnvel lesa í blaöi uppi í rúmi á sama tíma og konan getur veriö aö hlusta á aðra stöö í sínum kodda og horfa á aöra rás í sínu sjónvarpi eöa kannski lesa í bók. Þetta er aö sjálfsögðu stórkostleg hagræðing og útvíkkun á skynmöguleikum mannsins til ab nema fjölmiblun í meira magni en áöur. Hins vegar dugar þessi koddi þó ekki til aö leysa vandann. Stærri lausnir þurfa aö koma til og liggur beint við að menn fari aö vonast eftir „hljómsængum" eða jafnve! „sjónsængum", sem myndu áreita hin ýmsu skynfæri og lík- amshluta meö ólíkum áreitum, þannig aö ef menn legðust undir „sjónsæng" meö „hljómkodd- ann" sinn og tækju dagblöðin með, gætu þeir fylgst sómasam- lega meö því sem er að gerast í þjóðfélaginu og notið til fulls ávaxta fjölmiölabyltingarinnar. Garri Hrafn sem Sturla Þórbarson "bréftil blÁðsíns" Halldór Laxness ástmaður og hjáguo , liii'in Hrrniunnss.i EVKIK i*.'AKfJ*r. á™"-- ' hafa þ*. bií.ir íknfaa > la ..........‘„ nai* v • . ... ... nnnli «kiW. fcUir Mnr|tUnl.!aAiiV •■kkju, útlvndrar. t|;i-ininir.i ’c' Lri--..r.- M1* ; ’/j ., n. ir.in vndurKjalði ;•••'- Ketill skrækur var sjaldan langt frá Skugga-Sveini og vildi gjarnan baöa sig í þeim ljóma sem honum fannst stafa af foringja sínum. Baldur Hermannsson, eölis- fræöingur, er sjaldan langt undan þegar Hrafn Gunnlaugsson hefur framiö einn af sínum athyglis- gjörningum. í Morgunblaðiðnu í gær birtist einmitt grein eftir Baldur um Hrafn og er Baldur fyrsti íslendingurinn sem opin- berlega gengur fram fyrir skjöldu og tekur upp hanskann fyrir Hetjusögu Hrafns og upplestur- inn í útvarpinu á dögunum. Eins og viö er aö búast er Baldur afar þakklátur Hrafni fyrir þetta mikla listaverk sem hann telur söguna vera og hann fer fögrum orðum um upplestur Hrafns á textanum, sem sé snilli. Öll er þessi aðdáun Baldurs á Hrafni heföbundin og hefur æ ofan í æ birst landsmönn- um meö nánast nákvæmlega þessum hætti: Hrafn geisist fram meö eitt af sínum listaverkum, sögu, bíómynd eöa atvinnutil- boöi eöa einhverju ööru og kem- ur meö því af staö miklum jarö- skjálfta sem skekur þjóðfélagið í heild sinni en mest þó menning- arelítuna sem talar af vandlæt- ingu í Rás 2 og skrifar reiðigreinar í Morguriblaöiö eöa þá „Nýja Þjóðviljann" eins og menn eru farnir aö kalla Alþýöublaöið upp á síökastiö. Vindar uppljóstrana Eftir aö meginskjálftinn hefur riðið yfir kemur Baldur og dansar á gárum eftirskjálftanna — í von um aö draga máliö á langinn þannig aö áhrifin vari nú sem allra Iengst og athyglissjúkling- arnir fái sem allra, allra mest út úr málinu. Slíkur dans er einmitt grein hans í gær þar sem hann tal- ar um aö Halldór Laxness geti ' Á víðavangi hrósaö happi yfir Hetjusögu Hrafns, ekki síst nú „þegar naprir vindar uppljóstrana næöa um Halldór", eins og Baldur orðar þaö og gefur þannig til kynna aö einhverjar miklar uppljóstranir um tengsl Stalíns og Halldórs séu fyrir hendi. Hann heldur áfram: „Þetta er falleg (Hetju)saga, hug- næm, um gamlan mann sem veröur ungur í annaö sinn, og þaö er ég viss um aö seinni tíma fólk mun kunna Hrafni þökk fyrir aö að halda til haga þessum atburö- um." Skyndilega er sögulestur og sögugerö Hrafns oröin aö stór- fenglegum greiöa viö skáldiö vegna þess aö dregin er upp falleg mynd af þessum „vægöarlausa, kaldhæöna, stundum andstyggi- lega undirhyggjumanni". Baldur hefur hins vegar trúlega fariö full geist í máliö, því hann tekur svo djúpt í árinni aö mál- flutningur hans er kominn út fyr- ir þaö aö vera hneykslanlegur. Hann er orðinn broslegur. Hall- dór lýsir tengslum sínum viö Sov- ét meö ágætum sjálfur, t.d. í Skáldatíma og í þeim efnum hefur ekkert nýtt komið fram eins og Baldur er aö gefa í skyn í einhverj- um hálfkveðnunt vísum. Hin innsta þrá Og til þess aö styöja mál sitt gengur Baldur jafnvel svo langt aö líkja Hrafni Gunnlaugssyni vib Sturlu Þóröarson sem skrifaöi um Snorra Sturluson og hversu hepp- in þjóöin væri aö Sturla hafi nú skrifaö texta um Snorra. Eins sé þetta meö Hrafn og Halldór, Hrafn sé Sturla Þóröarson fyrir Halldórs Laxness. í rauninni er meö ólíkindum hversu langt Baldur er tilbúinn aö ganga til aö viöhalda titringnum í þessu máli. Þaö sem þó skín í gegn er hin augljósa þrá þeirra beggja, Hrafns og Baldurs, aö vera álitnir raunverulegir lærisveinar og vinir skáldsins. Þeir velja sér bara svona óvenjulega leiö til aö segja þaö. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.