Tíminn - 02.12.1995, Qupperneq 6
6
laugardagur 2. desember 1995
GEISLAPISKAR
Fantagób krúsidúlla
Croucie d'oú lá
Emilíana Torrini
ETJO records 1995
Emilíana Torrini sýnir þaö og
sannar á sinni fyrstu sólóplötu aó
hún er ekki lengur efnileg heldur
stórgóð og þroskuð söngkona
sejn á alla framtíðina fyrir sér að
öllu óbreyttu. Alls eru tíu lög á
krúsidúllu-plötunni og eru þau
flest erlend og vel þekkt að einu
lagi undanskildu, sem er innlend
smíð. í flutningi sínum fer Emil-
íana á kostum í öllum lögunum
og skiptir ekki máli hvort hún
syngur blús, jazz, leikhústónlist,
rokk eða eitthvað annaö. Radd-
beitingin og tjáningin er með
þeim hætti að flestir þeir, sem
leggja við hlustir, hljóta að hrífast
með. Þá er hlutur tónlistarmanna
ekki síbri en þar fer fremstur í
flokki Guðmundur Pétursson gít-
arleikari og Jón Ólafsson á píanó
og víbrafón. Jóhann Hjörleifsson
leikur á trommur, Róbert Þór-
hallsson á bassa og kontrabassa
og Sigurður Sigurðsson á munn-
hörpu. Auk þess leikur Haraldur
Þorsteinsson á bassa í nokkrum
lögum, Snorri Valsson á trompet
og Magnús Jónsson er skrifaður
fyrir steppi.
Söngkonan stendúr sjálf fyrir
útgáfu geislaplötunnar og skipar
sér þar með í sveit þeirra tónlistar-
manna sem stóla á sjálfa sig í stað
þess að vera háð duttlungum
þeirra stóru í útgáfubransanum.
Með því tekur Emilíana nokkra
áhættu en með góðri kynningu
og tónleikahaldi ætti platan að
seljast grimmt, því ekki er í kot
vísað með gæðin og þá skemmt-
un sem platan gefur.
Upptökur fóru fram í Eyranu,
hljóðveri FÍH, undir stjórn Jóns
Ólafssonar. Sjálf stjórnar Emil-
íana upptökum á íslenska laginu
Aaaa... sem er skráð á V.G. Frið-
riksson Brekkan. Um dreifingu sér
Japis. - grh
Fjallkonan rokkar
Partý
Fjallkonan
Dreifing: Japis
Nýverið sendi rokksveitin Fjallkon-
an frá sér sinn fyrsta geisladisk sem
ber heitib Partý. Nafn á disknum
vísar væntanlega til þeirrar gleði
sem ætlunin er ab bjóða hlustend-
um uppá og tekst þab bærilega,
enda hafa meðlimir sveitarinnar
húmor fyrir sjálfum sér og viðfangs-
efnum sínum.
Flest lögin, sem eru alls 11, eru
eftir Jón Óiafsson hljómborðsleik-
ara og söngvarann Pétur Örn Guð-
mundsson sem sló í gegn í sumar
sem leið í hlutverki Jesús í sam-
nefndri rokkóperu. Abrir meðlimir
sveitarinnar eru þeir Stefán Hjör-
leifsson gítarleikari og samstarfs-
mabur Jóns í gegnum árin, Jóhann
Hjörleifsson trommuleikari og Ró-
bert Þórhallsson sem leikur á bassa.
Af öðrum sem koma eitthvaö vib
sögu á plötunni er hin stórgóða
söngkona Emiliana Torrini, Rósa
Ingólfsdóttir og Eggert Þorleifsson.
Geisladiskurinn hefur þegar feng-
ið töluverða spilun á ljósvakanum
og þá einna helst smellurinn Bömp-
aðu baby bömpaðu, en í því lagi fær
sveitin aðstoð frá Emiliönu Torrini.
Þrátt fyrir góða spretti líbur platan
kannski fyrir það að tónsmíðarnar
eru nokkuð misjafnar ab gæbum,
enda virðist sem meðlimir sveitar-
innar hafi ákveöib að láta leikgleb-
ina sitja í fyrirrúmi á kostnað alvör-
unnar. Þá er eitt lag á plötunni til-
einkað Rúnari Júl. og var það frum-
flutt af þeim Jóni og Pétri í 50 ára
afmælisveislu rokkarans í apríl sl.
Platan var hljóbritub á tímabilinu
maí-október í ár en umslagið, stilli-
mynd sjónvarps rétt fyrir miðnætti
á gamlársdagskvöld, er eftir Söru
Guðmundsdóttur. -grh
Bókaforlag gefur
út söngvasafn
Mál og menning hefur sent
frá sér geisladisk með söngva-
flokknum Svanasöng eftir
Franz Schubert í flutningi
þeirra Kristins Sigmundssonar
bassabaritónsöngvara og Jón-
asar Ingimundarsonar píanó-
leikara.
Söngvaflokkurinn saman-
stendur af fimmtán sönglögum
við ljóð eftir Heine, Rellstab og
Seidl og er hann síðastur hinna
miklu söngvaflokka Schuberts.
Auk þess eru á disknum fjögur
þekkt sönglög Schuberts. Með
honum fylgir vandaður bæk-
lingur með ljóðunum á frum-
málinu og prósaþýöingum
Reynis Axelssonar. Halldór
Hansen ritar inngang.
Kristinn Sigmundsson hefur
að undanförnu verið ab syngja
við óperuhús í Þýskalandi, auk
þess sem hann brá sér tii Ástral-
íu og söng þar fyrir skemmstu.
Nýlega var Töfraflauta Mozarts,
þar sem Kristinn syngur eitt ab-
alhlutverkib, gefin út á hljóm-
diski erlendis og hefur sú útgáfa
hlotið góða dóma.
Jónas Ingimundarson hefur
leikið með fjölda íslenskra
söngvara á tónleikum og plöt-
um og er að senda frá sér geisla-
disk með píanótónlist um þess-
ar mundir.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Svanasöngur Schuberts kemur
út á íslenskum geisladiski, flutt-
ur af íslenskum listamönnum
og jafnframt fyrsti hljómdiskur-
inn sem Mál og menning gefur
út.
Verö: 1.980 kr. ■
Brokkandi feröasaga frá Silkieyju þar sem menn geta fengiö allar sín-
ar ancjlegu þarfir uppfylltar:
Kristín Ómarsdóttir hefur skrifab bók um borg sem hefur hvorki meira né
minna en mebul vib öilum andlegum þörfum manna. Tímamynd: cs
Dyrnar þröngu er borgarnafn sem
kemur fyrir í Lúkasarguðspjalli
Biblíunnar. Nýjasta skáldsaga Krist-
ínar Ómarsdóttur sem komin er út
hjá Máli og menningu heitir í höf-
uðib á þessari borg og er hún jafn-
framt sögusvið bókarinnar. Kristín
hefur áður gefið út ljóðabækur,
smásagnasöfn, örsögur og eina
skáldsögu, Svartir brúbarkjólar, og
skrifað tvö leikrit. Hún er því eng-
inn nýgræðingur á ritvellinum en á
bókarkápu stendur að sagan sé „lík-
ast til aðgengilegasta verk hennar
til þessa". Þegar Tíminn hafbi sam-
band við Kristínu hummaði hún
það eiginlega fram af sér hvort hún
væri ánægð með þá lýsingu.
Þrá erlendar konur
Sagan gerist á tilbúinni eyju á
suðurhveli jarðar sem nefnist
Silkieyja í borg sem heitir Dyrnar
þröngu. „Það er íslensk kona sem
er stödd á þessari eyju. Hún kem-
ur til þessarar borgar en fólkið í
borginni á svar við öllu. Það hefur
komiö því þannig fyrir aö þessi
borg á meðal við öllum þeim and-
legu þörfum sem mannskepnan
er haldin. Hún liggur ekki við sjó
en ef þú ert haldin úthafsþrá þá
getur borgin gefið þér nóg til ab
fullnægja þeirri þrá þannig að þú
þarft ekki að fara burt. Það sem er
kannski veiki bletturinn er að þeir
kunna ekki svo vel að fullnægja
þeim sem þrá erlendar konur af
því að þær hafa verið svo sjald-
gæfar, þeir vita ekki alveg um
hvab þær eru. Og hún er einmitt
útlensk kona og kynnist þarna
strák, sem er næturvörður á hót-
elinu sem hún er á ásamt hinum
ferðamönnunum, og hann tekur
hana óumbeöinn upp á sína
arma. Hinir ferðamennirnir eru
karlmenn sem eru bara ab leita
sér ab kynlífsparadís sem þessi
borg hefur náttúrulega líka upp á
aö bjóða. í gegnum þennan strák
sem er haldinn einhverri þörf fyr-
ir erlendar konur fer hún inní
borgina og lendir í alls konar æv-
intýrum og hremmingum. Þetta
er, dálítiö uppáþrengjandi fólk
þarna og allt meb ástina og sjálft
sig á heilanum. Hún lendir alltaf í
meiri og meiri hremmingum, það
víxlast á hjá henni vellíðan og
niðurlæging ásamt litrófi af upp-
lifunum sem hún veröur fyrir
þarna."
-Afhverju er minna um erlendar
konur á Silkieyju fyrst erlendir karl-
menn koma þama til að leita sér
kynlífssvölunar?
„Hefðbundið séð hafa konur
ekki skipab stærstan flokk ferða-
manna. Ferðasögur kvenna em
nú til frá því í eldgamla daga en
rödd kvenna sem ferðamenn
heyrist voða sjaldan. í gamla daga
ferðuðust þær yfirleitt af því að
þær urðu ekkjur eða voru giftar
landkönnuöum. Maður aðalper-
sónunnar veikist í annarri borg á
þessari eyju og þess vegna er hún
ein á ferð. Ef ég á að vera raunsæ
og lít.a í kringum mig þá er ekkert
mikið um það ab konur séu að
leggja upp í ferðalög um suður-
hvel jarðar, nema t.d. þau í kjöl-
fari Kríunnar. Þau eru svona sams
konar par og þetta par í bókinni
nema að maðurinn þar verður
veikur í maganum."
-Líturðu þá á bókina sem eins
konar ferðasögu?
„Já, þetta er ferðasaga."
-Ferðu þá eftir stöðluðu ferða-
söguformi?
„Nei, þessi saga er líka að dálitl-
um hluta ævintýri. Maður skrifar
sig líka inn í hefðir eins og Lísu í
Undralandi og Birting eftir Volta-
ire og þessar gamaldags hremm-
ingasögur. Birtingur er einmitt í
raun svona brokkandi ferbasaga."
-Ertu sammála þeirri lýsingu út-
gefanda að Dymar þröngu sé líklega
aðgengilegasta verk þitt til þessa?
„Þeir náttúrulega stjórna því
sem stendur á kápubakinu. Nei,
ég er alls ekki sammála því."
Manneskja sem var stödd hjá
Kristínu meðan símaviðtalið fór
fram, greip nú frammí og sagðist
vera sammála útgefandanum. Þá
komu einhverjar vöflur á Krist-
ínu. „Eða jú, ætli það ekki bara."
Verb alltaf
hefðbundnari
-Var þetta meðvituð stefnubreyt-
ing hjá þér að skrifa aðgengilegri
sögu?
„Nei, ég hugsa nú ekki. Þetta er
svona línuleg frásögn sem Svartir
brúöarkjólar var t.d. alls ekki. Það
var líka svona bók sem datt ekki í
hug að fara eftir einu né neinu
nema því sem henni sýndist. Það
er bók sem gengur engan veginn
upp og átti heldur ekkert ab gera
það. Svo nálgast mabur alltaf
óvart, hvernig sem maður reynir
að sporna gegn því, þá virðist
mabur alltaf fara nær og nær þess-
ari hefð. Að hluta til held ég að ég
hafi aldrei verið neitt annað en
mjög hefðbundin. Ljóðin sem ég
hef ort eru eiginlega með íhalds-
samari ljóðum sem ég get hugsað
mér að hafi verið ort á Islandi. Og
í raun þá er ég ekki frumleg frekar
en Faxaflói. Þannig að ég geri mér
kannski bara grein fyrir stað-
reyndum lífsins." Aftur greip
gestkomandi manneskjan
frammí fyrir Kristínu og sagði ab
hún væri miklu frumlegri sem
prósahöfundur en ljóðahöfund-
ur. „Nei, það er ekki rétt. Ég er
ekkert frumleg. Ég ætla nefnilega
að segja útgefendunum það að ég
er algjörlega ósammála því að ég
sé frumlegur höfundur." En utan
á bókarkápu stendur m.a. frá út-
gefanda að „ímyndunarafli Krist-
ínar Ómarsdóttur virðast hér eng-
in takmörk sett."
-Hvað fhmst þér þá vera þitm að-
all í skáldskaþnum, hvað rekur þig
áfratn til að skrifa?
„Þab er bara þörf fyrir aðdáend-
ur," sagði Kristín og hló prakkara-
lega. „Nei, það eru bara peningar.
Peningarnir reka mig áfram. Ég
get heldur ekki gert neitt annað.
Maður verður alltaf lélegri og lé-
legri í öllu hinu því meira sem
maður gerir af einhverju einu."
Kraftur í kvenhöf-
undum
-Vilt þú skilgreina bœkur þínar
sem hluta af kvennabókmenntahefð
hér heima eða er þér illa við þetta
hugtak eins og sumum kvenrithöf-
undum?
„Nei, mér er alls ekki illa við
þaö og vil ekki sverja þab af mér.
Eg held að ég fái engu ráðið um
skilgreininguna en ég hlýt að vera
hluti af henni. En maður ber sig
auðvitað saman við bæði karl- og
kvenhöfunda erlendis. Þannig að
maöur er ekki bara að hugsa um
það sem er hér."
-Ertu ánœgð með þá stefnu sem
kvennabókmenntir hafa tekið hér á
landi?
„Ég get ekki annað en verið
mjög ánægð með kynsysturnar
hérna. Það er svo margt að gerast,
það eru alltaf að koma fram fleiri
og fleiri konur og yngri og þær
skipta máli. Það er alveg deginum
ljósara að það er mjög mikill
kraftur í konum í þessari grein."
-LÓA