Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 16
Vebrlb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: SV stinningskaldi og slydduél fram eftir degi. Sunnan hvassvibri og rigning síbdegis. Hiti 1-6 stig. • Breibafjörður: Vaxandi sunnan átt í dag, hvassvi&ri og rigning síb- degis. Hiti 1-6 stig. • Vestfirbir: SV kaldi meb éljum. Allhvöss sunnanátt og rigning síö- degis. Hiti 1 -5 stig. • Strandir og Noröurland vestra: SV kaldi og úrkomulaust. Þykknar upp í kvöld. Hiti 0-4 stig fram eftir degi en hlýnar síbdegis. • Norburland eystra og Austurland ab Clettingi: Snýst í hæga S og SV átt og léttir heldur til. Vægt frost. • Austfirbir: SV gola eða kaldi og léttir til meb morgninum. Hiti 2-7 stig. • Subausturland: SV kaldi og smáskúrir, einkum vestan til. Vaxandi S átt síödegis og rigning í kvöld. Skiptar skoöanir í Verkamannafélaginu Dagsbrún hvort standa eigi vib uppsögn samninga: Upphlaup á fundi Dags- brúnar í Bíóborginni „Þetta var ljóta uppákoman," sag&i Halldór Björnsson vara- formabur Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar þegar hann sleit félagsfundi í Bíóborginni í gær. Upphlaup varö meöal félagsmanna í lok fundarins og gengu þeir út í hópum til aö sýna andúö sína á ræöu Hjálmfríöar Þóröardóttur starfsmanns á skrifstofu Dags- brúnar. Hluti fundarmanna geröi hróp ab henni þegar hún í ræöu sinni veittist ab málflutningi og persónu Sig- uröur Rúnars Magnússonar, fyrrum aöaltrúnaöarmanni hafnarverkamanna í Sunda- höfn, og leystist fundurinn upp í framhaldi af því. í haröoröri gagnrýnisræöu sinni yfir stjórninni líkti Sigurö- ur Rúnar henni ýmist viö gaml- an högna eöa dúfu sem þiggur ölmusu úr lófa atvinnurekenda og væri fyrir margt löngu búin að gleyma markmiöum sínum og tiígangi. Þetta mislíkaöi Hjálmfríði sem sagði að Sigurð- Lýst er eftir Lýst er eftir Ernu Arnardóttur, til heimilis að Hrísateig 8 í Reykjavík. Erna fór frá heimili sínu aðfaranótt 6. desember eftir kl. 01.00. Hún er 35 ára gömul, frekar þybbin, ljós- hærð, með axlarsítt hár. Þegar Erna fór aö heiman var hún klædd í svartar þröngar galla- buxur, dökka síða peysu og rauöleita kuldaúlpu. Þeir sem orðiö hafa varir við ferðir Ernu frá því síðastliðna nótt eru beönir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. ■ dagar til jóla ur Rúnar væri fullur af beiskju og sárindum út í stjórn félagsins og verkamenn vegna þess að hann hefði veriö felldur úr emb- ætti aðaltrúnaöarmanns í Sundahöfn í kosningum á sín- um tíma. Meðal annnars las hún kafla úr bréfi hafnarverka- manna til stjórnar Dagsbrúnar þar sem lýst var yfir vantrausti á störf Sigurður sem aðaltrúnað- armanns. Við það varð sem uppsöfnuð sárindi og beiskja fundarmanna um kjör sín og stööu leystist úr læðingi meö fyrrgreindum afleiðingum. Það var því þunnskipaður bekkurinn sem samþykkti með handauppréttingu ályktun fundarins að félagið haldi fast við fyrri ákvarðanir um upp- sögn samninga. í ályktuninni eru vinnubrögð og samþykkt meirihluta fulltrúa ASÍ í launa- nefnd harðlega gagnrýnd og skorað á félög ófaglærðs verka- fólks að standa þétt saman í bar- áttunni gegn launamisréttinu. í áföngum eigi að ná sarna kaup- Akureyrarhöfn: Hafnar- fram- kvæmdir boönar út Áformaö er að leggja áhalda- hús Akureyrarhafnar niður en bjóöa nýframkvæmdir og stærri verk á vegum hafnar- innar út í stabinn. Ástæöur þess aö rábist er í þessar breyt- ingar nú eru þær aö núver- andi áhaldahús hafnarinnar þarf aö víkja fyrir nýju skipu- lagi á Oddeyri. Af þeim ástæö- um þarf annab hvort ab fá nýtt húsnæöi fyrir starfsemi áhaldahússins eöa leysa máliö eftir öörum leiðum. Tillögur um breyttan rekstur hafnarinnar eru unnar af Magn- úsi Haraldssyni og byggjast á því að allar nýframkvæmdir verði boðnar út auk stærri við- haldsverkefna. Af þeim sökum verður að segja núverandi starfsmönnum hafnarinnar upp störfum en ráða síðan tvo menn er sinni lágmarks viðhaldsverk- efnum auk ýmissa þjónustu- starfa viö höfnina. Þessar hug- myndir eru í samræmi við þá þróun mála að bjóða sem mest af öllum framkvæmdum út. Stefnt er að því aö öll starfsemi Akureyrarhafnar verði á einum stað í framtíðinni og einnig er verið að kanna á hvern hátt nýta megi starfskrafta þeirra manna sem losna þegar áhalda- húsið verður lagt niður þannig aö vinna megi máliö í sátt við alla aðila. -ÞI mætti og er í helstu viðskipta- löndunum, en til að það geti orðið að veruleika þurfa félög ófaglærðra að standa þétt sam- an og láta ekki ASÍ og VSÍ beygja sig. Skiptar skoðanir eru í stjórn félagsins og meðal félagsmanna hvort Dagsbrún eigi að standa fast við fyrri ákvarðnir um upp- sögn samninga. Við afgreiðslu áðurnefndrar ályktunar í stjórn félagsins greiddi Jóhannes Sig- ursveinsson atkvæði gegn henni og annar sat hjá. Þessi ágreiningur kom einnig fram á fundinum þar sem nokkrir ræðumenn lýstu því yfir að fé- lagið ætti að draga uppsögn samninga til baka og þiggja des- emberuppbótina. Aðrir voru harðir á því að standa fast við uppsögn samn- inga og láta kné fylgja kviði í baráttunni fyrir bættum kjörum og gegn forystu ASÍ og VSI og m.a. meirihluti stjórnar Dags- brúnar. í dag og á morgun, laug- ardag fer fram allsherjarat- kvæöagreiðsla meðal félags- manna um afstöðuna til sam- komulag launanefndar. -srh Lögreglan á Suövestur- landi fylgist sérstaklega meö ölvunarakstri í des- ember: Enga „jóla- glögga" í umferöinni Lögreglan á Suðvesturlandi mun fylgjast sérstaklega með ökumönnum með tilliti til ölv- unaraksturs, en algengt er að starfsmenn fyrirtækja og aðrir hópar hittist í „jólaglöggi" í des- embermánuði. Það vilja margir freistast til að aka „jólaglöggir", sem er að sjálfsögðu óheimilt. í desember á síðasta ári voru 136 ökumenn stöðvaðir, grun- aðir um ölvunarakstur, á starfs- svæði lögreglunnar á Suðvestur- landi. Af þeim höfðu 19 lent í umferðaróhöppum og -slysum áður en til þeirra náðist. -PS Félagsfundur Dagsbrúnar í Bíóborginni í gœr leystist upp meb látum og gengu fundarmenn út í hópum íþann mund sem ályktun fundarins var borin upp til samþykktar. í ályktuninni, sem meirihluti stjórnar stób ab, er hvatt til þess ab félagib haldi fast vib fyrri ákvörbun félagsfundar og trúnabarmannarábs um uppsögn kjarasamninga. Tímamynd: CS Cefinn veröur kostur á 40 ára húsnœöislánum: Rá&herra bo&ar fleiri frum- vörp um húsnæðismál Lánveitingar Húsnæöisstofn- unar ríkisins veröa framvegis til 15, 25 og 40 ára samkvæmt frumvarpi sem Páll Pétursson, félagsmálarábherra, hefur lagt fram um Húsnæbisstofnun. Þá verður Húsnæbisstofnun ríkisins heimilt aö veita skuldurum fasteignaveröbréfa húsnæöisdeildar og lánþegum Byggingasjóös ríkisins skuld- breytingu meb því ab skipta á fasteignaverbbréfum fyrir húsbréf til 15 ára. Skilyrbi þess sé aö fólk eigi í greibslu- vanda er stafi af óvæntum at- burbum, veikindum, missi av- innu eöa ööru sem rekja má til óvibráðanlegra orsaka. Með frumvarpinu verður kaupendum húsnæðis gefið val- frelsi um hvort þeir taka fjár- muni að láni til 15, 25 eða 40 ára í stað þess að tímalengd lána í húsnæðiskerfinu sé bundin viö 25 ár. Páll Pétursson, félags- málaráðherra, sagbi í umræðum á Alþingi að mismunandi láns- tími geti hentað mörgum, nauðsynlegt sé bjóða lengri lánstíma þeim sem séu að kaupa fasteign í fyrsta skipti en skemmri lánstími en 25 ár geti einnig verbi hentugur varðandi húsnæðiskaup, einkum þegar fólk sé að skipta um húsnæði og nýti lánsféð til þess að fjár- magna mismun. Meb því móti geti eignamyndunin orðið hraöari. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar gagnrýndu félagsmála- rábherra harðlega fyrir að í frumvarpinu væri aðeins að finna hluta af þeim lausnum sem framsóknarmenn hafi boð- að í síðustu kosningabaráttu. Páll Pétursson sagði að meb fumvarpinu væri abeins verib að bregðast við einum þætti vandans og myndi hann leggja fram fleiri frumvörp um breyt- ingar á lögum um Húsnæbis- stofnun ríkisins. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.