Tíminn - 02.12.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 02.12.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 2. desember 1995 5 Jón Kristjánsson: Tímamynd: GS Jafnvægisdansinn í ríkisfjár- málum og vinnumarkaburinn Á þessum desemberdögum þarf að taka veigamiklar ákvaröanir, sem munu hafa mikil áhrif á efnahagsþróunina á næstu árum. Slíkar ákvaröanir eru stjórnvalda, en einnig hafa aðgerðir samtaka at- vinnulífsins og launafólks veruleg áhrif í þessum efnum. Ýmis verkalýbsfélög hafa sagt upp kjarasamningum og órói er á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um aö verja sem svarar einum milljarði í útgjöldum ríkissjóðs til þess að skapa friðvænlegra andrúmsloft gagnvart launþegum í landinu og sam- tök vinnuveitenda hafa einnig lýst sig reiöubúna til þess að verja sem svarar 600 milljónum króna í sama tilgangi. Jafnvægisdans Ríkisstjórnin setti sér það markmið í ríkisfjármálum ab ná niður fyrirsjáanleg- um útgjöldum ríkissjóðs að því marki ab halli á árinu 1996 yrði 4 milljarðar króna og ríkissjóbur verði rekinn hallalaus á ár- inu 1997. Þær áætlanir, sem gerðar hafa verið um þróun ríkisfjármála, og sam- hengi þeirra við efnahagsþróunina sýna að þessi aðgerð er brýn nauösyn. Minnk- andi halli ríkissjóðs leiðir til lækkandi vaxta og meira svigrúms fyrir atvinnulíf- ið í landinu. Hvort tveggja er launafólki í hag. Fyrir skuldugt fólk er þab besta kjarabótin að vextir lækki, og aukiö svig- rúm atvinnulífsins ætti að leiða til meiri möguleika til þess ab halda atvinnustig- inu og greiða hærri laun. Það er ljóst að aukning opinberra útgjalda með erlendri skuldasöfnun og sífellt hærri vaxta- greiðslum af hennar völdum stefnir lífs- kjörunum í landinu í hættu og eykur hættuna á því ab velferðarkerfið brotni niður. Þetta er sá mikli jafnvægisdans sem verður að stíga næstu vikurnar og næstu áriri. Það er ekki auðvelt að ná markmib- um um niðurskurö ríkisútgjalda vegna þess að samhengið í ríkisfjármálum og- almennum efnahagsmálum virðist vefj- ast fyrir allt of mörgum. Hvar eru ríkisútgjöldin? Útgjöld ríkissjóös eru áætluð 124 millj- arðar á þessu ári, samkvæmt þeirri áætl- un sem lagt var upp meb vib gerð fjár- lagafrumvarpsins. Nú er ljóst, að ef ekkert verður að gert verða þau útgjöld að minnsta kosti 125 milljarðar króna. Rík- isstjórn og Alþingi standa nú frammi fyrir því hvort leiðir finnast til sparnaðar á móti þessum útgjöldum. Þab er skylt að leita þeirra leiba, þótt það þrengi mjög svig- rúmið hvernig var til þessara útgjalda stofnað. Þau voru einfaldlega ákveðin til þess að létta andrúmsloftið á vinnumark- aðnum, sem ríkisstjórnin mat einfald- lega þannig að það væri orðið svo slæmt að bregðast yrði við með skjótum hætti. Skipting ríkisútgjaldanna er með þeim hætti að heilbrigðismál, félagsmál, sam- göngumál, menntamál og vextir taka um 98 milljarða til sín af ríkisútgjöldunum. Vextirnir eru nú yfir 13 milljarðar króna. Það er tala sem ekki er hægt að hafa áhrif á nema með minnkandi hallarekstri. Hins vegar er ástandið einnig svo, að vöxtur útgjalda er mestur í þeim geira sem snýr að velferðinni í landinu, í heil- brigðis- og félagsmálum, og svo hefur verið. um langa hríð. Heilbrigöismálin Heilbrigðismál og tryggingamál taka til sín 49 milljarða króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Veruleg útgjalda- aukning er í þessum málaflokki af mörg- um ástæðum. Bætur hækka m.a. vegna breyttrar aldursskiptingar í þjóðfélaginu. Tækniframfarir á sjúkrahúsum og í lyfja- gjöf' og nýjar leiðir til lækninga á erfiöum sjúkdómum leiba til gífurlegra útgjalda í þeim geira. Lyfja- kostnaöur hefur stöðugt farib vax- andi, þrátt fyrir til- raunir til þess að koma böndum á hann. Það er vegna nýrra og dýrra lyfja sem eru ab koma á markaðinn. Vegna þessara aðstæðna er mikil nauð- syn á ab gaumgæfa rekstur stóru sjúkra- húsanna á höfuðborgarsvæðinu til þess ab reyna að nýta sem best þann mann- afla, tæki og búnað sem þar er að finna. Rekstur þessara sjúkrahúsa tekur til sín um 15 milljarða láóna af ríkisútgjöldun- um og fjárvöntun er viðvarandi vanda- mál, sem ekki hefur tekist að leysa á und- anförnum árum, þrátt fyrir tilraunir til þess. Heilbrigðisráðherra hefur boðað þá stefnu að fresta öllum nýframkvæmdum í heilbrigbiskerfinu i eitt ár, meðan end- urmat fer fram miðað við þær aðstæður sem nú ríkja. Ég tel ab þetta sé rétt ákvöröun og óhjákvæmileg miðað vib núverandi abstæbur. Aörar fjárfestingar Það er einnig mikil nauðsyn aö skoða aðra fjárfestingarliði gaumgæfilega. Nú eru ab ýmsu leyti breyttar aðstæður í at- vinnulífinu og fyrirsjáanlegar stórfram- kvæmdir á subvesturhorni landsiris. Stækkun álversins er ákveðin og veruleg- ur áhugi virðist á frekari framkvæmdum á svibi orkufreks iðnaðar. Þetta eykur bjartsýni og tiltrú á þessu svæði, en veld- ur ugg um röskun úti á landi. Þab er því meira en lítið vafasamt að fara einmitt á þessum tíma í stórframkvæmdir í vega- gerð á sama svæði og hætta er á þenslu vegna stórframkvæmda. Átak í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu var ákveðib á sín- um tíma vegna erfiðleika og slaka í bygg- ingariðnaðinum á því svæði. Nú bendir margt til að abstæður muni gjörbreytast í þessum efnum. Aö greina kjarnann Kjarni málsins er að stýra verður ríkis- fjármálunum á þann veg að atvinnulífið geti gengið og það sé þess umkomiö að veita fólki atvinnu og greiða mannsæm- andi laun. Lífskjör og velferð verða ekki tryggð með greiðslum úr ríkissjóði án þess að innheimtar séu tekjur í staðinn. Það leiðir einfaldlega til skuldasöfnunar, sem fyrr eða síðar brýtur niður lífskjörin og setur velferðarkerfið í stórhættu. Þetta verða allir að hafa hugfast. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.