Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 8
 Föstudagur 8. desember 1995 Valdhafar Afríkuríkja, sem vita upp á sig brot gegn mannrétt- indum, hika viö ab for- dœma Nígeríustjórn. Stjórnarandstœöingar og þjóbflokkar, sem standa höllum fœti víba í Afríku, óttast ab valdhafar kunni ab taka fjöldamorbin í Rúanda sér til fyrir- myndar nóv. s.l. voru teknir ■ laf lífi í Nígeríu níu JL stjórnarandstæbing- ar, sem jafnframt voru í forystu me&al Ogoni, eins hinna minni af um 250 þjó&um og þjóö- flokkum landsins. Vöktu þeir atbur&ir allmikla athygli á al- þjó&avettvangi. Aftökurnar, sem aö marga áliti voru nánast dómsmorö, uröu til þess m.a. a& Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku (íbúar um 100 milljón- ir), var vísaö tímabundiö úr breska samveldinu. Fordæmingarnar á aftökum þessum hafa út af fyrir sig vakib allmikla athygli og jafnvel undr- un. Það er ekkert nýtt aö valdhaf- ar Afríkuríkja láti drepa stjórnar- andstæöinga eöa fólk yfirleitt, sem þeir gruna um andstöðu viö sig, og oft miklu fleiri í einu en gerðist að þessu sinni í Nígeríu. En oft hafa slíkir atburöir ekki vakið teljandi athygli og sáralítiö af þeim frést. Lagöi sig vísvitandi í hættu Charles Onyango-Obbo, rit- stjóri blaösins The Monitor í Úg- anda og þekktur vel í Austur-Afr- íku fyrir greinar um málefni Afr- íku, gefur eftirfarandi skýringar á athyglinni sem umræddar aftök- ur í Nígeríu vöktu: Einn þeirra líf- látnu, Ken Saro-Wiwa, var oröinn þekktur nokkuö á Vesturlöndum sem rithöfundur og baráttumað- ur fyrir mannréttindum og hags- munum Ogoni-þjóöflokksins. Allalgengt er aö forystumenn afr-' ískra stjórnarandstæöinga flýi land og skrifi síöan og tali gegn stjórnum landa sinna frá Evrópu eða Bandaríkjunum, þar sem þeir eru óhultir fyrir gagnráöstöfun- um stjórna sinna, er oft má búast viö að veröi hrottalegar. Ken Saro-Wiwa bjó í Lundúnum og liföi þar þægilegu lífi. Eigi að síð- ur sneri hann aftur til Nígeríu og geröist þar forystumaður Ogoni- manna, sem börðust fyrir hags- munum þjóöflokks síns gegn harðráðum stjórnvöldum. Hann vissi vel aö þar með lagði hann sjálfan sig í lífshættu. „Þetta er óvenjulegt," segir Onyango- Obbo í viðtali við danska blaðið Information. Einmitt þetta, að Saro- Wiwa skipti á örygginu í Bretlandi og áhættuþrunginni baráttu heima fyrir, varð til þess að vekja aðdáun á honum, ekki einungis á Vesturlöndum og í hinum ýmsu löndum breska sam- veldisins utan Afríku, heldur og í þeirri álfu sjálfri. Nokkru um fordæmingarnar á hendur herforingjastjórn Nígeríu, og þá sérstaklega brottreksturinn úr breska samveldinu, mun hafa valdið að aftökurnar á Saro-Wiwa og félögum hans fóru fram í sömu svipan og ráöstefna sam- veldisríkjanna var að hefjast. Stjórnir annarra samveldisríkja höfðu áður mælst til þess við Sani Abacha, hershöfðingja og æðsta Nelson Mandela (hér meö Winnie Mandela, umdeildri eiginkonu sinni): hvetur til þess aö hœtt sé aö kaupa olíu af Nígeríu. Aftökur í Nígeríu mann Nígeríustjórnar, að hann náðaði níumenningana, en Aba- cha hafði þau tilmæli að engu og frestaði ekki einu sinni aftökun- um, eins og margir munu hafa búist við. ✓ Askorun Mandela Þetta kom út eins og ódulin hundsun á samveldisríkjunum, þ.ám. Bretlandi, svo að leiðtogar margra ríkja þess munu hafa komist að þeirri niöurstöðu að þeir væru nánast tilneyddir að sýna hörð viðbrögð. Frekar ólíklegt er þó að Abacha hafi með þessu vísvitandi verið að ögra samveldinu. Hitt er líklegra að honum og félögum hans hafi gengið til hræðsla við andóf tengt einstökum þjóðum eða þjóð- flokkum. Nígería á, hliðstætt flestum öðrum Afríkuríkjum, í erfiðleikum vegna misgóðrar sambúðar þeirra fjölmörgu þjóða og þjóðflokka sem landið byggja. Ágreiningur milli þjóða þarlendis leiddi til þess 1967 að íbó, ein af stærstu þjóðum landsins sem býr í því suðaustanverðu, sagði sig úr lögum við Nígeríu og stofnaöi sjálfstætt ríki, Bíafra. Nígeríuher barði það niður í stríði, sem stóð til 1970. Um tvær milljónir manna dóu af völdum þess ófrið- ar, flestir úr hungri. Nelson Mandela Suður-Afríku- forseti hefur af tilefni Saro-Wiwa- málsins skorað á ríki heims að hætta að kaupa af Nígeríu olíu — sem er grundvöllur efnahagslífs hennar — og jafnvel hvatt Níger- íumenn til uppreisnar gegn stjórn sinni. Mandela kann ab hafa talið sig til þessa knúinn, vegna þess orðs sem fer af honum sem af- reksmanni í baráttu fyrir mann- inu og af áskorunum og hvatn- ingum Mandela, mótmælt aftök- unum í Nígeríu, þá einkennist vibbrögð Afríkumanna af þessu tilefni þó öllu frekar af ótta. Þess ótta gæti einkum hjá stjórnarand- stæbingum og þjóðflokkum, sem annaðhvort séu smáir eða megi sín lítils, nema hvorttveggja sé. Þetta fólk óttist að valdhafar í ýmsum Afríkulöndum, sem vilji losna við áhyggjur af stjórnarand- stæðingum eða óhlýðnum þjóð- flokkum, kunni að líta á fjölda- morðin á Tútsum í Rúanda sem áhugavert fordæmi. Sá ótti hafi vaxið við aftökurnar á mönnunum níu, sem beittu sér fyrir hagsmunum lítils þjóðflokks I Nígeríu. Onyango-Obbo nefnir sem dæmi þjóbflokka í Norður- Úganda, sem lengi hafi grunað þarlend stjórnvöld um að vilja með einum eða öðrum ráðum losna við þá úr heiminum. Dauði Saro-Wiwa og félaga hans kann að hræða andstööu- gjarna þjóðflokka til hlýðni að einhverju marki, en vera má aö þeir atburðir hafi drjúgum veikt trú álfubúa á ab stjórnvöld þeirra séu í raun fulltrúar allra íbúa landanna, eins og þau eru sam- kvæmt opinberri hugmynda- fræði. Sú trú var að vísu orðin í veikara lagi löngu fyrir umrædda atburði, og spurning er hvort hún hefur nokkurntíma veriö mikil. „Afríkumenn eru gersamlega búnir að missa trúna á hreyfing- ar, sem segjast hafnar yfir ágrein- ing milli þjóða/þjóðflokka ... og hugmyndina um ríkisstjórn sem allir landsmenn jafnt geti treyst," segir Onyango-Obbo. Fyrir framtíð núverandi Afríku- ríkja sem slíkra eru þetta ekki vænlegar horfur. ■ Abacha: hrœddur um aö 250 þjóöa ríki hans splundrist. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON réttindum, en undirtektir flestra annarra afrískra ríkisleiðtoga við hann í máli þessu hafa verið dauf- legar. „Þeir eiga ekki svo auðvelt með ab mótmæla brotum gegn réttindum í öbrum löndum, með- an þeir brjóta gegn sömu réttind- um í eigin löndum," segir áður- nefndur Onyango-Obbo. Vaxandi ótti Hann 'segir einnig að þótt margir aðilar í ýmsum Afríku- löndum, ekki síst kirkjufélög og baráttusamtök fyrir mannréttind- um, hafi, hvött af viðbrögbum á Vesturlöndum, í breska samveld-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.