Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 2
2 Mm Föstudagur 8. desember 1995 Tíminn spyr... Er e&lilegt a& bla&amönnum sé gert aö upplýsa yfirvöld um heimildarmenn í hugsanlegum sakamálum? Mörbur Árnason: Réttur blaöamanns til að leyna heimild sinni er ákaflega mikil- vægur. Hann er viöurkenndur al- þjóölega og nýtur hygg ég ákveö- innar verndar í íslenskri dóma- sögu. Auövitaö kunna þó aö vera til markatilvik. En þótt ekki sé spurt að því hef ég undanfarnar vikur dáöst að Agnesi Bragadóttur á Morgun- blaöinu fyrir staöfestu í því máli sem hún og blaöiö hafa glímt viö gagnvart yfirvöldum. Bragi Steinarsson, vararíkissak- sóknari: Ég tel ekki rétt aö ég tjái mig um þetta á þessari stundu, þar sem núna er verið að reka tiltekið mál sem tengist þessu. Ég hef vissulega skoðun á þessum mál- um í heild sinni en þetta er ekki rétti tíminn til aö opinbera þær. Hjálmar Jónsson, varaformaö- ur Bla&amannafélagsins: Nei. Þaö er ein æösta skylda blaöamanna að halda trúnabi viö heimildarmenn sína og einn af hornteinum upplýsingaöflunar í frjálsu samfélagi. Þab helgast af því aö þeir hagsmunir samfélags- ins eru miklu ríkari aö fólk geti óttalaust veitt upplýsingar um hvabeina heldur en þeir hags- munir sem væru því samfara að refsa þeim sem kann aö hafa gerst brotlegur við reglur samfé- lagsins. Ef heimildarmenn blaöa- manna geta ekki óttalaust látið upplýsingar í té er tjáningarfrels- inu hætta búin. Ef tjáningarfrels- inu eru settar óeölilegar skorður kallar þaö á frelsisskerðingar á öðrum sviðum þegar til lengri tíma er litið. Akureyrarbœr: Hagræbing í rekstri og sala hlutabréfa á næsta ári í fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar, sem nú ér til umræöu í bæjarstjórn, kemur fram aö tekjur á næsta ári verba heldur minni en áætlab hafbi veriö viö endursko&un fjárhagsáætl- unar á þessu ári. í fjárhagsáætl- un ársins 1995 voru tekjur Ak- ureyrarbæjar áætlaöar um 1,5 milljar&ur króna og í þriggja ára áætlun bæjarsjóös fyrir ár- in 1996 til 1998 er áætlað aö tekjur muni heldur aukast eba úr 1,5 milljarði í 1,58 milljarba á tímabilinu. Samkvæmt frurn- varpi til fjárhagsáætlunar næsta árs er gert ráö fyrir aö tekjur ver&i um 14 milljónum króna lægri en gert haf&i verib ráö fyrir. Stærsti kostnaðarliður Akur- eyrarbæjar eru framlög til grunn- skólanna, eba 144 milljónir. Af því eru um 57 milljónir áætlaöar til greiðslu launa, en samkvæmt nýjum lögum munu 'sveitarfé- lögin taka viö rekstri grunnskól- anna á næsta ári. Rekstur leik- skóla og dagheimila er næst- stærsti kostnaðarliður bæjar- sjóös. Til þess málaflokks er áætlaö aö verja 117 milljónum króna á næsta ári, en var áætlaö- ur 110,2 milljónir á yfirstand- andi ári. Kostnaöur viö rekstur bæjarskrifstofanna á Akureyri er áætlaöur 78 milljónir króna og af því eru áætlaðar 57 milljónir til greiðslu launa. Félagshjálp er einnig stór liður í fjárhagsáætl- un. Til hans eru áætlaðar 37 milljónir og af þeirri upphæö veröa 20,7 milljónir greiddar til fjárhagsaöstoöar. Til reksturs tónlistarskóla eru áætlaðar 53 nrilljónir króna, 21 milljón til reksturs Amtsbókasafnsins og 22,7 milljónir til starfsemi Leik- félags Akureyrar. Þá er gert ráð fyrir aö kostnaöur við rekstur Strætisvagna Akureyrar veröi 18,5 milljónir umfram tekjur sem áætlaöar eru um 10,5 millj- ónir. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir liggja í augum uppi aö erfiðara veröi aö ná end- um saman án þess aö auka álögur á bæjarbúa, en einnig verði áfram unnið aö því aö leita hag- ræðingar í rekstri. Á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar síðastliöinn þriðjudag nefndi hann ýmsa málaflokka, sem yröu til skoðun- ar á næsta ári meö þaö fyrir aug- um aö auka hagræðingu og sparnaö í rekstri. Bæjarstjóri nefndi meöal annars rekstur Tónlistarskólans á Akureyri, Strætisvagna Akureyrar, reglur um fjárhagsaöstoö og verklegar framkvæmdir á vegum bæjarins. Þá er einnig ætlunin, aö sögn bæjarstjóra, aö móta stefnu um hlutfall sértekna þjónustustofn- ana á vegum bæjarins og endur- skoöa gjaldskrár þeirra. Nú er unniö aö umtalsverðri eignasölu á vegum bæjarstjómar Akureyrar og hafa hlutabréf bæj- arins í Skinnaiönaöi hf. þegar veriö sett á almennan hlutabréfa- markaö og þessa dagana er verið aö ganga frá samningi um sölu á hlut bæjarins í Krossanesi hf. Jak- ob Björnsson bæjarstjóri segir þaö stefnu meirihluta bæjar- stjórnar ab vinna aö frekari sölu eigna bæjarsjóös á næsta ári. Áformaö er að nýta söluverö- mæti hlutabréfa í eigu bæjarins til greiöslu á skuldum Fram- kvæmdasjóös, en einnig til þess að auka svigrúm bæjaryfirvalda til eflingar atvinnulífs. Þí. Alþingismenn Framsóknar fengu óvœntar jólagjafir: Listamaöur gefur verkin Listama&urinn Ægir Geirdal gefur stjórnmálamönnum jólagjafir þessa dagana. Hann segist hafa valiö þá leib a& gefa fimmtán þingmönnum Framsóknar- flokksins lista- verk sín, litlar styttur, en auk þess rábuneyt- um sem fram- sóknarmenn stjórna. „Síöar ætla ég aö gefa þing- mönnum ann- arra flokka verk eftir mig. Ég vel þessa leið til ab kynna hvað hægt er aö fram- leiða úr alíslensku hráefni. Mér vitanlega hefur enginn íslensk- ur listamaöur gert þetta áöur," sagði Ægir í samtali viö Tímann í gær. Hann sagöi aö sér heföi Ægir Ceirdal meb sína styttu. verið vel tekið af þingmönnum og ráðherrum. Ægir sagöi aö listsköpun sín væri mikil og hann heföi af nógu aö taka. Verkin, sem ráðherrar fengu aö gjöf, voru til dæmis Eggfjör sem fór í utanríkisráðu- neytið, Líkn sem heilbrigðisráð- herra fékk að sjálf- sögöu, Ballaða sem landbúnaðar- ráðherra fékk :— og iðnaðarráð- herra fékk Fögnuö, enda full ástæba til aö slík stytta prýði ráöuneytið um þessar mundir. -JBP Tímamynd CS Sagt var... Bara eitthvab ódýrt „Þetta er breskur hattur ocj ég segi alltaf ab hann sé keyptur a Oxford Street, svo menn haldi ab hann sé keyptur í finni hattabúb. svo útskýri ég þab ekkert nánar." Ólafur Þ. Har&arson, stjórnmálafræb- ingur um fína hattinn sinn. Lifandi frosib lambakjöt „Kind kom heim ab bænum Þorpum í Kirkjubólshreppi hér á Ströndum 25. nóvember og bar þess augljós merki ab hafa komib úr snjó. Harbir snjókögglar voru á baki hennar og mölum þótt þá væri veburblíba. Þá voru libnar fimm vikur frá október- vebrinu ógurlega." Gu&mundur Finnbogasson fréttaritari DV á Hólmavík. Ekkert vit „Þab er einfaldlega ekkert vit í því og þab myndi aldrei ganga." Sendiherra Breta hjá SÞ um möguleika Díönu prinsessu ab verba sendiherra. Brosa og klappa „Þab er ekki nog ab brosa til fólks og klappa því á bakib. Ég er viss um ab hún hefur hæfileika til ab hugga fólk en til ab verba sendiherra þarf margra ára reynslu." Þingma&ur íhaldsflokksins í Englandi um sama mál. Auglýsa a& gamni sínu „Þegar menn auglýsa lambakjöt eba bækur viburkenna þeir ab þab sé gert til ab auka söluna, en þegar kemur ab áfengisauglýsingum þykj- ast menn vera ab bæta svokallaba vínmenningu." Ólafur Haukur Ólafsson, áfengisvarnar- frömu&ur í DV. Nema hvab „Ég held ab ef fólk læri ab umgang- ast áfengi eins og á ab gera verbi óhófib í áfengisneyslu ekki eins mikib og vínmenningin myndi batna til muna." Magnús Gunnarsson, yfirþjónn á Ó&- insvéum. Sambyggb klukka og reykskynjari „Enginn var heima, en þegar slökkvi- libsmenn komu inn var hvorki reykur né eldur en vekjaraklukkan hafbi hátt og hljómabi ekki ósvipab reykskynj- ara. Var slökkt á henni og híaust ekki tjón af." Frétt í DV. Bjartsýnin uppmálub „já, ég geri mér ab sjálfsögbu vonir um ab leggja undir mig ísTenska út- gáfubransann eins og hann lepgur sig. Þab er kominn timi til ab utgáfu- fyritæki qefi unpum tónlistarmönn- um tækifæri þvi þab er meira en nóg af cjóbum hljómsveitum ab spila inni í bilskúr, hljomsveitum sem þora ekki ab koma fram í dagsljósib vegna þess ab útgáfustarfsemi er í svo stöblub- um farvegi." Magnús Axelsson, útgáfujöfur, sem ný- lega hefur geflö út sinn fyrsta geisla- disk og er hann í 500 eintökum. Þab vakti athygli í Pottinum í gær ab sibanefnd Blabamannafélagsins úrskurb- abi ab Alþýbublabib meb Hrafn jökuls- son í fararbroddi hafi brotib alvarlega sibareglur Blabamannafélagsins meb framsetningu sinni og umfjöllun um Cubna Ágústsson og meinta veru hans í félaginu „Norrænu mannkyni". Fæstum kom niburstaba nefndarinnar á óvart, nema ef vera kynni fyrir hversu mildilega tekib er á málinu, en hins vegar virbist úbreidd hneykslun mebal blabamanna meb vibbrögb Alþýbublabsritsjórans. í leibara blabsins í gær fer hann hamförum gegn sibanefndinni og býbur í lokin Cubna velkominn í hóp þeirra sem blab- ib hafi verib dæmt fyrir ab skrifa um og rifjar upp ab Þórbergur hafi á sínum tíma fengib dóm fyrir ab skrifa illa um Hitler í blabinu ... • í pottinum var verib ab upplýsa ab þegar Sjónvarpib keypti stuttmyndina „Ertu sannur" sem var á dagskrá sl. sunnudags- kvöld hafi því stabib tveir endar á mynd- inni til boba. Annar var sá sem menn sáu í myndinni, ab útlendingurá hjóli kom og bjargabi stúlkunni frá bænum. Hinn — sá sem ekki var valinn — var þannig ab kærastinn fór alveg yfir í hugleibslu- heiminn og gleymdi unnustunni. Útlend- ingurinn kom og sá hana í gryfjunni en varb hræddur, hljóp í burtu og hún dag- abi uppi ígryfjunni...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.