Tíminn - 09.12.1995, Qupperneq 9
Laugardagur 9. desember 1995
9
Vetrareldur
Fri&rik Erlingsson
Vaka-Helgafell
Friörik Erlingsson hefur hlotið
mikið lof og verðlaun fyrir
handverk sín til þessa, bæði
sjónmiðlahandrit og fyrir
barnabókina Benjamín dúfu,
sem var einstaklega nærgætin
og falleg saga.
Nú er komin skáldsaga frá
honum þar sem kærustupör
heimsbókmenntanna Tristr-
am og ísönd, Rómeó og Júlía,
Siegfried og Odette, Guðrún
Ósvífurs og Kjartan (nú eða
Bolli) svífa yfir vötnum —
með dyggri aðstoð höfundar.
Þessi pör gætu vel fallið undir
ljóðlínur Davíðs Stefánssonar:
„ Við elskuðum hvort annað,
en urðum þó að skilja."
Friðrik vitnar í þessar ljóð-
línur Davíðs í upphafi bókar
og gefur tóninn fynr sögu þar
sem snöggsoöinn B-mynda-
endir frá Hollywood er ekki á
dagskrá.
Sagan fylgir Lilju frá bernsku
og fram á miðjan aldur. Hún
býr í litlu þorpi á Vestfjörðum
þar til hún flytur ásamt móður
sinni til Reykjavíkur, heillast
af ballett, stundar hann í all-
mörg ár eða þar til hún kynn-
ist ástinni.
Afskaplega dauflegt
Skáldskaparbragðið af þess-
ari bók er afskaplega dauflegt.
Æskusaga Lilju er skrifuð til að
króa hana af úti í horni, en um
leiö hækka hana upp á svið
sem er æðra öðrum hversdags-
leikurum. Aðferðin kemur
ekki á óvart, telpan er létt og
tindilfætt vera full af ímynd-
unarafli, sem vill bara ganga
berfætt í bómullarkjól. Hún er
hamingjusamt og listrænt
náttúrubarn, sem spinnur upp
ævintýri um prinsa og drottn-
ingar. Öðrum þorpsbúum er
deildskipt í Konur og Karla og
innan hverrar deildar eru allir
eins. Karlmenn þorpsins vilja
djamma og djúsa og taka fram
hjá og Konur þorpsins eru
áhyggjufullar og hnýttar
taugahrúgur. Sama stefna er
tekin þegar Lilja er komin til
Reykjavíkur og byrjuð í ball-
ett, tjallerínurnar eru allar ill-
kvittnar og hégómlegar iðandi
kjaftatífur. Aðrar persónur
sem komast í kastljósið vegna
tengsla sinna við aðalpersón-
una eru helberir svipir af sögu-
legum draugum úr bókmennt-
unum. Mjólkurþamb heildsal-
ans í fínu veislunum var nán-
ast eina karaktereinkennið
sem kom manni ekki kunnug-
lega fyrir sjónir og karlinn
varð dálítið sympatískur fyrir
vikið.
Taugatrekkjandi
vangaveltur
Hið sama verður ekki sagt
um Lilju og Hákon, þátttak-
endur í ástarævintýrinu sem
er miðja og vendipunktur sög-
unnar. Lilja er svo einstök í
sinni röð, þögul og siðprúð að
hún nær engri tengingu við
lífið. Lilja er dæmigerð goð-
umlík vera og verður hálffötl-
uð vegna skorts á mannlegum
breyskleikum. í fjölda ára lifir
hún fyrir ballettinn, smá tíma
fyrir ástina og þar á eftir fyrir
son sinn. Hún nældi í Hákon,
ríka strákinn, sem er gull-
drengurinn í leikhúsinu og
allra kvenna yndi. Þegar ástin
og umhyggjan fer að þrengja
að honum, fær hann geysileg-
ar áhyggjur af kröfum Listar-
innar til þegna sinna og móðir
hans, ríka snobbið, kyndir
undir listamannablekking-
unni. Þessar taugatrekkjandi
vangaveltur um að listin krefj-
ist fórna, þ.e. að fórna þurfi
hverfulli ást fyrir eilífa list,
leiða til fyrirsjáanlegs drykkju-
skapar. Þegar hann svo upp-
götvar villu síns vegar, telur
hann sig of seinan á ferðinni,
án þess að gera nokkuð til að
kanna það, enda væri það út
úr fasa hjá þessum harmræna
karakter, og ákveður að fara þá
bara almennilega í hund og
kött, fyrst þeim var skapað að
skilja. Vegna þess hve athafnir
og einkenni þessara persóna,
sem halda eiga uppi sögunni,
eru fyrirsjáanleg megna þær
engan veginn ab tosa tár úr
augnkrókum eba snúa nokkru
sinni óvæntri hlið lífsins að
lesendum. Þetta eru fyrirfram
þekkt manngerðarmót. En þar
sem engu nýju efni er kostað
til þeirra, verða persónurnar
steingerðar.
„Það er ekkert eilíft nema
listin... Sjáðu Shakespeare;
hvað heföi gerst ef hann hefði
nú neyðst til að setjast heima L
Stratford og hugsa um börn og
bú."
í þessum orðum Hákonar
felst ennfremur, mér liggur við
að segja, kvenfjandsamleg af-
staða. Fyrir Lilju er ballettinn
lífið sjálft. Þegar hún er orbin
ófrísk og hefur fengið fyrsta
flogið eftir sýningu á Svana-
vatninu, hættir hún að dansa.
Og ekki orö um þab meir það
sem eftir er bókar. Hákon þarf
að velta því fyrir sér fram og
aftur hvort hann eigi að gerast
fjölskyldufaðir með engar
skyldur aðrar en að veita ást,
en þab er ekki einu sinni vísir
að bakþanka hjá ballerínunni.
Tæknileg mistök
Nokkur afdrifarík tæknileg
mistök eru í bókinni, sem
grafa dyggilega undan þeim
trúverðugleika sem forfallnir
nýrómantíkerar hefbu mögu-
lega getað fundið fyrir.
Bernskuþorp Lilju á að vera frá
BÆKUR
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
mibri öldinni, en kvenkynið
klæðist þar mórauðum ullar-
pilsum og skuplum, sem mér
skilst nú að hafi verið úreltur
klæðnaður þá. Læknir og ljós-
móbir eru í reykpásu þegar
sonur Lilju kemur í heiminn
og hún er ein í fæðingunni.
Alltumlykjandi móbursystir
Lilju, sem gekk henni í móbur-
stað og er m.a.s. forsjármaður
hennar, er þá allt í einu hvergi
nálægt og til að auka enn á
napurleika sjúkrahúsvistar-
innar, sem varir í 3 mánuði,
kemur móðursystirin þar aldr-
ei við sögu. Læknirinn teymir
læknanema til flogaveiku
stúlkunnar, stundar verklega
kennslu á henni og gerir ekk-
ert til ab koma í veg fyrir að
hún detti á gólfið. Lilja má
ekki gefa syni sínum brjóst
vegna flogaveikilyfja, en 3-4
mánuðum eftir að barnið fæb-
ist er enn svellandi mjólk í
brjóstum hennar, en eins og
margir vita gildir þar lögmálið
um framboð og eftirspurn. Ef
eftirspurnin er engin, fellur
nytin. Lilja má ekki taka upp
barnið meðan móðursystirin
er í vinnunni, en enginn ann-
ar er til staðar á heimilinu til
ab gæta barnsins. Öll þessi at-
riði eru til að sýna kvöl og
þjáningu Lilju, en tilgangur-
inn má ekki helga meðalið,
því útkoman er fjarri því að
vera hádramatísk heldur ein-
faldlega pínleg.
Heyrst hefur í útvarpi að sag-
an boði endurkomu nýróman-
tíkurinnar í íslenskar bók-
menntir. Gott og blessað. En
sú stefnuvædda nútíma- bók-
menntasaga, sem við þekkj-
um, hefur aldrei tekið aldar-
gamla bókmenntastefnu eins
og hún kom af skepnunni og
plantað henni óbreyttri í gjör-
breyttu samfélagi. Því mibur
verða áhyggjur aldamótaný-
rómantíkur hlægilegar hérna
megin aldar. Skáldskapurinn
lítilfjörlegur, því hér er sama
beinið á ferðinni, kjötið sem
var ferskt í upphafi aldar er nú
löngu úldið.
Leynist lítill
smtiingurá þírm heimili?
LÉIFST H. MAGNUSSONAR
GULLTEIGl 6,105 REYKJAVÍK, SÍMI 568-8611