Tíminn - 13.12.1995, Side 7
Mibvikudagur 13. desember 1995
writmn
7
Alþingismenn deila um bandorminn:
Fórnarlömb naubgara hugsa
ekki um fjárlagahalla
„Fórnarlömb nauðgara og
annarra ofbeldisglæpa eru
ekki ab hugsa um halla á fjár-
lögum." Þessi orö féllu af vör-
um Össurar Skarphébinssonar
í umræbum um frumvarp til
Iaga um rábstafanir í ríkisfjár-
málum, svokallaban band-
orm, á Alþingi á föstudag.
Þingmenn stjórnarandstöb-
unnar deildu hart á ýmsar
sparnaöarráöstafanir ríkis-
stjórnarinnar og einnig á
hvern hátt stabiö væri aö
framlagningu frumvarpsins,
þar sem um afdrifaríkar breyt-
ingar á mörgum lögum væri
ab ræba. Töldu stjórnarand-
stæöingar ab slíkar lagabreyt-
ingar þyrfti ab leggja fram í
abskildum frumvörpum,
mebal annars til þess ab þau
fengju nauösynlega umfjöllun
í þeim þingnefndum sem
fjalla ættu um viökomandi
málaflokka. Fribrik Sophus-
son fjármálarábherra svaraöi
þeirri gagnrýni stjórnarand-
stæöinga á þann hátt ab sam-
kvæmt núgildandi þingsköp-
um gæti nefnd vísaö hluta af
frumvörpum til annarra
nefnda og þess vegna væri
ekkert því til fyrirstööu ab
fleiri en ein þingnefnd fjöll-
ubu um þetta frumvarp.
Hin fleygu ummæli Össurar
Skarphébinssonar féllu vegna
ákvæða í bandorminum um ab
skerba ábyrgb ríkissjóðs vegna
greibslu bóta, er tjónþolum
vegna ofbeldisbrota hafa veriö
dæmdar. Ákvæbi um þessa
bótaábyrgö var sett í lög á síð-
asta ári, en hefur enn ekki kom-
iö til framkvæmda. í bandorm-
inum er gert ráö fyrir aö lögin
taki gildi 1. júlí á næsta ári, en
aö ákveðið þak veröi sett á
ábyrgö ríkissjóðs. Össur gagn-
rýndi þetta harðlega ásamt flest-
um talsmönnum stjórnarand-
stööunnar, sem töldu aö verið
væri aö höggva af hlut þeirra er
oft eigi viö verulega erfiðleika
aö stríða vegna áfalla. Rannveig
Guömundsdóttir sagöi um þetta
mál að ekki væri verið aö skerða
bætur um neitt smáræöi, heldur
langt umfram helming. Hún
spuröi hvernig í ósköpunum
væri hægt aö setjast niöur meö
penna og ákveöa bætur vegna
missi framfærenda 750 þúsund,
sem metnar hafi verið 3 millj-
ónir á síðasta vori. Jón Baldvin
Hannibalsson sagöi þetta
ákvæöi í frumvarpinu vera
hneyksli, sem hann tryöi ekki
aö Alþingi léti bjóöa sér.
Alþýðuflokkurinn hafbi
áhyggjur af ábyrgðun-
um í fyrri ríkisstjórn
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra sagði að meö lögum
um ábyrgö ríkissjóðs á greiðsl-
um, sem fórnarlömbum ofbeld-
isverka hafi verið dæmdar, hafi
ákveðin skilaboð verið send út í
þjóöfélagið um aö hiö opinbera
taki ábyrgö á slíkum greiöslum.
Um kostnað af þessum ábyrgð-
um hafi vissulega veriö rætt og
meðal annars komiö fram
áhyggjur frá Alþýðuflokks-
mönnum, sem þá áttu sæti í rík-
isstjórn. Rammi fjárlaga væri á
hinn bóginn mjög þröngur og
rammi dómsmálaráðuneytisins
væri meö þeim hætti aö hærri
greiðslur rúmuöust ekki innan
hans en gert væri ráö fyrir í
þessu frumvarpi. Þorsteinn Páls-
son sagöi aö horfast yrði í augu
viö ákveöinn veruleika í tengsl-
um við fjárlagageröina, en þegar
ákvæöin um ábyrgö á bótum
tjónþola hafi verið sett i lög
hefðu menn vænst þess aö unnt
væri aö gefa dómsmálaráðu-
neytinu meira rými innan fjár-
laga.
Sjálfvirk tenging
afnumin
Bandormurinn er lagður fram
á hverju ári til þess aö tryggja
fjárlagafrumvarpi forsendur í
öörum lögum. Áð þessu sinni er
hann í 63 greinum og nær til 33
lagagreina. I bandorminum er
gert ráö fyrir aö nokkur laga-
ákvæöi um sjálfvirk framlög úr
ríkissjóði veröi felld niöur, en
framlög verði þess í stað ákveð-
in á fjárlögum hverju sinni.
Davíö Oddsson forsætisráöherra
sagöi um leið og hann fylgdi
bandorminum úr hlaöi, aö um
langt skeiö hafi sjálfvirk framlög
veriö felld niður á hverju ári eða
skert meö lögum og geti sá hátt-
ur tæpast talist eðlilegur til
lengdar. Því væru nú lagðar til
umræddar bréytingar á þessum
lögum. Sem dæmi um sjálfvirk
framlög má nefna framlög til
Kvikmyndasjóðs, Listskreyting-
Staban
Leikstjóri, sem fenginn er út á
land til ab leikstýra, fær allt ab
600 þúsund króna verktaka-
greibslur fyrir verk sitt. Leikstjór-
ar eru hins vegar ekki ánægbir
meb sinn hlut. Þeir knýja á um
stórfellda launahækkun. Leikfé-
Iögin í landinu vita varla sitt
rjúkandi ráb. Opinberir styrkir
fara lækkandi á sama tíma og
nánast útilokab verbur ab rába
vana leikstjóra til starfa.
„Launin leikstjóranna fara aldrei
neöar en í 300 þúsund krónur, auk
þess sem þarf aö greiöa fyrir feröir
fram og til baka tvisvar á æfinga-
tímanum og borga mat og hús-
næði, stundum hótel," sagbi Vil-
borg Árný Valgarbsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bandalags íslenskra
leikfélaga, í samtali við Tímann.
Hún segir aö áöur fyrr hafi reynst
erfitt aö fá góöa leikstjóra út á land
og því hafi ýmsar „gulrætur" verið
settar inn í samningana. Er svo
komið aö leikfélög hafa verið aö
greiða allt að 600 þúsund krónur
fyrir vinnu leikstjóranna.
Nú vilja leikstjórar grunnlauna-
hækkun úr 10 vikum í 12 vikur, þ.e.
þriggja mánaða iaun, en venjulega
tekur uppsetning verkanna sex vik-
ur, og þá aðallega unnið á kvöldin
og á nóttunni hjá áhugafólkinu.
Vilborg segir aö á fjárlögum séu
14 milljónir króna, eins og verið
hefur mörg undanfarin ár. Sveitar-
félögin eiga, lögum samkvæmt, að
styrkja starfsemina um ekki minni
Össur Skarphébinsson.
arsjóðs, Húsfriðunarsjóðs,
Stofnlánadeildar landbúnaöar-
ins og Kirkjubyggingasjóðs. Þá
eru í bandorminum ákvæði um
aö afnema tengingu atvinnu-
leysisbóta og bóta almanna-
trygginga viö laun, en þess í
staö aö ákvaröa þær á fjárlögum
hverju sinni; einnig ákvæöi um
að tengja greiðslur ellilífeyris
viö tekjur af fjármagni.
Smánarblettur á ríkls-
stjórninni
„Þessar breytingar á sjálfvirk-
um tengingum jafngilda grund-
vallarbreytingum á sjálfu. vel-
feröarkerfinu," sagði Steingrím-
ur J. Sigfússon og kvaö þetta
Sýning á silfur- og gullsmíba-
verkum eftir Hannu Tuomala,
Timo Salsola og Sigríbi A. Sig-
urbardóttur stendur nú yfir í
Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarbar.
Hannu Tuomala er finnskur
silfursmiöur ög hefur hann hlotiö
verölaun fyrir hönnun sína og
vera ógeðfelldasta bandorm
sem hann heföi nokkru sinni
séð. Markmið ríkisstjórnarinnar
væri augljóslega aö rjúfa teng-
ingu útgjalda og skatta viö vísi-
tölur og væri sú grundvallar-
breyting hin mestu ótíöindi, því
þeim þjóöfélagshópum, sem
versta aöstööu hafi til þess aö
knýja á um bætt kjör, veröi ekki
lengur tryggö sambærileg lifs-
kjör og almennt gerast í þjóöfé-
laginu. Svavar Gestsson tók
undir ummæli Steingríms og
benti á aö yfirstandandi verk-
fallsátök í Frakklandi snúist að
verulegu leyti um að verjast
sambærilegum árásum á vel-
feröarkerfiö og hæstvirt ríkis-
stjórn sé að gera hér á landi. Jón
Baldvin Hannibalsson gagn-
rýndi þetta ákvæöi einnig harö-
lega. Hann kallaöi þaö smánar-
blett á ríkisstjórninni og kvaö
Alþýöuflokkinn myndi taka þaö
sérstaklega' fyrir í fjárhags- og
viöskiptanefnd þingsins.
Naubsynlegt ab ná
markmibi um hallalaus
fjárlög
Friörik Sophusson fjármála-
ráöherra sagöi ljóst að allar
skeröingar í fjárlagafrumvarpi
væru sárar. Það vissu þing-
menn, þótt málflutningi stjórn-
arandstæöinga á hverjum tíma
væri oft öðruvísi háttaö. Stjórn-
arandstæðingar heföu ekki
nefnt aö ríkissjóður væri rekinn
sýnt verk sín víða. Verkum hans
er ætlað aö túlka hinar ýmsu
mannlegu tilfinningar, en hafa
einnig notagildi.
Hannu, Timo og Sigríður út-
skrifuöust öll frá Lahti-listhönn-
unarskólanum árið 1991. Sigríður
flutti til Nantucket í Bandaríkjun-
um að loknu námi og vann þar í
meö verulegum halla, en með
því væri verið aö hlaöa upp
skuldum til framtíðar. Þvi yröi
aö taka til hendinni í ríkisfjár-
málum og dyggö allra flokka
væri aö tala ekki eins og sífeilt
væri unnt að eyða meiru en afl-
aö er. Hann benti á aö á næsta
ári færu um 16 milljarðar af
tekjum ríkissjóðs til greiðslu
vaxta og jafngilti þaö öllum
tekjuskatti landsmanna. í ræö-
um stjórnarandstæðinga hafi
hvergi veriö bent á leiðir til þess
að afla meiri tekna.
Jngibjörg Pálmadóttir heil-
brigöisráðherra sagöi aö stjórn-
arandstæðingar væru aö biöja
um allt aö 30 milljarða útgjöid,
en Steingrímur J. Sigfússon kvaö
þaö fleipur eitt, um miklu lægri
upphæöir væri aö ræöa. Stjórn-
arandstæðingar bentu á nokkra
liði i fjárlagafrumvarpinu þar
sem spara mætti milljóna
króna. Staðnæmdust þeir eink-
um viö feröalög og risnu og
einnig nýlögfestan búvöru-
samning þar sem sumir þeirra
töldu aö veriö væri aö ausa fé í
bændastéttina. Þorsteinn Páls-
son dómsmálaráðherra sagöi
það markmið ríkisstjórnarinnar
aö ná hallalausum fjárlögum og
skipti þaö markmið mestu máli
fyrir þá sem njóta greiðslna úr
ríkissjóöi. Því veröi því mark-
miði ekki náö, sé verið aö veikja
stoðir þeirra sem virkilega þurfa
á fjárhagsaðstoö ríkisins aö
halda. . ÞI.
rúmt ár að gullsmíði. Timo vann
hins vegar viö demantsísetningu í
Thun í Sviss. Timo og Sigríður
fluttu því næst til Hafnarfjarbar á
Islandi og settu þar upp verk-
stæbi.
Sýningin stendur til 23. des. og
er opin frá kl. 12 til 18 alla daga
nema þriðjudaga. ■
Leikfélögum í landinu fjölgar stöbugt, en opinbera kakan til skiptanna er sú sama ár eftir ár.
Vilborg Árný Valgarösdóttir, framkvœmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga:
er sárgrætileg
Vilborg Árný Valgarbsdóttir.
upphæð en ríkiö. En flest bæjarfé-
lögin nýta sér lægri styrk ríkisins á
hvert verkefni og lækka greiöslur
sínar samkvæmt því, aö sögn Vil-
borgar.
Á þessu ári eru 93 leikverkefni og
23 námskeið sem veröa styrkt. í
fyrra voru töiurnar 72 leikverkefni
og 17 námskeið. Þetta þýöir að því
fleiri verk sem eru sett á svið, þeim
mun minni verður styrkurinn. í
fyrra var hann 221 þúsund á verk-
efni, en í ár verður hann 184 þús-
und krónur. Vilborg segir þetta sár-
grætilega stöðu mála.
Fyrrverandi menntamálaráðherra
skipaði nefnd til að yfirfara málefni
leikfélaganna með þaö fyrir augum
að leggja fram frumvarp um breyt-
ingar á leiklistarlögum. Vilborg seg-
ir að nú sé ekki ljóst hvað nýr
menntamálaráðherra gerir með
málið. Verði það lagt fram óbreytt,
þá sé þar að finna tillögur sem fría
sveitarfélögin við að greiða kostnað
við áhugaleiklist í sinni heima-
byggð, sem þau eru skylduð til í nú-
gildandi lögum. Þetta mun vera í
takt við ný sveitarstjórnarlög þar
sem kveður á um að ríkið megi ekki
skuldbinda sveitarfélögin fjárhags-
lega.
Vilborg ritar harðorðan leiðara í
Leikiistarblaðið sem kom út á dög-
unum. Hún segir að fjárlagafrum-
varpið sé „sama tuggan og undan-
farin ár, engin breyting". Nauðsyn-
legt sé að gera ráðamönnum grein
fyrir hlutverki áhugaleiklistar í
landinu, hún sé meira virði nú en
oft áður. „Þeir sem hafa (ó)stjórnab
yfir okkur atvinnuleysi og land-
flótta, skertri samfélagsþjónustu og
guð veit hverju, ættu að gera sér
grein fyrir því að við kjósum þá ekki
aftur ef þeir bæta ekki ráð sitt," seg-
ir Vilborg í leiðaranum.
-JBP
Hafnarborg:
Finnsk og íslensk silfursmíði