Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 6
Föstudagur 8. desember 1995 Búvöru- og kjarasamningar valda hækkun fjáraukalaga Fjárlaganefnd Alþingis legg- ur til ab hækkun fjárauka- laga fyrir árib 1995 verbi 424,8 milljónir króna. Stærstu libir hækkunarinnar eru 150 milljónir vegna af- setningar birgba á kinda- kjöti samkvæmt búvöru- samningi frá 1. október síb- astlibnum, sem nú hefur ver- ib afgreiddur sem lög frá Alþingi, og 130 milljónir vegna launauppbótar í kjöl- far kjarasamninga fyrr á þessu ári. Samtals gera þessir libir 280 milljónir króna, eba um tvo þribju hluta hækkunarinnar. Fjárlaganefnd leggur til ab framlög til Alþingis verbi auk- in um 31,3 milljónir: 11,4 milljónir vegna útgjalda, sem fylgt hafi í kjölfar kosninga, og 20 milljónir til viöhalds og viögeröa á húsakosti þingsins við Kirkjustræti. Lagt er til að fjárheimild Háskólabókasafns verði hækkuð um 5,5 milljón- ir vegna hallareksturs á árun- um 1.994 og 1995 og að viö- bótarfjárveiting til íþróttasam- bands íslands verði 1,5 millj- ónir til að mæta kostnaði vegna lántöku sambandsins vib fjármögnun vibbyggingar viö íþróttahöllina í Laugardal vegna HM-keppninnar í sum- ar. Fjárlaganefnd leggur til hækkun á fjárheimildum um 29,7 milljónir króna vegna Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins. Þá leggur meirihlutinn til að veitt verði fjárheimild upp á 22 milljónir króna til endurbóta á bryggj- unni í Holti í Önundarfirði og til þess að lagfæra skemmdir sem urðu á nokkrum sjóvarn- argörðum í óveðri í október. Einnig verði veitt viðbótar- framlag um 4,2 milljónir vegna dóms um gæsluvaktir, sem fallið hefur starfsmönn- um Sjúkrahússins í Neskaup- stað í vil. Nefndin stendur í heild að breytingartillögum þessum, að því undanskildu að þingmenn Alþýðuflokks og Kvennalista hafa fyrirvara um greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu upp á 150 milljónir króna. -ÞI Vikurútflutningur skapar um 50 ársverk Á síbasta ári voru flutt út um 230 tonn af vikri og af því voru um 220 tonn svonefnd- ur byggingavikur. Útflutn- ingsverbmæti þessa vikurs er um 484 milljónir króna reiknab á FOB-verbi og er þessi verbmætasköpun talin skapa um 50 ársverk. Þetta kom fram í svari Finns Ing- ólfssonar, ibnabar- og vib- skiptarábherra, vib fyrir- spurn Sturlu Böbvarssonar, þingmanns Vesturlands, á Alþingi um útflutning á jarbefnum. Finnur Ingólfsson sagði að nú hefðu þrjú fyrirtæki leyfi til jarðefnavinnslu á Heklusvæð- inu og einnig heföu þrír aðilar sambærilegar heimildir til vinnslu á Snæfellsnesi. Finnur sagði annmörkum háð ab tak- marka vinnslu á vikri til út- flutnings, en sín skoðun væri ab draga bæri úr þessum út- flutningi, þar sem líklegt væri ab fleiri kostir muni bjóðast til nýtingar þessa jarðefnis aðrir en að flytja þab út sem hrá- efni. Ljóst sé að flytja megi all- an nýtanlegan Hekluvikur út á um 30 ára tímabili og í þessu tilviki sé ekki ufn endurnýjan- lega aublind að ræba. Finnur sagbi einnig nauðsynlegt að nýta allan vikurgröft sem best og í reglugerðum væri gert ráð fyrir 90% nýtingu. Sturla Böðvarsson sagði að víða væri ástandið óvibunandi vegna jarðefnatöku og sagði að setja yrði skýrar reglur varö- andi nýtingu jarðefna. Nokkr- ar umræður spunnust um náttúruspjöll af völdum námugraftar í landinu og tók iönaðar- og viðskiptaráðherra undir sjónarmib þingmanna um að vinna þurfi eftir skýrum reglum í því efni. ÞI. Benni í Bíiabúb Benna og Gunnar Pálmi Pétursson fyrir framan torfœru- tröllib, sem er skráb sem Ford '42. Tímamynd CS Torfærutröll á faraldsfæti Ford '42 jeppi Gunnars Pálma Péturssonar er á leib úr landi, þar sem keppt verbur í spilkeppni á vegum WARM, samtaka spila- framleibenda, 15.-17. des. nk. í Ardennes í Belgíu. Völdum út- lendingum er bobiö til keppninn- ar, en í fyrra hrifust útlending- arnir mjög af Nissan Patrol bíl Snorra Ingimarssonar, sem þá fór til Hollands á vegum Bílabúðar Benna, Eimskips og Flugleiba. Bíllinn er nokkuð breyttur frá upprunalegu formi, svo ekki sé meira sagt, en hann er af Willys- gerð, árgerð 1942. Vélin er 450 ha. Chevrolet, bíllinn er sjálfskiptur á gormafjöðrum allan hringinn, með 38" leöjudekkjum og sérsmíðuðum felgum. Millikassi og fremri hásing eru úr Scout, en Ford Econoline að framan. Fordinn hefur keppt í ís- lensku torfærunni. -BÞ Um aldamótin síbustu náöi Hverfisgata á milli Vitatorgs að austan og Vatnsstígs að vestan. Húsið Ásbyrgi, sem síðan var nr. 33 við götuna en er í dag nr. 71, var byggt á fyrstu árunum eftir aldamótin síöustu. Árið 1901, í febrúar, fær Bjarni Gíslason úthlutað lóð stutt frá gatnamótum Hverfis- götu og Vitastígs. Árinu áður hafði þessari lób verið úthlutað til Hróbjarts Ólafssonar, sem afsalabi sér henni í stað næstu lóðar fyr- ir vestan. Sama ár fær Bjarni þessi leyfi fyrir ab byggja á lóðinni hús að stærð 8x8 áínir, að vibbættum skúr 3x3 álnir. En af einhverj- um ástæðum byggir Bjarni ekki. Hann selur lóðina 1902, í júní, Ara Antonssyni, sem síb- an selur Ármanni Jónssyni skipasmið frá Saxhóli á Snæfellsnesi. Ármann byggir sama árið og er þá lóð hans talin vera 25 x 40 áln- ir. Ármann fær leyfi í maí 1905 til ab stækka húsið í austur um 8 x 11 álnir. í október sama ár er gert mat á eigninni á vegum bæj- arfógetans í Reykjavík. Þá er lýsing á húsinu á þessa leiö: Húsið er 11 x 12 álnir, vegghæb 7 álnir og ris 4 álnir, byggt af bindingi og járnklætt, samkvæmt byggingarsamþykkt Reykjavíkur. Það er með sex íbúðarherbergj- um, tveimur eldhúsum, einu búri og þremur föstum skápum, tveir gangar og tvöföld múrþilja fyrir ofan aðra eldavélina, fimm ofnar eru í húsinu. Kjallari er undir öllu hús- inu, hæð 4 álnir, meb steingólfi og í honum er bakarí og gangur. Við norðurhlið hússins er gangur 4x3 1/2 alin, hæð 10 álnir. Byggt eins og húsið (úr sama efni) og hólfað í tvo ganga og kola- kompu. Við austurgafl hússins er skúr 8x11 álnir og að hæð 8 álnir, byggbur eins og hús- ið með brandgafli. í honum er búb og fjögur geymsluherbergi. Lóðin sem tilheyrir húsinu 1000 ferálnir, ræktuð og girt. Sagt er að viðbyggingin hafi oröiö Ár- manni fjárhagslega ofviða og samningur, sem hann geröi við bakara sem ætlaði að leigja plássið undir brauðbúð og bakarí, ekki gerbur skriflega, en handsal látið duga. Bak- ari þessi kom upp bakaríi annarstabar við Hverfisgötu. Ármann neyðist því til að veb- setja eignina í desember 1906 og selja síðan 1909. Þá kaupir Gísli Helgason, en síðan er eignin seld Garbari Gíslasyni í október 1911 og hann fær uppboösafsal fyrir henni. í júní 1914 selur Garðar Gíslason Hverfis- götu 33, A.F. Kofoed-Hansen sem býr þar með fjölskyldu sinni til ársins 1919. Þá kaup- ir Ólöf Einarsdóttir. Hverfisgata 71 Árið 1918, í Kötlugosinu, skemmdust margar jarðir í Mýrdal og varð af því nokkur fólksflótti af svæð- inu. Ólöf Einarsdóttir, sem áður er getið um, var frá Kerlingardal í Mýrdal. Hún.og fjöl- skylda hennar voru ein af þeim sem hugs- uðu sér til hreyfings og fór Ólöf til Reykja- víkur um vorið 1919 í leit að húsnæbi til kaups. í fyrstu sá hún ekkert hús Sem hana fýsti að eignast og var að tygja sig til heim- feröar, þegar fyrir augu hennar ber hús eitt innarlega við Hverfisgötu. Ólöf skoðar húsið og þar sem hún sjálf hafði byggt húsiö á Bakka í Mýrdal var hún þess fullviss að þetta hús myndi standa undir væntingum henn- ar. Talið var að Ólöf hafi haft dulargáfu og kunnað að nota hana í þágu hins góða. En hvernig sem það var, þá hefur þetta hús, sem þá var í daglegu tali nefnt Ásbyrgi, verið í eigu niðja hennar, sem allt er hið mesta gæfu- og hæfileikafólk. Ólöf var vel gefin og ljóðelsk og eftir hana kom út' árib 1951 ljóðabókin „Stjarna í myrkri". Ljóð Ólafar Einars- dóttur eru spegilmynd af þeim vegi sem hún kaus að ganga í gegnum lífið. Hún var kona sem bar gæfu til að styrkja og hlúa ab þeim sem í sárum voru. Ung varð hún ekkja og ól yngsta barnið sitt nóttina eftir að maður hennar dó. Eftir lát manns síns, Jónasar Þor- steinssonar, bjó hún fyrst með börnin sín í Skammadal, en þar bjuggu þau Jónas á meb- an hann liföi. En tíu árum eftir andlát hans, eba árið 1913, giftist Ólöf Guðmundi Bjarna- syni bónda í Kerlingardal í Mýrdal. Hann hafði þá nýlega misst konuna frá börnunum ungum og gekk Ólöf þeim í móðurstað. Ólöf missti Guðmund árið 1935. Þess má einnig geta að hún var ein af tólf stofnendum Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík. Lengi hefur verið verslað í útbyggingunni að Hverfisgötu 71, þó að aldrei væri þar bak- HÚSIN í BÆNUM FREYjA JÓNSDÓTTIR arí eins og í fyrstu stóð til, en þar var ný- lenduvöruverslun til ársins 1991. Þar versl- aði Björn Jónsson til margra ára og nefndi búðina eftir húsinu, „Ásbyrgi". En eins og mörgum er kunnugt, sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur, þá var verslunin Ás- byrgi til margra ára innarlega á Laugavegi, en þangað flutti Björn reksturinn af Hverfis- götunni. Eftir það tekur Jón Jónsson frá Ekru í Oddahverfi vib verslunarplássinu og rekur nýlenduvörubúð, sem hann nefnir Rangá, til ársins 1947. Til gamans má geta þess að verslunin Rangá í Skipasundi er arftaki versl- unarinnar sem var á Hverfisgötu 33. Árið 1947 tekur Jónas Sigurðsson við versluninni og eftir það hét hún Jónasarbúö. Grímheiður Jónasdóttir og Sigurður Ólafs- son, sem lengi var gjaldkeri hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, voru foreldrar Jónasar. Grímheibur var dóttir Ólafar Einarsdóttur og Jónasar Þorsteinssonar frá Skammadal. Jónasarbúð var rekin með miklum mynd- arskap og naut kaupmaðurinn dyggrar að- stobar systur sinnar Þorgerðar, sem var inn- anbúðar hjá honum. Þangað komu margir fastagestir bæði til að versla og blanda geði við þau systkini. Þeir, sem leið áttu um Hverfisgötuna, sáu oft á eftir skáldum og öbrum listamönnum ganga inn um dyrnar á búðinni og algengt var ab þeim dveldist þar lengi. Það er mikil eftirsjá aö þessari nota- legu verslun, en hún eins og svo margar aðr- ar, sem kaupmaðurinn á horninu hafði sitt lifibrauð af, er öll. En eftir stendur útbygg- ingin með dregið fyrir gluggana, sem áður voru fullir af girnilegum varningi, snyrtilega fyrirkomnum. Þau Jónas og Þorgerður búa í húsinu og hafa haldið því mjög vel við. Litlu hefur ver- ib breytt og allt gert til að láta upphaflega stílinn halda sér. Að koma inn í þetta hús er ógleymanlegt. Þá verður niðurinn frá um- feröinni á Hverfisgötunni fjarlægur. Það er líka annað sem fangar hugann. Þarna er sér- staklega hátt til lofts og veggina prýða mál- verk sem Jónas hefur málað. Hann leikur á hljóðfæri og myndarlegur flygill er í einni stofunni. Að baki hefur Jónas þriggja ára tónlistarnám. Systirin Þorgerður situr ekki auðum höndum, þó að hún afgreiði ekki lengur vörur yfir búðarborðið. Hún er mikil hannyröakona og fagrir munir, sem hún hefur unnið, eru stolt heimilisins. Þorgerður stundaði nám við Húsmæðraskólann á Isa- firbi. Þegar komiö er upp á efri hæðina sér út á sundin og skúlptúrinn fagri, Sólfarið, blas- ir við. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.