Tíminn - 01.12.1995, Side 6
6
Föstudagur 1. desember 1995
Ut yfir gröf og dauöa
Kristín Marja Baldursdóttir.
Mávahlátur
Kristín Marja Baldursdóttir
Mál og menning
l'ullskapafnir, notalegur heiniur
sprettur fram strax í upphafi |iess-
arar fyrstu skáldsögu Kristínar
Marju liakiursdóttur. l.esendur
kynnast fyrst kvennaveldinu í hús-
inu hennar ömmu Júlíönu, en jieg-
ar best lætur húa þar 6 kvenmenn
saman í hendu. Síöar víkkar sagan
út og viö sjáum íntyndaö íslenskt
sveitajiorp frá jivi um miöja öidina
meö augum sögustúlkunnar Öggu,
sem er í hörkuvinnu viö aö finna
allt sem hún getur tínt til itanda
lesendum, kíkir í gegnum skráar-
göt jiótt niöurlægjandi sé, les
einkahréf, felur sig í hliöarhcr-
hergi, fataskáp, hak viö sófa og á
ýmsum stööum, svo hún fái kjafta-
sögur hæjarins frá fyrstu hendi.
I upphafi sögu cr gefib í skyn aö
jafnvægi ríki t jrorpinu litla. Agga
stendur á hryggjunni og finnur
fiöring í maganum, sem hún telur
fyrirhoöa mikilla tíöinda. I'á stígur
l'reyja fram, en þaö er hún sem
kemur óróleika af staö mebal
þorpsbúa, enda varla af þessum
heimi, hefur verib rík eiginkona í
Ameríku í sjö ár, hávaxin og grönn
meö óviöjafnanlegt og mikiö hár.
Annarsheimshlærinn hverfur ekki
af Freyju [xrtt hún þurfi aö deila
herbergi meö ööru kvenfólki húss-
ins, fær vinnu í apótekinu og jiarf
aö eiga samskipti viö fitusmitaöa
þorpshúa sem boröa rollukjöt, sviö
og kjötsúpu, þegar vel árar. Freyja
hreyfir söguna áfram og flestir stór-
viöburöir eru af hennar völdum,
góðir eba illir. Hún er gyðja ellegar
álfkona og áhersla er lögö á ab lýsa
BÆKUR
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
henni sem ósnertanlegri veru. Hún
fer í dularfulla göngutúra, gengur
inn í hamarinn og karlmcnn eiga
erfitt nteö sig í návist hennar. Hún
er aö sjálfsögöu ekki sannferöug
sent kvenmaöur í raunheimi, femi-
nískur fatalisti getur varla gengiö
svo rækilega upp í hversdeginum
og hann gerir í bókinni. En í jtcssu
þorpi, sem cr eins og sveipaö hul-
iösþoku, er henni trúandi til aö
húa.
Ýntsir kvenhöfundar hafa á und-
anförnum árunt skrifað um sam-
skipti þriggja kynslóöa kvenna og
svo er einnig hér. Svo viröist sem
kvenfóik hafi þörf umfrarn karl-
menn til aö hafa aö meginefni
samskipti þriggja kynslóöa. Líkt og
karlmenn viröast hafa haft meiri
þörf fyrir aö skrifa um æskubrek
ungra drengja. Oft snýst skáldskap-
urinn um þá gífurlegu breytingu
sem héfur oröiö á hlutverki kvenna
á síöustu kynslóöum. Kristín Marja
skoöar rnáliö frá annarri hliö og
fjallar um samstööu kvenna sem
aldrei brestur hvaö sem á gengur,
þrátt fyrir illindi og ósamrýmanleg
lífsviöhorf, enda er sögusviöið
nógu langt frá nútímanum til að
kvenréttindaumræöa er hreinlega
ekki inni í myndinni. Eftir látlaus-
an lestur sagna um mann sem
haröi mann og annan, í fornaldar-
sögum, íslendingasögum eða upp-
vaxtarsögum drengja, sem geta aö
sjálfsögðu verið fíneríis sögur, þá
var þaö óneitanlega léttir ab fylgja
eftir sögu nokkurra kvenna, og
hafa verulega gaman af, sem eru
svo sem ekki aö gera neitt sérstakt,
ekki aö herjast fyrir neinni luigsjón
nema kannski tilveru sinni, sem
raunar krefst einhverra hlóösút-
hellinga aö jicssu sinni. l'ó hlóöiö
fái aö renna, þá er þaö ekki aö-
fcröafræöi vopnaheitingar sem
skiptir nokkru rnáli, jiaö er varla aö
ódæöin skipti máli, sem eru nokk-
uö önnur efnistök sem lcsendur
eiga aö vcnjast. Og aö stúss kvcnn-
anna hcima viö, fæöingar og til-
hugalíf skyldi af söguhöíundi vcra
jafngilt t.d. jiví pólitíska arga|irasi
sem afinn, cini karlmaöurinn á
heimilinu, tekur eldhcitan jiátt í
hvcrt sinn er hann kemur í land er
ánægjuleg afstaöa.
l'aö er ákveöinn rammi um sög-
una sem heldur henni í forminu.
Freyja kemur og sagan endar þcgar
hún hefur í raun náö tökum á
jiorpinu. Agga er stelputrippi þegar
sagan byrjar, en jiegar líöur á sög-
una fara aö vaxa á hana einhver
asnaleg brjóst og henni fer að
blæöa úr áöur blóðfríum staö.
Meðan stelpusálin hefur yfirhönd-
ina í Öggu er hún oft örg út í kven-
fólkið í kringum sig og hún nánast
hatar nýkomnu frænkuna Freyju.
Hún finnur kuldann leggja frá
henni og líkami hennar dofnar
jiegar hún jiarf aö snerta Freyju
með ísaugun. I'á leiöist Öggu stúss-
iö í kringum ólétturnar, en hefur
samt sem áöur einhverja sam-
kennd meö kvenfólkinu. Hins veg-
ar er henni samkenndin ekki svo í
blóö borin að hún taki hana út yfir
gröf og dauöa. Þess vegna notar
hún hvert tækifæri til að fletta of-
an af illvirkjum Freyju fyrir yfir-
völdum, en alltaf án árangurs. I lok
bókarinnar veröur ljóst aö Agga er
aö veröa kona. Þá fyrst snýst Agga
til varnar og tekur samlíðan kyn-
systra sinna umfram allt annaö.
Endirinn límir [iví viöfangsefnið
aö nokkru leyti saman, en um leið
angraöi hann undirritaöa. Sögu-
höfundur vekur upp grun snemma
í frásögunni, lesandi fær staöfest-
ingu en uppgjör þessara mála fer
ekki fram. Þótt Agga taki afstööu
meö kynsystrum sínum í lok bók-
ar, þá heföi hún mátt sýna fram á
sjálfstæöa úrvinnslu á jiví sem
gerst hefur í sögunni, en ekki bara
tyggja upp þaö sem hún hefur
heyrt frá sínum fullorönu sambýl-
iskonum. Oft vill maöur fá meira
aö heyra aö lestri bókar loknum, og
þaö á líka við hér, en nú vildi ég
líka fá rúsínuna scm maöur vonast
alltaf eftir í pylsuendanum.
Sagnafólk í rithöfundastétt hefur
ósjaldan heyrt aö í bókum þeirra
ríki frásagnargleöi. Þetta er ekki
slæmt orö og jiarf ekki aö þýða að
höfundar hafi alltaf gleöi af jiví að
segja frá — ég efast ekki um að þaö
verði þeim oft til mikillar ógleði —
en í frásögnum þeirra er samt sem
áður einhver dularfullur milliliöur
sem hefur lúmskt gaman af því
sem gerist á síðunum. Og þessi
lymska textans olli því aö Máva-
hlátur var sérlega ánægjuleg lesn-
ing. ■
Húsiö Skuld stendur við Framnesveg 31,
en var áöur nr. 25. Frantnesvegur er í Vest-
urbænum, liggur á rnilli Vesturgötu og
Grandavegar, á Bráöræðisholti, en um
þennan veg lá leiðin þegar fariö var fram á
Nes og er nafn götunnar sennilega dregiö
af því.
í heimildum frá árinu 1882, í febrúar,
segir að Vigfúsi Þorvaldssyni hafi verib
veitt leyfi til að byggja hús, 12 x 10 álnir,
fyrir austan Bráöræöisveg, í 5 álna fjarlægð
frá veginum. Þetta hús var nefnt Skuld og
fer tvennum sögum af því af hverju nafniö
er dregið. Önnur sagan er sú að einhver af
fyrstu eigendum Skuldar hafi lent í
greiösluerfibleikum og orðið að selja eign-
ina. Hin sagan er sú að Vigfúsi Þorvalds-
syni hafi veriö greidd gömul skuld með
lóðinni.
í mars árib 1884 fær Vigfús leyfi til aö
byggja 3x9 álna skúr viö húsið. Síðan er
lítið meira vitað um Vigfús, en áriö 1889 í
október er hann ekki lengur skráður eig-
andi. Þá er Eyjólfur Magnússon talinn eig-
andi aö húsinu Skuld. Mánuöi síðar selur
hann Markúsi Guðmundssyni hálfa eign-
ina og Guömundi Sigurðssyni hinn helm-
inginn. Lóöin var mjög stór og talið að fyr-
ir aldamótin síðustu hafi Skuld átt ræmu
alla leið að Landakoti. Árið 1916 er lóðin
talin vera 70,8 x 1130,8 m”. Næstu ár á eft-
ir virðist vera selt mikiö af lóðinni og
munu nærliggjandi hús vera byggö á landi
frá Skuld.
Á fyrstu árunum eftir aö húsiö var byggt
er ekki annaö að sjá en því hafi verið skipt
í tvo jafna eignarhluta. Aö öörum hlutan-
um veröa nokkur eigendaskipti, en hinn
hlutinn er áfram í eigu sömu ættar allt
fram til ársins 1975.
í manntali árið 1902 voru sextán
manns skráð með heimili í Skuld: Markús
Guðmundsson, eigandi að hálfri Skuld,
Arnfríður Símonardóttir, kona hans, og
börn þeirra; Sigþrúöur, Guðmundur, Krist-
ín, Gíslína og Þuríbur. Þá búa þar einnig
hjónin Ólafur Jónsson tómthúsmaður og
kona hans Anna Þorsteinsdóttir með Guö-
mund son sinn. Anna er skráöur eigandi
að hálfri Skuld árið 1894. Þá er þar einnig
til heimilis Jóhann Jónsson tómthúsmaö-
ur og kona hans Sigríöur Gubmundsdóttir.
Einnig er skráö þar stúlka aö nafni Ágústa
Framnesvegur 31
f. 1880, sennilega
dóttir þeirra hjóna.
Enn fremur Jón Hró-
bjartsson námsmað-
ur, Oddur Oddsson
tómthúsmaður og
Oddný Hannesdóttir bústýra.
Áriö 1910, hinn 19. desember, koma
brunaviröingarmenn (brunabótamat) aö
Skuld. Ólafur Jónsson og Markús Guö-
mundsson eru þá skráðir eigendur. Þá er
sagt aö þeir hafi aukið og endurbætt hús-
eign sína Skuld nr. 25 viö Framnesveg og
fer lýsing á húsinu hér á eftir. Húsiö er ein-
lyft með 3 álna risi, byggt af 3” plönkum
meö járni utan yfir. Járn er á þaki á 5/4"
skarsúö. Milli þilja er fyHt meö hálmi.
Niöri eru fjögur herbergi og gangur, allt
þiljaö og málað, þar eru tveir ofnar. Uppi
eru tvö íbúðarherbergi, geymsluklefi og
framloft, allt þiljað og herbergin máluö.
Þar eru tvær eldavélar. Kjallari er undir öllu
húsinu, óþiljabur meö malargólfi, hólfaö-
ur í tvennt. Kjallar-
inn er 3 álnir á hæö
og jiar eru tvær
eldavélar. Viö suð-
urhlið hússins er
inngönguskúr af
bindingi, klæddur að utan með borðum og
pappa meö járnþaki. Við vesturgaflinn er
einnig inngönguskúr, sem byggður er úr
bindingi meö járnþaki á.
Við austurgafl er geymsluskúr byggður
af bindingi meö járnþaki, skúrinn er hólf-
abur í tvennt. Ólafur Jónsson skrifar undir
brunavirbinguna (brunamatið) fyrir sína
hönd og meðeiganda síns.
Taliö er aö húsiö sé byggt af viði, sem
var úr skipi sem strandaði viö Suðurnes.
Árið 1922 hafa orbib eigendaskipti á
öðrum helmingi eignarinnar. Þá er Guð-
mundur Gíslason skráöur fyrir helmingi
þeim sem var áður eign Markúsar Guð-
mundssonar, en Ólafur Jónsson er áfram
eigandi aö sínum helmingi. Þá segja mats-
HÚSIN í BÆNUM
FREYJA JÓNSDÓTTIR
menn aö eignin sé óbreytt frá árinu 1910.
Guðmundur Gíslason sækir um leyfi til
aö byggja bakhús úr steinsteypu á lóðinni í
febrúar 1926. Tekið er fram aö hann hafi
fengið leyfi Steindórs Einarssonar til aö
nota vegg sem hann (Steindór Einarsson)
er að byrja aö byggja hjá sér. En sama ár
var reist bifreiðageymsla á lóðinni á vegum
Steindórs Einarssonar, en einhverjar bygg-
ingar voru þar fyrir í tengslum viö Bifreiöa-
stöö Steindórs. Árið 1927 fer Steindór Ein-
arsson fram á þaö viö byggingarnefnd aö
lóöinni veröi skipt og einnig að heimilt
veröi aö sameina spildu austan af lóð nr. 5
viö Sellandsstíg. Uppdráttur af fyrirhuguö-
um breytingum á lóðarmörkum fylgdi
með umsókninni. Leyfi fyrir þessu var
veitt mánuði síöar.
Áriö 1930 eru enn margir taldir til
heimilis aö Skuld og búa þá tíu manns í að-
alhúsinu. Þá er húsið nefnt Framnesvegur
25. Guömundur Gíslason skósmiður og
kona hans Sigrún Jónasdóttir búa þá á
Framnesvegi 25 A, sem er lítið hús sem
Guðmundur byggði á baklóöinni áriö
1926. Það hús er gert af steinsteypu og er
þaö núna í eigu Þorsteins Jónssonar, en
hann keypti þaö áriö 1970.
Einhvern tíma á árunum 1930 til 1940
veröa nokkrar breytingar á húsnúmerum á
Framnesvegi. I'á fékk Framnesvegur 25
(Skuld) nr. 31 við götuna og hefur haldið
því númeri til dagsins í dag.
Kristján Ingi Einarsson kaupir Framnes-
veg 31 (Skuld) áriö 1975. Hann sameinar
húsið úr tveimur íbúöum í eina og endur-
bætir. Þá var húsiö í niðurníöslu og þau
hjónin Ásdís Emilsdóttir og Kristján Ingi
höfðu í mörgu að snúast viö að gera húsiö
upp og var húsið látið halda upphaflega
stílnum. Eitthvað af gömlum munum
fannst í húsinu og til gamans má geta þess
að á háaloftinu fundu þau hjónin sauð-
skinnsskó og sjóhatt sem þau varöveita.
Áriö 1981 byggja þau viö húsiö, álmu úr
timbri og lætur nærri aö við það hafi húsið
stækkað um helming.
Kristján og Ásdís selja húsið áriö 1991.
Þá kaupa Elín Óskarsdóttir og Axel Stein-
dórsson, sem búa í húsinu ásamt börnum
sínum. Húsiö Skuld á mikla sögu, en í þess-
ari frásögn er einungis stiklað á stóru.