Tíminn - 01.12.1995, Page 9

Tíminn - 01.12.1995, Page 9
Föstudagur 1. desember 1995 9 UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND Aung San Suu Kyi og félagar hennar í stjórnarand- stöbunni í Burma láta loks í sér heyra: Átök í upp- siglingu? Reuter Stjórnarandstaöan í Burma, undir forystu nóbelsverðlauna- hafans Aung San Suu Kyi, hefur tekið þá ákvörðun að hunsa stjórnarskrárumræðurnar, sem herforingjastjórnin í landinu hefur staðið fyrir undir því yfir- skini að með þeim eigi að stuðla að auknu lýðræði. Margir þeir sem til þekkja hafa sagt að það hafi löngu ver- iö orðið tímabært að Suu Kyi léti að sér kveöa með þessum eða sambærilegum hætti. „Sú skoðun var komin á kreik að það væri verið að ýta henni út í horn og herforingjastjórnin væri að bera sigur úr býtum," sagði einn stjórnarerindreki. „Fólk var að segja að allur kraft- ur væri farinn úr henni." En á miðvikudaginn virtist svo sem hún hefbi fundið aftur baráttukraftinn, þegar hún til- kynnti að Þjóbarbandalag í þágu lýðræðis (ÞÞL), stjórn- málaflokkurinn sem hún veitir forystu, muni ekki taka þátt í svokallaðri Þjóðarsamkomu sem hefur það hlutverk að semja drög að nýrri stjórnarskrá landsins. Suu Kyi og flokkur hennar sögbu aö Þjóðarsam- koman, sem hefur starfaö með hléum frá því árib 1993, væri ekki lýðræöislega valin, umræö- urnar þar tækju ekki mið af vilja þjóðarinnar og því væri engin ástæða til að taka þátt í þeim. Suu Kyi sagði að fulltrúar ÞÞL væru þeir einu sem væru lýð- ræðislega kjörnir á Þjóöarsam- komunni og án þeirra gæti her- foringjastjórnin hvorki sann- BRQXOFLEX -Mestseldu buntamottur á ístandi Áratuga reynsla á íslandi innandyra sem utan í skólum, íþróttahúsum, fyrirtækjum, stofriunum og heimilum. Broxoflex burstamott-1 urnar eru þægilegar í meðförum, hægt að rúlla þeim upp. Broxoflex burstamotturnar em ís- lensk ffamleiðsla. Þær hreinsa vel jafnt finmunstraða sem grófmunstr- aða skósóla. Broxoflex burtsamotturnar eru framleiddar með svörtum, rauðum, bláum, gulum eða grænum burstum í stærðum eftir óskum viðskiptavina. TÆKNIOEILD ÓJjK í £2? % Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík l Sími 587 5699 • Fax 567 4699 fært þjóðina né umheiminn um að lýðræðislega væri staðið ab samningu stjórnarskrárinnar. í þingkosningunum áriö 1990 fékk ÞÞL yfir 80% þingsæta, en herforingjastjórnin hefur aldrei viðurkennt niöurstöðurnar og ÞÞL því ekki fengið tækifæri til ab stjórna landinu. Flestir sem til þekkja segja ab Suu Kyi hefði frekar viljað kom- ast að samkomulagi við herfor- ingjastjórnina heldur en að grípa til þeirra aðgerða að hunsa viðræðurnar. ÞÞL hefur fram að þessu tekið þátt í Þjóðarsam- komunni og fulltrúar þess mættu einnig til leiks á þriðju- daginn, þegar samkoman var sett á ný eftir nokkurt hlé á starfi hennar. Eftir að ÞÞL dró sig út úr við- ræðunum hafa stjórnvöld brugðist hart vib og gagnrýnt Suu Kyi og flokk hennar. Myo Nyunt, forseti samkomunnar, sagði á miðvikudag ab augljóst væri að Suu Kyi hafi aldrei haft áhuga á að taka þátt í stjórnar- skrárumræöunum. Raunar er óvenjulegt aö stjórnin minnist á Suu Kyi með nafni á opinber- um vettvangi, en hugsanlegt er taliö ab það geti verið upphafið ab ófrægingarherferð á hendur henni og ÞÞL. Frá því Suu Kyi var leyst úr stofufangelsi í sumar hefur herforingjastjórnin forð- ast að tala um hana og lagt áherslu á ab hún sé aöeins ein af 45 milljónum íbúa landsins. Verkfall járnbrautarstarfsmanna í Frakklandi hefur margar og margbreytilegar afleibingar fyrir þjóblífib þar í landi. Á myndinni, sem tekin var í gær fyrir utan kauphöllina íParís, má greinilega sjá ab þeir sem þar stunda verbbréfavibskipti hafa eins og abrir borgarbúar þurft ab grípa til annarra fararskjóta en þeir eru vanir. Þab mun ekki vera algeng sjón ab sjá svona mörg reibhjól fyrir utan kauphöllina. Verkfallib hefur nú stabib yfir í viku, en tilgangurinn er sá ab mótmœla nib- urskurbi ríkisstjórnarinnar á velferbarkerfinu. Reuter Hins vegar hafa herforingjarnir lýst því yfir að þeir muni taka hart á því ef einhver reynir að standa í vegi fyrir þeirri „þróun í átt til lýðræöis" sem þeir segjast hafa forystu fyrir. Suu Kyi hefur enda sagt að ákvöröun sín og flokksins um að hunsa stjórnarskrárviðræð- urnar geti reynst einhverjum meðlimum flokksins hættuleg, þar sem herforingjastjórnin gæti litið á það sem beina ögr- un. Þrátt fyrir það sagöist hún myndu halda ótrauð áfram bar- áttu sinni fyrir lýbræði í Burma. „Vib ætlum að halda áfram. Við höfum alltaf unnið vel undir þrýstingi. Það hefur reynst okk- ur vel," sagði hún. ■ Morbingi Rabins: / „Eg er ekki of- stækismabur" Hálfrar aldar gamall dómur yfir svissneskum lög- reglumanni loks felldur úr gildi: Bjargaði fjölda gyöinga meö skjalafalsi Reuter Svissneskur lögreglumaður, Paul Grúninger ab nafni, sem var sak- felldur fyrir skjalafals árið 1940, hlaut loks uppreisn æru í gær þegar dómurinn var felldur úr gildi. Grúninger lést raunar fyrir 23 árum, þá niðurbrotinn mað- ur, en með skjalafalsi sínu fyrir rúmri hálfri öld tókst honum að bjarga allstórum hópi gyðinga undan ofsóknum nasista. Grúninger var Iögreglustjóri í St. Gallen kantónunni í Sviss, sem liggur við landamærin að Austurríki, á sama tíma og Sviss lokaði landamærum sínum fyrir gyðingum árib 1938. Hann bjargabi allt ab 3.000 gyöingum með því ab stimpla skilríki þeirra með komustimpli aftur í tímann, þannig ab ekki var annaö hægt að sjá af skilríkjunum en að þeir hefðu komið inn í landið áður en landamærunum var lokað, sem gerðist þann 18. ágúst 1938. Werner Baldegger, dómsforseti í hérabsdómi St. Gallen kantón- unnar, sagði að dómurinn liti svo á að Grúninger hafi haft gilda ástæðu fyrir því að falsa skjölin. „Þess vegna er hann sýkn saka," sagði Baldegger í gær. Ógilding gamla dómsins var kveöin upp í sama dómsherbergi og Grúninger var sakfelldur í fyr- ir 55 ámm. „Paul Grúninger er sýknaður af ákæru um að hafa gefið út opinber skjöl meö röngu innihaldi og að hafa ítrekað mis- notað embættisaðstöðu sína," sagði Baldegger að auki. Það var Paul Rechsteiner, lög- fræðingur Grúninger-fjölskyld- unnar, sem krafðist þess að dóm- urinn yrði ógiltur þótt Grúninger væri löngu látinn, á þeim for- sendum að árið 1940 hafi dóm- stóllinn ekki getað vitaö, eöa ekki viljað vita af því aö þeir gyð- ingar, sem sendir voru aftur til Austurríkis, áttu dauðann nánast vísan. Reuter Yigal Amir, morðingi Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, hélt því fram í gær að hann væri hreint enginn ofstækismaöur heldur heföi hann skotið forsæt- isráðherrann eftir mikla umhugs- un, en hefði þó ekki leitað sam- þykkis hjá rabbína áður en hann framdi verknaðinn. Skömmu ábur en vitnaleiðslur hófust í málinu fýrir dómi í gær stób Amir upp og sagðist þurfa að segja nokkur orð við blaðamenn: „Ég er ekki ofstækismaður," sagði hann. „Það sem ég gerði við Ra- bin gerði ég eftir mikla umhugs- un og tilraunir til ab vekja fólk til meövitundar." Þegar hann var spurður hvort hann hefbi leitaö til rabbína svo hann gæti lagt blessun sína yfir verknaðinn fyrir fram, sagði hann: „Nei. Ef þiö þekktuð mig vissuö þið að ég er einstaklingshyggjumaður. Ég hef alltaf verið það." Níu heittrúaðir gyðingar hafa verið handteknir í tengslum viö morðið á Rabin. Lögreglan hefur einnig yfirheyrt fjölda rabbína til ab reyna að komast að því hvort tilræðismennirnir hafi leitaö til þeirra til þess að láta þá leggja blessun sína yfir verknaðinn. ■ Reynt ab leysa deilur um framtíb Tsjernóbyl kjarn- orkuversins: Deilt um fjármögnun Reuter Samninganefndir Úkraínu og vestrænna iönríkja reyndu eftir bestu getu að berja saman sam- komulagi um framtíð Tsjern- óbyl kjarnorkuversins, en tölu- verðar deilur hafa verið um það hvernig kostnaðurinn við að loka því deilist á milli Úkraínu annars vegar og annarra ríkja hins vegar. Úkraína hefur lagt þrýsting á vesturveldin um að koma með ákveðnar tölur um þaö hverju þau séu tilbúin aö kosta til framkvæmdanna og hvenær þess sé ab vænta að það fjár- magn berist til Úkraínu, en til þess að hægt verði ab loka kjarnorkuverinu þarf að finna aðrar leibir til að afla orku í stað- inn fyrir þá orku sem komið hefur frá verinu. Stefnt hefur verið ab því að loka kjarnorkuverinu árið 2000, en stjórnvöld í Úkraínu hafa hótað því að fresta lokun þess ef ekki næst samkomulag um fjár- mögnunina. Coca Cola tvöfaldar fjárfestingu sína í Rússlandi: Rússar komnir á bragðið Reuter Coca Cola fyrirtækið sagðist í gær ætla að tvöfalda fjárfestingu sína í Rússlandi þannig að hún verði orðin meiri en hálfur milljarbur dollara árið 1997. Þetta var tilkynnt þegar ný gosdrykkjaverksmiöja á vegum fyrirtækisins var opnuð í Péturs- borg. Að sögn fyrirtækisins hef- ur sala gosdrykkja frá því fjór- faldast í Rússlandi frá því áriö 1991 þegar starfsemi þess hófst þar í landi. „Sífellt fleiri neyt- endur í Rússlandi sækja í kókið æ oftar," sagði Douglas Ivester, forseti og aðalframkvæmda- stjóri Coca Cola. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.