Tíminn - 02.12.1995, Page 3

Tíminn - 02.12.1995, Page 3
Laugardagur 2. desember 1995 3 „Jóns Sigurössonar Legat til þurftamanna" innan Eyjafjaröarsýslu frá öldinni sem leiö — sterkur sjóöur en illa ávaxtaöur: Hljómsveitin Sixties í árekstri Slysum vegna ofbeldis fjölgar Um 2.080 leituöu á slysadeild Borgarspítalans sárir eftir ofbeldi á síöasta ári: „Helst vekur athygli, aö skráb- um slysum vegna ofbeldis hef- ur aftur fjöigab milli ára, úr 1.661 í 1.966, sem er líkara tölu ársins 1992", segir m.a. í ársskýrslu Slysa- og sjúkra- vaktar Borgarspítalans. „Þetta eru ekki góö tí&indi og mættu gjarnan ver&a allri alþý&u til umhugsunar, því árangur mun tæplega nást í barátt- unni viö þetta þjó&félagsmein nema breytt almenningsálit komi til", segir skýrsluhöf- undur. Auk fyrrnefndra komu á deildina 113 sem viljandi höföu veitt sjálfum sér áverka. Má því segja a& alls um 2.080 manns slasa&ir af völdum ofbeldis hafi komið á Slysadeild í fyrra, eöa sem svarar 40 manns í viku hverri a& meðaltali. Þetta er mjög svipuð tala og á árunum 1992 og 1990. Munstrið viröist m.a.s. svo ótrúlega líkt ár frá ári, a& kynjaskiptingin breytist heldur ekki. Slasaðar konur eftir ofbeldi annarra hafa veriö nán- ast nákvæmlega jafn margar umrædd þrjú ár; 561, 564 og 556 e&a um 11 a& jafnaði á viku hverri. Og fjöldi ofbeldisslas- aöra karla hefur því líka verið nærri sá sami, eða þrisvar sinn- um fleiri en konurnar. Fjöldi þeirra sem skaðar sig sjálf breyt- ist heldur meira milli ára. Tæp- lega 60 karlar með sjálfsáverka leituðu aðstoðar 1990, um tvö- falt fleiri tveim árum síðar en hafði svo aftur fækkað í rúmlega 70 á síðasta ári. Konur meö sjálfsáverka voru tæplega 40 ár- ið 1990, um þriðjungi færri tveim árum síðar, en fjölgaði aftur í rúmlega 40 í fyrra. ■ Friörik Þór Friöriksson hlýtur bjartsýnisverölaun Þennan föngulega framsóknarkvennafans hitti Ijósmyndari Tímans fyrir á Aiþingi en hlut- fallslega hafa sennilega aldrei verio fleiri konur í íslenskum þingflokki, en tvœrþeirra eru nú inni sem varamenn.. Frá vinstri taliö Valgeröur Sverrisdóttir, Anna jensdóttir, Siv Friöleifsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir og Drífa Sigfús- dóttir. Tímomynd CS Námsgagnastofnun: íslandshandbókin kemur út á margmiðlunardiski 20 milljonir sem enginn veit hvab á að gera viö Sjóður sem stofnaður var á síð- ustu öld af trúlega stærsta jaröeig- anda Iandsins, Jóni Sigurðssyni á Böggvistöðum í Eyjafirði, og átti að styrkja þurftamenn þar um slóöir er enn sterkur sjóður, nærri 150 árum eftir að Jón lést. Jón átti þá 37 jaröir. Fjórði partur eigna hans fór til stofnunar sjóðsins. Jón Hjaltason sagnfræðingur á Akureyri fjallar um Jón á Böggv- isstööum í nýútkominni bók sinni, Falsarinn og dómari hans, en þar eru fimm merk mál úr fortíð Eyja- fjarðarbyggða rakin, meðal annars ótrúleg auðsöfnun konungsbónd- ans á Böggvisstöðum. Jón bendir á í bók sinni að gildi Legatsjóðsins hafi fariö ört dvín- andi á síðustu áratugum. Almanna- tryggingakerfið og bankastofnanir hafa leyst sjóðinn af hólmi. í dag sé sjóöurinn nánast engum til gagns, úr honum fari ekkert fjár- magn, hvorki til styrktar fátækum né sem lánsfé. Þó eru eignir hans miklar. Samkvæmt upplýsingum sýslumannsembættisins á Akureyri, sem geymir sjóðinn, er fasteigna- mat 7 jaxða í eigu sjóösins 11,8 mllljónir króna, og auk þess á sjóö- urinn 9,6 rnilljónír króna í verö- bréfum. Rekstrarreikningurinn fyrir árið 1994 sýndi hreinar tekjur upp á 2,9 milljónir króna, og hrein eign Legatsins var þá 20.262.912 krónur. Jón Hjaltason segir í bók sinni að langlífi þessa sjóðs megi þakka, eða kenna, því ákvæði í gjafabréfi Jóns Sigurðssonar að bannað var að selja jarðir frá sjóðnum. Þetta bann hefur þó verið brotið oftar en einu sinni. Gloppa í Öxnada! var seld 1953 en helmingur hennar var Legatsjörð. Sama er að segja um Efri- og Neðri- Vindheimamela. Segir Jón þetta ráðslag skýlaust brot og gegn vilja Jóns sáluga, en eigi sér þó lagastoð, því Alþingi samþykkti 1953 að heimilt skyldi að selja jarðir Legat- sjóðsins sem átti að styrkja fátæka Eyfiröinga til að draga fram lífið. „Eflaust væri hægt að finna fólk hér í Eyjafirði sem væri verðugt að styrkja meö peningum úr þessum sjóöi", sagði Jón Hjaltason í samtalí vlö Tímann. Jón sagði aö því færi fjarri aö menn væru að borga sanngjarna leigu fyrir jarðirnar, sitt hvoru meg- in við 20 þúsund krónur á ári fyrir hlunnindajarðir. Fyrir Laugaland þar sem er mikil hlunnindajörð meö jarðhita sem nýtist Akureyri, eru greiddar 100 þúsund krónur á ári. Sagðist Jón ekki geta skilið hvers vegna málum væri svona fyrir kom- ið „Á tíma var sjóðurinn notaður sem einhvers konar banki eða lána- stofnun, en úthlutanir til fátækra hafa ekki verib veittar í háa herrans tíð. Ríkir Eyfiröingar eöa vel stönd- ugir gátu fengið lán úr þessum sjóði á hagstæöuin kjörum. Þetta stóö fram yfir seinna stríð aö sjóðurinn var afar hagstæður lángjafi," sagði Jón Hjaltason. Jón sagði að greinilega væru menn í vandræðum meb Legatsjóð- inn og vildu gjarnan losna við hann. Löggjafinn þyrfti að taka af skarið hvort selja megi jarðirnar og nýta féð á annan hátt en Jón Sig- urðsson á Böggvisstöðum ætlabist til á síðustu öld. -JBP Liðsmenn hljómsveitarinnar Sixties lentu í hör&um árekstri við fólksbíl er þeir voru á leið í Sjallann á Akureyri í fyrra- kvöld. Áreksturinn varð við Dalsárbrú í Akrahreppi í Skaga- firði sem er einbreið og slys nokkur tíð þar, að sögn lögregl- unnar á Sau&árkróki. Tvær stúlkur sem voru í fólks- bílnum slösuðust og fékk önnur að fara heim heim að lokinni skoðun á Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki en gert var aö sárum hinnar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hún mun nokkuð mikið slösuö en ekki í lífshættu. -BÞ Þyrla sótti slasaða Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir umferðarslys við Eyrarkot í Kjós í fyrrinótt. Tveir bílar Ientu í árekstri og voru meiðsli tveggja farþega metin það alvarleg að ákveðið var að kalla út þyrluna. Tildrög slyss- ins eru í rannsókn. - BÞ Bröstes í ár: „Stutt á milli bjart- sýni og heimsku" „Það er mjög stutt á milli bjartsýni og heimsku þannig að bjartsýnin hefur alltaf átt mjög sterk ítök í mér," sagði Friðrik Þór Friðriksson, í sam- tali við Tímann í gær, en hann hlýtur bjartsýnisverðlaun Bröstes í ár. Friðrik segir hins vegar blikur á lofti í augnablikinu hvað bjart- sýnina varði, eftir að framlag til Kvikmyndasjóðs var skert. Kvik- myndagerðarmenn hafi mót- mælt skerðingunni opinberlega en ekki fengið hlut sinn bættan. Friðrik Þór vinnur nú að næstu kvikmynd sinni, Djöfla- eyjunni eftir Einar Kárason, en það verður dýrasta mynd sem gerð hefur verið hérlendis, kost- ar 167 milljónir. Þar af er fram- lag Kvikmyndasjóðs 20 milljón- ir. Mikill kostnaður fylgir leik- myndinni sem er að taka á sig endalegan búning en tökur hefj- ast í janúar. „Leikmyndin er dýr en launin eru náttúrlega hæsti kostnaðarliðurinn. Þess vegna er fáránlegt að skerða Kvikmynda- sjóð, menn þurfa að borga skatt af launum og ef t.d. við borgum 60 milljónir í laun fer framlag Kvikmyndasjóðs strax aftur í ríkiskassann," sagði bjartsýnis- maðurinn Friðrik Þór. -BÞ íslandshandbókin kom út á margmiðlunardiski í gær en eftir því sem næst verður komist er hér um að ræða fyrsta alíslenska margmi&Iun- ardiskinn. Fyrsti margmiölunardiskur- inn var afhentur forseta íslands með viðhöfn í Þjóðarbókhlöö- unni í gær. Menntamálaráð- herra fékk annað eintak og for- stöðumaður Þjóðarbókhlöðu hið þriðja. Að sögn Ásgeirs Guðmunds- sonar hjá Námsgagnastofnun er kostnaður við gerð margmiðl- unardisksins um 17 milljónir króna. Veg og vanda af verkinu höfðu Heimir Pálsson og Tryggvi Jakobsson. Fór öll vinna nema forritun fram hjá Náms- gagnastofnun. Forrit skrifaði Marina Candi en Rafhönnun hf. stýrði tæknivinnu. Útlitshönn- uður er Indro Indriði Candi, en að framleiðslunni störfuöu ná- lægt tíu manns, að sögn Ásgeirs sem telur allar líkur á því að hér sé um að ræða fyrsta alíslenska margmiðlunardiskinn. Smásöluverð íslandshandbók- arinnar er rétt innan við 10 þús- und krónur, en prentuð kostar íslandshandbókin í tveimur bindum 13.900 krónur í bóka- búðum í Reykjavík. Það er Námsgangastofnun sem stendur fyrir útgáfu íslands- handbókarinnar á margmiðlun- ardiski en til að nýta hann þarf aö hafa a.m.k. 486-tölvu með 4 MB vinnsluminni og mús, 256 lita skjákorti og VGA-upplausn og geisladrifi, auk þess sem hún þarf helst að vera með hljóð- korti og hátalara. íslandshandbókin á diski grundvallast á texta íslands- handbókarinnar I-II sem út kom hjá Erni og Örlygi 1989, en upp- lýsingar hafa verið auknar og endurbættar eftir föngum. Mannfjöldatölur miöast við 1. desember 1994, auk þess sem bætt hefur verið við ýmsum fróðleik sem tíðindum sætir. í prentaðri útgáfu íslandsbók- arinnar var upplýsingum raðað eftir sýslum og landsvæðum. Á margmiðlunardiskinum eru upplýsingar í stafrófsröð, en notandinn færir sig á milli staða að vild með því að smella með músinni. Upplýsingar skiptast í flettigreinar og vísar hver fletta á aðra.. Um tvö hundruð kort er- að velja á margmiðlunardiskinum en þau voru til muna færri í upphaflegu útgáfunni. Öll kort á diskinum eru frá Landmæling- um íslands en þar er einnig aö finna ljósmyndir sem eru næst- um því þúsund að tölu. Þá eru á diskinum nokkur myndbands- skeið frá völdum stöðum vfðs- vegar um landið. ’ -Á.R.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.