Tíminn - 02.12.1995, Qupperneq 14

Tíminn - 02.12.1995, Qupperneq 14
14 8£nfitra Laugardagur 2. desember 1995 i- A N D L A Alfreö Búason andaöist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 28. nóv- ember. Árni Jóhannesson bifvélavirkj ameistari, Skjólbraut la, áöur Hamraborg 26, Kópavogi, andaðist á Vífilsstööum sunnudaginn 26. nóvem- ber sl. Ásta Jónsdóttir, Skólageröi 37, Kópavogi, andaöist 29. nóvember. Dagbjört Eiríksdóttir, Njálsgötu 26, andaðist á gjörgæsludeild Landspítal- ans 29. nóvember. Guöjón Kristjánsson frá Eldjárnsstöðum, Langanesi, andaðist á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, laugardaginn 25. nóvember. Guöný Friöriksdóttir frá Ytra-Bjargi andaðist á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga sunnudaginn 26. þ.m. Helena Líndal, Heiðarási 26, Reykjavík, lést miðvikudaginn 29. nóvember. Hallgrímur Hallgrímsson, Túngötu 2, Grindavík, andaðist sunnudaginn 26. nóvember. Ingólfur Th. Guðmundsson, fyrrverandi deildarstjóri, Fornhaga 23, Reykjavík, lést á heimili sínu 28. nóvember. Jóhanna Björgólfsdóttir, Heiðarbraut 5c, Keflavík, lést 21. nóvember. Útför- in fer fram frá Keflavíkur- kirkju föstudaginn 1. des- ember kl. 13.30. Jóhanna Þórey Daníelsdóttir, Æsufelli 2, Reykjavík, and- aöist á Sólvangi í Hafnar- firði 23. nóvember. Jónatan Jóhannesson sjómaður, Laufásvegi 5, lést 23. nóvember. Jórunn Guöjónsdóttir frá Presthúsum andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 28. nóvember. Júlíana Egilsdóttir, áður til heimilis á Skúla- götu 78, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. nóvember. Júlíus Schiöth Lárusson, Einibergi 3, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 28. nóvem- ber. Kristín Sigtryggsdóttir, lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 26. nóv- ember. Margrét Sigurjónsdóttir, Bláhömrum 2, lést í Borg- arspítalanum miðvikudag- inn 29. nóvember. Orri Steinn Helgason er látinn. Ólafur Magnússon skipasmiður, Túngötu 5, ísafirði, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísa- firði laugardaginn 25. nóvember. Soffía Guðrún Árnadóttir, Furugerði 1, Reykjavík, er látin. UMBOÐSMENN TÍMANS Kaupstabur Nafn umbobsmanns Heimili Sími Keflavík-Njarbvík Erla Knudsen Elíasdóttir Heibarbraut 7D 421-5669 Akranes GubmundurGunnarsson Háholti 33 431-3246 Borgarnes Hrafnhildur S. Hrafnsdóttir Hrafnaklettur 8 437-1642 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgata 25 438-1410 Grundarfjörbur Gubrún). jósepsdóttir Grundargata 15 438-6604 Hellissandur Ævar Rafn Þrastarson Hraunsás 11 436-6740 Búbardalur Inga G. Kristjánsdóttir Gunnarsbraut 5 434-1222 Reykhólar Adolf Þ. Gubmundsson Hellisbraut 36 434-7783 ísafjörbur Hafsteinn Eiríksson Pólgata 5 456-3653 Subureyri María Fribriksdóttir Eyrargötu 6 456-6295 Patreksfjörbur Snorri Gunnlaugsson Abalstræti 83 456-1373 Tálknafjörbur Margrét Gublaugsdóttir Túngata 25 456-2563 Bíldudalur Vilborg Jónsdóttir Dalbraut 42 456-2141 'Þingeyri Karítas jónsdóttir Brekkugata 54 456-8131 Hólmavík júlíana Ágústsdóttir Vitabraut 13 451-3390 Hvammstangi Hólmfríbur Gubmundsdóttir Fífusund 12 451-2485 Blönduós Snorri Bjarnason Urbarbraut 20 452-4581 Skagaströnd Dagbjört Bæringsdóttir Ránarbraut 23 452-2832 Saubárkrókur Gubrún Kristófersdóttir Barmahlíb 13 453-5311 Siglufjörbur Gubrún Aubunsdóttir Hafnartún 16 467-1841 Akureyri Baldur Hauksson Drekagil 19 462-7494 Dalvík Harpa Rut Heimisdóttir Bjarkarbraut 21 466-1816 Ólafsfjörbur Sveinn Magnússon Ægisbyggb 20 466-2650 Húsavík Þórunn Kristjánsdóttir Brúnagerbi 11 464-1620 Laugar, S-Þing. Bókabúb Rannveigar H. Olafsdóttur 464-3181 Reykjahlíb v/Mývatn Dabi Fribriksson Skútahrauni 15 464-4215 Raufarhöfn Helga jóhannesdóttir Ásgata 183 465-1165 Þórshöfn Matthildur jóhannsdóttir Austurvegur 14 468-1183 Vopnafjörbur Ellen Ellertsdóttir Kolbeinsgata 44 473-1289 Egilsstabir Páll Pétursson Árskógar 13 471-1350 Seybisfjörbur Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegur 7 472-1348 Reybarfjörbur Ragnheibur Elmarsdóttir Hæbargerbi 5 474-1374 Eskifjörbur Björg Sigurbardóttir Strandgata 3B 476-1366 Neskaupstabur Bryndís Helgadóttir Blómsturvellir 46 477-1682 Fáskrúbsfjörbur Ásdís Jóhannesdóttir Skólavegur 8 475-1339 Stöbvarfjörbur Sunna K. jónsdóttir Einholt 475-8864 Breibdalsvík Davíb Skúlason Sólheimar 1 475-6669 Djúpivogur Ingibjörg Jónsdóttir Hammersminni 10 478-8916 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 478-1274 Nesjar Kristín Gunnarsdóttir Stöbli 478-1573 Selfoss Bárbur Gubmundsson Trvqqvaqata 11 482-3577 Hveragerbi Þórbur Snæbjörnsson Heibmörk 61 483-4191 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 483-3300 Eyrarbakki jóhannes Erlingsson Túngata 28 483-1198 Hvolsvöllur Ómar Eyþórsson Litlagerbi 10 487-8353 Vík í Mýrdal Pálmi Kristjánsson Sunnubraut 2 487-1426 Kirkjubaejarklaustur Bryndís Gubgeirsdóttir Skribuvellir 487-4624 Vestmannaeyjar Auróra Fribriksdóttir Kirkjubæjarbraut 4 481-1404 Gubrún Þóra Þorkelsdóttir frá Fjalli Þóra á Fjalli, eins og hún var oftast nefnd, fœddist 17. apríl árið 1918 á Miðgrund í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem foreldrar hennar, Una Gunnlaugsdóttir og Þorkell Jónsson, hófu búskap sinn. Þau fluttust skömmu síðar að Miðsitju í sömu sveit og þar ólst Þóra upp. Systkini Þóru eru: Nikólína, f. 1920, búisett á Akureyri, gift Rögnvaldi Árnasyni; Helga, f. 1922, býr íReykjavík, hún var gift Sigurði Sigfiissyni; Ingimar, f. 1930, búsettur á Akureyri, kona hans er Ósk Óskarsdóttir. Þóra var um skeið í unglingaskólanum á Sauðárkróki, en veturinn 1937-38 var hún á Héraðsskólanum á Reykj- um í Hrútafirði. Eftir það vann hún einn vetur á saumastofu í Reykjavík hjá Dýrleifu Ármann. Árið 1941 giftist hún Halldóri Benediktssyni á Fjalli í Sœmundarhlíð í Skagafirði. Þau bjuggu fjögur ár í Varmahlíð og störfuðu á vegum Varmahlíðarfé- lagsins, en settust síðan að á Fjalli og bjuggu þar í hálfan fjórða áratug. Þau tóku að sér kjördótturina Mar- gréti Sigurbjörgu (f. 1946, d. 1992). Margrét var gift Ölafi Þ. Ólafssyni vélstjóra og eignuðust þau þrjú böm, þau Þóru Halldóru, Bryndísi og Jak- ob Benedikt. Á Fjalli ólst einnig upp systursonur Halldórs, Grétar Bene- diktsson (f. 1942), sem búsettur er á Akureyri. Kona hans er Ema Bjamadóttir og eiga þau tvö böm, þau Benedikt og Sigurlaugu. Árið 1980 brugðu þau Þóra og Halldór búi og fluttu í Vammhlíð. Halldór lést árið 1990. Síðasta ára- tuginn dvaldi Þóra á Sjúkrahúsi Skagfirðinga og þar lést hún þann 21. nóvember síðastliðinn. Þóra á Fjalli er nú látin eftir langvarandi veikindi. Fyrir tæp- um 40 árum kom ég að Fjalli til sumardvalar hjá þeim Þóru og Halldóri frænda mínum. Margrét dóttir þeirra var þá 10 ára, litlu eldri en ég, og Grétar frændi Hall- dórs 14 ára. Hann hafði komið nýfæddur að Fjalli til ömmu sinn- ar, Sigurlaugar, eftir að móöir hans lést. Sigurlaug var enn á heimilinu þegar hér var komiö, en Halldór og Þóra löngu tekin við búrekstri. A sumrin var jafnan nokkur fjöldi barna á Fjalli sem „send höfðu verið í sveitina". Ef ég man rétt, voru stundum hjá Þóru aðkomubörn að vetrinum einnig. Hún átti erfitt með að neita kunningjum um greiða og mun jafnvel hafa boðist til að létta undir með fólki, ef hún vissi aö erfiðleikar voru fyrir og börnin þurftu að fá örugga vist um skeið. Sumrin hjá þeim Halldóri og Þóru áttu eftir að verða fleiri, og þarna kynntist ég skagfirsku sveitalífi eins og það gerðist upp úr miðri þessari öld. Gamli tím- inn var ennþá nálægur. Kýrnar voru handmjólkaðar, enda raf- magniö ekki komið, og dáðist ég að því hvað Þóra var fljót að mjólka og hve vel freyddi í föt- t MINNING unni hjá henni. Hrífan var ennþá mikilvægt verkfæri í heyskapnum og minnisstætt er mér hve rösk- lega Þóra beitti henni. Hún var dugnaðarforkur utanhúss sem innan og þoldi enga leti og logn- ■mollu í kringum sig. Oft verður mér hugsaö til uppeldisaðferða hennar. Hún átti það til að spyrja, þegar kúasmalinn kom inn í bæ, hvað hann hefði nú verið að gera. Ef vel hafði verið unnið og jafn- vel hugkvæmni beitt, gat maður verið viss um að fá hrósyrði. Það stóö t.d. ekki á lofi þegar kúasmali sagðist eitt sinn hafa endurnýjað halaböndin í fjósinu. Aftur á móti fannst Þóru minna til þess koma þegar við Grétar lágum undir bæjarvegg á sólríkum degi og tefldum. „Það er aldeilis vita voðalegt hvernig þú spillir drengnum," sagði hún og beindi orðum sínum til Grétars. Þó hún gæti verið hvöss í orðum í amstri dagsins, var stutt í gamansemina og hún gat gert góðlátlegt grín að sjálfri sér og öðrum. Reyndar var hún afar næm á hagi annarra. Berdreymin virtist hún vera, og mér fannst stundum sem hún sæi gegnum holt og hæðir. Hitt er víst að hún fylgdist vel með öll- um hræringum sem í sjónmáli voru. Þannig var vissara að bera sig vel í göngulagi, þó maður væri staddur langt suður á túni. En glettni Þóru og hvassar gáfur gerðu það að verkum að margir vildu sækja hana og þau hjónin heim, enda Halldór öðlingsmað- ur og ljúfmenni; gestrisni þeirra var einstök. Þóra.hafði sérstakt lag á að tala við fólk og finna um- ræöuefni við hæfi. Oft komu gest- ir langt að og virtist þeim líða vel í litlu vistarverunum á Fjalli, þó þeir ættu að venjast stórum söl- um. Þar má nefna Vestur-íslend- inginn og frænda Þóru, Soffanías Þorkelsson, og enska stangveiði- manninn Fortesque, en hann kom á hverju sumri í Sæmundar- hlíbina og fékk m.a. að steikja sveppina sína á kokseldavélinni hennar Þóru. Best virtist Þóra njóta sín þegar eldhúsið var orðið fullt af gestum, sem eins og fyrir tilviljun hafði borið að garði: sr. Gunnar í Glaumbæ á bláa Land- róvernum sínum, Benni á Vatns- skarbi á Skjóna, Pála á Skarðsá á Rauð og Dúddi á Skörðugili á þeim leirljósa. Þá þraut nú ekki umræðuefnið. Mér hefur komið í hug að Þóru hefði fallið vel að vera nær þjóðbrautinni en raunin varð á. Ekkert hefbi hún heldur haft á móti því að feröast meira. . Víst er a.m.k. að hún skemmti sér vel þegar hún fór í bændaferð til Kanada árið 1975 og heimsótti m.a. gamla kúarektorinn sinn í Winnipeg. Hann hafði víst ekki dreymt um það í sveitinni í gamla daga að sá dagur kæmi ab hann færi með Þóru á Fjalli í dýragarð í Ameríku og drykki með henni á eftir krús af öli á gamalli indíána- krá. „Það er nógur tími til að sofa í gröfinni," sagði Þóra eitt sinn þegar henni þótti illa ganga að vekja fjósamann. Þab er eins og mig minni að þessi athugasemd hafi hrifið fljótt og vel og satt að segja hefur hún oftsinnis síðan drýgt morgunverkin, þegar freist- andi hefði verið að snúa sér upp ab vegg og halda áfram að sofa. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Þóru og öllu því fólki sem var á Fjalli. Þar minnist ég meðal annarra móður Þóru, merkiskon- unnar Unu Gunnlaugsdóttur, sem kom á hverju sumri til dóttur sinnar og dvaldi hjá henni um skeið. Erfið voru síðustu árin hjá Þóru og sárt var að þurfa skömmu eftir lát Halldórs að sjá einnig á bak dótturinni Margréti, sem hafði reynst henni og þeim hjón- unum svo vel. Ég votta ættingjum og vensla- fólki Þóru á Fjalli samúb mína. Baldur Hafstað Cullsmíöastofan Tímadjásn 17 ára: Flutt í nýtt húsnæði Eigendur fyrirtœkisins gáfu sér tíma fyrir myndatöku á meban verib var ab standsetja nýja húsnœbib. Gullsmíðastofan Tímadjásn var stofnub þann 11. nóvember 1978. í 17 ár hefur starfsemin veriö í litlu, en notalegu húsnæði í versl- unarmiðstöðinni Grímsbæ í Foss- vogi. Það er Kristinn Sigurðsson, gull- og silfursmíðameistari, og fjöl- skylda hans sem reka Tímadjásn, en þar starfa í dag 2 gullsmiðir, 2 gull- smíðanemar og 2 í verslun. Laugardaginn 11. nóvember sl. var haldið upp á þennan áfanga með því ab flytja versiunina í nýtt og rúmbetra húsnæði, 10 metrum frá því gamla á nebri hæðinni í Grímsbæ. Að sögn Kristins Sigurðssonar er fyrirtækið þekkt fyrir hagstætt verb og mikib vöruval, sem aldrei hefur verið eins fjölbreytt og nú þegar flutt er á nýja staðinn. „Við smíð- um skartgripi og bjóbum ennfrem- ur úrval af skírnargjöfum, úrum og klukkum. Einnig veitum við við- gerðarþjónustu. Þetta húsnæði var löngu orðið of lítib og aðeins um 40 fermetrar að stærð," sagbi Kristján.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.