Tíminn - 06.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.12.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 6. desember 1995 5 Pjetur Hafstein Lárusson: j Hugaö aö Asmundarsal Steinn Steinarr hafbi það eft- ir fóstru sinni, að menning væri rímorð á móti orðinu þrenning. Menning og þrenning — það fer ekki milli mála, þessi tvö orð ríma. Og ekki nóg með það, eiginlega er menning ekkert annað en þrenning, þegar öllu er á botninn hvolft. Hún er þrenn- ing tímans — fortíðar, nútíðar og framtíðar. Það sem við gerum í nútíðinni á sér rætur í fortíð og vonandi einhverja lífsvon í framtíðinni. Þetta á við um alla menningu, hvort heldur er t.d. listsköpun, verslunarhætti eöa fiskveiðar, svo nokkur atriði menningar séu nefnd. Fólk hefur misjafnar skoðanir á því, hvað sé menning. Hjá ýmsum er skilgreiningin á fyrir- bærinu æði þröng, en víðari hjá öðrum eins og gengur. Sjálfur hallast ég að því, að menning séu þeir samfélagshættir sem til- tekinn hópur, t.d. þjóð, hefur þróað með sér/ bæði leynt og ljóst, svo og afleiðingar þeirra. Altjent er menningin ekki yfir- borðsfyrirbæri. Hún á sér djúpar rætur. Þessar rætur eru við- kvæmar og þarfnast næringar. Engin næring er menning- unni drýgri en sagan. Hún er ekki aðeins skíma inn í fortíðina, heldur einnig leiðarstjarna nú- tímans á vit framtíðar. Því er það svo, að þeir, sem kallast vilja menningarlega þenkjandi, reyna hvað þeir geta til þess að varð- veita þær vörður, sem hlaðnar hafa verið á leið fólks til æðri þroska. Á Skólavörðuholti stendur ein slík varða, sem nú er í nokkurri hættu. Ég á hér við hús Ásmund- ar Sveinssonar myndhöggvara, Ásmundarsal, eins og það er oft kallað. Svo sem kunnugt er, hef- ur Reykjavíkurborg keypt húsið af Arkitektafélaginu. í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt, þótt vissu- lega hefði verið að því nokkur sómi að Leifur Breiðfjörð mynd- listarmaður hefði eignast húsið, eins og hugur hans stóð til. En auðvitað ræður Arkitektafélagið hverjum það selur eigur sínar. Ásmundarsalur á sér ríkari sess í listasögu Reykjavíkur en sumir virðast gera sér ljóst. Ekki er nóg með að þarna hafi Ásmundur starfað að list sinni frá því hann reisti húsið á árunum 1932 til 1934 og allt þar til hann flutti í Laugardalinn rétt um 1950. Fyrri kona hans, Gunnfríður Jóns- dóttir myndhöggvari, starfaði þarna einnig og bjó, m.a. eftir skilnað þeirra. Ætti það ab vera áhugamönnum um listir ís- lenskra kvenna nokkurt íhugun- arefni. Árið 1951 flutti Gunnar kaup- maður Sigurðsson, oftast kallað- ur Gunnar í Geysi, í húsið. Var hann leigjandi Ásmundar, en saman steyptu þeir gólf í austur- hlið hússins, sem áður hafði ver- ið gímald. Þá varð til salur, sem Gunnar kallaði Listvinasalinn. í þessum sal stofnaði hann fyrsta galleríið á íslandi og lengst af hið eina sem rekið var á landinu. Gunnar fluttist úr húsinu árib 1960. En þar með var ekki lokið listasögulegu hlutverki þess, því síðar starfaði Myndlistaskóli Reykjavíkur þar. í tengslum við skólann hófu myndhöggvarar að sýna verk sín á lóð hússins ár- Ásmundarsalur. ib 1967. Urðu þær sýningar síðar rótin að stofnun Myndhöggv- arafélags íslands. Eftir að félag arkitekta keypti húsið, héldu þeir merki Gunnars í Geysi á lofti með því að reka þar sýningarsal. Því má ljóst vera, ab ekkert hús í Reykjavík skipar þvílíkan sess í myndlistar- sögu borgarinnar og einmitt þetta. Menning krefst samhengis í tíma og rúmi. Af ofansögðu má því ljóst vera, að hugmyndir borgarstjórnar um að breyta Ás- mundarsal í barnaheimili eiga sér ekki rætur í menningarhefð borgarinnar. Vitanlega viljum við, sem studdum R-listann í síð- ustu borgarstjórnarkosningum, tryggja börnum dagvist á viðeig- andi stofnunum. En við viljum einnig geta skilað börnum okkar þeim menningararfi, sem okkur var trúað fyrir. Því menning er þrenning tím- ans — fortíð, nútíð og framtíð. Þetta bið ég fulltrúa okkar í borgarstjórn að hafa hugfast, þegar þeir n.k. fimmtudag ganga til atkvæðagreiðslu um framtíb þess sögulega húss, sem hér hef- ur verið gert að umræðuefni. Höfundur er rithöfundur. Mín skobun Stefán Vilhelmsson: Flugumferöarstjórum finnst sjálfsagt lítið fara fyrir lýð- ræðinu í kjarabaráttunni sem þeir heyja þessa dagana. Þab er einfaldlega ekki við þá talað nema í þeim tón sem telst til valdbeitingar, tón sem þeir helst þekkja sem hafa litla eða enga möguleika til ab bera hönd fyrir höfuð sér, mega ekki tjá sig og verba að gera sig ánægba meb það sem að þeim er rétt. Allur fjöldinn leitar nú eftir leiðréttingu sinna launamála, en vib allt aðrar abstæður. Flugumferðarstjórar tóku mikla áhættu til þess að á þá yrði hlustað, áhættu sem flest annab starfandi fólk þarf ekki að taka, því það hefur verkfalls- rétt. Ríkisvaldið og VSÍ hafa ham- ast gegn því alla tíð ab grunn- laun yrðu hækkuð, þess vegna hefur fólk þurft að eyða mestum hluta sólarhringsins á vinnu- stab. Þar hafa stéttarfélögin mis- reiknað sig hrapallega. Látið blekkjast af gylliboðum um hærri eftir- og næturvinnulaun. Hjá flestum starfsstéttum í land- inu hefur þetta svo stöðugt færst í vöxt, svo mjög að komiö er út á ystu nöf, ef svo má segja, hjá sumum þeirra. Störf flugumferðarstjóra eru þess eðlis að þab ætti ab banna alla yfirvinnu, eins og dæmin sanna, en þar sem launatekjur þeirra byggjast mikib á henni, verður aö koma til móts vib þá og hækka grunnlaunin. En þab er víst bannorö. Flugmenn vinna eftir ströng- um flugtíma- og vaktamörkum og ætti þab ekki síöur að gilda um flugumferðar.stjóra. Vib- brögb Halldórs Blöndal ráð- herra í þessu máli vekja athygli. Þau benda til þess að þar fari mikill valdsmaður, sem ætlar að nota sér aöstöðuleysi hinna og hleypa þeim hvorki eitt né neitt. í gegnum aldirnar hafa ís- lendingar fengið ab kenna á slíkum valdsmönnum. Þeir láta ekki neinn segja sér fyrir verk- um, hvað sem það kostar. Von- andi er að hann nái áttum og skilji ab mál flugumferðarstjóra snýst um, eins og fyrr er sagt, að minnka vinnuálagið svo alls ör- yggis sé gætt, sem þýöir að fleiri þarf til starfans. Kæri alþingismaður. Stjórn MS Félagsins skorar á þig ab beita þér fyrir því að lög- um veröi breytt þannig ab tekjutrygging öryrkja verbi ekki skert vegna þeirra tekna sem makar þeirra eða sambýlingar kunna að afla sér. Lítill eða enginn ágreiningur er um að í flestum tilvikum, einkum í hópi hinna lægst launuöu, þarf tvær fyrirvinnur til að standa undir útgjöldum fjölskyldunnar. Gildandi Iögum er hins vegar þannig háttað að tekjutrygging öryrkja, sem að hámarki getur náð kr. 24.439, byrjar ab skerðast um leið og mánaðarlaun maka hans fara fram yfir kr. 36.220. Það þarf varla ab lýsa því hví- lík áhrif svona lög hafa á mögu- leika öryrkja til sambúðar og hjónabands. Þeir, sem eitthvab þekkja til málefna öryrkja, vita líka að núgildandi lög stubla verulega ab þeirri einangrun og einsemd, sem er hlutskipti allt- í framhaldi af því verður að hækka grunnkaupiö svo þeir megi lifa af því, en uppistaðan í of margra öryrkja á íslandi. Til að halda reisn og sjálfsvirðingu í samskiptum við hugsanlegan maka mætti ætla að kr. 24.429 væru algert lágmark þess sem öryrkinn geti komist af meb. Hins vegar gera gildandi lög ráb fyrir því ab öryrkjar taki ekki upp sambúð með öbrum en þeim sem eiga kost á og eru reiðubúnir til að taka þá alger- lega á sitt framfæri, fæða þá og klæða eins og um börn sé ab ræða. Hin hliðin á þessu máli er auðvitað fólkið sem er í hjóna- bandi eða sambúð þegar heilsu- tjónið á sér stað. Ein og sér veld- ur örorkan oft miklu álagi á fjöl- skylduna, ekki síst makann, sem gjarnan þarf ab sjá einn um allt það sem áður var verk beggja: heimilið, börnin og allar útrétt- ingar, auk þess að sinna öryrkj- anum sjálfum. Vegna hinna lágu Jbóta, sem öryrkinn fær, þarf makinn í ofanálag að bæta við sig verulegri vinnu til að launum þeirra hefur fengist fyr- ir óhóflega og um leið hættu- lega yfirvinnu. ísland er lág- launasvæði og er almenningur smám saman að læra hvers vegna svo er. Eg var starfandi í mörg ár sem flugvélstjóri og bar mikið traust til flugumferðarstjóranna. Að sjá þá þjónustu dregna saman á nokkurn hátt fyndist mér skelfi- legt, því alla daga ársins er fjöldi íslendinga á ferð um vegi lofts- ins, oft heilu fjölskyldurnar. Þeir, sem best þekkja til þessara mála, vita að aldrei má slaka á, svo hættunni verði ekki boðið heim. Ég verð að lýsa undrun minni yfir því hvað almenningur læt- ur sig þetta mál litlu skipta. Höfundur er fyrrverandi flugvélstjóri. fjölskyldan eigi fyrir sameigin- legum útgjöldum. Þessi viðbót- arvinna verður í flestum tilfell- um til að svipta öryrkjann allri tekjutryggingu. Skerðingar- ákvæðin verða því gjarnan til að kippa grundvellinum endan- lega undan hjónabandinu, binda endi á þær framtíðarvon- ir sem fólk gerði sér í góðri trú. Meb skilnaðinum verður mak- inn betúr settur og öryrkinn fær aftur sína tekjutryggingu og þær uppbætur sem einstæðingar eiga rétt á. Verstir eru þessir skilnabir þegar öryrkinn þarf einnig að flytja frá börnum sín- um. Engum kæipi til hugar að skerða eða fella niður atvinnu- leysisbætur fólks vegna tekna sem maki þeirra eða sambýling- ur aflar sér, enda er það ekki gert. Hins vegar hefur ekki enn verið komið í veg fyrir að lög- gjöfin fari allt öðruvísi með þá sem eru atvinnulausir vegna heilsutjóns, jafnvel þótt tekju- VETTVANGUR „í framhaldi afþví verð- ur að hœkka grunnkaup- ið svo þeir megi lifa af því, en uppistaðan í launum þeirra hefur fengist fyrir óhóflega og um leið hœttulega yfir- vinnu. ísland er lág- launasvœði og er al- menningur smám saman að læra hvers vegna svo er." trygging þeirra sé meira en helmingi lægri en atvinnuleys- isbætur hinna fullfrísku. Er tekjutap vegna örorku ekki jafn alvarlegt og þab atvinnuleysi sem e.t.v. varir aðeins tíma- bundið? Eða erum vib enn á því menningarstigi að álíta fatlaða ekki hafa sömu þarfir og annað fólk þegar kemur að hjónabandi og fjölskyldulífi? Stjórn MS Félagsins skorar á þig að beita þér fyrir því að öryr- kjar, sem eru í eða hyggja á sam- búð, haldi að minnsta kosti tekjutryggingu sinni, þótt áfram missi þeir nokkurs í uppbótum sem þeir ættu rétt á sem ein- stæðingar. Það félagslega böl, sem stöðugt hlýst af núgildandi lögum, er eðli málsins sam- kvæmt afar viðkvæmt, sárs- aukafullt og niðurlægjandi, og af því tagi ab ekki er auðvelt fyr- ir þolendur að ræða allar hliðar þess á opinberum vettvangi. Með virbingu og þakklæti, stjóm MS Félags íslands Opiö bréf til alþingismanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.