Tíminn - 06.12.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1995, Blaðsíða 1
79. árgangur Miðvikudagur 6. desember 1995 230. tölublað 1995 Samkomulag í útburöarmáli lobdýrabóndans á Kvistum: Ragnar fari sjálfviljugur Tekið var fyrir útburðarmál Ragn- ars Böbvarssonar, loðdýrabónda á Kvistum, hjá Sýslumanninum á Selfossi í gær. Þar nábist sam- komulag á milli Ragnars og ríkis- ins um ab Ragnar.myndi fara sjálfviljugur og verbur ekki af út- burbi ef Ragnar stendur vib sam- komulagib en til þess hefur hann ákvebinn frest. Samkomulagið er tvíþætt og byggist ab sögn lögmanns ríkisins, Magnúsar Guðlaugssonar, á að Ragnar afhendi íbúbarhús og önnur útihús í síðasta lagi 14. desember nk. en lobdýrahúsin í síöasta lagi 4. janúar nk. „Menn eru alltaf sáttir þegar menn geta leyst málið með samkomulagi. Samkomulagib felur það í sér," sagði Magnús Guölaugs- son eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir í gær. Tíminn náði ekki í Ragn- ar Böbvarsson. Annað útburðarmál liggur fyrir embættinu á Selfossi en það er út- burðarkrafa ríkisins á hendur Björg- vini Ármannssyni, loðdýrabónda á Hvoli 1. -BÞ Flugleiöir: Hagna&ur rúm- ur milljarður Hagnabur Flugleiba fyrstu níu mánubi ársins nemur rúmum milijarbi króna en var á sama tíma í fyrra 765 milljónir króna, sem þýbir ab hagnabur er um 300 milljón krónum meiri nú. Auk- inn hagnab nú má rekja til sölu flugvéla, en afkoma af regiulegri starfsemi hefur þó hækkab um 40 milljónir. Sigurður Helgason segir afkom- una og bókanir til ársloka benda til þess mjög eindregið að félagið skili hagnaði í lok árs. Félagið sé í örum vexti og farþegum í millilandaflugi hafi fjölgað um 4% Þá segir hann ab á næsta ári hilli undir enn meiri vöxt í þessum þætti rekstursins með tilkomu nýrra flugleiba. Greiðslu- staða félagsins er sterk og hefur eig- infjárstaða þess styrkst á milli ára. -PS - Allt fullt í Þjóbarbókhlöbunni Þaö hafa margir þurft frá aö hverfa sem hafa cetlaö aö nýta sér lestr- araöstööu Þjóöarbókhlööunnar á síöustu dögum. Frá því aö skólar hœttu hefur veriö mikil ásókn, enda margir sem kjósa aö lesa undir próf í lestarsölum bókasafna. Aö sögn Einars Hrafnssonar bókavaröar fyllist allt strax klukkan níu á morgnana viö opnun, en nokkuö mun um aö nemar viö Háskólann og háskólakennarar fái frátekin sæti. Crunnskólanemendur fá ekki aögang aö lestraraöstööunni. Tímamynd: bg Kaupmaöur og berir viöskiptavinir símtœkjabúöar gcetu fengiö dóm: RLR rannsakar meint hópblygöunarbrot Lögreglan í Reykjavík fékk kvartanir og kærur vegna meintra blygbunarbrota 20-25 ungra manna vib verslun An- tons Skúlasonar í verslunar- mibstöbinni Austurveri á mánudagsmorgun. RLR hefur fengib sent mál þetta. Kaup- maburinn hafbi lofab hverjum þeim sem kæmi til sín nakinn á mánudagsmorguninn fríum Nokia-farsíma ab gjöf. Vinsœldir kalkúns um jól og áramót aukast stööugt: 25 tonn af kalkúni í ár Kalkúnn verbur sívinsælli sem jóla- eba áramótamatur hjá íslendingum. Á Reykjum í Mosfellsbæ fer nánast öll landsframleibslan fram en þar er gert ráb fyrir ab setja um 25 tonn á markab í ár. Gubmundur Jónsson, bóndi á Reykjum, segir kalkúnabrans- ann skrýtinn rekstur og áhættusaman, nánast öll landsframleiðslan , seljist á Mjólk og mjólkurafurðir hækka Verb á mjólk og mjólkurafurbum frá Mjólkursamsölunni mun hækka ef lögum frá 1936 verbur breytt í þá átt ab skattfríbindi fyr- irtækisins af hagnabi vegna vinnslu og dreifingu á þessum af- urbum verbi aflögb. Þetta er álit Gublaugs Björgvinssonar, for- stjóra Mjólkursamsölunnar. Nú er í undirbúningi frumvarp til laga hjá fjármálarábuneytinu, þar sem skattfríðindi Mjólkursamsöl- unnar og SÍF verði aflögð, en eins og kom fram í frétt okkar fyrir helgi eru skattfríðindi til komin vegna gamalla laga sem dagað hafa uppi í skattakerfinu. Sjá Tíminn spyr á bls. 2. nokkrum dögum, en þó hafi orðib vart aukningar í sölu á öðrum árstímum t.d. í kring- um Þakkargjörðardaginn. „Þetta má ekki vanta en samt má maður ekki sitja uppi með of mikið, því þá er arðurinn orðinn lítill," sagði Guðmund- ur í samtali við Tímann í gær. Langmest er selt af 4-5,5 kílóa fuglum en stærstu kal- kúnarnir vega allt að 7 kíló. Guðmundur segir sölu kalkúns hafa margfaldast hérlendis síð- an þeir fóru að framleiöa í stóru magni en á Reykjum var að fjölga kalkúnum kerfis- bundið fyrir 10 árum og er sí- fellt bætt við. -BÞ Rúmlega 20 ungir karlmenn þáöu boðið, 10 fengu ókeypis síma. Kaupmaðurinn og hinir strípuðu viðskiptavinir hans eiga yfir höfði sér aö þurfa að svara til saka hjá RLR á næst- unni. Sturla Þórðarson, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík, sagði í samtali við Tímann í gær að málið hefði verið tekið fyrir á morgunfundi yfirmanna lög- reglunnar í gær. Niðurstaðan var sú að senda málið áfram til Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem fjallar um rannsókn mála af þessu tagi. Samkvæmt lögreglusam- þykkt er bannað að striplast um nakinn á • almannafæri og þannig særa blygðunarsemi fólks. Sturla sagði að 209. grein hegningarlaga kvæði á um þetta atriði. Þar er talað um fangelsi allt að fjórum árum. í 210. grein er jafnframt rætt um að sá sem efnir til leiks sem er talinn ósiðlegur hafi gerst brot- legur við lög. Kaupmaðurinn kann að falla undir þá grein refsilaganna. „Manni finnst óeðlilegt að fá fólk til að gera svona nokkuð Nakinn viöskiptavinur fær afgreiddan farsíma í fyrradag. Tímamynd: BG samkvæmt afar óljósri auglýs- ingu. Allir áttu þeir aö fá frían síma," sagði Sigríður Arnar- dóttir lögmaður Neytendasam- takanna í gær. „Siðferöilega hliðin á þessu er svo auðvitað sú að þarna er um blygðunar- brot að ræða og afar óheppileg söluaðferb. Þróunin er vægast sagt uggvænleg," sagði Sigríð- ur. Kaupmaðurinn Anton Skúla- son sagði í gær að hann hefbi ekki lofað öllum sem kæmu naktir farsíma. Tiltækið hefbi vaktið mikla athygli og selt vel. Milli 20 og 25 berir strákar mættu á stabinn. „Enginn neyddi þá til að gera þetta," sagbi Anton í gær. Tíu fengu ókeypis síma, hinir stripluðust án þess að fá neitt. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.