Tíminn - 02.12.1995, Qupperneq 11
1-
Laugardagur 2. desember 1995
*£----________
11
j upplifaö kraftaverk á Landspítalanum:
ir svifu um herbergið
ftur streymdi inn 1 mig"
Siguröur Rósberg meb forsíbu Tímans í höndunum þar sem segir frá þeim hremm-
ingum sem mabur vib daubans dyr verbur fyrir í kerfinu. Tímamynd CS
heilsan verið upp og ofan. Það
hefur ýmislegt komið upp á, m.a.
er ég með sýkingu í barka sem ég
verð að lifa með. Lyfin hafa líka
oft farið illa í mig og læknarnir
þurft að prófa sig áfram með
hvað ég þoli. Á tímabili var ég
mjög slappur, ég átti í erfiðleik-
um með þvaglát og með allar at-
hafnir daglegs lífs."
í vor veiktist Sigurður illa í
fyrsta sinn eftir heimkomuna.
Hann var þá á sterkri lyfjagjöf og
fékk lyfjaeitrun. „Ég fór á spítal-
ann tvisvar í viku og það var sett-
ur krani í æð til að dæla í mig
lyfjunum. Einu sinni þegar ég
kom heim veiktist ég hastarlega
og var fluttur í snarheitum aftur
á spítalann."
Sigurður segir að hann hafi
verið hætt kominn í þetta sinn,
fengið mjög háan hita, blób-
þrýstingur og púls fallib og hann
allur þrútnað út. Hann náði sér
þó fljótlega á strik, en var eftir
þetta meira og minna lasinn í allt
sumar og fram á haust. í haust
gerðist svo þaö sem Sigurður er
sannfæröur um að hafi verið
kraftaverk.
„Ég lá mjög veikur á Landspít-
alanum og var búinn að missa
alla von. Ég beið bara eftir því ab
deyja. Við hliðina á mér lá mað-
ur sem var líka að deyja. Þar sem
vib liggjum þarna finn ég skyndi-
lega fyrir miklum krafti og mér
finnst sem englar svífi um her-
bergið. Ég áttaði mig á því að
þeir voru komnir til að taka her-
bergisfélaga minn með sér. Stuttu
síðar lést hann og um leið fann
ég þennan rosalega kraft koma
inn í mig. Ég dró djúpt andann
og brjóstið þandist út."
Eftir þessa lífsreynslu fór heilsa
Sigurðar ört batnandi og nú seg-
ist hann aldrei hafa verið hress-
ari. Hann segir reynslu sína ekki
vera einsdæmi í fjölskyldu sinni.
Hann trúir því að verndarengill
fylgi fjölskyldu sinni, enda hafi
bæði systir hans og faðir öðlast
ótrúlegan bata eftir slys. Læknar
sögðu föður hans að hann
mundi ekki ganga að nýju eftir
að hann féll fjóra metra niður á
steinsteypu. „Nú tuttugu árum
síðar er hann áttræður og hleyp-
ur út um allt."
„Mig dreymdi draum eftir at-
burðinn á spítalanum sem ég
tengi við hann. Mér fannst ég
vera með ömmu minni heitinni
á gangi fyrir norðan þar sem ég
er alinn upp. Sólin var ab rísa, út
úr henni komu tveir armar og
voru norburljós á hvorum þeirra.
Amma leit í átt að sólinni og
sagði við mig: Þú ert ekki tilbú-
inn."
Þab er til marks um hversu góð
heilsa Siguröar er núna, að hann
er farinn ab undirbúa opnun
blómabúðar meb bróður sínum.
Sigurður er blómaskreytingamað-
ur og hann rak blómabúð þegar
hann bjó í Bandaríkjunum. Þar
segist hann meðal annars hafa
séð um skreytingar fyrir Michael
Jackson vib eitt tækifæri. „Það
var haldin samkeppni um hver
fengi að sjá um skreytingarnar
fyrir þessa veislu. Yfir 40 blóma-
búðir sóttu um og ég var valinn
úr. Sennilega hafa skreytingarnar
þótt nógu frumlegar, með neón-
ljósum og alls kyns öðru skrauti."
Sigurður segist þó ekki ætla ab
bjóða íslendingum upp á neón-
ljósaprýddar blómaskreytingar,
heldur verði hann mestmegnis
með skreytingar úr þurrkuðum
blómum. Hann hefur komið sér
upp föndurherbergi í íbúðinni,
sem hann leigir ásamt bróður
sínum, og heldur sér þannig í
þjálfun.
Sigurður er bjartsýnn á lífið og
hann vildi gjarnan ab fólk fengi
ab heyra sögu sína. „Ég vil að
fólk fái að vita að kraftaverkin
gerast enn," sagði hann og hélt
síðan aftur út í lífið. -GBK
Persónuleg
þjónusta
Olíufélagið hf
Láttu okkur mæla olíuna eða
frostþolið í kælikerfinu, setja á
þurrkublöð eða skipta um perur
meðan þú bíður. Innan dyra er verslun,
salemi og símasjálfsali - og það er
alltafheittá könnunni.
'T