Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 8. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sögulegt afrek Atlantshafsbandalagið er að taka miklum stakka- skiptum og hlutverk þess að breytast. Með því að taka að sér friðargæslu í óróaríkjunum á Balkanskaga og senda þangað fjölmennt herlið eru samtökin að breytast úr varnarbandalagi meðlimaríkjanna í nokkurs konar alþjóðalögreglu. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa sinnt slíkum hlutverkum víða um heim, en yfirleitt reynst vanmáttungar þar sem þeim hefur verið meinað að taka beinan þátt í hernaðaraðgerðum. Þann tíma sem friðagæsla SÞ hefur verið til staðar í ríkjum fyrr- um Júgóslavíu hafa stríðsaðilar farið sínu fram og sýnt fámennum og vanbúnum hersveitum Sf> full- komna fyrirlitningu. Nú á að verða breyting á. Með nýgerðu friðarsam- komulagi stríðandi fylkinga á Balkanskaga er gert ráð fyrir að Nató taki við friðargæslu af SÞ. Og nú á að gæta friðarins af hörku. Fjölmennt og vel vopnum búið herlið verður sent til stríðshrjáðra héraða og mun grípa til harðra gagnaðgerða ef stríðsherrarnir gerast full bardagafúsir og fara um með ófriði. Það eru ekki aðeins Natóherir sem gæta eiga friðar- ins, heldur munu mörg önnur ríki senda liðveislu til að halda uppi reglu og friði. Mörg fyrrum Austur- Evrópuríki munu senda herlið sem verður undir beinni yfirstjórn Nató. Er sú samvinna vissulega mikil tíðindi. En ef til vill sætir það hvað mestum tíðindum að Rússar munu senda hermenn til gæslustarfa og þótt þeir sætti sig ekki við að heyra beint undir yfirstjórn Atlantshafsbandalagsins munu rússnesku hersveit- irnar starfa náið með Natóhernum við að gæta friðar og berja niður ófriðarseggi þegar og ef þeir láta á sér kræla. Víða gætir efasemda um að sú fjölþjóðasamvinna sem nú hefur tekist um að verja friðinn á Balkan- skaganum takist. Til dæmis þrjóskast Bandaríkjaþing við að samþykkja að þarlendir hermenn verði sendir til Bosníu. Og í Rússlandi telja margir þjóðernissinn- ar að það sýni undirlægjuhátt að rússneskir hermenn stafi með og jafnvel undir stjórn hershöfðingja Nató. Enn er eftir að sýna sig hvort mikill herstyrkur Na- tó og samstarfsríkjanna við friðargæsluna er þess megnugur að stöðva ófriðinn milli stríðandi afla á Balkan. Heiftin og hefnigirnin er rík meðal þeirra sem deilt hafa með vopnum og friðasamningar eru enn sem komið er pappírsgögnin ein. Meðal stríðandi fylkinga eru vel vopnaðir og þrautþjálfaðir bardagamenn, vanir skæruhernaði og hvers kyns vélabrögðum. Og ekki er á það að treysta að herflokkarnir lúti einni yfirstjórn né taki mark á samningum. Þegar Natóherir taka við af friðagæslusveitum SÞ verður breyting á. Ef til árása kemur munu munu nýju hersveitirnar snúast gegn þeim sem rjúfa frið- inn af fullri hörku. Fari svo verður það í fyrsta sinn sem Nató tekur beinan þátt í hernaðaraðgerðum og það utan varnarsvæðisins sem samtökin voru mynd- uð til að verja með þeim árangri að þar hefur ekki þurft að grípa til vopna í hálfa öld. Hvort Natóherinn á erindi sem erfiði á ófriðarbæl- inu Balkanskaga má efast um á þessarri stundu. En vonandi verður svo og þaö lofar góðu að nú hafa nær öll Evrópuríki bundist samtökum um að stöðva ófrið í álfunni og að Rússar og Atlantshafsbandalagsríkin hafa snúið bökum saman til tryggja frið. Það eitt er sögulegt afrek. Verkalýðsbaráttan nýja Atökin magn- ast nú hratt í verkalýös- hreyfingunni og áhrínsoröin fljúga á milli foringjanna svo annaö eins hefur ekki sést um árabil. Hreyfing, sem allir voru löngu búnir aö sætta sig viö aö væri oröin aö steinrunnu skriffinna- trölli. „Við vildum ekki taka þátt í þessari upp- skeruhátíð" er haft eftir Halldóri Björnssyni í Mogganum í gær vegna þess að hann skrópaöi á miöstjórnarfundi hjá ASÍ í fyrra-_________________ dag. Björn Snæbjörnsson Einingar- O/VRRI Jakinn °9 manns- eyrað Þessi forn- gríski átaka- formaður sagöist af sama tilefni_________ ekki hafa séö ástæöu til að mæta á miðstjórnarfund vegna þess ágreinings sem upp er kominn. Kristján Gunnarsson úr Keflavík sagði hins vegar: „Ég hafði ekki geð í mér til aö fara á miðstjórnarfund. Eftir aö hafa verið útnefndur lýðskrumari í sjónvarpinu í gær af forseta Alþýöu- sambandsins, þá held ég aö ég sé ekkert að blanda geði viö hann á meðan ég er að jafna mig á þess- um fréttum," Varnarræöa Bensa En á miðstjórnarfundinum, sem svona margir skrópuöu á, voru þó mættir nokkrir dyggustu stuðningsmenn forsetans og virðast þeir hafa safnast saman viö kvöldverðarborðiö og hlýtt á lærimeistarann flytja varnarræöu sína, sem morg- unblöðin bæði, Tíminn og Mogginn, birtu síðan í heild sinni, rétt eins og um varnarræðu Sókrates- ar hafi verið aö ræða. Þar ber forsetinn af sér sakir og hefur mikla gagnsókn, ekki síst gegn Hlíf í Hafnarfirði og Sigga Th. Hlíf var nefnilega búið aö senda frá sér ályktun um að segja ætti upp launa- samningum, ef launanefndin gæti ekki samiö um almennileg kjör. Nú er Siggi í Hlíf kominn í þann kór sem segir að launanefndin hafi ekki haft um- boð til að semja um kjörin — og þessa mótsögn dregur Bensi byggingamaður fram af fullum þunga í varnarræðu sinni. leikur hófst svo í enn nýj- ar hæðir með því leikræna sjónarspili, sem sett var á svið í Bíóborg- inni hjá Dags- brún í gær. Gvendur jaki, sem er nánast samkvæmt skilgrein- ingu óvinur Bensa númer eitt, jós olíunni nær lát- laust á eldinn í áhrifamiklum einþáttungi, sem að _____________vísu hefur heyrst áður og verður sí- fellt líkari því að verið sé að spila rödd Jakans af segulbandi með rafhlöðum. Er nú erfiðleik- nanast tomum svo komið að tíðnisvið mannseyrans á um með að skynja bassadrunurnar, sem frá Guð- mundi koma, nema þegar hann endrum og sinn- um brýnir upp raustina og flýgur áttund upp tónskalann og hljómar eins og það sem menn venjulega kalla strigabassa. En meira að segja Jak- inn ræður ekki lengur alveg sínu liði og ASI-átök- in teygja sig inn í Dagsbrún, eins og upphlaupið í Bíóborginni í gær sannar. Það er því greinilega ekki ofsögum sagt á forsíðu Tímans í gær að það „hrikti í stoðum ASÍ", því verkalýðshreyfingin er loksins komin í stríð. Stóri gallinn er hins vegar sá, að hún er komin í borg- arastríð þar sem innbyrðis átök hafa gengið svo langt að trúlega verður að klára slaginn til þess að nokkur von geti orðið um friö. En á meðan verkalýðshreyfingin berst á bana- spjótum situr Sesar atvinnurekandanna, Þórarinn Viðar, í heiðurssæti sínu í Colosseum og horfir glaður á. Eftir áratuga skriffinnsku og hagfræð- ingaleik verkalýöshreyfingarinnar hefur hún nú loks gripið til aðgerða og baráttu. Vinnuveitend- um er það að sjálfsögöu fagnaðarefni að úr því að slík barátta gaus upp, skuli hún ekki hafa beinst gegn þeim nema að takmörkuðu leyti. Hugtakið verkalýðsbarátta hefur því öðlast nýtt inntak og vísar til baráttu verkalýðsins við verkalýðinn. Garri Velmegun jólasveinanna Hátíö ljóss og friöar, sálmasöngs og ofáts nálgast óðfluga. Þá höld- um við kristnir menn upp á af- mæli frelsarans, sem fæddist í jötu og fékk dýrindis gjafir sem vitrir menn og forríkir gáfu hon- um. En af því að ekki eru lengur tök á því að gefa Jesúbarninu flottar gjafir á afmælinu, vegna þess að enginn veit hvert á aö senda þær, þá fá bara einhverjir aðrir gjafirn- ar í fínum umbúðum og í stað þess aö vitringarnir frá Austur- löndum komu með sínar gjafir færandi hendi er nú prentuð for- skrift til hægðarauka: Til: Bjössa. Frá: Bjögga og Stínu. Og allir fá svo eitthvað fallegt, eins og stend- ur í sálminum. Á hinum síðari og bestu tímum er gjafaúrvaliö góöu heilli orðið talsvert betra en þegar þeir austur- lendingar tóku kúrsinn á stjörnuna á úlföldum sín- um árið 0 með gull, reykelsi og myrru í farteskinu. Allt fyrir alla Og mikiö er þægilegt að fá allar þær góöu leiðbein- ingar um hvað á að gefa ættingjum og vinum í jóla- gjöf. Það sér ekki í Moggann fyrir ráðgjöf um hvað sé jólagjöfin í ár. í útvörpunum öllum er þulin þula um hvaða bók allir krakkar óska sér aö fá, hvaða bók á að gefa unglingunum, hvaða bók mamma vill, og svo er þaö bókin hana pabba og bókin handa afa og bókin handa ömmu og Sigga og Gunnu. Svo er hægt að velja úr stórspennandi klámsögum eftir stórgáfaöar skáldkonur handa elskunni sinni og svona má lengi telja. í sjónvörpunum eru heilu prógrömmin um all- ar þær bækur sem eru jólagjöfin í ár. Þá eru það allar hinar sortirnar af gjöfum, sem lýst er sem hinni einu og sönnu jólagjöf. Bunan stendur út úr loftmiðlunum um þær og inn á heimilin berast litfagrar sérútgáfur frá alls kyns verslunarfyrirtækjum r;-' í' . kJ Wl-v., V' v ' . m JT Á víbavangi og er innstreymið um bréfalúgurn- ar af glansmyndum jólagjafanna orðið svo magnað að gluggapóstur- inn týnist í herlegheitunum og fer með bunkunum út í ruslatunnu. Þaö eitt gerir jólaundirbúninginn hjá sumum talsvert léttbærari. Allur þessi sérkennilegi jólapóst- ur er svo rosalega meiriháttar að út- gáfur áuglýsingablaðanna eru enn- þá fínni en nokkur jólabók, meira að segja flottari en jólatrén eftir að búið er að hengja á þau skrautið. Kaupa núna og borga löngu, löngu seinna Af því að jólin eru til að gleðja sjálfan sig og aðra, er aldrei of miklu til kostað að gera þau sem gleöilegust. Og mörgum verður glatt í sinni, þegar það upplýkst hvílíkrar ofgnóttar gjafa og munaðar í mat, drykk, mublum og fatnaði við eigum eftir aö njóta á jólum. Auglýsingatæknin sér til þess aö eng- inn þarf aö eiga í vandræöum meö hvaö á að kaupa, vandamálið er miklu fremur hvaö á ekki að kaupa. Ekki stendur heldur á aö fjárhagurinn þurfi að vera kaupgleöinni fjötur um fót. Nýtt kortatímabil er haf- iö, svo að ekkert þarf að borga fyrr en komiö er langt fram á næsta ár. Og meö raðgreiðslum er hægt að draga borgun fram undir aldamót. Og ofan á alla þá dýrö sem hægt er að kaupa hér, eins og auglýsingarnar allar sanna, eru Dublin og all- ar hinar borgirnar í örskotsfæri og þar er nú heldur ekkert slor að versla, en það er önnur saga. Öll jólagjafadýröin sýnir og sannar aö hér ríkir vel- megun og kaupgetan hlýtur að vera óskapleg. Eða hver borgar annars auglýsingakostnaöinn á öllum jólavarningnum og fyrirganginum til aö halda upp á afmæli Jesú? Þaö gera jólasveinarnir, hinir einu og sönnu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.