Tíminn - 13.12.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 13.12.1995, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 13. desember 1995 5 ESB-ríki hafa í huga aö greiöa fyrir inn- flutningi á vörum frá löndunum sunnan og austan Miöjaröar- hafs, í von um aö sleppa í staöinn viö fólksinnflutning þaö- an Tvennt er ofar öllu í „ut- anríkismálum" Evrópu- sambands. Annars vegar eru [jab samskipti sambands- ins viö Austur-Evrópu og hins vegar viö ríki sunnan og aust- an Miöjaröarhafs. Ekki er laust viö aö þetta minni á pólitísku stööuna í Evr- ópu/Miöjaröarhafslöndum á tímabilinu nokkurnveginn frá 700 til um 1000. I>á var austan- verö Evrópa enn heiðin og mest- ur hluti landa austan og sunnan Miðjarðarhafs kominn undir ís- lam. Hin kristna F.vrópa horfði þá áhyggjuaugum bæði í austur og suöur. „Rio Grande Evrópu" baö gerir Vestur-Evrópa aftur í dag. Austur-Evrópa hefur aö vísu aflagt „heiðni" kommúnismans (a.m.k. einn sagnfræöingur hefur aö vísu skilgreint hann sem villu- trúargrein af kristninni), en í Rússlandi eru horfur á aftur- hvarfi í þeim efnum. Hins vegar er mat margra Vestur- Evrópu- manna aö sovésku fylgiríkin fyrr- verandi og Eystrasaltslönd, sem taka sér Vesturlönd til fyrir- myndar og vilja aðlagast þeim, séu komin á nokkuð svo greiöa leiö til vaxandi stööugleika í stjórnmálum og efnahagsmál- um. Sunnan og austan Miðjaröar- hafs er íslam ekki síður eöa jafn- vel enn frekar en var fyrir þús- und árum. I’á haföi jDaö náð Spáni og Sikiley. Nú hefur það aftur drjúga fótfestu í Vestur-Evr- ópu, en dreiföari þar sem eru margar milljónir íslamskra ný- búa. Og sumra fréttaskýrenda mál er aö þessa stundina a.m.k. séu áhyggjurnar í ESB öllu meiri út af því sem gerist og kann að gerast sunnan sambandsins en austan þess. í því samhengi er aö vísu at- hugandi að undanfarið hafa Miöjaröarhafslönd í ESB farið með formennskuna í samband- inu og veröur svo enn um hríð (Frakkland, Spánn, Ítalía). Áhyggjurnar þar út af gangi mála í löndunum handan „Rio Grande Evrópu" (eins og ein- hverjir eru farnir aö kalla Miö- jarðarhafiö) eru eðlilega meiri en í löndum noröar í álfunni, þar sem margir líta á fyrrverandi austurblokk sem nálægara vandamál. Meö nýnefndum titli á Mið- jarðarhafi er vikiö að aðal- áhyggjuefni Evrópumanna viö- víkjandi löndum handan þess. Þaö er sprengingarkennd fólks- fjölgun, og henni er kennt um óstöðugleikann í stjórn-, félags- og efnahagsmálum margra þess- ara landa. íbúar Egyptalands eru um 60 milljónir og þeim fjölgar um rúma milljón árlega. íbúar Alsírs eru um 29 milljónir og ár- leg fjölgun þar er 2,5%. í 12 ríkj- um handan Miðjarðarhafs, sem boöiö var á utanríkisráðherraráð- stefnu ESB-ríkja í Barcelona ný- verið, eru íbúar nú um 200 millj- ónir, en lýöfræðingar spá því að næstu 15 árin — til ársins 2010 Verkfall hjá Air France: óánœgja margs launafólks í Vestur-Evrópu meö kaup og kjör og mikiö atvinnuleysi þar eru meöal ástœöna til hertra reglna gegn innflutningi fólks. „Sprengjan í subri Múslímar biöjast fyrir á götu í Frakklandi. — muni þeim fjölga um þriðj- ung, upp í um 300 milljónir. Rei&ir, rá&villtir, ungir Hluti af vandamáli þessu er að þótt mörg ríkja þessara séu víö- lend á landabréfinu, er stærð- ræktanlegs lands þar víðast næsta takmörkuö. Og þróunin í efna- hagsmálum hefur ekki' haft und- an fólksfjölguninni, eins og það er oröað í forystugrein í finnska Hufvudstadsbladet. Fátækt og at- vinnuleysi fara þar vaxandi og kemur það ekki síst niður á ungu fólki, sem vegna hraðrar fólks- fjölgunar undanfama áratugi er tiltölulega fjölmennt. Það er kunnur lærdómur úr sögunni að BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þjóðfélög þar sem hvort tveggja er til staðar, fátækt og möguleika- leysi annars vegar og hins vegar mikið af ungu fólki, verða gjarn- an herská og fer þá oft eftir atvik- um og kringumstæbum hvort því slær frekar inn á við eða út á við. í löndum þeim, sem hér um ræðir, kveður verulega ab herská- um hreyfingum bókstafssinna eða íslamista, einkum að því er viröist þessa stundina í Alsír, Eg- yptalandi og Tyrklandi. Hvort hreyfingar þessar eigi vöxt sinn ab þakka því ab fólk í löndunum sé að gerast trúaðra er umdeilt. En þær lofa félagslegu réttlæti og betri lífskjörum því fólki, sem stendur höllum fæti efnahags- lega, félagslega og í stjórnmálum. Ekki síst reiðir og ráðvilltir ungir karlmenn dragast aö þeim. Sérstaklega í Suður-Evrópu, þar sem margt er oröið ólöglegra norburafrískra innflytjenda, ótt- ast menn að þetta endi með því að bókstafssinnar komist til valda í færri eða fleiri ríkjum sunnan Miðjarðarhafs og austan. Það muni svo leiða til óstöövandi innflytjendaflóðs þaðan til Vest- ur- Evrópu. Þessar horfur er farib að kalla „sprengjuna í suðri" eba „pólitíska tímasprengju" Mið- jarðarhafssvæbisins. „Frá Nordkapp til Sahara" Fyrirætlanir Vestur-Evrópu um gagnráðstafanir snúast helst um þab að reyna að bæta ástandið i löndunum i „erfiðleikahálfmán- anum" (eins og einhverjir grein- arhöfundar hafa kallað svæðið austan og sunnan Miðjarðarhafs) með því ab veita þeim aukna efnahagsaðstoð og greiða fyrir innflutningi á vörum frá þeim tii ESB-landa. Vestur-Evrópuríkin bjóbast sem sé til þess að taka vib vörum frá þessum grannheims- hluta sínum, í von um að sleppa í staðinn við innflutning á fólki þaöan. Það var út á þetta öðru fremur, sem áðurnefnd ráðstefna í Barcelona gekk. ESB segist í því samhengi beita sér fyrir stofnun fríverslunarsvæðis, „svæðis sam- eiginlegrar velferbar" frá „Nord- kapp til Sahara". Tveir þribju hlutar orkuinn- flutnings ESB eru frá Norður- Afr- íku/Austurlöndum nær. Suður- hluti ESB er mjög kominn upp á jarögas frá Alsír og Líbýu. Samt er viðskiptajöfnuöur landanna austan og sunnan Miöjarðarhafs við ESB mjög óhagstæöur. Enn sem komið er eru möguleikar fyrrnefnda svæðisins á útflutn- ingi á vefnaðar- og landbúnaðar- vörum til hins síðarnefnda mjög takmarkaöir, m.a. af völdum ráb- stafana af hálfu ESB. Marokkó t.d. fær inn talsvert af erlendum gjaldeyri, en mestanpart frá ma- rokkönskum verkamönnum er- lendis og fyrir hass sem smyglaö er úr landinu. Margar vibkvæmar hlibar em á samskiptum þessara tveggja heimshluta, sem sjaldan í sög- unni hafa hugsað hlýlega hvor til annars. Nefna má t.d. að hert- ar reglur Vestur-Evrópuríkja gegn innflutningi fólks, sem nú hefur verið komið á a.m.k. í orbi kveðnu, em líklegar til að vekja gremju í íslamska heiminum, ekki einungis meðal fólks al- mennt, heldur og ráðamanna sem með útflutningi fólks gera sér vonir um að geta losnaö við þá óánægðustu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.