Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.12.1995, Blaðsíða 11
11 Föstudagur 8. desember 1995 Björn Bjarnason, menntamálaráöherra: Þátttaka ríkis í byggingu tónlist- arhúss skobub Á fundi ríkisstjórnar á þribju- dag var ákvebib ab mennta- málarábherra skipi nefnd til ab kanna hvort og þá meb hvaba hætti ríkisvaldib gæti komib ab byggingu tónlistarhúss. Þetta kemur í kjölfar áskorunar frá fulltrúum tónlistarrábs ís- lands, en þeir hittu Björn Bjarnason menntamálaráb- herra, þar sem þeir skorubu á hann ab láta byggingu tónlist- arhúss til sín taka. Björn segir framhaldib nú vera að skipa nefnd til ab skoða þetta mál. „Það getur tekið sinn tíma, en ef ríkið á að koma að þessu máli er eölilegt að skoða það ná- kvæmlega um hvað málið snýst, bæði staðsetningu, gerð og hvort ríkið á yfirleitt á aö taka þátt í þessu verkefni. Það er þó nýtt í þessu máli að ríkisstjórnin hefur ákveðið að skoða þetta mál, í það minnsta og það er stefnan að niburstaða liggi fyrir á kjörtíma- bilinu," segir Björn Bjarnason. Hann segir það sína persónu- legu skoðun, að það þurfi að taka af skariö í þessu máli. Teikningar séu búnar aö liggja fyrir síðan 1986. Það sé ljóst að ekki sé ágreiningur um að næsta stór- verkefni á sviði menningarbygg- inga, sé bygging tónlistarhúss. Hvernig það á að vera, hverjir eiga að standa að því og ná- kvæmlega hvaða starfsemi það á að hýsa, hafi menn hins vegar ekki komist að niðurstöðu um. Björn segir þá staðreynd að Reykjavík hafi verið útnefnd ein af menningarborgum Evrópu ár- ið 2000 ekkert koma þessu máli beint vib. „Ríkisvaldið hefur þvert á móti tekib fram aö það er ekki skuldbundið til neinna út- gjalda vegna menningarborgar- innar," segir Björn að lokum. -PS Sameiginleg forsjá skilnaöarbarna fœkkaö forsjár- feörum um helming: Fjóröungur skilinna '94 meb sameiginlega forsjá Hátt í fjórbungur hjóna sem skildu í fyrra sömdu um sam- eiginlega forsjá barna sinna. En þetta fyrirkomulag virbist á hinn bóginn hafa fækkab um helming þeim börnum sem eru í forsjá febra sinna einna. Árib 1992 var fyrsta árib sem gengib var frá sameiginlegri forsjá, alls 65 barna, en þeim hafbi fjölgab í 119 á síbasta ári. Alls var gengið frá lögskilnaði um 490 hjóna í fyrra, sem er um 10% fækkun miþað við næstu þrjú ár þar á undan. Alls 304 þessara hjóna áttu börn; 133 hjón eitt barn og álíka mörg tvö börn og 36 hjón 3 börn eða fleiri, samtals rúmlega 520 börn. Síðustu þrjú árin áður en sam- eiginlegt forræði kom inn í myndina (1989-91) fengu 66 feb- ur, eða um 12% þeirra, forræði barna sinna aö jafnaði ár hvert. Frá 1992 hefur þeim aftur á móti fækkað í 35 á ári eða einungis 7%. Af þeim 523 börnum sem upp- lifðu lögskilnað foreldra sinna á síðasta ári eru 70% í forsjá móður sinnar einnar, tæplega 7% í for- sjá föbur síns og um 23% í sam- eiginlegri forsjá beggja foreldra sinna. ■ Turak Théatre: Fornleifauppgröft- ur í eldhúsinu Franski leikhópurinn Turak Thé- atre d'objets vakti fyrst verulega athygli á leiklistarhátíðinni í Av- ignon 1992 og hefur síban farið víba með sýningar sínar. Leik- hópurinn sýnir nú nýjasta verk sitt Critures — fomleifauppgröft- ur í eldhúsinu í Tjarnarbíói en verkið hefur m.a. fengíð frábæra dóma í dagblaöinu Le Monde. „Critures gerist í eldhúsi við enda borös á milli tveggja ísskápa. í rökkri taka hlutir á sig nýja mynd, verða persónur og umhverfi sögunnar. Sýningin fjaliar um tím- ann og leitina að hinni einu sönnu ást, hún segir frá manni og konu sem fara á mis allt lífið og hittast ekki fyrr en á dauðastundu." Turak Théatre var stofnað árið 1985 og skilgreinir sig sem leikhús hlutanna. „Á sviðinu verður okkar vanalega umhverfi að draum- kenndum heimi á mörkum hins raunverulega — Turakía verbur til. Turakía er heimur sem Laubu, stofnandi leikhússins, hefur skapað sögum sínum og byggir á draum- um og hugmyndaflugi. Sýningar hópsins eru án orða og eru því al- þjóðlegar". Sýningar verða næst í Tjarnar- bíói laugardaginn 9. des. og sunnu- daginn 10. des. kl. 17. Miðaverb er 800 kr. ■ wjMjfjflj Ljóö og lög Háskólatónleikum á haustmiss- eri lauk 6. desember meb ljóða- lestri með jazz-undirleik. Skáld- in voru Nína Björk Árnadóttir og Jóhann Hjálmarsson, en tónlistarmenn Carl Möller (pí- anó), Guðmundur Steingríms- son (trommur) og Róbert Þór- hallsson (gítarbassi). Um tilurð þessa atburðar, eða listforms, segir svo í skránni: „Höfundur tónlistarinnar er Carl Möller, og skilgreinir hann hana sem ljóðrænan jazz, eba stefjazz. Tónlistin er unnin í samvinnu vib skáldin þannig ab textinn er fyrr á ferðinni, tónlistin tek- ur mib af hugblæ ljóbsins." Tónlist Carls Möller og félaga var skemmtileg og féll vel að ljóðunum. Jafnleibinlegur og mér finnst íslenskur jazz vera — drungalegur, þrumandi og andlaus — þá var yfir þessu spilverki viss glaðvær léttleiki og þokki, sem lyfti sálum áheyrenda. Hugtakið „akadem- ískur jazz" er jafnfáránlegt og svört hvíta eða blýþungur dúnn. Ljóð Nínu Bjarkar voru flest smástemmningar um ástina, mörg ort í minningu genginna listamanna eins og Alfreðs Flóka, Jóns Gunnars, Steinars Sigurjónssonar eða Jóns Har- aldssonar. Af þessum ljóðum mætti ætla, að listamenn þessir TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON hafi líkst mest berklaskáldun- um gömlu, sem reikuðu verk- og getulausir um holt og skóga fullir af rómantískum órum. Og kannski er það rétt. Hins vegar hafa flestir meiri háttar lista- menn verið starfsmenn miklir og lausir við óra af þessu tagi; tökum úr hópi óumdeildra þá Ásgrím og Kjarval, Egil Skalla- grímsson, Snorra, Jón á Bægisá, Kiljan, Einar Ben., Hannes Haf- stein og Jónas, Jón Leifs og Pál ísólfsson. Allt saman „no-non- sense menn". Jóhann flutti sín fimmtán ljób skörulega, og tónlistin féll vel að þeim flutningi. Hér var tilgangsleysi og forgengileiki einstaklingsins í tilverunni efst á baugi. Líkt og ástin er þetta efni sem veruleg skil hafa veriö gerð á liönum árum, áratugum, öldum og árþúsundum — sennilega hafa skáld Cro-Magn- onmanna sagt eitthvað meitlað um þessi efni fyrir 40.000 árum og neandælskir spakvitringar sömuleiðis fyrir 100.000 árurn. En þab sannast hér ennþá einu sinni sem Prókofjef á að hafa sagt um tónlistina, aö ennþá sé Karl Möller. margt óort í C-dúr, því allt leið þetta ljúflega um hlustir. Hins vegar er örugglega af sú tíð þeg- ar menn reyrðu hugsanir sínar í bundib mál til að tryggja það að alþýða manna gæfi þeim gaum. Ég er með öðrum orðum smeykur um að „ljóðið" hafi tekið sæti postulínshundsins á arinhillunni, snyrtilegt glingur í stássstofum borgarastéttarinn- ar. En hreint ekki þarflaust fyrir því. William Morris var einmitt svo hrifinn af listfengi íslend- inga, sem skáru út spóna sína og asklok, ófu mynstur í brekán og söðulklæði. Atburðir eins og Ljóð og jazz í Norræna húsinu hafa kannski ekki varanlega þýðingu, en þeir fegra augna- bíikið líkt og ilmur af blómi sem berst hjá með golunni. ■ Hagstæður vibskiptajöfnuður Tveir karlar voru saman á báti á ytri höfninni í Reykjavík. Annar var barnlaus, en hinn átti nokkr- ar dætur og var sá aö skensa hinn vegna barnleysisins. Þá svaraði hann: „Ég held þaö sé skárra aö vera barnlaus en vera að fram- leiða stelpur í Kanann," því þang- að hafði hinn misst dætur sínar. Og sannlega var eftirsjá aö þessum glæsilegu stúlkum, ekki síst fyrir unga íslenska karlmenn sem misstu af þeim, væntanlega vegna þess að þeir höfðu ekki lært aö dansa eöa fara með vín (nema launin hafi verið lág). En í staðinn fyrir allt þaö fallega og vel menntaða hold, sem flutt hef- ur veriö úr landi fyrir slikk, hefur íslenska þjóðin fengið tífalda þyngd þess — í tónlistarkunn- áttu, sem nú dreifist meðal fólks- ins. Og ennþá eitt glæsilegt dæmi um þessi óformlegu vöruskipti reyndu gestir háskólatónleika 22. nóvember, þegar Miklós Dalmay, hámenntaður píanósnillingur frá Ungverjalandi og tónlistarkenn- ari á Flúöum og í Keflavík, spilaöi Chopin og Bartók. Lítil tilvitnun í tónleikaskrá um listamanninn: „Miklós Dalmay lauk einleikaraprófi [frá Franz Liszt tónlistarháskólanum í Búda- pest] 1987.... [Hann] hefur hlotið mörg verölaun fyrir píanóleik sinn á alþjóöavettvangi og fengið afar góða dóma fyrir tónjeika í Ungverjalandi, Svíþjób, Ítalíu, Frakklandi, Austurríki, Bandaríkj- unum og Kanada. Árið 1993 var gefinn út geisladiskur þar sem hann leikur píanóverk eftir Beet- hoven." Satt að segja var ég búinn að gleyma hve gaman er að því að hlusta á góöan píanóleik. Hljóm- sveit ber, þrátt fyrir allt, af píanói eins og litmynd af svarthvítri, svo ekki sé lengra gengið. En þessi pí- anóleikur Dalmays minnti mig á gamla daga, þegar ég átti kunn- ingja sem voru aö læra á píanó í Tónlistarskólanum, hjá „Rögga" og Árna, og lífiö snerist um Richt- TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON er, Lipatti og hvað- þeir-nú-hétu. Og þá var einum okkar hent út af Naustinu fyrir aö reyna að spila „Allegro barbaro" eftir Bartók á píanóið meö leðurhönskum — en Miklós Dalmay endaöi einmitt prógramm sitt með þessu lagi á svörtu nótunum. Eins og allir ekta píanómenn byrjaði Dalmay á Chopin, ballöðu í f-moll, sem hann spilaði afar vel. Síðan tók hann, eins og sönnum Ungverja sæmdi, Béla Bartók — Svítu op. 14 og fyrr- nefnt Allegro barbaro. Um Svít- una op. 14 er það að segja, að hún er samin 1916 og þótti nú- tímaleg aö formi á sínum tíma, en um Allegro barbaro (samiö 1914) aö þaö þótti svo nýstárlegt, ab þaö verkaði eins og sprengja á samtíðina! Allegro barbaro verkaði ekki eins og sprengja á áheyrendur há- skólatónleika, fremur en von var, enda erum vér allsjóuö orðin í listrænum útúrsnúningum. Hins vegar voru þetta sérlega háleitir tónleikar og skemmtilegir — vegna þess aö afburöamaöur var að spila. ■ K I N G A unw Vinningstölur 6.12.1995 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆO Á HVERN VINNING H 6 af 6 1 48.350.000 C1 5 at 6 [Lffl+bónus 1 1.230.400 IRl 5 af 6 2 110.550 j 4 af 6 214 1.640 d 3 af 6 ICfl+bónus 778 190 Helldarupphæð bessa vlku: 50.300.280 á isi.: 1.950.280 rjjvinningur fór til Noregs UPPLYSINGAR, 8ÍMSVARI #1- 6815 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 •I«T MIO pvnmwABA UM pflCHrviu-un Elskuleg móbir okkar og tengdamóbir Guömunda Þóra Stefánsdóttir Geirakoti, Sandvíkurhreppi lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 5. desember. Börn og tengdabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.